Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1977 MORöJIv-n^í rafr/Nu ■, ' Já, — en hvað heldurðu að ég verði að borga úti f bæ fyrir álfka stórt herbergi? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sennilega hafa aldrei verið jafn góð verðlaun i boði fyrir sigur í sveitakeppni og Lancia bifreiða- fyrirtækið bauð þeim, sem sigr- uðu sveit atvinnumanna, sem það hafði í þjónustu sinni. Fjórar Lancia bifreiðir voru í boði, en aðeins sterkar sveitir fengu að reyna sig gegn atvinnumönnun- um, sem allir skipuðu ítalska landsliðið. Þetta var mikil auglýs- ingaherferð og sagt var, að þeir notuðu sviningar sem minnst. Heldur notuðu þeir fínni vinn- ingsleiðir — skvísa’og þvinganir. Og sjálfsagt hefur einn þeirra, suður i spilinu hér að neðan, séð möguleika til þessa þegar hann bjargaði fjögurra bíla tapi með þvi að vinna sitt spil. Austur var gjafari, norður og suður á hættu. Norður Hvað sagði pípulagningarmeistarinn þegar þú komst með þínar ráðleggingar? Tannréttingar og kartöflur „Heiðraði Velvakandi. Mætti ég leggja orð i belg varð- andi endurgreiðslu fyrir tannrétt- ingar hjá sjúkrasamlögum? Ég furðaði mig á grein frá „könu í Garðabæ“ sl. föstudag, þar sem hún segir að sjúkrasam- lagið endurgreiði kostnað við tannréttingar. Því miður verð ég að taka undir það sem Asta Bjarnadóttir skrifar Velvakanda 10. maí. Þegar við þurftum á tann- réttingasérfræðingi að halda fyrir njóta endurgreiðslu, og mega þeir sannarlega vera þakklátir fyrir, þvi þetta er dýrt spaug. Og úr því ég er farin að skrifa þér, Velvakandi góður, má ég til með að minnast á grein þar sem rætt var um að flytja inn kartöfl- ur frá Kanaríeyjum. Ég held ekki að nauðsynlegt sé að ieita svo langt til fanga. Við getum áreiðanlega fengið betri kartöflur en þær, sem hér eru til eitt barna okkar fyrir nokkrum árum, kom í ljós að tveir slikir sérfræðingar voru í Reykjavik. Hjá öðrum þeirra var ekki einu sinni hægt að panta tima, en hjá hinum fengum við áheyrn eftir tæpt ár. Þegar við gerðum tilraun til að fá kostnaðinn endurgreiddan, en þá var sonur okkar ennþá i barna- skóla, var okkur tilkynnt að sjúkrasamlagið endurgreiddi ekki slíkan kostnað. Það er vissu- lega óskiljanlegt ef Akureyringar sölu, hvar sem er I Evrópu. Þar eru alls staðar góðar kartöflur á boðstólum, og það er satt að segja óskiljanlegt hvernig innflutnings- aðilum hér tekst æ ofan i æ að finna jafnlélega vöru og raun ber vitni og við hérna erum „trakter- uð“ á. (Þó er skylt að taka fram, að oft höfum við fengið verri kart- öflur en þær sem eru á boðstólum um þessar mundir). Yfirleitt litur maður með kvíða til þess tíma er islensku kartöflurnar seljast upp á ári hverju. — Nei, það er S. G 10972 II. 10985 T. 9 L. KG4 Vestur S. 4 H. K43 T. KDG1087 L. 832 Austur S. 853 H. IX*743 T. 43 L. D9765 Suður S. ÁKD6 II. Á62 T. Á652 L. Á10 ítalirnir spila flókið sagnkerfi og sagnir þeirra urðu margar. Suður opnaði á tveim gröndum og varð um síðir sagnhafi i sex spöð- um. Vestur, sem doblað hafði þriggja tíglasögn suðurs, spilaði út tigulkóng. Tekið með ás og tígull trompaður. Síðan hjartaátta en austur og suður létu lágt og vestur fékk á kóng. Hann spilaði aftur tígli, sem trompaður var hátt í blindum. Suður hafði nú undirbúið kast- þröngina gegn austri. Heim á tromp, siðasti tíguliinn trompað- ur og austur á ekki afköst taki suður þá trompslagina. En þetta var að spila gegn líkunum og of mikið var í húfi. Hann spilaði því laufi, svinaði tíunni og vann því spilið á ósköp eðlilegan hátt. