Morgunblaðið - 22.05.1977, Side 14

Morgunblaðið - 22.05.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 Spjallað við Jón Sveinsson íLárósi „Því er ekki að neita að það voru margir, sem töldu að ég væri ekki með „fulde fem“, þegar ég byrjaði á Lárósfram- kvæmdunum,“ sagði Jón Sveinsson rafverktaki og fiski- ræktarbóndi í Lárósi er við hittum hann að máli á heimili hans hér í Reykjavík fyrir skemmstu til að spjalla svolftið við hann um fiskræktar- og fiskeldismál. Jón er einn af for- ystumönnum þessarar atvinnu- greinar hér á landi og hann á sér eins og margir aðrir, sem um þessi mál hugsa, stóra drauma. Jón er formaður Félags áhugamanna um fisk- seiðum og ala upp. Klaklaxinn veiddum við síðan á stöng á veiðitima og einnig keyptum vió hrogn úr Elliðaárstöðinni og Kollafjarðarstöðinni árið 1964-65-66. Seiðin fluttum við siðan vestur og var þar með komin undirstaðan undir lax- eldið í Lárósi með árvissum endurheimtum úr sjó. Við vor- um nú búni að tryggja okkur nægan klaklax á ári hverju og þurftum engum fjármunum að verja til þess, eins og fiestir þeir, sem laxeldi stunda, verða að gera. — Hvernig var að fjármagna svona mikið fyrirtæki? hafa margir lagt okkur lið en svo hafa líka verið aðrir, sem beinlínis hafa reynt að setja fótinn fyrir okkur af einhverj- um óskiljanlegum hvötum. Mér finnst einnig að ráðamenn fari sér nokkuð hægt við að styðja við bakið á áhugamönnum, sem taka sér svona verkefni fyrir hendur. Eftir þau 12 ár, sem liðin eru frá þvi að við lögðum út í ævintýrið er nú orðin árviss endurheimta af afbragðslaxi í stöðinni og við höfum á 10 ár- um fengið rúma 11 þúsund laxa til baka og auk þess mikið af sjógenginni bleikju, en hin mikla viðkoma hennar hefur skapað hættu fyrir laxaseiðin. Þess vegna höfum við nokkur undanfarin ár neyðzt til að hamla af alefli gegn fjölgun hennar. — Skilar þetta ykkur ein- hverjum arði? — Þær tekjur sem við höfum eru fyrír sölu á afurðum stöðvarinnar, þ.e.a.s. laxa- hrognum, laxa- og bleikjuseið- um til að rækta i vatnasvæðum næst í nágrenni við okkur, auk þess þó nokkuð norður í land. Aðaltekjurnar eru af laxi og bleikju, sem seld eru til neyzlu hérlendis og erlendis. Þessum tekjum hefur óskertum verið varið til þess að byggja upp og bæta aðstöðuna ár frá ári, en ef vel á að vera þarf að hugsa í áratugum fram í tímann og starfa í samræmi við það. — Hvernig er starfseminni háttað hjá ykkur? — í nóvember og desember strjúkum við hrognin úr klak- laxinum og setjum i klakbakk- ana. Klaktíminn er sex mánuð- ir, en seiðin koma út í apríl og mai og hefst útsetningin i Lár- vatn i lok maí og stendur fram í júlí. Hér er um að ræða kvið- pokaseiði, sem síðan eru 2 ár að ná því að verða sjógönguseiði, en í laxánum okkur tekur þetta 3—4 ár. Seiðin fara villt til sjávar og eru 1-2-3 ár i sjó en um 80% af laxinum, sem skilar sér i stöðina, er 1 árs fiskur að meðaltali um 6 pund og hefur þá rúmlega hundraðfaldað þyngd sína. Eftir tveggja ára samfellda dvöl í hafinu er hann 12—20 og 22—29 pund eftir þrjú ár i sjó. Niðurstöður rann- „Fiskrœkt og fiskhald getur orðið ein aflífœðum okkarí framtíðinni,> rækt, ritstjóri og ábyrgðarmað- ur árbókarinnar og hann er öt- uII við að reyna að opna augu opinberra aðila fyrir framtfðar- mikilvægi fiskræktarinnar, hefur sjaldnast haft erindi sem erfiði i þeim efnum en telur að sá dagur renni upp að þetta takist allt. Við spurðum Jón fyrst hvern- ig áhugi hans á fiskræktinni hefði vaknað. „Ég held aó það sé óhætt að segja, að hann sé áframhaldandi þróun af ást minni á stangveiðum, sem kviknaði er ég dró minn fyrsta sjóbirting úr Þorleifslæk 14 ára gamall, það mun hafa verið árið 1924, en þá var ég á ferð þar eystra ásamt Ólafi Magnússyni konunglegum hirðljósmyndara. Laxveiðibakterían fylgdi að sjálfsögðu með og mína fyrstu laxa dró ég í Korpu og Straum- f jarðará. Á þeim árum var rúmt um mann í veiðiskapnum, í án- um var lítið veitt og enginn slagur um veiðileyfin. Fyrstu afskipti mín af ræktunarmálum voru árið 1950, er við tókum á leigu nokkrir félagar Kjallaks- staðaá. Þessi á er á Fellsströnd við Hvammsfjörð. Ána fengum við til fimm ára'gegn því að við slepptum í hana laxaseiðum og sprengdum laxastiga í Gull- bráarfoss. Þetta gekk skinandi vel, Skúli Pálsson á Laxalóni ól fyrir okkur séiði í sumarstærð, sem við fórum með vestur í tveimur vatnstönkum með súrefnisgjöf. Við fórum