Morgunblaðið - 06.07.1977, Qupperneq 1
32 SIÐUF
Demirel heitið
þingstuðningi
Ankara, 5. júlí. Reuter.
SULEYMAN Demirel for-
sætisráðherra, sem reynir
myndun nýrrar stjórnar f
Tyrklandi, fékk í dag lof-
orð um stuðning flokks
sem er í oddaðstöðu I tyrk-
neska þinginu.
Flokkur Necmettin
Erbakans, Þjóðreisnar-
flokkurinn (NSP), hét
Demirel stuðningi, en
kvaðst mundu setja ströng
skilyrði. Flokkurinn hefur
24 þingsæti, er fylgjandi
miklum útgjöldum til iðn-
þróunar, sem olli fjárhags-
erfiðleikum f tfð sfðustu
stjórnar Demirels, og er
andvfgur hvers konar til-
slökunum f Kýpurmálinu.
Tilboð Erbakans um stjórnar-
samvinnu eða stuðning á þingi
gæti leitt til myndunar nýrrar
hægristjórnar eins og þeirrar sem
fór með völdin fram að kosning-
unum fyrir mánuði. Demirel var
falin stjórnarmyndun í gær eftir
ósigur skammlífrar stjórnar
sósíaldemókrata á þingi og hann
fagnaði yfirlýsingu Erbakans.
Bulent Ecevit, forsætisráðherra
fráfarandi bráðabirgðastjórnar,
varaði hins vegar við því að engin
stjórn gæti verið við völd í óþökk
sósíaldemókrata sem er stærsti
flokkurinn á þingi.
Skilyrðin sem Erbakan setur
eru á þá leið að endi verði bund-
inn á stjórnleysi innanlands, að
barattu NSP fyrir eflingu þunga-
iðnaðar verði haldið áfram, að
ráðstafanir verði gerðar til að
lækka framfærslukostnað og að
ábyrgzt verði að fylgt verði utan-
ríkisstefnu sem NSP geti sætt sig
við.
Leiðtogi byltingarinnar ( Pakistan, Mohammed Zia Haq hershöfðingi,
boðar herlög og nýjar kosningar.
Fundu
gildru,
ekki lík
Kafró, 5. júlí. Reuter.
RÆNINGJAR dr. Mohammed
Hussein Zahabi, fyrrum trúar-
málaráðherra. reyndu f dag að
ginna lögregluna inn f íbúð þar
sem þeir höfðu komið fvrir
sprengjugildru með þvf að segja
henni að Ifk Zahabis væri þar.
Maður sem sagði ekki til nafns
hringdi í erlendar frétlastofur og
sagði að lfkið væri í ákveðinni
ibúð í úthverfi. Lögreglan fann
ekkert lík en hins vegar sprengju-
gildru.
Pakki með sprengiefni var
tengdur þannig að ef einhver
hefði kveikt á ljósum f fbúðinni
hefði pakkinn sprungið. Lögregl-
Framhald á bls. 18
Kosningum heitið eftir
byltingu Pakistanshers
Islamahad. 5. júlf. AP. Reuter
HERINN í Pakistan lýsti í dag yfir herlögum og hét
nýjum kosningum I október eftir byltingu sem virðist
ekki hafa leitt til blóðsúthellinga.
Forseti herráðsins, Muhammed Zia Haq hershöfðingi,
skýrði frá þessu í útvarpsávarpi til þjóðarinnar. Bylting-
in fylgir í kjölfar misheppnaðra tilrauna stjórnmála-
manna til að binda enda á pólitískt umrót sem hefur
kostað að minnsta kosti 350 manns lífið.
Talsmaður hersins sagði að Zulfikar AIi Bhutto for-
sætisráðherra, samráðherrar hans og leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar hefðu verið settir í gæzluvarðhald. Zia
hershöfðingi sagði að hann tæki að sér yfirstjórn her-
laga ásamt ráði skipuðu yfirmönnum annarra deilda
hersins.
N azisti
horfínn
Buenos Aires, 5. júlí. Reuter.
YFIRVÖLD f Argentínu hafa
heimilað að Vestur-Þjóðverjar fái
framseldan Eduard Roschmann
sem er sakaður um að hafa átt
mikinn þátt I útrýmingu Gyðinga
f Lettlandi þegar landið var á
valdi nazista.
Hins vegar höfðu hvorki argent-
ínskir né vestur-þýzkir embættis-
menn hugmynd um það í dag
hvar Roschmann væri nið-
urkominn. Embættismenn f Bonn
Framhald á bls. 18
Zia hershöfðingi sagði að Fazal
Elahi Choudhry forseti mundi
gegna áfram störfum en stjórn
Bhuttos hefði verið vikið frá völd-
um ásamt ráðherrum fjögurra
fylkisstjórna og að þingið hefði
verið leyst upp. Hann sagði að
forsetum hæstaréttar í fylkjunum
Rúmenar til varnar
evrópukommúnisma
V!n, 5. júir. Reuler.
RtlMENSKA kommúnistamál-
gagnið Scinteia birti f dag
harða varnargrein um evrópu-
kommúnisma og þar koma
fram skoðanir sem ganga f ber-
högg við afstöðu Rússa.
