Morgunblaðið - 22.05.1977, Page 16

Morgunblaðið - 22.05.1977, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Einar Haukur Kristjánsson: Aslódum F er ðafélagsins Það fjall í nágrenni Reykja- víkur, sem slóðir Ferðafélags- ins liggja tíðast um, er Esjan, sem stundum hefur verið nefnd bæjarfjall höfuðstaðarbúa. Ber þar einkum tvennt til: Ekkert fjall gnæfir hærra yfir borgina og umhverfi hennar heldur en hún og ekki stendur annað fjall huga þeirra nær en Esjan, enda hafa hana margir fyrir augum alla þá daga, sem skyggni leyf- ir. Handan við sundin ris hún jafn hátt upp í heiðríkjuna og á dögum fyrstu landnámsmann- anna, þrátt fyrir allar þær sviptingar, sem yfir þetta land hafa dunið gegnum myrkar ald- ir sögunnar. Sjálfsagt væri hún löngu orðin að heilögu fjalii, þangað sem enginn mæti óþveginn líta og þar sem marg- ir kysu sér bústað eftir dauð- ann, ef ásatrú hefði haldist í landinu. Þótt aðrir og forgengi- legri hlutir (eins og t.d. bíll- inn) hafi nú fyrir löngu tekið þann sess i trúarlifi lands- manna, sem foldgná fjöll höfðu við upphaf íslandsbyggðar, stendur Esjan þó vel fyrir sinu í hugum flestra. Um það hafa staðið hatramar deilur, hvort hún sé ljót eða falleg, án þess endanleg niðurstaða fengist. Hinu verður ekkí á móti mælt, Iað útsýni af koili Esjunnar í björtu veðri er mikið og óvið- jafnanlegt og ganga upp þang- að veitir þeim, sem innivinnu stunda eða kyrrsetustörf, holla og nauðsynlega, hreyfingu í ómenguðu fjallalofti. Ætti það að vera metnaðarmál allra þeirra, sem fullfriskir teljast, að gera för sina þangað, þó að ekki væri nema einu sinni á ævinni, líkt og þegar sannur Múhameðstrúarmaður sækir j heim Mekku, hina heilögu borg. Um ýmsar uppgönguleiðir er að velja, en alg^ngast er þó að Shefja för sina rétt vestan við skógræktarstöðina á Mógilsá og ganga upp með ánni beinustu leið upp á Þverfellshorn. Að vetrinum getur þessi leið verið erfið sökum harðfennis í efstu brúninni. Er þá betra að fara upp með Kollafjarðará og upp Gunnlaugsskarð eða fara frá bænum Esjubergi upp á Ker- hólakamb, sem er sá hluti Esjunnar, sem hæst ber séð frá Reykjavík (852 m). Er sú leið oftast greiðfær, þótt að vetri sé. Ef þessi leið er valin, er ómaks- ins vert að taka á sig smá krók og fara út á klettana norður af Esjubergi. Þeir eru mjög stór- fenglegir séð þarna ofan af brúninni. Skiptast þar á hrika- leg gljúfur, tæp klettarið og gnæfandi drangar. Allt er þetta augnavegur en eigi fóta. Þarna hefur fýllinn numið land á síð- ari árum eins og víðar í klettum Esjunnar og verpir þarna á syll- um og þræðingum. Hvann- grænn gróður, sem jafnan fylg- ir búsetu fýlsins, er nú sem óðast að setja hlýlegan svip á þetta hrikalandslag. Annaö fuglalíf er töluvert i hlíðum Esjunnar. Ýmsir mófuglar, sro sem heiðlóa, stelkur, hrossa- gaukur og þúfutittlingur eiga þar hreiður sín og láta mikið til sín heyra á björtum vormorgn- um, en uppi yfir eru hrafnar og veiðibjöllur á vakki, rétt til merkis um jafnvægið, sem hvarvetna ríkir í náttúrunni. Nafnið Esjuberg er ei,t af þeim örnefnum, sem landnáms- rnenn munu hafa komið með frá Noregi. Þeir fluttu ekki ein- ungis með sér fólk og fénað, heldur líka örnefnin. Fróður maður hefur látið svo ummælt, að örnefnin ein gætu sagt okk- þessum í júlímánuði árið 1966 og sjást þess ennþá glögg merki. Milli Gljúfurdals og