Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 30
30 Paradísar- fuglinn HEIMKYNNI paradísar- fuglsins eru í Nýju-Guineu. Þegar landkönnuðurinn El Cano skiptstjóri og menn hans komu á þessar slóðir árið 1521, urðu allir yfir sig hrifnir af þessum fallega fugli með sínu stórkostlega lita- skrúði El Cano kallaði hann strax „paradísar-fuglinn", og var sannfærður um, að þessi fagra skepna gæti ekki verið jarðnesk að uppruna, heldur væri komin úr garðinum Paradís. En sannleikurinn er sá, að paradísar-fuglinn er krákutegund, sem fagurlega skreytt margvíslega litum fjöðrum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Anna kom á fleygi ferð til Höllu í frímínútunum. „Á ég að segja þér nýjasta nýtt um hana Fríðu?“ spurði Anna áköf. En um leið og Anna ætlaði að fara að leysa frá skjóðunni, gekk kennarinn þeirra til þeirra og sagöi: „Leyfið mér aðeins að trufla ykkur, áður en þú segir eitthvað frá Fríðu. Mér finnst alltaf réttast að leggja málið fyrir dómarana þrjá.“ „Ég skil ekki, hvað þú átt við,“ sagði Anna. „Þá skal ég reyná að útskýra það fyrir ykkur,“ sagði kennarinn og hélt áfram. „Fyrst er best að leggja söguna fyrir dóm- Dómararnir þrír arann, sem heitir Sannur. Er sagan um Fríðu sönn?“ „Já, hún hlýtur að vera það,“ svaraði Anna, „því að Ella sagði mér hana og hún er góð vinkona Friðu.“ „Jæja,“ svaraði kenn- arinn. „Ella er góð vin- kona Frfðu og þá er best að leggja söguna fram fyrir næsta dómara. Hann heitir Velvilji. Heldurðu, að þaö sé Friðu til góðs, að sagan sé sögð?“ „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Anna og leit niður. „Hún er bara svo skemmtileg." „Og þá er það þriðji s m'glaln dómarinn. Hann heitir Nauðsynlegur. Finnst þér nauðsynlegt, að Halla fái að heyra söguna um Fríðu? Ef hún er svona skemmtileg, þá farið þið auðvitað að hlæja að Fríðu.“ Anna hugsaði sig um ofurlitla stund, en sagði síðan: „Nei, annars, ég held ég hætti við að segja henni söguna.“ „Jæja,“ sagði Kennar- inn, „þú ræður auðvitað hvað þú gerir. En ég held, að það geti bæði verið hollt og gott að leggja það fyrir dómar- ana þrjá, sem maður hefur hugsað sér að segja um aðra.“ Edda Hlfn 7 ára Heilbrigðiseftirlit ríkisins: Um starfsleyfi fyrir jámblendi- verksmiðju að Gnmdartanga Vegna fyrirspurnar frá fjöl- miðlum, einstökifm alþingismönn- um og nú siðast á fundi með iðn- aðarnefnd efri deildar Alþingis þann 27. apríl um álit Heilbrigðis- eftirlits ríkisins á starfsleyfi fyrir járnblendiverksmiðju að Grundartanga sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gaf út 5. apríl sl., skal eftirfarandi tekið fram af hálfu stofnunarinnar: 1 Þann 7. september 1976 sótti íslenska Járnblendifélagið h.f. um starfsleyfi fyrir járnblendi- verksmiðju að Grundartanga í Skilmannahreppi í Borgarfjarðar- sýslu. i samræmi við reglugerðar- ákvæði tók Heilbrigðiseftirlit ríkisins málið strax til meðferðar og eftir mjög nákvæma og um- fangsmikla undirbúningsvinnu af hálfu stofnunarinnar afhenti hún heilbrigðismálaráðherra umsögn sína þann 10. janúar 1977. Umsögn stofnunarinnar til ráð- herra vegna starfsleyfisumsóknar íslenska Járnblendifélagsins er um 150 blaðsíðna rit, „em skiptist í fjóra meginkafla. í fyrsta kafla umsagnarinnar leggur Heilbrigðiseftirlit ríkisins til við heilbrigðismálaráðherra að islenska Járnblendisfélaginu h.f. verði veitt starfsleyfi fyrir járn- blendiverksmiðju til framleiðslu á 45—95% kísiljárni að Grundar- tanga í Skilmannahreppi með þeim skilyrðum sem fram eru sett í öðrum kafla umsagnarinnar sem fjallar um tillögur Heilbrigðis- eftirlits ríkisins til heilbrigðis- málaráðherra að starfsleyfi fyrir járnblendiverksmiðjuna. Tillög- um stofnunarinnar er skipt í sjö meginkafla, nefnilega: 1. Almenn ákvæði. 2. Ákvæði um varnir gegn mengun ytra umhverfis. 3. Ákvæði um varnir gegn mengun á vinnustað. 4. Ákvæði um heilbrigðisþjón- ustu og slysavarnir. 5. Ákvæði um störf heilsu- gæslulæknis og hjúkrunarfræð- ings 6. Ákvæði um heilbrigðis- og öryggismálafulltrúa starfsliðs. 7. Ákvæði um byggingarfram- kvæmdir. Þriðji kafli umsagnarinnar er itarleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir málinu í heild jafn- framt því sem færð eru rök fyrir einstökum skilyrðum í tillögum stofnunarinnar og lýkur kafl- anum með heimildaskrá. Fjórði og siðasti kafli um- sagnarinnar samanstendur af þremur fylgiritum til frekari áréttingar tillögum og greinar- gerð stofnunarinnar, en kafl- anum lýkur með breytingartillög- um Heilbrigðiseftirlits rikisins til heilbrigðismálaráðherra vegna frumvarps til laga um járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði sem lagt var fyrir Alþingi á 98. löggjafar- þingi 1976. 