Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULÍ 1977 Þjóðleikhússtjóri í stjórn Alþjóóa leikhúsmálastofnunar ALÞJÖDA leikhúsmálastofnunin hélt 17. þing sitt i Stokkhólmi i sl. mánuði, en þetta þing er haldiö árlega í hinum ýmsu borgum aðildarríkjanna. Stofnunin hefur starfað frá 1948 og fjallar um hin ýmsu málefni leikhússfólks, en Leiklistarsamband Islands er að- ili að þessari stofnun, svo og Nor- ræna leiklistarsambandinu. A þinginu var Islendingur kjörinn í stjórn samtakanna í fyrsta sinn, og er það Sveinn Einarsson, þjóð- leikhússtjóri. Er hann eini nor- ræni leikhúsmaðurinn i þessari stjórn, en Sveinn er jafnframt varaforseti Norræna leiklistar- sambandsins um þessar mundir. NORDAN-ráðstefna RÁÐSTEFNA um aukna og bætta fræðslu um áfengi og önnur ftkni- efni f skólum Norðurlanda, og um vfsindalegar rannsóknir á neyzlu þeirra, var haldin f Lögbergi 20.—23. júnf s.l. Ráðstefnan var haldin á vegum NORÐAN sem eru norræn sam- tök um fræðslu um ffkniefnamál, en Afengisvarnarráð og Bind- indisfélag fslenzkra kennara eru aðilar að NORDAN. A ráðstefnunni hélt dr. Tómas Helgason, prófessor, tvo fyrir- lestra, en auk hans fluttu fulltrú- Sameinast Stykkis- hólmur og Grundar- fjörður um fram- haldsdeildina? Stykkishólmi, 6. júlí. ÁKVEIÐ hefir verið að starf- rækja framhaldsdeild við Grunn- skóla Stykkishólms á komanda vetri og er unnið að undirbúningi hennar þessa dagana. Hefir kom- ið til umræðu að Grundarf jörður og Stykkishólmur sameinuðuðust um eina deild við skólann hér. Þá hafa verið auglýstir til um- sóknar kennarastöður hér meðal annars í tilefni af þessari viðbót. Grunnskólinn starfar nú á tveim- ur stöðum en gert er ráð fyrir að hefja byggingu nýs skólahúss hið allra fyrsta svo að skólinn komist allur undir sama þak. Er mikill áhugi ríkjandi hér um þessi mál. Fréttaritari. ar frá hinum Norðurlöndunum fyrirlestra. Ráðstefnan gerði samþykkt þar sem segir m.a. að hún óski þess, að unnið verði að víðtækari og traustari rannsóknum á því hvernig helzt megi draga úr neyzlu áfengis og annarra fikni- efna. Einnig telur ráðstefnan, að mikla áherzlu beri að leggja á ýmis sálfræðileg og félagsleg at- riði, og að vísindalegar niðurstöð- ur eigi að koma fram í kennsl- unni, og þar með einnig í náhis- gögnum. Ráðstefnan leggur áherzlu, á að vísindalegur árang- ur náist með alþjóðlegu samstarfi. Einnig mælir ráðstefnan með þvi, að framhaldsmenntun kennara á þessu sviði verði aukin og bætt; svo og að stjórnmálamenn og skólastjórnir afli sér fræðslu um niðurstöður; að foreldrum verði gert kleift að afla sér sömu fræðslu og skólinn veitir og að fræöslan fari fram á þann veg, aö hún tengi niðurstöður rannsókn- anna sjálfu þjóðlífinu, en kynni þær ekki sem staðreyndir án tengsla við umhverfið. Unglingar tefla erlendis EINAR Valdimarsson tók þátt f opna, danska unglingamótinu f skák, sem háð var i Nyköbing 24. jiiní til 2. júlí. Einar hafnaði i 4—9 sæti með 5'/4 vinning af níu mögulegum, en sigurvegari varð Daninn Erik Pedersen með 7 vinninga. Þátttakendur voru 26 og var þátttaka miðuð við 2000 Elo skákstiga lágmark. Einar er 17 ára. Þá eru tveir unglingar nýkomn- ir heim eftir dvöl í skákbúðum í Norður-Svíþjóð; þeir Jóhann Hjartarsson, unglingameistari Is- lands, og Elvar Guðmundsson. — Hassmálin Framhaldaf bls.40 hafði einn verið settur í fangelsi, og úrskurðaður í allt að 20 daga gæzlu- varðhald. Sitja þá inni fjórir menn vegna um- ræddra mála. — Braniff Framhald af bls. 1 ins Laker Airways og bjóða flug aðra leið frá Dallas til London á 250 dollara og frá Houston til London fyrir 255 dollara. Félagið hefur jafnframt óskað eftir að fá að fljúga frá borgunum f Texas til Parfsar, Frankfurt, Rómar og Riyadh. — Farþega- flugvél Framhald af bls. 1 hana fljúga til Bagdhad, þar sem hann hugðist leita lækningar. Þann 29. júní rændi svo annar