Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAl 1977 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dodge Dart 1970 góður bill 6 cyl. til sölu. Má borgast með 3 — 5 ára skuldabréfi. Sími 36081. Óska eftir að komast á fiski- skip sem 2. kokkur. Tilboð sendist Mbl. merkt: Áeiðan- legur 6008. er fluttur í Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. Keflavík Annast allar almennar bíla- viðgerðir einnig bremsu- borðaálímingar. Bílaverkstæði Prebens, Dvergasteini, Bergi, sími 1 458. Trjáplöntur Birki í miklu úrvali. emnig brekkuvíðir, Alaskavíðir og fl. Opið til 22. nema sunnu- dagskvöld. Trjáplöntusala Jóns Magnús- sonar, Lynghvammi 4, Hafn- arfirði, sími 50572. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82.s 31330 Til sölu sumarbústaður 45 fm. i 45 km. fjarlægð frá Reykjavík. Selst t.b. undir tréverk eða fullfrágenginn. Uppl. í sima 74105 Óska eftir litlu plássi fyrir hárgreiðslu- stofu helzt i Neðra-Breiðholti. Upplýsingar í síma 73624, um helgina og eftir kl. 7 næstu viku. SÍMAR 11798 OG 19533. 26. —30. mai Snæfellsnes — Dalir — Barðaströnd — Látrabjarg. Á fimm dögum eru skoðaðir fegurstu og markverðustu staðirnir á þessari leið. Gist verður í svefnpokaplássi á eftirtöldum stöðum. Stykkis- hólmi, Patreksfirði og Sæ- lingsdalslaug. Látrabjarg er eitt af athyglisverðustu fugla- björgum veraldar. Gott er að hafa sjónauka meðferðis. Fararstjóri: Jón Á. Gissurar- son. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Hvitasunnuferðir 27. —30. maí Þórsmörk Snæfellsnes Mýrdalur Gist! húsum i öllum ferðum. Allar ferðir F.í. eru farnar frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. Ferðafélag íslands. Sunnudagur 22 maí. kl. 10.30 Þyrill-Þyrilsnes Fjöruganga. Fararstjóri: Krist- inn Zophoniasson og Gestur Guðfinnsson. Verð kr. 1 200 gr. v/ bilinn. Sunnudagur kl. 13.00 5. Esjugangan Brottför frá Umferðarmið- stöðinni að austanverðu. Verð kr. 800 gr. v/ bílinn. Fararstjóri: Einar H. Kristjánsson. Gangan hefst á mel- unum austan við Esju- berg og þar fer skráning fram. Þeir sem koma á eigin bílum mæta þar og greiða 100 kr. í þátttökugjald. Frítt fyrir börn í fylgd með foreldr- um sínum. Allir fá viðurkenn- ingarskjal að lokinni göngu. Allar ferðirnar eru farnar frá Umferðarmiðstöðinni að austan verðu. Ferðafélag íslands. I dag sunnudaginn 22. maí er kaffisamsæti í Templara- höllinni. Félagar og velunnar- ar fjölmennið. Þjónustureglan. Frá Guðspekifélaginu Askriftarsimi Ganglera er 17520 Nýtt líf Vakningasamkoma í dag kl. 3 i nýja salnum Kópavogi. Liflegur söngur. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Filadelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20. Alfreð Lorensen og Ólaf- ur Jóhannsson frá Kaup- mannahöfn tala. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra Traðarkostssundi 4, er opin mánudag og fimmtudag kl. 2—6 þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 1—-5. Ókeypis lögfræðiaðstoð fimmtudag kl. 3—5. Sími 1 1822.__________________ Hörgshlið 1 2 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindis i kvöld sunnudag kl. 8. Fíladelfia Keflavik Samkoma verður i dag kl. 2 e.h. Alfred Lorenzen for- stöðumaður frá Kaupmanna- höfn talar á samkomunni. Mikill söngur. Allir hjartan- lega velkomnir. Elim, Grettisgötu 62 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvitasunnuferðir: 1. Snæfellsnes, 4 d., gist á Lýsuhóli. Fararstj. Tryggvi Halldórsson o.fl. 2. Húsafell, og nágr. 4 d. og 3. d., Fararstj. Þorleifur Guðmundsson og Jón Bjarnason. 3. Vestmannaeyjar. 4 d. og 3 d. Fararstj. Ásbjörn Sveinbjarnarson. Utanlandsferðir: 1. Færeyjar. 16—23. |úni. 2. Grænland, 14—21 júlí. 3. Grænland 11—18. ágúst. Upplýsingar og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606. Útivist. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 22/5. 1. kl. 10: Súlur- Þórðarfell. Fárarstj. Kristján M. Baldursson. Verð 1500,- 2. kl. 13: Hafnaberg- Reykjanes, fuglaskoðun með Árna Waag. Hafið sjón- auka með. Verð 1 500 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í. vestanverðu. Útivist. Slysavarnafélagskon- urKeflavík/ Njarðvík Fundur verður haldinn þnðjudaginn 24. maí kl. 9 í Tjarnarlundi. Kosinn verður fulltrúi á landsfund. Myndasýning. Kristniboðssambandið Kveðjusamkoma fyrir Skúla Svavarsson og fjölskyldu, sem eru á förum til Eþíópíu, verður í húsi KFUM & K Amtmannsstig 2B í kvöld kl. 20.30. Gjöfum til kristniboðs veitt móttaka. Allir velkomnir. Reikningsnr. 