2 Þann 11. febrúar 1977 fékk Heilbrigðiseftirlit ríkisins til um- sagnar „drög heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að starfsleyfi fyrir járnblendiverk- smiðju að Grundartanga við Hval- fjörð“. Drög þessi voru samin af ráðuneytinu án samráðs við Heil- brigðiseftirlit ríkisins og viku í mörgum meginatriðum verulega frá tillögum stofnunarinnar. Gerði Heilbrigðiseftirlit ríkis- ins grein fyrir umsögn sinni við þessi drög á fundi í heilbrigðis- málaráðuneytinu 14. febrúar', þar sem auk ráðuneytisstjóra og deildarstjóra ráðuneytisins, for-' stöðumanns og efnaverkfræðings Heilbrigðiseftirlits rikisins var viðstaddur landlæknir, hr. Ólafur Ólafsson og sátu sömu menn flesta þá fundi sem siðar voru haldnir um þetta mál. Haldinn var fundur hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra þann 16. febrúar og starfsmenn Heil- brigðiseftirlits rikisins mættu á fundi hjá iðnaðarnefnd neðri deildar Alþingis þann 17. febrúar og gerðu i grófum dráttum grein fyrir áliti sínu á mengun og starf- rækslu járnblendiverksmiðja al- mennt. Síðasti fundur starfs- manna Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu vegna starfs- leyfistillagna ráðuneytisins var 2. mars sl. og voru á þeim fundi mættir fulltrúar Elkem Spiger- verket, fulltrúar Isl. Járnblendi- félagsins, ráðuneytisstjórinn í iðnaðarráðuneytinu og fulltrúi in- aðarráðherra, ásamt ráðuneytis- stjóra heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og landlækni. Á síðastnefnda fundinum var fulltrúum Elkem Spigerverket gerð grein fyrir sameiginlegri af- stöðu íslenskra heilbrigðisyfir- valda til nauðsynlegs efnisinni- halds og krafa i starfsleyfi fyrir járnblendiverksmiðjuna einkum með tilliti til ákvæða sem ólík væru sambærilegum norskum ákvæðum. Á fyrrnefndum fundum Heil- brigðiseftirlits rikisins með heil- brigðismálaráðherra, ráðuneytis- stjóra og landlækni gerðu aðilar grein fyrir afstöðu sinni til til- lagna Heilbrigðiseftirlits rikisins og fyrstu draga að starfsleyfi frá ráðuneytinu. Varð strax ljóst að full samstaða yrði um langflestar megintillögur Heilbrigðiseftirlits ríkisins að starfsleyfinu af hálfu heilbrigðismálaráðherra, heil- brigðismálaráðuneytisins og land- læknis. Ennfremur gat Heil- brigðiseftirlit ríkisins fyrir sitt leyti fallist á að starfsleyfið gilti fyrir tvo ofna, að uppfylltum skil- yrðum um að síðari ofninn yrði tekinn í notkun innan 20 mánaða frá því fyrri ofninn væri tekinn í notkun. Um orðalag, uppsetningu og einstök ákvæði í starfsleyfistillög- unum varð þó ekki fullt sam- komulag þrátt fyri marga fundi. 3 Þann 5. apríl 1977 gefur heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið út starfsleyfi fyrir járn- blendiverksmiðju að Grundar- tanga. Endanlegar starfsleyfistillögur heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra f áðurnefndu starfsleyfi voru ekki bornar undir Heil- brigðiseftirlit ríkisins áður en starfsleyfið var gefið út og harm- ar stofnunin það. 4 Á þessum vettvangi verður ekki gerður samanburður á einstökum tillögum Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins og ákvæðum f starfsleyfi heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, það verður eftirlátið öðr- um, enda er umsögn stofnunar- innar endanleg fagleg umsögn ef undan er skilið fjöldi ofna úr ein- um í tvo og tímalegnd reksturs án fullkominnar hreinsunar út- blásturslofts sem lengd hefur ver- ið úr einni klst. f þrjár, sem Heil- brigðiseftirlit rfkisins gat fyrir sitt leyti fallist á. Ekki verður samt hjá því kom- ist að drepa á nokkur atriði f starfsleyfinu, sem Heilbrigðis- eftirlit ríkisins telur vera mikil- væg og betur hefðu mátt fara, en það eru eftirfarandi atriði: a) Nokkur ákvæði í starfsleyfinu eru þannig upp sett og orðuð að merking viðkomandi ski- yrðis verður óljósari heldur en æskilegt er að áliti Heil- brigðiseftirlits ríkisins og draga í sumum tilvikum úr viðkomandi ákvæði. b) Styrkleikamörk eða hættu- mörk fyrir kristallað kfsildí- oxið (kvarts, tridymit, kristo- balit) og arsenvetni eru sett hærri heldur en Heilbrigðis- eftirlit ríkisins getur fallist á. c) Taka mætti meira tillit til verksviðs Náttúruverndar- ráðs en gert er í starfsleyfinu. d) Of lítið er gert úr starfshæfni Heilbrigðiseftirlits ríkisins og of mikið lagt á vald heil- brigðisráðherra, heilbrigðis- málaráðuneytis og landlæknis þegar um er að ræða ákvarð- anir t.d í bilanatilfellum og gæti það að áliti Heilbrigðis- eftirlits ríkisins tafið nauð- synlegar aðgerðir. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.