Mógilsár er Þverfell. Er það gert úr bergtegund, þeirri, er díabas nefnist (millistig milli basalts og gabbrós) og talið vera leifar af hraunkvikuþró undir ævafornu eldfjalli, sem tímans tönn hefur löngu máð á bak og burt. Annars er Esjan á blágrýtissvæði landsins og að mestu gerð úr þeirri bergteg- und, sem nefnist basalt á al- jóðamali. í gljúfri því, sem Mó- gilsá fellur um, er að finna steintegund, sem nefnist kalk- spat. Varð hún tilefni námu- vinnslu þar nokkru fyrir síó- ustu aldamót. Með ærinni fyrir- höfn og tilkostnaði var grjót þetta sprengt úr klettunum og flutt sjóleiðina til Reykjavíkur, þar sem það var brennt i kalk- ofni þeim, sem Kalkofnsvegur er við kenndur. Fékkst þannig steinlim, sem notað var til húsa- gerðar. Eitthvað fannst þar einnig af gulli, en engan veginn í þeim mæli að borgaði sig að vinna það. Nóg er þar hins veg- ar af brennisteinskís, sem hlot- ið hefur nafnið glópagull, vegna þess að margir, sem ófróðir eru um steina, taka hann fyrir gull sökum litsins. Aðrar steintegundir, sem í Esj- unni finnast eru jaspis, onyx og fleiri fallegir steinar, ef vel er leitað. Innan við Kollafjarðará og upp af laxeldisstöðinni ris mik- ið hömrum girt fjall og skýtur horni til suðvesturs. Heitir það Kistufell. Upp hornið er all- sæmileg gönguleið, en ekki skyldu aðrir fara hana en þeir, sem vanir eru klettum og Upp af Esjubergi gengur Gljúfurdalur og fellur um hann samnefnd á, sem reyndar heitir Grundará, þegar niður á flat- lendið kemur. Þar stóð forðurn bærinn Grund, en hann tók af í miklu skriðuhlaupi nálægt aldamótum, en fólk bjargaðist naumlega. Annað mikil skriðu- hlaup kom fram úr gljúfrum kunna að umgangast þá. Aust- an við Kistufell skerast tveir dalir inn i Esjuna og heita Graf- ardalur og Þverárdalur. Milli þeirra rís hár tindur (909 m), sem lengi var talinn hátindur Esjunnar, en nákvæmari mæl- ingar sýndu, að bungan norður af Kistufellinu er hærri (916 m) og þar er því nú hápunktur fjallsins. Hér hefur verið nær ein- göngu fjallað um þá hlið Esj- unnar, sem að Reykjavik snýr, en norðurhlutinn er ekki siður áhugaverður. T.d. er mjög auð- veld gönguleið upp frá Hjarðar- holti í Kjós og sú leið var farin i það eina sinn, sem ekið hefur verið á bil upp á Esju. Enn- fremur má nefna ágæta leið upp frá Ártúni á Kjalarnesi. Er þá Blikdalur á vinstri hönd, mýrlendur en sumarfagur dal- ur allt að 6 km langur og hömr- um girtur viða, en hrikalegastir eru klettarnir norðan í Ker- hólakambi, sem áður var nefnd- ur. Þess er' að vænta, að fleiri muni leggja leið sína á Esju á þessu vori en oft áður, þar sem Ferðafélagið hefur ákveðið að minnast 50 ára afmælis síns m.a. með þvi að efna til allt að 10 gönguferða á Kerhólakamb. Hefur verið valin og merkt sér- stök leið i þessu skyni. Er þar um að ræða áður nefnda Esju- bergsleið, þó þannig að gangan er hafin af gamla veginum vest- an við Kollafjarðarkleifarnar, til þess að valda ekki fólki og fénaði á bóndabýlinu óþarfa ónæði. Þarna á melunum upp af sandnáminu eru næg bila- stæði. Leiðin er þurr og greið- fær, ef þess ar gætt að halda sig sem næst fjallinu. Er þá brátt koniið á gamla reiðgötu og kerruveg, sem Kjalnesingar og aðrir notuðu, áður en bílaöld hófst. Liggur hún meðfram grösugum hlíðum, sem óma af söng mófugla á kyrrum vordög- um, en ofar taka við þverhnípt- ir klettar