Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 18

Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULl 1977 — íþróttir Framhald af bls. 31 una, þar sem Sigþór Ömarsson á að vinna úr sendingunum, en hann má sin einfaldlega ekki við margnum. I Keflavíkurliðinu vakti annar bakvarðanna, Öskar Færseth, sér- staka athygli fyrir mjög góðan leik og var hann bezti maður valiarins ásamt Gisla Torfasyni, sem óneitanlega er kjölfesta Keflavíkurliðsins. Dómari í leiknum var Magnús V. Pétursson og var óþarflega flautuglaður að þessu sinni. Magnús hefur það hins vegar fram yfir flesta aðra íslenzka dómara, að enginn er í vafa um á hvað hann er að dæma hverju sinni. Mættu aðrir dómarar taka sér bendingar hans til fyrirmynd- ar. — Bylting Framhald af bls. 1 henni mun hafa verið lokið á fimm tímum. Zia hershöfðingi tók fram að hann hefði engan pólitískan metnað, sagði að enginn sem hlut ætti að máli hefði hvatt til bylt- ingarinnar, fullvissaði þjóðina um að Pakistan yrði áfram islamskt ríki og iagði áherzlu á að stjórnin yrði aftur falin í hendur fulltrúum þjóðarinnar þegar kosningar hefðu farið fram. Þar sem dómarar eiga að stjórna fylkjunum og þar sem Zia hefur rætt við forsetann og forseta hæstaréttar, Yaqub Ali Khan, virðist sýnt að herinn vilji tryggja heiðarlegar ksoningar. Stjórn Bhuttos vann stórsigur í þingkosningum 7. marz, en hreyf- ing stjórnarandstæðinga, Pakistanska þjóðarbandalagið (PNA), hélt því fram að brögð hefðu verið i tafli og krafðist nýrra kosninga. Viðræður stjórn- arinnar og andstæðinga hennar voru komnar í ógöngur, en þær áttu að hefjast aftur i dag. Allt var með kyrrum kjörum i helztu borgum Pakistans í dag, en hermenn voru á verði við helztu opinberar byggingar. Flugsam- göngur voru með eðlilegum hætti og útvarpið hélt áfram venjuleg- um útsendingum, en fjarskipti milli stærstu borga og umheims- ins rofnuðu um tima. — Rhódesía Framhald af bls. 1 Uppreisnarmennirnir sem standa að RAP hafa lýst sig and- viga stuðningi Smiths við friðar- tilraunir Breta og Bandaríkja- manna er miða að því að mynduð verði meirihlutastjórn blökku- manna og endi bundinn á skæru- stríðið. Þeir vilja banna samtök blökkumanna sem styðja skæru- hernaðinn gegn stjórn Smiths og ætla að halda uppi harðri and- stöðu gegn stefnu stjórnarinnar. Bráðabirgðaleiðtogi flokksins er Ian Sandeman, fyrrverandi foringi úr Coldstreams Guards sem er fæddur i Bretlandi. Stofn- un flokksins fylgir í kjölfar harðnandi andspyrnu hægri- manna gegn stjórn Smiths og af- sagnar Des Frosts, formanns Rhódesíufyikingarinnar, og þing- mannsins Wickus de Kocks. — Frystihúsin Framhald af bls. 2 Þá hefur Þjóðhagsstofnun gert rekstraryfirlit frystihúsa án salt- fisk- og skreiðardeildar fyrir árið 1975 og er þá miðað við stærðar- flokkun eftir mótteknu hráefni. Þar kemur í ljós, að þau frystihús sem taka á móti 7000 tonnum eða meira, en þau eru 10 talsins bera sig mjög vel og skila 346 millj. kr. brúttóhagnaði, sem er.6.6% af tekjum. Dæmið lítur hins vegar ekki eins vel út hjá þeim 13 frysti- húsum, sem taka á móti 4000^7000 tonnum, þar er brúttóhagnaður aðeins 34 millj. kr. eða 0,7% af tekjum. Það 21 frystihús sem tekur á móti 2.500 til 4000 tonnum skilar alls 359 millj. kr. brúttóhagnaði sem er 6,3% af tekjum. 