Morgunblaðið - 22.05.1977, Side 13

Morgunblaðið - 22.05.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 13 ur talar. Hann segir að mjög óheillavænleg þróun hafi oróið. Hinn mæti félagi okkar Sergei Sergeivich Ivanko hafi verið að rækja skyldur sínar við ríkið, og á meðan hafi vissar persónur látið hótunarbréfum rigna yfir nefnd- ina og staðið fyrir undirskrifta- söfnun. . ,Má ekki skilja fyrr en skellur í tönnum? „Vissar persónur“ eru að reyna að gera að engu ábyrgð störf í þágu ríkisins: það er þessar persónur hafa þar með risið gegn stefnu flokksins og stjórnarinnar. Á öðrum stjórnarfundi skýrir Turganov formaður frá hörmu- legu atviki, alveg einstöku sem á sér enga hliðstæðu og tekur út yfir allan þjófabálk. Svo að fyllstu nákvæmni sé gætt gerist það að morgni 26. april að þá sést til tveggja persóna, karls og konu, sem eru að draga hlut út úr íbúð- inni nr. 7. Hlutur þessi likist svefnsófa. Hluturinn var dreginn inn í innganginn númer fjögur í húsinu. Þetta athæfi persónanna var þegar i stað tilkynnt formanninum. I símtali spurðist hann fyrir um þetta hjá lyftu- verði i inngangi númer fjögur. Jú, þau eru að flytja inn! Hvað á ég að gera. Ég get ekki stöðvað þau. Ég er bara vanmáttug konukind og þau hlusta ekki á mig. Skömmu siðar er hluturinn sem likist svefnsófa (og reyndist vera það) kominn inn i íbúðina númer 66. Á eftir svefnsófanum er siðan hafinn snarlegur flutningur á ísskáp, ritvél, sjónvarpstæki, fjórum stólum. Með fylgir framkvæmdastjórinn i húsinu. Af orðum hans mátti marka að hann var að iáta í ljós vanþóknun sina á þessum atburði og bjóða fram aðstoð sína að koma hlutunum aftur á fyrri stað. Hann greip meira að segja I svefnsóf- ann og gerði tilraun til að færa hann í átt til dyranna. En þegar hann fékk 120 rúblur frá mannin- um, sem stóð fyrir flutningunum, ákvað hann að gefa málið upp á bátinn og hvarf á braut. 28. aprfl Mér hefur verið skip- að að koma á fund varasaksókn- arans L. N. Yakivleva klukkan tiu fyrir hádegi. Klukkan er tiu. Litið herbergi. Stærðarinnar kvenmaður situr við skrifborðið. Án þess að slíta símtalinu sinu, bendir hún í átt- ina að stól við gluggann. Ég sezt niður. Hún er að skipuleggja fríið sitt á næstunni. — Jæja þá. Hún leggur tólið á og lítur á mig með brosi, sem boðar fátt gott. — Svo að þér fluttuð inn I íbúð annars aðila og leyfislaust með öllu. — Hún brosir kuldalega. Kinkar kolli. — Segið mér hvernig þetta bar að. Ég segi frá málsatvikum og sé á svipnum að henni leiðist. Hún hefur við sitt að glima. Hún verð- ur að taka ákvörðunina. Ef á að flytja mig úr íbúðinni minni, sem ég hef lagt svo mikið á mig til að komast höndum yfir, verður það að gerast í dag. Á morgun byrjar fríið og lögreglan mun ekki hafa tíma til að vafstra i slíku og hún mun ekki geta aflað sér neinna vitna. — Hafið þér flutt inn í íbúð- inanúmer66? — Já. — Og hvað svo? — En ekki í leyfisleysi. — En hér stendur að svo hafi verið. En stendur þar að almennur fundur í húsfélaginu hafi sam- þykkt að ég fengi þessa íbúð? Hún lítur yfir