Morgunblaðið - 06.07.1977, Side 32

Morgunblaðið - 06.07.1977, Side 32
AUGLÝSINGASIMINN EH: 22480 Jí'oreunblntiiíi jftgpiintMitMfr AUÍÍLÝSINÍÍASÍMINN EH: 22480 JHoraimblatúö MIÐVIKUDAGUR 6. JULl 1977 Útreikningar á breytingum kauptryggingatímabils: Mánaðarlegt uppgjör getur aukið tekjur umallt að 4,1% ÞJOÐHAGSSTOFNUN hefur á grundvelli tölvuefnis Fiskifflags- ins um aflaverðmæti og úthald bátaflotans eftir mánuðum fyrir árið 1976 metið heilársfjárhæðir kauptryggingar, heildarhluta og virkra launagreiðslna fyrir alla báta 12 til 500 brúttórúmlestir að stærð, en þeir eru 900 talsins. Er þá annars vegar miðað við þá skiptingu f kauptryggingatlma- bil, sem tfðkazt hefur, og hins vegar tekin dæmi um styttingu' kauptryggingatfmabilanna f einn mánuð, tvo mánuði eða þrjá mán- uði, sem af slfkum breytingum leiddi. Athugunin var framkvæmd þannig, að bátunum var skipt í 7 stærðarflokka í samræmi við siðastgildandi kjarasamninga. Innan hvers stærðarflokks var bátunum síðan skipt f þrjá hópa, þ.e. kauptryggingabáta, afla- launabáta og aflahlutabáta. t stór- um dráttum fór flokkunin þannig fram, að bátur var talinn kaup- Þorlákshöfn. 5. júlf ÞAÐ hörmulega slys vildi hér til um sjöleytið f gærkvöldi að tveir fimm ára drengir urðu undir sandhlassi, sem sturtað var af vörubifreið og urðu afleiðingarn- ar þær að annár drengurinn, Ingi- mundur Olafsson, Eyjahrauni 11, lézt. Vörubifreiðarstjórinn mun einskis hafa orðið var og ók hann á brott. Leikfélagi Ingimundar hljóp til móður sinnar og sagði tryggingabátur, ef hásetahlutur var lægri en kauptrygging á við- komandi kauptryggingatímabili. Bátur var talinn aflalaunabátur, ef hásetahlutur var hærri en hálf kauptrygging, en lægri en full kauptrygging að viðbættum 16,6%. Allir aðrir bátar voru flokkaðir sem aflahlutabátar. Fyrir hvern þessara bata var sið- an reiknuð kauptrygging og heildarhlutur og að auki aflalaun fyrir aflalaunabáta. Þessir reikn- ingar eru reistir á tölum Fiskifél- agsins um áhafnastærð og út- haldsdagafjölda auk aflaverð- mætis, en Þjóðhagsstofnun hefur sett upp reikniforsendur fyrir alla launareikninga á grundvelli kjarasamninga. I útreikningunum eru virkar launagreiðslur í núgildandi kerfi tryggingatímabils, sem er frá 1. jánúar til 15. maí, frá 15. mái til 15. september og frá 15. sept. til ársloka, í heild 6.824 milljónir Framhald á bls. 18 henni að stígvélin hans hefðu festst í sandinum. Fór hún á stað- inn og fann þá Ingimund grafinn í sandinn. Drengurinn Var strax fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi og fóru hjúkrunarkonan í Þorláks- höfn, Lára Lárusdóttir, og Sigurð- ur Jónsson hafnarstjóri með biln- um og gerðu þau allt sem i þeirra valdi stóð til þess að bjarga lífi drengsins, en þær tilraunir voru árangurslausar. —Ragnheiður. Bruggtækin voru í eigu tveggja starfsmanna Sölufélagsins og voru þau i litlu herbergi þar sem var áður salerni, en það hafði ekki verið notað síðan að nýrri og betri aðstaða fyrir starfsmenn var tekin í notkun fyrir nokkrum ár- um. Það hafði því verið tekið burt og skapaðist þá ónotað læst her- bergi, sem aldrei var gengið um. Kristinn M. Gunnarsson hjá Öryggiseftirliti ríkisins kom á staðinn skömmu eftir að spreng- ingin varð. Sagði hann að brugg- tækin hefðu þá enn verið í gangi. Kristinn sagði að tækin hefðu ver- ið þannig, að rafmagnshitalögn var komið fyrir á botni mjólkur- brúsa og hitastillir var efst I hon- um, sem stjórnaði þvi að alltaf héldist rétt hitastig i brúsanum. Úr mjólkurbrúsanum lá leiðsla i gegnum kælikerfi og siðan ofan í ilát. Kristinn sagði ennfremur að leifar hefðu sézt af ýmsum stór- um ílátum, bæði úr plasti og gleri og hefðu þetta verið allafkasta- mikil eimingartæki. Rannsóknarlögreglan tók tækin í sina vörzlu og fengust þær upp- lýsingar um þau þar, að á þeim hefði ekki verið neinn öryggis- ventill. Tjónið, sem hlauzt af spreng- ingunni, er lauslega áætlað að muni nema um einni milljón