20 frystihús taka á móti 1000—2500 tonnum og þar er hagnaðurinn aðeins 9 millj. kr. og brúttóhagnaður af tekjum 0,3%. 6 frystihús taka á móti minna en 1.000 lestum og standa þau í járnum, sína hvorki hagnað né tap. Alls er hér um að ræða 70 frystihús og brúttóhagnaður þeirra er 748 millj. kr. og brúttó- hagnaður af tekjum 3,8%. í yfirliti um afkomudreifingu frystihúsanna kemur fram, að 5 frystihús sýna meira en 10% halla eða alls 26% brúttóhalla sem er alls kr. 167,8 millj. kr., 7 frystihús eru rekin með 5,1—10% halla. Halli þeirra var á árinu 1975 alls 78,9 millj. kr. eða 8%. 16 frystihús eru rekin með 0,1 til 5,0% halla, heildartap þeirra nam 94,6 millj. kr. og að meðaltali I, 9%. 15 frystihús á landinu voru rekin með 0,0 til 4,9% hagnaði, eða alls 73,5 millj. kr. sem er 1,9% brúttóhagnaður að meðaltali. 16 frystihús eru rekin með 5,0—9,9% hagnaði, alls 456,0 millj. kr. eða 8,0% meðaltals- gróða, 6 frystihús hafa 10,0 til 14,9% hagnað. Heildarhagnaður þeirra var 223,9 millj. kr. eða II, 4% að meðaltali og 5 frystihús af 70 voru rekin með 15,0% hagn- aði og yfir eða alls 327,7 millj. kr. hagnaði, og þar 'er brúttóhagnað- urinn 21,3%., en meðalbrúttó- hagnaður er 3,8% eða 739,8 millj. kr. — Nazisti Framhald af bls. 1 segja að þeir hafi nýlega frétt að Rosehmann byggi í Argentínu undir nýju nafni. Roschmann var yfirmaður her- liðsins í Gyðingahverfinu í Riga. Hann mun hafa komið til Argent- ínu 1948 og kallað sig Fritz Wegn- er. 1 Bonn var sagt í dag að dóm- stóll í Hamborg hefði gefið út tilskipun um handtöku Rosehm- anns og gefið honum að sök að hafa skotið að minnsta kosti 50 Gyðinga til bana og fyrirskipað aftökur margra fleiri. Alls munu 30.000 óbreyttir borgarar hafa verið myrtir í Riga. — Viðræður Framhald af bls. 2 að miðað við svipaðar viðmiðunar- reglur, en ekki stórfelldar breyt- ingar á þeim. Enda segir í 16. grein laganna, að ráðherra fari með framkvæmd- ir laganna og setji um þær reglu- gerðir, og það er auðvitað óþekkt með öllu að lægra sett stofnun geti gripið til svo viðtækra stjórn- unaraðgerða, sem þessar breyt- ingar voru. En þetta er bara mis- skilningur en ekki misklíð milli Hafrannsóknarstofnunarinnar og sjávarútvegsráðumeytisins. Þessar viðmiðunarreglur munu fá sömu meðferð hjá ráðuneytinu og aðrar tillögur Hafrannsókna- stofnunarinnar; ég mun ræða þær víð aðila og siðan fá þær sína meðferð." — Skipstjórar Framhald af bls. 2 eins átt það á hættu að þeir myndu grípa til enn róttækari aðgerða, cf reglurnar tækju gildi,“ sagði ráðherrann. Þegar Mbl. spurði, hvort skeyt- ið hefði orðið til þess að ráðherra ákvað að reglurnar skyldu ekki taka gildi, sagði Matthias: „Nei, ákvörðun mín byggðist á þeim rétti, sem ég tel að ráðherra hafi samkvæmt lögum. En því neita ég ekki að ég hafði ríkanilning og samúð með þéim sjónarmiðum, sem skipstjórarnir settu mjög'ákveðið og einarðlega, en af fullri kurteisi, fram í skeyti sínu." Að sögn Harðar Guðbjartsson- ar, skipstjóra, munu milli 30 og 40 togaraskipstjórar hafa undirritað skeytið. — Afnám tolla Framhald af bls. 2 um að ganga í EFTA og þessi stefna væri ekki enn fyrir hendi. Þvi væri það nú krafa