37908-00-02. — atvinna Byggingarfélag Suðurlands h.f. auglýsir Vantar vanan skrifstofumann eða stúlku nú þegar. Góð laun fyrir góðan starfs- kraft. Uppl. í síma 99-4300 eða 99- 4198. Fyrirtæki — Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri með mikla reynslu i viðskiptum, bókhaldi og stjórnstörfum óskar eftir starfi. Eignaraðild að fyrirtæki kæmi vel til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. maí merkt: „Gott samstarf — Trúnaðarmál — 6007 ". Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast hálfan daginn í húsgagna- og innréttingarverzlun í Reykjavík. Æskilegt er að umsækjandi sé á aldrinum 25 — 35 ára. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merktar „Afgreiðslustúlka: 2125" fyrir 26. 5. 1 977 raðauglýsingar I Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1977, hafi. hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en síðan eru viðurlögin 110% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 1 6. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. maí 1977. Leiguíbúðir á hjónagöðrum Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til leigu fyrir stúdenta við nám í Háskóla íslands og annað námsfólk 2ja herbergja ibúðir á Hjónagörðum við Suðurgötu. fbúðirnar leigjast til 8, 9 eða 12 mánaða i senn. frá og með 1. sept. eða 1. okt. n.k., með þeim fyrirvara, að ekki verði tafir á framkvæmdum við Hjónagarða vegna verkfalla eða annarra óviðráðanlegra or- saka. Leiga á mánuði er nú kr. 19.000 - en verður tekin til endurskoðunar á hverju hausti. Kostnaður vegna hita, raf- magns og ræstingar er ekki innifalinn. Leiga og áætlaður kostnaður vegna hita, rafmagns og ræstingar greiðist fyrirfram einn mánuð i senn. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Umsóknar- frestur er til 1 5. júni n.k. Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaheimi/inu v/Hringbraut, /?., Pósthólf 21, sími 16482. Ur Austur- Skagafirði Bæ, Höfðaströnd, 15. mai. Ég skrapp út i Fljót til að sjá hvort rétt væri hermt að þar væri allt á bóla kafi i snjó, og bændur keyrðu þar á bílum sýnum yfir hjarn- breiður. Þegar ég sá i Aust- ur Fljótin varð mér satt að segja hugsað til margra harðindaára sem mörg út- héruð þessa lands hafa feng- ið á að kenna umfram inn- héruð, en veðurfar er mis- skipt þó að um stuttar vega- lengdir sé að tefla. Nú 15. mai eru í Austur- Fljótum aðeins hæstu hólar upp úr freranum. Eftir páska gerði norðan hrið og kyngdi þá niður snjó sem ennþá hefir ekki tekið upp nema að litlu leyti vegna sífelldra frosta um nætur og jafnvel í núlli um hádaginn. Nokkur af stærstu kúabú- um héraðsins eru í Fljótum og er þvi mikið fóðurmagn sem þarf fram um miðjan júni eins og nú litur út fyrir að verða, annars er það venja að jörð kemur græn undan snjó i Fljótum og þar vex gras ört, og allt er þar grasi vafið þegar á liður sumar. Fljótamenn eru van- ir þessu og láta ekki bugast þó á móti blási i bili. Inn um hérað er orðið snjólaust á láglendi en kuldi er þar eins og annars staðar og gróður mjög lítill kominn, og ekki hefi ég heyrt að byrjað sé að bera á tilbúinn áburð. Hey- birgðir erh taldar nægilegar í héraðinu þó einstaka bændur þurfi að kaupa hey ef vorharðindi verða lengi. Sauðburður er líklega alls staðar byrjaður og gengur viðast hvar vel og tvílembur allt að 90%. Vorfuglar eru að ég held allir komnir og sá ég nú sið- ast í gær kríuna sem alltaf kemur hér 14. maí. Rjúpu- karri er hvítur ennþá en urt- an er að byrja að dökkna. Álft er lögst á hreiður hér við túnfótinn en það hefir hún gert mörg undanfarin ár. Tankflutningar á mjólk eru byrjaðir í Seylu- og Staðarhreppum í framhér- aði Skagafjarðar en áætlað er að byrja hér ytra i júni. Þar sem ennþá er klaki á vötnum i úthéraði sýslunnar er silungsveiði ekki byrjuð og er það óvenju seint. Þorskafli er sæmilegur i þorskanet hér inni á firðin- um og eru margir sjómenn hættir lélegri grásleppu- veiði en byrjaðir á þorska- netum. Grásleppuveiði er talin óvenju léleg á þessu vori en margir sjómenn ætl- uðu að sökkva í stóra ausu á þeim veiðum. Togarar hafa veitt vel en töluverð vand- ræði eru af yfirvinnubanni sem kemur illa við útgerð og vinnandi fólk. Á Hlíðarenda í Óslands- hlíð fannst nýlega dauður 6 vetra taminn hestur skotinn með kúlu sjálfsagt af gæsa- skyttu en margir skotglaðir menn eru nú mikið á ferð með byssur sinar, en svona misgrip eru heldur illa séð. Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.