Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
3
Kisiliðjan:
Önnur skemmda
þróin lagfærð
„VIÐ höfum ákveðid að gera við
aðra þrðna, sem skemmdist I um-
brotunum,** sagði Vésteinn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Kfsiliðjunnar við Mývatn, er Mbl.
ræddi við hann f gær. Vésteinn
sagði nauðsynlegt að gera frekari
ráðstafanir fyrir hráefnisöflun-
ina f sumar, en hvort hin þróin
yrði lagfærð eða ný gerð, sagði
hann óráðið nú. Vinnsla hefur
gengið ágætlega eftir að Kfsiliðj-
an fór aftur f gang og sagði Vé-
steinn, að verksmiðjan hefði unn-
ið með eðlilegum afköstum und-
Týndi veski
með 243 þús.
krónum í
í GÆR týndist seðlaveski eins og
það sem þjónar á veitingahúsum
nota, með 224 þúsund krónum í
peningum og ávísun að upphæð
19 þúsund krónur.
Veskið er merkt eigandanum og
Sjálísalanum h.f., en veskið týnd-
ist einhvers staðar á ferð úr Þver-
holti —Sundlaug Vesturbæjar —
Sundhöllin.
Finnandi er vinsamlega beðinn
að skila veskinu til lögreglunnar
og er fundarlaunum heitið.
anfarna daga og væri Ijóst, að
engar skemmdir hefðu orðið á
vélabúnaði verksmiðjunnar.
Þró sú, sem ákveðið er að lag-
færa, er þró númer þrjú, en í
hana kom stór sprunga og gekk út
um einn vegginn. Sagði Vésteinn,
að erfitt væri að meta nú kostnað-
inn af lagfæringunni, þar sem
sprungan væri nokkuð löng og
óvíst, hve mikið þurfti til að fylla
hana upp, en þó teldu menn að
kostnaðurinn ætti að verða innan
við tíu milljónir króna.
Með þeirri þró, sem enn er heil,
og þessari, sem nú verður lag-
færð, hefur Kísiliðjan rúm fyrir
hráefni til fimm mánaða vinnslu,
en Vésteinn sagði, að verksmiðjan
þyrfti helzt að hafa hráefni til
7—8 mánaða, þegar hráefnisöflun
lýkur að haustinu.
Vésteinn Guðmundsson sagði
að ákvörðun um lagfæringu þró-
arinnar hefði verið tekin í sam-
ráði en án raunverulegs stjórnar-
fundar og myndi stjórnin senni-
lega ekki koma formlega saman
fyrr en á aðalfundinum í júní n.k.
Hin þróin, sem skemmdist, er
til muna verr farin en þró þrjú,
þar sem tvær stórar sprungur
mynduðust í henni.
Kirkjukór Akraness
fer til Betlehem
— og syngur þar á jólanótt
KIRKJUKÓR Akraness hefur
ákveðið Betlehemsferð á næstu
jólum og að sögn formanns kórs-
ins, Guðrúnar Vilhjálmsdóttur,
er ætlunin að syngja á torgi jöt-
unnar I Betlehem á jólanótt.
Söngstjóri kórsins er Haukur
Guðlaugsson, og raddþjálfun
annast Guðmunda Elfasdóttir,
söngkona.
Að sögn Guðrúnar bauðst kórn-
um þetta fyrir tveimur árum f
gegnum ferðamálaráðuneyti Isra-
els, en þar sem kórinn verður
sjálfur að bera kostnaðinn af
ferðinni, varð ekki af ferð þá.
Fimmtíu söngmenn eru i kórnum
og sagði Guðrún, að mjög líklega
yrði myndarleg hópferð úr þessu,
þar sem aðstandendur einhverjir
mundu fara með.
Um fjáröflun sagði Guðrún að
uppi væru ýmsar áætlanir, en
sennilegast yrði meginkostnaður-
inn úr vösum kórfélaga sjálfra.
„Annars ætlar Akranesbær að
styrkja okkur eitthvað," sagði
Guðrún, „og við höfum sótt um
styrk til annarra, en enn sem
komið er ekki fengið önnur svör
en þau, að styrkir til ferðalaga
sem þessa séu ekki fyrir hendi,
þótt styrkir séu til slíkra ferða til
Norðurlanda."