forsvars- manna iðnaðarins, að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fá aðlögun- artímann, sem gilda átti til 1980, framlengdan nokkur ár til viðbót- ar, en Davíð kvaðst telja að þetta væri ekki gert sérstaklega fyrir iðnaðinn heidur væri hér á ferð þjóðarnauðsyn, þar sem stjórn- völd hefðu ekki komið því enn i verk sem þurfti að gera strax upp úr 1970. Sigurður Markússon sagði, að mikilvægasti áfanginn varðandi útflutning sjávarafurða hefði náðst með næstsíðustu tollalækk- uninni 1. júlí í fyrra, en engu að síður hefðu breyting^rnar sem orðið hefðu á þessu eina ári verið minni en menn áttu almennt von á. Þó hlytu menn að vera þakklát- ir að þessi áfangi væri nú allur í höfn, og þó svo að menn merktu ekki áhrif þessa verulega nú strax, væri enginn vafi á því að ef horft væri til framtíðarinnar skipti afnám tollana miklu máli. Þarna hefði ástandið á mörkuðun- um mikil áhrif. Nú væru Banda- ríkin okkar aðalmarkaður, þar sem bæði fengist'hátt verð og engir tollar væru fyrir hendi, en ekki væri nokkur vafi á þvi að mikill kostur væri á þvi að hafa Evrópumarkaðinn í bakhöndinni ef markaðsaðstæður versnuðu i Bandarikjunum. — Fundu gildru Framhald af bls. 1 an var hins vegar vör um sig og iýsti upp íbúðina með kastljósum og engan sakaði. Fresturinn sem ræningjar Zahabi settu rann út í dag án þess að þeir létu frá sér heyra. Talsmaður stjórnarinnar sagði að ekkert hefði heyrzt frá öfga- sinnuðum sértrúarflokki sem rændi dr. Zahabi síðan í gær- kvöldi og að enginn nýr frestur hefði verið settur. Dr. Zahabi var rænt á sunnu- dagsmorgun og ræningjarnir sögðust fyrst ætla að myrða hann á hádegi í gær ef 60 pólitiskir fangar yrðu ekki látnir lausir en framlengdu frestinn í einn sólar- hring. Ræningjarnir kröfðust auk þess 200.000 punda í lausnargjald vegna ofsókna sem þeir sögðu að stjórnin hefði haldið uppi gegn sértrúarflokki þeirra sem kallast „A1 Takfir Wal Hijira“. Maður sem sagði ekki til nafns hringdi i Reuter og sagði að dr. Zahabí hefði verið myrtur og lík hans væri að finna i einu út- hverfa Kaíró. Lögreglan fann ekki líkið þrátt fyrir mikla leit og telur að hringingin hafi verið gabb. — Lóguðu Framhald af bls. 32 fararsnið var á læðunni þrátt fyr- ir að bifreiðin kæmi aðvífandi, og ók hún þá inn í hópinn. Lágu þá þegar tveir yrðlingar í valnum, en mennirnir tveir hlupu síðan hina yrðlinganna fljótlega uppi og lóg- uðu þeim. Læðan skauzt hins veg- ar undan og komst í skjól, en mönnunum tókst eftir nokkurn tima ð fæla hana úr fylgsni sínu og vinna á henni. Fréttaritari — Kartöflur Framhald af bls. 32 vegna þessa dráttar á verð- lagningunni. 1 heildsölu hækkar hvert kíló af kartöflum úr 92.52 krónum i 106.63 krónur og smásöluverð á 2.5 kílöa kar- töflupokum hækkar úr 296 krónum í 344. Fimm kílóa kar- töflupokinn hækkar í smásölu úr 586 í 862 krónur. Auk hærra innkaupsverðs á kartöflunum stafar hluti verðhækkunarinn- ar af hækkuðum tilkostnaði við pökkun þeirra. — Skák Framhald af bls. 17 31. Hxe8 — Hxe'8, 32. fxg4 — fxg4 og svarti hrókurinn leikur lausum hala á e-línunni) Hfe8, 31. Hf6 — Hel+, 32. Kg2 — Hf8, 33. Hxf8+ — Kxf8, 34. d5 (Eða 34. h3 — h5). Bd6 (Korchnoi lætur öryggið sitja i fyrirrúmi. Eftir 34. . . He2, 35. Ba3+ — Kf7, 36. d6 — Bxd6, 37. Bxd6 — cxd6, 38. a4 hefur hvítur einhverja jafnteflis- möguleika) 35. Bc3 — Hcl, 36. Bd2 — Hc2, 37. a4 — f4, 38. h3 — f3 + , 39. Kfl — h5, 40. hxg4 — hxg4 Hér fór skákin i bið. Henni var þó aldrei haldið áfram, því að í gærmorgun hringdi Polugaevsky til Lothars Schmidts, yfirdómara einvígis- ins og tilkynnti að hann gæfi skákina. Biðleikurinn var 41. Kel. Lokin hefðu getað orðið þannig: 41. . . Hb2! 