bréfið. — Nei, það er ekki tekið fram. — Fyrst svo er verðið þér að kynna yður þetta skjal. Ég rétti henni samþykktina. —Jamm, segir varasaksóknar inn. — Þetta breytir málinu. Hún hringir og talar við ein- hvern sem heyranlega er kunnug- ur þessum „ólöglegu flutning- um“. „En félaginn hefur komið með samþykkt þar sem stendur svart á hvitu að honum sé úthlut- að íbúðinni og ég mun ekki undir neinum kringumstæðum brjóta lögin. Það er allt og sumt. Málið er leyst. Góða skemmtun I friinu. Þökk fyrir.“ Athugum nú næsta fund stjórn- arinnar. Við borðið stendur for- maðurinn og heldur þettingsfast um skjalamöppuna sina. Hann vaggar egglaga höfðinu, en hvers vegna er hann svo hikandi að sjá? Svo virðist sem hann hafi skrif- að upp á eigið eindæmi til vara- saksóknarans án þess að láta hina stjórnarmennina vita. Félagi Turganov er spurður að þvi, hvers vegna hann hafi gert þetta. Turganov herðir takið um skjalamöppuna. Spurningin á rétt á sér, segir hann. Kannski honum hafi orðið á smávægileg skyssa. En sem formaður hefur hann séð sig tilneyddan að gera taf arlausar ráðstafanir gegn ólöglegri iðju. En sagði formaðurinn þá varasaksóknaranum frá því að félagi Voinovich hafi verið að flytja inn í íbúð sem áður hafði verið samþykkt að fá honum til íbúðar, og það á almennum fundi. Nei, hann skýrði ekki frá því. Hvers vegna ekki? — Tja, sjáið þið félagar. Það kemur i ljós að fundurinn sem greiddi um þetta atkvæði var ekki fullgildur. í byggingunni eru 132 félagar en á fundinum voru að- eins 79 og 88 þurfti til að sam- þykktin væri lögmæt. Er það virkilega ! En á sama fundi var samþykkt að dóttir Las- kins rithöfundar fengi ibúð. Svo að hafi verið gildur meiri hluti fyrir hennar veitingu hlýtur það hið sama að eiga við um Voino- vich. En niðurstaðan er að formaður- inn verður að skrifa viðbótarbréf og taka þetta fram. Og formaðurinn fnæsir en sam- sinnir því. Viðbót við bréf félaga Turgen- ovs til varasaksóknarans: „Ég leyfi mér að upplýsa yður um að ibúð nr. 66 var veitt Voino- vich á almennum fundi. En fund- urinn hafði ekki lögmætt umboð til þess, þar sem vantaði níu upp á. Engu að siður situr Voinovich sem fastast i íbúð nr. 66, og hefur einnig umráðarétt yfir íbúð nr. 138. Sem ábyrgur aðili i þessu máli krefst ég þess að Voinovich verði tafarlaust borinn út úr íbúð nr. 66“ I niðurlagi greinarinnar segir Voinovich síðan frá þvi hverjar urðu lyktir þessa grátbroslega íbúðamáls. Samstarfsnefnd rit- höfunda er boðuð saman til skyndifundar og þar samþykkt einróma að félaga Turgenov yrði yikið úr formannsstöðu fyrir af- glöp i starfi. Voinovich er ekki ánægður með það: „Félagar — ég tek til máls. Það er ekki bara hann Turgenov. Turgenov var ekki einn að verki. Fyrst við erum nú samankomnir hér ættum við samtímis að kné- setja þann sem... Þeir pata og benda og gefa mér merki. Þegiðu! þegiðu! Nú er allt i lagi. Já, ég býst við að segja megi að nú sé allt i lagi. Meginmarkmiðinu hefur verið náð: Turgenov hefur verið settur af og okkar mæti félagi Ivanko fékk ekki fjórða herbergið sitt og fær það líklega aldrei í þessu húsi. En ég vildi draga hann fram í ljósið og sýna samkundunni hver hann væri. Þögn! Þögn! . Pltca aas opanaa »„ c'Ía'IrÍTn'^1 ~voí2,ÍX?f•'W»«ortc.l ''•aoitlon. accorolnon»IðSíftl0r lB r#votutlonar* -sx 2-ss,sri!