Þverfells, sem áður var nefnt. Brátt er komið að Grundará, sem :uðvelt er að stikla yfir á steinum, skömmu eftir að hún kemur út úr gljúfr- inu. Eftir það vex brattinn mjög og þarf þarna að f ara með gætni til að fella ekki steina niður á þá, sem á eftir kunna að koma. Þegar komið er í 200 m hæð yfir sjó, er erfiðasti hjall- inn að baki og leiðin nú mjög aoðveld upp tunguna milli Bolagils að vestan og Sauða og Hestagils að austan allt upp á Kerhólakamb i 852 m hæð yfir sjávarmál. Ekki verður hér far- ið út í að lýsa útsýni af Kerhóla- kambi að nokkru ráði, enda er þar sjón sögu ríkari og sjálfsagt að hafa með sér gott kort, en geta má þess, að í góðu skyggni sést til Eyjafjallajökuls, Þóris- jökuls, Oks og Tröllakirkju á Holtavörðuheiði, en í suðvestri ris Eldey úti fyrir Reykjanesi. Og þá er ekki annað eftir en að grípa næsta tækifæri til að kynnast Esjunni af eigin raun. Hafa þarf til taks þægilega gönguskó með þannig botni, að gott sé að fóta sig á skreipu grjóti og hafa hugfast, að vel- gengni í fjallgöngum er að miklum hluta kominn undir hentugum fótabúnaði. Nægur og hlýr fatnaður er annað höf- uðatriðið og ekki sakar að hafa léttan regnfatnað meðferðis til að firra sig áhyggjum af hugs- anlegri rigningu. Loks er mikil- vægt að hafa nesti og annað, sem hafa þarf með í gönguna, í poka, sem hægt er að spenna á bakið, þannig að báðar hendur séu lausar. Að slíku er mikill léttir sérstaklega í brattlendi. Nú mun sjálfsagt margur spyrja: Get ég líka komist þarna upp? Þvi er til að svara, að flestir búa yfir miklu meira þreki en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. Það hefur margoft sannast, þegar hættu ber skyndilega að höndum. Launin, sem fást fyrir erfiðið, ér ekki hvað síst ánægjan, sem felst i þvi að finna sig auðveldlega geta leyst það af hendi, sem áður hafði verið talinn óvinn- andi vegur. ur úr hvaða firði i Noregi tiltek- inn landnámsmaður hefði verið upprunninn, þótt Landnámu nyti ekki við. Esjuberg er að sögn nafn á stcintegund einni í Noregi, eins konar tálgusteini. Mun þar að finna skýringuna á nafni fjallsins. i Kjalnesinga- sögu segir frá irskri ekkju auð- ugri, er Esja hét og settist að á Esjubergi og verið hafi fjöl- kunnug nokkuð. Hún fóstraði upp aðal söguhetjuna Búa Andríðsson. Leyndi hún honum i Búahelli í Lauganípu upp af Esjubergi, þá er hann hafði unnið sér það til óhelgis að brenna hof Þorgrfms goða og drepa son hans Þorstein. Kjal- nesingasaga er þó af mörgum talin hafa meira skemmtigiidi en heimildargildi og nöfn á sumum persónunum munu vera búin til út frá örnefnum, sem fyrir voru. Á Esjubergi var reist fyrsta kirkja á landi hér af kristnum manni er Örlygur hét. Er grunnur hennar ásamt kirkjugarði líklega ennþá sýni- legur þar sunnan túns. Búahell- ir er nú hins vegar aðeins skúti, sem litið skjól veitir, en vist- legri hefur hann trúlega verið á dögum Búa, þvi þangað fór hann með Ólöfu vænu Kolla- dóttur úr Kollafirði, sem feg- urst var meyja undir Esjuhlíó- um f þá daga, eftir að hafa gengið á hólm við Kolfinn á Elliðavatni í hólma einum í Leirvogsá, en Kolfinnur hafði legið í eldgróf sem önnur van- menni og rétt frá sér býfur helst til langar til hrellingar sinni móður, þar til vænleiki Ólafar vakti hann til dáða. A leið upp á Esju.— Ljósm.: Grétar Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.