Morgunblaðið - 22.05.1977, Page 40

Morgunblaðið - 22.05.1977, Page 40
(ílVsINííASÍMINN ER: 22480 |íl#r0imblnöil) AU(iLYSIN(iASlMINN ER: SUNNUDAGUR 22. MAl 1977 Tannlæknadeildar- byggingin verður um 6 ár í smíðum Á 4 hæðum og alls röskir 10 þús. fermetrar að steerð FRAMKVÆMDIR eru byrjaðar við hús tannlæknadeildar Há- skóla íslands, sem rfsa á neðan við Hringbrautina núverandi á móts við Landspítalann. Er nú verið að ganga frá grunni bygg- ingarinnar. Garðar Ilalldórsson, arkitekt, hefur teiknað húsið og er það samtals að flatarmáli um 10.767 fermetrar en að rúmmáli um 41.183 rúmmetrar. Grunnflöt- ur hússins er aftur á móti 2154 fermetrar. Húsið er fjórar hæðir og kjall- ari að auki. í um 60% hússins verður læknadeild Háskóla Is- lands og er þar fyrst og fremst um að ræða grunngreinarnar í lækna- deildinni ásamt ýmiss konar ann- arri aðstöðu fyrir læknastúdenta og kennara þeirra. Um 40% húss- ins fara hins vegar undir tann- læknadeildina, og er gert ráð fyr- ir að byggja fyrst upp aðstöðu fyrir hana. Stefnt er að því að steypa upp húsið i einum áfanga en innrétt- ingu þess verði síðan skipt I áfanga og þá lögð áherzla á það fyrst að koma tannlæknahúsnæð- inu í gagnið eins og fyrr segir. Framkvæmdaáætlun við húsið hefur ekki verið að fullu mótuð, en búast má við að húsið sjálft verði steypt upp á tveimur árum 11 skemmti- ferðaskip í sumar Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, eru samtals 11 skemmtiferðaskip væntanleg til íslands f sumar. Fyrsta skipið er væntanlegt til Reykjavíkur hinn 9. júnf, en hið síðasta verður hér 17. ágúst. Fyrsta skipið, sem væntanlegt er, er Fredrico C og er það eina skipið, sem hér kemur í júnímán- uði. Flest skipin verða hér í júlí, Kungsholm hinn 5., Atlas tveimur Framhald á bls. 2. en síðan tilbúið undir tréverk á um 1 og 1/2 ári þaðan í frá. Siðan má ætla að næstu 3 árin fari i að innrétta húsið, þannig aðbygging þess mun að öllum líkindum taka um 6—7 ár. Með þessari framkvæmd hefur Landspitalalóðin verið lengd nokkuð til norðurs og hefur þetta í för með sér að Hringbrautin verður nú færð töluvert eða norð- ur fyrir byggingu Tannlækna- hússins. Samkvæmt áætlun á til- færsla Hringbrautarinnar að eiga sér stað um 1979 en þó er bæði hægt að seinka þeirri framkvæmd eða hraða, eins og fremur eru horfur á eins og nú háttar með þann umferðarþunga sem leggst á Miklatorg. Unnið er að frágangi grunnsins þar sem tannlæknadeildarbyggingin á að rfsa. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Siguróur Magnússon, prófessor: Fóstureydingar og ófrjósemisad- gerðir baggi á Fæðingardeildinni 55% aukning fóstureydinga á tveimur árum - 800% aukning ófrjósemisaógerða HLUTFALL fóstureyðinga miðað við tölu barnsfæðinga á landinu hefur hækkað stöðugt undanfarin ár. Heildartala barnsfæðinga árið 1974 var 4310 börn en 4425 árið 1975 og er aukningin tæp 3%. Verið er að vinna skýrslur um þessi mál yfir landið allt hjá Landlæknisembættinu. Á Fæðingardeildinni f Reykja- vfk sem framkvæmir meirihluta allra fóstureyðingaraðgerða og ófrjósemisaðgerða á landinu hef- ur aukningin í þessum aðgerðum orðið mjög mikil sfðustu tvö ár. Aukning fóstureyðinga yfir land- ið allt á tfmabilinu 1974—1975 var 37,5% eða úr 224 fóstureyð- ingum f 308. Aukning fóstureyð- inga á tveggja ára tfmabili á Fæðingardeildinni, þ.e. frá 1974—1976 er 55% eða úr 177 aðgerðum f 274 aðgerðir. Aukningin á sfðustu þremur mán- uðum sfðasta árs miðað við fyrstu þrjá mánuði þessa árs er einnig 50%, eða 61 aðgerð f 91 aðgerð. Hlufallsaukning í ófrjósemis- aðgerðum á Fæðingardeildinni er þó mun meiri, eða um 800% á tfmabilinu 1974—1976, eða úr 29 aðgerðum 1974 f 260 aðgerðir 1976. t samtali hér á eftir við Sigurð Magnússon prófessor, yfirlækni Fæðingardeildar kemur