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir 20 þessi ár, hvæsti Peter. — Þú ert að spila einhvern byltingar- sinna en enginn myndi verða hræddari en þú ef eitthvað yrði nú úr byltingunni. Þá held ég þú myndír aldeilis taka til fót- anna. En fyrst myndirðu revna að forða hlutabréfunum þfnum. Kessel herpti saman var- irnar. — Já, hélstu að ég vissi ekki um eignirnar þfnar, hélt Peter áfram. — Ég veit að eins og hver annar smáborgari ávaxt- arðu peningana þfna f verð- bréfum og hlutabréfum. Þú ert viðbjóðslegur. Sjálfsagt áttu hlutabréf f fyrírtækjum sem troða á þróunarlöndunum. — Ert þú að snuðra f skjölum hjá mér? hrópaði Kessel. — Þú átt hlutabréf f þeim hinum sömu fyrirtækjum og þú ert að svffirða f greinunum þinum. Þú nefnir þau kannski ekki alltaf með nafni, en þú belgir þig alltaf yfir auð- valdinu, einstaklingsframtak- inu og atvinnurekendunum. Þú hefur alltaf verið nirfili til orðs og æðis. — Ert þú að snuðra f plögg- unum mínum? endurtók Kessel. — Hefurðu ekki annað að segja en það? Það skiptir vfst ekki höfuðmáli hvernig ég veit um það. Það sem ræður úrslit- um er hvernig þú hefur hugsað þér að verja sjálfan þig. — Kithöfundur vinnur sér ekki inn nein ósköp af pening- um Peter. Hann verður að tryggjalíig ef hann fær eitthvað urlitið umfram daglegar þarfir. Hann gæti orðið veikur og óvinnufær. Hvort sem ég á smá- innstæðu í banka eða hluta- bréfum, skiptir ekki neinu máli. Þú hefur sjálfur notið þess að ég hef fjármálavit. — Já, hljómar þetta ekki fagurlega, sagði Peter. En hann var rólegri en áður — Ætiarðu að segja fleira? — . r. nei, það þýðir ekkert. Þú snýrð þig út úr þvf á einn eða annan máta. Þú ert háll sem áll. Hvað varð annars að friðarhugsjóninni þinni? Þvf að þú ert kominn á kaf f stjórn- málastörf, sé ég. Þú hefur náttúrulega verið að skrafa um nýja flokkinn við Gornelius Pande. En þú skalt nú gæta þín obbolftið á honum. Hann ætti það kannski til að snúa á þig. Hvað hefurðu frétt margt af honum? — Ég veit ekki hvaða róg þú ert að fara með, sagði Kessel kuldalega. Peter roðnaði. — Kannski ég sé að fteipra. En þetta er enginn rógur og ætli þú vitir það ekki. — Ég á von á gesti innan tfðar, Peter. Geturðu ekki far- ið? — Ég fer þegar mér þóknast. — Ég býst svo sem við þvf. Þú veizt ég hef ekki afl til að kasta þér á dyr. Innst inni veit ég þig langar til að ég reyni það. Þá gefst þér tækifæri til að beita kröftunum. Það er of- beldishneigð f þér, drengur. Þú bfður bara eftir ögrun því að i eðli þfnu ertu huglaus. Og þessi eiginieiki er ekki frá mér. Peter fann allt í einu ólýsan- lega þreytu gagntaka sig. Þá var sem sagt allt við það sama aftur. H:nn furðaði sig á þvf að hann skyldi koma hingað þar sem það gerðist alltaf eitt og hið sama. Hann ætti að vita það. — Það er ekki ofbeldi f mér, sagði hann lágt. — Ég gæti aldrei lagt hendur á þig, né nokkra manneskju. En ég er örvæntingarfullur. Ert þú það aldrei? Faðirinn svaraði ekki. — Ertu aldrei á báðum átt- um. Finnurðu aldrei titringinn inni f þér? Énn virti faðir hans hann ekki svars. — Nei, nei. Þó ekki væri, sagði Peter. Andlit föðurins var ögn blfð- ara. P)n þó vottaði einnig fyrir fyrirlítningu f svip hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.