Blaðið kvað það rétt og
skyldu hvers kommúnista-
flokks að móta eigin stefnu án
utanaðkomandi gagnrýni.
Scinteia minntist ekki á ný-
legar árásir Rússa á spænska
kommúnistaleiðtogann
Santiago Carrillo, en kvað
rangt að kynda undir deilur,
halda uppi ásökunum og auka á
ágreining f kommúnistahreyf-
ingunni.
Scintein sagði að stefna hvers
flokks yrði að miðast við sér-
kenni og lífshagsmuni þess
lands sem hann starfaði í. Blað-
ið fagnaði tilraunum vestrænna
kommúnista til að finna nýjar
Nicolae Ceusescu, leiðtogi
rúmenskra kommúnista.
lausnir á vandamálum sfnum.
Sovézka tímaritið Nýir timar
hefur kallað Carrillo klofnings-
mann og skoðanir hans um
evrópukommúnisma and-
sovézkar, en árásir blaðsins eru
jafnframt taldar beinast gegn
frönskum og ítölskum
kommúnistum. Auk Rúmena
hafa Ungverjar tekið vinsam-
lega afstöðu gagnvart evrópu-
kommúnisma, en þeir hafa þó
farið með gát.
Scinteia sagði að nöfn eins og
evrópukommúnismi skipti ekki
máli en grundvallarsjónarmið
væru nauðsynleg. Blaðið sagði
að enga tilraun mætti gera til
að leggja að jöfnu aðferðir vest-
rænna kommúnistaflokka og
austur-evrópskra.
Blaðið kvað ekki fært að
framfylgja byltingu samkvæmt
einhverri einni forskrift eða
þvingunaraðferðum. Ef ágrein-
ingur kæmi upp væri eina sann-
gjarna og skynsamlega leiðin
að forðast allt sem gæti aukið
hann.
yrði falið að fara með stjórn
þeirra.
í ávarpi sínu sagði Zia hers-
höfðingi að herinn hefði hingað
til forðazt að skerast i leikinn þar
Klofna
brezkir
kommar?
London. 5. júlf. Reuter.
FLOKKAR brezkra kommún-
ista rambar á barmi klofnings
þar sem hugmyndir svokallaðs
evrópukommúnisma hafa
fengið vaxandi viðurkenningu.
Um það bil 5.000 af 28.000
félögum styðja stalfnista und-
ir forystu Sid French og hing-
að til hafa þeir fengið að halda
flokksskfrteinum sfnum, en
starfsmaður f aðalstöðvum
flokksins sagði f dag: „Fram-
tfðin er óviss.“
Stöðugt fylgisleysi flokksins
meðal brezkra verkamanna
hefur leitt til þess að hann
hefur fært sig nær sjónarmið-
um kommúnista í ttalíu,
Frakklandi og á Spáni en við
Framhald á bls. 14
I sem hann hefði vonað að stjórn-
málamönnum tækist að finna
pólitíska lausn. Hann kvað það
eitt vaka fyrir sér að halda frjáls-
I ar kosningar og sagði að herlögin
yrðu í gildi þar til kosningar færu
fram.
Byltingin virðist engri ókyrrð
hafa valdið og hafa verið gerð án
þess aó nokkur mótstaða hafi ver-
ið sýnd. Byltingin virðist hafa
hafizt með handtökum í nótt og
Framhald á bls. 18
Judd í Khöfn
London, 5. júlf. Reuter.
FRANK Judd, aðstoðarutanrfkis-
ráðherra Breta, ræðir við danska
ráðherra f Kaupmannahöfn á
morgun um mál sem varða Efna-
hagshandalagið.
Judd mun einkum ræða fisk-
veiðimál að því er talsmaður
brezka utanríkisráðuneytisins
skýrði frá i dag. Bann Breta við
siidveiði i 200 milna fiskveiðilög-
sögu þeirra mun líklega bera á
góma.
Áður hefur Judd átt viðræður
um málefni Efnahagsbandalags-
ins við ráðamenn i Haag og Dyfl-
inni. Hann sérhæfir sig í fisk-
veiðimálum i starfi sinu sem að-
stoðarutanrikisráðherra.
Nýr flokkur
ógnar Smith
Salishury, 5. júlí. Reuter. AP.
NÝR hægrisinnaður flokkur
hvltra manna f Rhódesíu lýsti sig
f dag mótfallinn skjótri myndun
meirihlutastjórnar blökkumanna
og hvatti tii lausnar á grundvelli
sambandsstjórnar.
Nýi flokkurinn, Rhódesfski
baráttuflokkurinn (RAP), kveðst
vilja herða á baráttunni gegn
blökkumönnum og margir telja
stofnun hans bera vott um glund-
roða og ólgu f röðum 270.000
hvftra ibúa Rhódesfu.
Flokkinn stofnuðu 12 hægri-
sinnaðir þingmenn og fyrrver-
andi ráðherrar úr flokki Ian
Smiths forsætisráðherra,
Rhódesiufylkingunni, og siðan
Smith komst til valda 1964 hefur
hann aldrei áður mætt eins mik-
illi mótspyrnu i þinginu sem er
skipað 66 fulltrúum.
Framhald á bls. 18