Geir Hallgrfmsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thoroddsen, varafor-
maður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins f fyrrakvöld.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins:
Geir Hallgrímsson end-
urkjörinn formadur
- og Gunnar Thoroddsen varaformadur
GEIR Hallgrímsson var
endurkjörinn formaður
Sjálfstæðisflokksins með
yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða á Landsfundi
flokksins sl. sunnudags-
kvöld. whlaut hann 618
atkvæði, en Gunnar
Thoroddsen fékk 41 og
aðrir færri. Gunnar
Thoroddsen var jafn-
framt endurkjörinn
varaformaður flokksins
með 564 atkvæðum.
Ragnhildur Helgadóttir
fékk 49 atkvæði í varafor-
mannskjörinu, Albert
Guðmundsson 16, Ingólf-
ur Jónsson 11 og Jónas
Haralz 9.
Einnig var kosið í átta af 15
sætum í miðstjórn flokksins.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna stóð að framboði tveggja
úr sinum röðum, þeirra Ingu
Jónu Þórðardóttur, viðskipta-
fræðings frá Akranesi, og
Kjartans Gunnarssonar, laga-
nema úr Reykjavík. Voru þau
valin til framboðs með próf-
kjöri meðal ungra Landsfund-
arfulltrúa. Þau náðu bæði
kjöri, en áður áttu ungir sjálf-
stæðismenn einn kjörinn full-
trúa í miðstjórn.
Inga Jóna hlaut flest atkvæði
í miðstjórnarkjörinu eða 562.
Næst urðu Birgir ísleifur
Gunnarsson, Reykjavík, með
546 atkvæði, Jónas Haralz,
Kópavogi, 484, Kjartan Gunn-
arsson, 446, Salóme Þorkels-
dóttir, Mosfellssveit, 365, Vig-
fús Jónsson, Laxamýri í Þing-
eyjarsýslu, 304, Björn Þórhalls-
sson, Reykjavík, 301 og Tómas
Tómasson, Keflavík 290.
Meðal þeirra sem ekki náðu
kjöri til miðstjórnar, voru Pét-
ur Blöndal, Seyðisfirði, 283 at-
kvæði, Geirþrúður Hildur
Bernhöft, Reykjavík, 279, Kai-
man Stefánsson, Kalmans-
tungu, 268 og Óli Þ. Guðbjarts-
son, Selfossi, 233 atkvæði.
Kristín Magnúsdóttir 134, Jón
ísberg, 115, Þorsteinn Gislason
89, Páll V. Danielsson 81.
Tveir þeirra, sem setið hafa i
miðstjórn siðan á siðasta Lands-
fundi, þeir Jón Magnússon,
Reykjavík, og Halldör Blöndal,
Akureyri, gáfu ekki kost á sér
til endurkjörs, en þau Geir-
þrúður Bernhöft og Kalman
Stefánsson áttu einnig sæti í
fyrri miðstjórn en náðu ekki
endurkjöri, eins og áður sagði.
— Síðdegis í gær kaus þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins
fimm fulltrúa úr sínum hóp 1
miðstjórn. Kjörnir voru þeir AI-
bert Guðmundsson, Jóhann
Hafstein, Matthias Bjarnason,
Matthfas A. Mathiesen og Stein-
þór Gestsson. Ingólfur Jónsson,
sem hefur átt sæti I miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins i þrjá ára-
tugi gaf ekki kost á sér til end-
urkjörs.
TRIMARAN GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR
Þetta er staðurinn sem býður upp á hvort tveggja, spennandi skemmtanálíf fyrir unga fólkið og
rólega og fagra baðströnd, sannkallaða paradís fyrir fjölskyldu og bamafólk. Við bjóðum upp á
TRIMARAN-ibúðimar.
Glcesilegar íbúðir ífögru umhverfi rétt við baðströndina. Frábcerlega vandaðar ibúðir meðfull-
komnum eldhúsum og baðherbergjum, sólsvölum og einu eða fleiri svefnherbergjum.
Trimaran er eina íbúðarhótelið í Lloret de Mar á Costa Brava með einkasundlaugum fyrir
gesti sína. Kynnið ykkur hin sérstaklega hagstceðu kjör fyrir fjölskyldur. Auk þess
sérstakar íbúðir og hótel eingöngu fyrir ungt fólk. LA CAROLINA hótel í sérflokki.
Leikskóli og bamagcesla ókeypis fyrir Sunnugesti.
Brottfarardagar: 12. júníuppselt-3. júlí-24. júlí-31. júlí- 7. ágúst-14. ágúst-21. ágúst-
28. ágúst - 4. sept. -11. sept.
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
Lækjargötu 2 — Símar: 16400-12070-15060