Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 3

Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULl 1977 3 „Veggurinn tættist í sundur” —sagði einn starfsmanna Sölufélagsins sem var í húsinu þegar sprengingin varð SJÖ HLAÐNIR milliveggir voru sundurtættir og alls kyns annað brak lá á víð og dreif um gólfin á stórum hluta neðri hæðar húss Sölufélags garð- yrkjumanna þegar blm. og ljósm. Morgunblaðsins komu á vettvang stuttu eftir sprenging- una þar í gærmorgun. Starfs- menn voru þegar byrjaðir að hreinsa til, en vart sá högg á vatni, svo miklar voru skemmd- irnar. Engar skemmdir urðu þó á efri hæð hússins en þar er til húsa auk Sölufélagsins Ferða- skrifstofa ríkisins. Eirikur Björnsson, sautján ára sumarstarfsmaður Sölu- félagsins, slasaðist nokkuð á fæti þegar sprengingin varð, en var allhress þegar blm. ræddi við hann i gær á heimili hans. Hann kvaðst hafa tognað i ökla og meitt sig á fingri og taldi hann meiðsli sín léttvæg. Hann sagði að um hálftíu-leytið i gær- morgun hefði hann verið að flytja nokkuð af gúrkum á handvagni þegar gífurlegur hvellur heyrðist og veggur í u.þ.b. þriggja metra fjarlægð frá honum tættist í sundur og hefði einn molinn úr veggnum líklega farið í fótinn á sér. Eiríkur var fluttur á Slysavarð- stofuna, en fékk að fara heim eftir að búið var að binda um ökklann og fingurinn. Broddi Kristjánsson, sextán ára sumarmaður hjá Söiufélag- inu, kvaðst hafa verið staddur fyrir utan þann stað þar sem sprengingin varð ásamt Eiriki og lýsti hann atburðinum á sama hátt. Hrafnhildur Ólafsdóttir, starfsmaður Ferðaskrifstofu ríkisins, sagði svo frá að hún hefði verið að setjast við skrif- borðið i skrifstofu sinni, sem er beint yfir herbergi þvi, sem bruggtækin voru i, þegar geysi- legur dynkur heyrðist. Hefði hún í fyrstu haldið að um jarð- skjálfta væri að ræða, en þegar hún hefði litið út um gluggann og séð rúðubrotin hefði hún séð hvar hvellurinn átti upptök sin. Hún sagði að eftir sprenging- una hefði fundizt mjög sterk og einkennileg lykt og hefði fólk haldið að um ammóníak kynni að vera að ræða og flýtt sér út. Ammóníak og freon eru notuð í kælivélar sem Sölufélagið notar til að kæla geymsluhús- næði fyrir ávexti og eru slíkar vélar einníg notaðar í frystihús- um. Þar sem þessar kælivélar eru einmitt þar sem sprenging- in varð, var í fyrstu talið að bilun í þeim hefði valdið henni, en brátt kom i ljós að svo var ekki. Eirfkur Björnsson. Veggur sem hann stóð við tættist f sundur f sprengingunni. (Ljðsm. Kristinn). Þessi loftræstistokkur, sem starfsmaður Sölufélagsins stendur við, þeyttist um 20 m vegalengd frá húsinu við sprenginguna. Hann var áður á einum glugganna f baksýn. (Ljósm. Kristinn). Myndin er tekin þaðan, sem bruggtækin stóðu og má á henni sjá kælivélarnar og inn f einn kæliklefann f gegnum gatið á veggnum. (Ljósm. Kristinn). Þriðja „áttan” skrásett hérlendis I UNDIRBUNINGI er að skrá- setja hér á landi þriðju og siðustu DC-8-63, sem Flugleiðir keyptu hinn 1. október s.l. og flýgur aðal- lega á flugleið Ari Bahama. Segir í Flugfréttum, starfsmannablaði Flugleiða, að þotan beri nú skrá- setningarnúmerið N-8630, en ís- lenzka skrásetningarnúmerið yrði sennilega TF-FLC. Tekið við framlögum HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar hefur nú sent hálfa milljón króna til hjálparstarfs í Sambíu og Botswana, þar sem fjöldi flótta- manna býr við erfiðar aðstæður i flóttamannabúðum. Ekki verður þó ráðizt í skipulega söfnun af hálfu stofnunarinnar, en tekið verður á móti framlögum frá þeim sem leggja vilja þessu mál- efni lið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.