42. Be3 — Bb4 + , 43. Kdl — g3! og vinnur. — Útreikningar Framhald af bls. 32 króna. Timabilin eru því 4(4 mán- uður, 3!4 mánuður og 3(4 mánuð- ur. Ef um mánaðarlegt uppgjöf er að ræða á kauptryggingu yrðu virkar launagreiðslur 7.014,7 mill- jónir króna, hækkum um 190,5 milljónir eða 2,8%. Ef kauptrygg- ingatímabil er 2 mánuðir eru virkar Iaunagreiðslur 6.961,2 mill- jónir króna eða aukning um 137 milljónir, sem eru slétt 2%. Ef hins vegar tryggingatimabilið er þrír mánuðir eru virkar launa- greiðslur 6.840,5 milljónir, aukn- ing um 16,3 milljónir eða um 0,2%. Miðað við mánaðarlegt uppgjör er hækkunin nokkuð mismunandi eftir stærð skips. Virkar launa- greiðslur að bát á stærðabilinu 12 til 20 brúttólestir hækka um 1,4 milljónir króna eða um 2,9%, á bilinu 21 til 30 brúttólestir er hækkunin 5,5 milljónir króna eða 1,3%, á bilinu 31 til 50 brúttólest- ir er hækkunin 17,8 miiljónir króna eða 3,4%, á bilinu 51 til 110 brúttó ruml., er hækkuunin 73,1 millj. kr., eða 3,7%, á bilinu 111 til 200 rúmlestir er hækkunin 58,2 milljónir króna eða 4,1%, á bilinu 201 til 300 rúmlestir er hækkunin 20,7 milljónir króna eða 1,8% og á bilinu301 rúml. til 500 er hækkunin 13,8 millj. kr. eða 1,7%. Miðað við tveggja mánaða tíma- bil verður lækkun í minnsta báta- flokknum, sem nemur hálfri ann- arri milljón eða 0,3%. 1 næst minnsta flokkinum er hins vegar aukning um 9 milljónir króna eða um 2,1%. 1 stærðarflokkinum 111 til 200 brúttórúmlestir er aukning um 42,3 milljónir króna eða um 3%, í stærðarflokkinum 201 til 300 rúmlestir er aukning um 11,6 milljónir króna eða um 1% og i stærsta flokkinum, 301 til 500 brúttórúmlestir, er aukning, sem nemur 3,5 milljónum króna eða 0,4%. Loks er reiknað út, hver breyt- ing yrði á virkum launagreiðslum ef um þriggja mánaða kauptrygg- ingatimabil yrði að ræða. Þá yrði minnkun i minnsta bátaflokkin- um um 6,2 milljónir króna eða um 1,3%. í næst minnsta flokkinum er aukning, sem nemur 1,3 mill- jónum eða um 0,3%. í stærðar- flokki 31 til 50 brúttórúmlestir er aukning um 2,4 milljónir króna eða 0,4% og í stærðarflokkinum 51 til 110 rúmlestir er aukning um 18,2 milljónir króna eða sem nemur 0,9%. I næsta flokki þar fyrir ofan er minnkun um 2 mill- jónir eða 0,1% og í næst stærsta flokki er einnig minnkun um 0,7 milljónir eða 0,1% og í stærsta flokkinum 301 til 500 brúttórúm- lestir er aukning, sem nemur 3,4 milljónum króna eða um 0,4%. Þær prósentutölur, sem hér hafa verið nefndar að ofan, gefa hugmynd um breytingu á tekjum sjómanna, sem af þessu myndu leiða, en breytingatölurnar, sem gefnar eru upp í milljónum, gefa til kynna breyttar álögur á út- gerðina vegna virkra launa- greiðslna. Loks hefur Þjóðhagsstofnun sett upp töflu, er gefur til kynna hvernig hlutfallsleg skipting