fram að fóstureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir eru orðnar baggi á starfi Fæðingardeildarinnar og kemur það m.a. niður á þjónustu á al- mennum kvensjúkdómum. Árið 1974 voru framkvæmdar 177 fóstureyðingar á Fæðingar- deildinni, 1975 urðu þær 220 og 1976 urðu þær 274 samkvæmt upplýsingum Sigurðar Magnús- sonar prófessors, yfirlæknis Fæðingardeildar. I október, nóv. og des. 1976 var gerð 61 fóstureyðing en á næstu þremur mánuðum ársins 1977 urðu þær 91 þannig að um 50% aukningu er að ræða miðað við það sex mánaða tímabil. Aukning fóstureyðinga frá ár- inu 1974 til 1975 er 24%, aukning- in frá ’75—’76 er einnig 24% en aukning á tfmabilinu ’74—’76 er 55%. Árið 1974 voru gerðar 29 ófrjósemisaðgerðir á konum á Fæðingardeildinni, 88 árið 1975 og 260 árið 1976. Aukningin í fjölda ófrjósemisaðgerða frá Framhald á bls. 22 Skipasmíðastöð rís á Eiðinu í Eyjum Samrekstrarfélag um Skipalyftuna h.f.—Reiknað með 200 starfemönnum í viðgerðum og skipasmíðum NVTT fyrirtæki, Skipalyfta Vest- Aðstoðarframkvæmdastjóri ríkisspítalanna: S júklingar látnir liggja inni um helgar vegna dagg j aldaker f isins UM sfðustu áramót var hið svo- nefnda daggjaldakerfi lagt nið- ur við rekstur rfkisspftalanna en f stað þess eru sjúkrahúsin rekin samkvæmt fastri áætlun og föstum fjárframlögum. Enn er daggjaldakerfið við lýði f rekstri þeirra sjúkrahúsa, sem sveitarfélögin reka. Á ráð- stefnu Sambands fslenzkra sveitarfélaga um heilbrigðis- mál, sem haldin var f sfðustu viku, fóru fram töluverðar um- ræður um hvernig réttast væri að standa að fjármögnun sjúkrahússrekstursins í land- inu en á sfðasta ári nam heildarreksturskostnaður við sjúkrahúsin f landinu rúmum 7 milljörðum króna. Davfð Á. Gunnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri rfkisspftalanna, var meðal þeirra, sem fluttu erindi á ráðstefnunni og sagði hann, að daggjaldakerfið stefn- di f átt að fullum spítölum og sér væri ekki grunlaust um, að ýmis sjúkrahús létu sjúklinga liggja inni lengur, t.d. um helg- ar, en nauðsynlegt væri ein- göngu f þeim tilgangi að koma f veg fyrir tekjumissi. Davið sagði í erindi sínu að ekki væri heldur ólíklegt, að daggjaldakerfið stuðlaði að því, að megináherzla væri lögð á að nýta húsrými sjúkrahúsa fyrir legupláss og minna væri hugsað um ýmsa aðra þjónustu. Fram kom hjá Davíð, að daggjalda- kerfið hefur einnig ýmsa kosti s.s. að allur kostnaður er endur- skoðaður með jöfnu míllibili og þannig hægt að jafna út halla sem verða kann, auk þess, sem sjúkrahúsunum hafa verið tryggðar tekjur að mestu í sam- ræini við verðbólguna. Þá sagði Davíð það eðli dag- gjaldakerfisins að hlaða utan á sig eins og snjóbolti. Á tfmum mikillar verðbólgu væri kostn- aður fljótur að vaxa upp úr Framhald á bls. 22 mannaeyja h.f., er nú að hlaupa af stokkunum f Vestmannaeyj- um, en fyrirtækið mun standa að nýrri 500 þungatonna skipalyftu f Eyjum, en f lyftunni verður unnt að taka upp allt að 750 tonna skip. Skipalyftan var keypt til Vest- mannaeyja skömmu fyrir gos og á Hafnarsjóður hana, en f gosinu var hún flutt burtu ásamt ýmsum öðrum tækjabúnaði f Eyjum. Vegna erfiðleika f Eyjum eftir gosið dróst nokkuð að unnt væri að stofna fyrirtæki um rekstur lyftunnar og á sama tfma vildu ýmsir staðir á landinu fá bún- aðinn. Nú er málið hins vegar á ný f höfn Eyjamanna og byrjað er á framkvæmdum f sambandi við uppbyggingu fyrirtækisins. Er áformað að Skipalyfta Vest- mannaeyja geti tekið til starfa að ári, en reiknað er með að á næstu árum geti starfsmenn fyrirtækis- ins orðið allt að 200. Samrekstrarfélagið Skipalyfta Vestmannaeyja h.f. byggist á þremur fyrirrækjum, Vélsmiðju Vestmannaeyja, Skipaviðgerðum h.f. og Geisla, raftækjavinnu- Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.