króna. Kartöflur hækka um rúml. 16% Landbúnaðarráðuneytið hef- ur ákveðið nýtt verð á kartöfl- um og svarar það til rúmlega 16% hækkunar á útsöluverði kartaflna frá þvi að verðið var ákveðið siðast. Að réttu hefði nýtt verð á kartöflum átt að taka gildi, þegar nýjar, italskar kartöflur komu á markaðinn fyrir skömmu en ákveðið var að selja þær fyrst um sinn á sama verði og islenzku kar- töflurnar. Innkaupsverð ítölsku kartaflnanna var hærra en verðið á þeim ís- lenzku og er verðhækkunin nú nokkru meiri á kartöflunum Framhald á bls. 18 Lóguðu minkalæðu og yrðlingum Stykkishólmi — 5. júlí. BÍLSTJÓRI héðan úr Stykkis- hólmi ásamt hjónum úr Helga- fellssveit lóguðu minkalæðu með sjö yrðlingum s.l. föstudagskvöld. Voru þau á leið úr Grundarfirði áleiðis til Stykkishólms i vörubif- reið og þegar komið var á móts við bæinn Eiði óku þau fram á minka- læðu með sjö yrðlinga. Ekkert Framhald á bls. 18 „Þessir sigrar gefa mér þægilegan byr í seglin” —segir Kortsnoj sem setti fram kröfu um að fá að tefla undir sjóræningjafána „Auðvitað er ég ánægður með þessa byrjun, en ég geri mér Ifka Ijóst, að andstæðingur minn á eftir að sýna á sér sterkari hliðar, en hann hefur gert i þessum tveimur fyrstu skákum," Viktor Kortsnoj, er Mbl. ræddi við hann í gær, eftir að Polugaevsky hafði hringt í Lothar Schmid, aðaldómara, og tilkynnt að hann gæfi aðra einvígis- skákina án þess að tefla hana frekar. „Þessir sigrar mínar eru ef til vill svolítil heppni, en þó segir aðstoðarmaður minn, Keene, að ég hafi teflt aðra skákina betur en áður hefur sézt i þessum einvfgjum. En hvað sem þvi Ifður þá gefa þessir sigrar mér þægilegan byr f seglin." við Petrosjan vorum persónu- legir fjandmenn, þá var per- sónulegur vinskapur með okkur Polugaevsky hér áður fyrr, þannig að það hefur senni- lega einhver áhrif á hann að vera að virða mig í engu, sam- kvæmt fyrirskipunum sovézkra stjórnvalda." Kortsnoj sagði, að sér kæmi nokkuð á óvart, hversu mistæk- ur Polugaevsky hefði verið i þessum tveimur fyrstu skákum. „En hann er undir voðalega þungri pólitískri pressu, því honum er auðvitað ætlað það, sem Petrosjan mistókst; að sigra mig í einvigi." Og meðan Kortsnoj Þegar Mbl. spurði Kortsnoj, hvort andrúmsloftið í Evian væri jafn kalt og þvingað og var í einvígi þeirra Petrosjans, svaraði hann neitandi. „Mér lið- ur miklu betur hér. Eins og ég sagði áðan vorum við Poluga- evsky kunningjar áður fyrr og ég þekki líka flesta hans að- stoðarmenn. Og þó að þeir láti sem þeim sé ekkert um mig gefið, þá veit ég að það er póti- tík, en ekki persónulegt hatur. Það kom til dæmis ekki til greina, að við Petrosjan tækj- umst í hendur, en fyrir mér horfði málið allt öðru vísi við, þegar Polugaevsky á í hlut. Þess vegna bar ég fram þá fyrirspurn við aðaldómara ein- vfgisins, Lothar Schmid, hvort Polugaevsky gæti ekki fallizt á það að við tækjumst I hendur, eins og skákmanna er siður. Þeir þurftu svolitinn tima til að svara þessu; efalaust hafa þeir þurft að hringja til Moskvu og Framhald á bls. 18 Banaslys í Þorlákshöfn Þannig var umhorfs á neðri hæð húss Sölufélags garðyrkjumanna eftir sprenginguna i gærmorgun. (Ljósm. Kristinn). Mikið tjón á húsi Sölufélags garðyrkjumanna; Bruggtæki starfsmanna völd ad sprengingunni (Sjá myndir og viðtöl á bls. 3). BRUGGTÆKI ollu mjög öflugri sprengingu, sem átti sér stað á neðri hæð húss Sölufélags garðyrkjumanna i gærmorgun. Sprengingin var svo öflug að sjö hlaðnir milliveggir hrundu og margar rúður brotnuðu viðs vegar um neðri hæð hússins. Tveir ungir piltar voru að störfum í nánd við staðinn þar sem sprengingin varð og slasaðist annar þeirra litillega þegar veggurinn, sem þeir stóðu við hrundi. Er það hin mesta mildi að ekki urðu frekari meiðsli á fólki, en milli 15 og 20 manns vinna á þessum stað f húsinu og áttu starfsmenn oft leið framhjá þeim herbergjum, sem sprengingin varð i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.