skiptaverðmætis er milli kaup- tryggingabáta, aflalaunabáta, annars vegar miðað við þá ver- tíðarskiptingu, sem tíðkazt hefur, og hins vegar miðað við að mánaðarlegt uppgjör breytist, ef hætt yrði við gildandi kerfi og hitt tekið upp. Miðað við alla stærðarflokka samkvæmt vertlða- skiptingunni er hlutfalisleg skipt- ing skiptaverðmætis þannig að kauptryggingabátar hafa nú 2,8%, aflalaunabátar 26,8% og aflahlutabátar 70,4%. Ef hins vegar yrði um mánaðarlegt upp- gjör að ræða yrðu þessar breyt- ingar á: Kauptryggingabátar hefðu þá 4,1%, aflalaunabátar 18,7% og aflahlutabátar 77,2%. — Þessir sigrar Framhald af bls. 32 Breshnev ekki verið viðlátinn I augnablikinu. En loks var fall- izt á að Polugaevsky mætti taka í hönd mér áður en við settumst að tafli og þetta handtak finnst mér vera svolitill siðferðilegur sigur, sem léttir á spennunni. Þannig er andrúmsloftið hérna til muna manneskjulegra og það hefur góð áhrif á mig.“ Annað mál, sem kom upp áð- ur en einvígið hófst, var fána- málið. „Já. Ég stakk fyrst upp á því að ég tefldi undir fána Hol- lands, sem er mitt dvalarland sem stendur," sagði Kortsnoj." Þessu höfnuðu Sovétmenn, enda þótt rétturinn væri minn samkvæmt reglum Alþjóða- skáksambandsins. Ég sagði þá, að fyrst þeir gætu ekki fallizt á neinn þjóð- fána, þá tefldi ég bara undir sjóræningjafánanum, með hauskúpu og leggjum. Þetta sögðust Rússarnir því síður geta fallizt á, svo útkoman varð sú, að ég tefldi hérna fána- laust.“ Talandi um fána. Kortsnoj hefur nú ákveðið að flytjast til V-Þýzkalands með haustinu. „Ég hef gert samning til nokk- urra ára við vestur-þýzkan skákklúbb og samningurinn færir mér helmingi meiri pen- inga, en ég hefði annars feng- ið.“ Þegar Mbl. spurði Kortsnoj, hvort eitthvað hefði gerzt við- vfkjandi ósk hans um að fá fjöl- skylduna til sln frá Sovét- ríkjunum, sagði hann: „Ég geri mér vonir um að þau fái að fara til Israels. Það virðist vera eina leiðin, sem nú er opin út úr Sovétríkjunum og ég hef séð til þess, að fjölskylda mín hefur fengið boð um að koma til tsraels. Ég er bjartsýnn á að sovézk stjórnvöld gefi leyfi til ferðarinnar, en auðvitað draga þau það á langinn til að reyna að draga úr mér kjark." Þá spurði Mbl. Kortsnoj, hver hann teldi að yrði úrslit einvíg- is þeirra Spasskys og Portisch. „Ég tel að Portisch sé sterkari og að hann vinni einvigið." — Og mæti þá Viktor Kortsnoj I einvígi um réttinn til að skora á heimsmeistarann? „Ég er bjartsýnn fyrir mína hönd, að mér takist að komast i einvígi við Portisch. En ég veit líka, að hann verður erfiðasti andstæðingur minn I keppninni um að fá að mæta Karpov.“ — Sem þig langar. .. „Sem ég ætla mér.“ — Finnum illa Framhald af bls. 17 byggjandi afl gagnvart hugsan- legri innrás N-Kóreu og legðu alla áherzlu á að aðgerðir til að koma I veg fyrir röskum á jafn- vægi væru gerðar áður en brott- flutningurinn færi fram, þetta væri þeim mun mikilvægara að Seoul, höfuðborg landsins, væri aðeins 25 milur frá landa- mærunum og aðeins 2'A minútna flug fyrir N- Kóreumenn þangað. Fram til þessa hefðu tilraunir til að fá N-Kóreumenn að samninga- borðinu til að semja um varan- legan frið mistekizt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.