að næturlagi til að hafa kælingu á seiðunum og dreifðum seiðun- um síðan um alla ána. Skemmst er frá því að segja, að þetta tókst vel og laxagengdin í ánni jókst til muna, er seiðin fóru að skila sér. — Hvað kom til að þú fórst út í þessar framkvæmdir í Lár- ósi? — Ég er fæddur fyrir vestan, í Látravík, en fluttist þaðan ungur hingað til Reykjavíkur. Ég hélt hins vegar alltaf tryggð við sveitina og þegar Hallgrím- ur sem síðastur bjó í Látravík ákvað að hætta bauð hann mér að kaupa, en við erum systkyna- synir. Ég hafði heyrt um fisk- eldisstöðvar i Bandaríkjunum, þar sem sjóblandað vatn var notað til að ala laxinn. Ég fór því vestur á nes í þeim tilgangi að skoða Láróssvæðið með þennan möguleika í huga. Ég hafði ekki áður hugsað um þetta svæði í sambandi við þessi mál, en er ég kom vestur sá ég strax að þarna var kjörið að reisa fiskeldis- og fiskhalds- stöð. Ég fékk nú í lið með mér minn gamla og góða félaga Ingólf Bjarnason og við keypt- um Innri- og Ytri-Látravík árið 1963. Því næst eignuðumst við Skerðingsstaði og síðast Krók og áttum þarna 4 jarðir og 80— 85% af vatnasvæði Lárvaðals. Samtímis þessu fengum við lánaða stöðina hjá Skúla á Laxalóni til þess að klekja út Loftmynd af Lárósi og Lár- vatni. — Eíns og áður sagði voru margir, sem töldu að ég væri ekki með öllum mjalla að fara út í þetta og sögðu að við gæt- um aldrei beizlað Lárós. Fjár- magn var að sjálfsögðuerfitt að fá, en það hjálpaði okkur að við fengum lánaða 1‘A milljón kr. í Framkvæmdabankanum gegn veði í húsum okkar hér í Reykjavik. Um önnur lán var ekki að ræða, því að enginn banki vildi líta við þessu. — Krefst þetta ekki mikillar vinnu og hvernig gekk í upp- hafi? — Þetta er eins og hver ann- ar búskapur, sem sinna þarf allt árið. Það er óhætt að segja að það hafi gengið á ýmsu, það Þrfr eins árs laxar úr sjó 9!4—10 og 11 pund. Gengu til sjávar 17 sm langir vorið 1971 og skiluðu sér í júlí ári seinna. sókna sem Sameinuðu þjóðirn- ar fjármögnuðu á Elliðaánum og viðar hafa nú einmitt stað- fest grun okkar um að villt seiði skili sér aftur margfalt betur en seiði, sem alin eru upp í göngustærð í eldisstöðvum. Var endurheimtan í Elliðaánum á slikum seiðum allt að 27.5%, en af eldisseiðunum 6—7% og kemur þetta heim og saman við reynslu erlendis frá t.d. Sví- þjóð, Bandaríkjunum og Kanada. Endurheimtatíminn nær frá júni-ágúst og þá má segja að árshringnum sé lokið en í hönd fari nýtt starfsár lífrænt og heillandi. Það má raunar segja að árangurinn af starfinu sé furðanlega góður miðað við að- stæður og að þetta er unnið sem algert frístundastarf. Ef fjár- magnsskortur og timaskortur hefði ekki háð okkur hefði árangurinn orðið miklu stór- kostlegri. Manni finnst stund- um kaldhæðni að hundruðum milljónum kr. skuli vera varið í rannsóknir á sauðfé lands- manna sem verið hefur með okkur frá því á Landnámsöld, meðan búgrein sem þessi er nær algerlega afskipt. — Hvaða möguleikar eru fyr- ir hendi um endurheimtu í Lár- ósi, ég á við á sá timi eftir að koma að tugir þúsundir laxa eigi eftir að skila sér á hverju ári? — Það er ekkert þvi til fyrir- stöðu að endurheimta t.d. 50 þúsund laxa á ári, eða svipað og heildarmagnið, sem veiðzt hef- ur hér á landi á undanförnum árum með því að koma fjölda sjógönguseiða sem frá stöðinni fara árlega upp í eða yfir 200 þús. og 25% heimtur. Ef við hefðum tíma og peninga gætum við framleitt nægilegt seiða- magn til að tryggja slikar endurheimtur. í ár verður von- andi borað eftir heitu vatni hjá okkur og ef sú borun ber góðan árangur gerbreytist aðstaða okkar í sambandi við klakið og eldið en allt þarf þetta tíma og nostur. Við ætlum okkur eftir þetta sumar að setja meiri kraft i starfsemina og gera fastmót- aðri tilraunir. Við hugsum okk- ur að rækta sjógönguseiði sem hliðargrein, bæði til að sleppa síðan i vatnið og létta þar með álagið á ætinu og einnig dreymir mig um að ala upp villt seiði, sem hægt yrði að sleppa merktum í beztu árnar okkar. — Hvað þarf að gera til að opna augu hins opinbera fyrir möguleikum fiskeldis og rækt- ar? — Ég held að sá tími sé að koma. Stjórnin hefur haft svo mikið að gera og hugsa i sam- bandi við stóriðju á landinu, en nú held ég að I framhaldi af ástandi helztu fiskstofna okkar hljóti brátt að koma að þvi að menn fari að einbeita sér að þeirri atvinnugrein þar sem Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.