*œ. •"0 ltáa' 310542 — i VyaggSRp ~ y lalrian papar •atlaa* híi ó, ” tm aovlat aoclal-iawerlalla«ð}ÍiPlIÍ •,’*rPl: •frlcan countrlHr •tt.«p,ln# » racolonlfa «?,.«t,i;?.:,Miriir5fc*tn ** Ou, ,na vnole atrl. •ovla, atrataoy. et,OM 1» ,0 ..,abllííi‘a NPW* ^ ■oicn alll atloa , N , . » íf%SS'"tPlM *Mcn . * 1 0' lnfluanca aould o •frlca.* "*lr •cna«a ,o racolonlia .<~v~ ... ~,r ’“** *«.-** 0'‘M, - !?::;*!: sss «- »carl,**!Si“?IÍÍ. ?i, !í77 cnainnuai — , ;s*~"... “"-íSs.rí!:!:,.r ^:’::,”^£»..7.,:.'1.:."*.;r*.* ££=“s^3íi:rj~:a.^.;r,"“*- t^.notnar HE^S agencv . nas tiM íSMK c~"*Pl«« •x.í?ád,S},!^loÍu“12r*n« ,na aovi.1 unio •vt 4t.o on Nlatn. Pr.s.ur, no, onty , na. •nO PollUcat^tJáJU?1^* *"• •o»l«t ■lll««ry "«»••» ano S.niS!Íi!!fr. i« «<»o«o. ,na, iÍ.ríNy Kínverjar vitna í Morgunblaðið „ÍSLENZKT blað afhjúpar hernaðarógnun Sovétríkj- anna í Norður-Evrópu,“ segir kínverska fréttastof- an Hsinhua í daglegu fréttabréfi sínu nýlega. Fréttastofan vitnar í tvo leiðara Morgunblaðsins 25. og 26. marz, „Sovézk ágengni á Norður- Atlantshafi" og „Hern- aðarleg ógnun við Norður- lönd“, og segir að blaðið hafi í fleiri greinum af- hjúpað sovézku ógnunina. Ur fyrri leiðaranum er þessi tilvitnun tekin orðrétt: „Nauðsyn okkar Islendinga og frændþjóða okkar á traustu varnarsamstarfi við önnur Natoríki verður stöðugt rikari. Við megum aldrei sofa á þessum verði.“ Hsinhua segir.að í leiðaranum sé bent á að Danir og Norðmenn verði fyrir barðinu að vaxandi Sovézkum hernaðarum- svifum og Rússar hafi stóraukið umsvif á norðurvæng NATO Tilvitnunin úr síðari leiðaran- um er þess efnis að Sovétrikin verði æ ágengari á Norður- Atlantshafi, að Noregur, tsland og Danmörk verði aðallega fyrir barðinu á þessum ágangi, að sem stendur sé þrýstingurinn á Norð- menn langmestur, að samninga- viðræður Norðmanna og Rússa um Barentshaf hafi verið mjög erfiðar, að framkoma Sovét- manna sé með þeim hætti i við- ræðunum að til fádæma teljist i samskiptum tveggja sjálfstæðra þjóða, að Sovétríkin hafi orðið stöðugt frekari á Svalbarða og að vakið hafi vaxandi eftirtekt hern- aðarlegur þrýstingur Sovétrikj- anna ekki aðeins á Norðmenn heldur einnig Dani. Enn fremur er vitnað til þess sem segir í leiðaranum, að hern- aðarleg og pólitisk umsvif Sovét- rikjanna séu ekki ný af nálinni en þau aukist stöðugt, að öryggi íslendinga sé ekki siður ógnað með hinum sovézku umsvifum á hafsvæðinu milli íslands og Noregs en öryggi Norðmanna, að um sé að ræða samhliða þrýsting við Danmörku og Noreg jafn- framt því sem nærvera Rússa við Island verði stöðugt meira áber- andi og að islendingar, Norðmenn og Danir eigi eftir að verða enn áþreifanlegar varir við návist hins sovézka stórveldis. HUSIÐ GRETTISGÖTU 46 • REYKJAVÍK SÍMI 25580.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.