Libanonmaður VC-10 þotu á leið frá London til Dubai, og vildi sá vekja athygli á versnandi ástandi í suðurhluta Líbanon. Engan sak- aði við þessi rán. ——------• * •---------- Leiðrétting 1 FRÉTT í blaðinu í gær segir að Tómas Einarsson sé fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Is- lands, en það er ekki rétt. Fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins er Þórunn Lárusdóttir. „Ég berst á fáki fráum. — Krafla Framhald af bls. 40 svæðinu hafa kostað um 100 milljónir króna hver. En hvað sem gert verður, er brýn nauðsyn á því að kanna þær holur, sem þegar eru til að Kröflusvæðinu, og komast til botns f því, hvort eitthvað er hægt að gera þeim til bjargar. En þó ég segði I upphafi sam- tals okkar, að allt stefndi í það, að við yrðum i vetur með virkjun, sem gerir ekkert gagn, þvi að hún framleiðir enga orku, þá má ekki horfa fram hjá þvi að það er dýr- mæt reynsla, sem fæst af því einu að keyra stöðina. Ef til vill má segja að sú dýrmæta reynsla yrði nokkuð dýr, því vitaskuld vildum við heldur hafa eins og tíu mega- wött til að keyra á". „Það er nægileg gufa til að reynslukeyra stbðina og sjá hvernig hún hagar sér", sagði Valgarð Stefánsson hjá Orku- stofnun, þegar Mbl. ræddi við hann. „Meðan hola 11 er í gangi er hægt að láta eitthvað snúast, en hún er hins vegar með tvöföldu kerfi svokölluðu, sem er mjög við- kvæmt fyrirbrigði og nægir að minna á holu 10, sem þannig var, og lognaðist út af, þegar neðra gufukerfi hennar brást. Einnig er eitthvað líf í holum 6 og 7, en sú síðarnefnda er nú að dofna nið- Valgarð sagði, að nú biði allt eftir því að ákvörðun yrði tekin um framhaldið. „Við höfum lagt fram þrjá kosti sem gera ráð fyrir því að afla gufu til virkjunarinn- ar á næstu árum. Tveir kostirnir eru að bora annars staðar á Kröflusvæðinu, það er í suður- hliðum Kröflu og við Hvfthóla. Þriðji kosturinn er svo að bora utan Kröflusvæðisins. I áætlunum okkar í vetur gerð- um við ráð fyrir þvl, að i sumar yrðu boraðar 4—5 nýjar borholur, en byrjunin bíður fjárveitingar og reyndar er nú orðið svo áliðið, að þótt ákvörðun yrði tekin á morgun, þá myndi framangreind- ur holuf jöldi ekki nást". — Hvað með Bjarnarflag eða Námafjall? „Það virðist sem umbrotin hafi aukið afköst allra hola á þessu svæði. Að vísu yrði anzi mikill viðbóarkostnaður í leiðslum og fjarveitingavaldið hefur verið tregt til að fallast á að þessi mögu- leiki sé hugsanlegur. Við höfum hins vegar lagt kapp á, að þessi leið verði ekki afskrifuð strax í upphafi". — Kauphækkun Framhald af bls. 40 3ja ára starfsaldurshækkunina. Þar eru, sett 5% en sfðan er búið til nýtt 5 ára aldursþrep og setja þar á 4% til viðbótar. Hafi iðn- sveinn meistarabréf fær hann enn til viðbótar 5%. Til þessa hafa menn með meistarabréf ver- ið tiltölulega fáir, en fjöldi hefur samt haft heimild til þess að út- vega sér slíkt bréf. Því má búast við, að meisturum fjölgí mjög eftir þessa kjara- samningsgerð. Verkamannasamband tslands mun talsvert hafa náð fram hækk- unum umfram láglaunahækkun- ina með sérkröfusamningum, en verzlunarmenn og iðjufélagar hafa farið mun varlegar í sakirn- ar. I verzlunarmannasamningum voru sett 3'A% á flokka á bilinu nr. 5 til 8, en það eru 10 flokkar, en síðan fær 9. og 10. flokkur ekkert. Má því segja að þar sé um launajöfnun í sjálfu sér að ræða. I bóknn hjá sáttasemjara var sérkröfuafgreiðslan ákveðin þannig, að hún ætti að jafngilda 21á% kauptaxtahækkun að meðal- tali. Hefur hækkununum verið deilt niður á launaflokka eftir ákveðnu vægi um fjölda manna i hverjum flokki. En reyndin er sú, að séu launakjör skoðuð niður i kjölinn, eru nær allir iðnaðar- menn i efstu flokkunum. Þvf verður prósentan svo há og það vægi um fjölda i launaflokkum, sem notað var til þess að meta 21á% kauptaxtahækkun, verður sem röng forsenda afgreiðslunnar á sérkröfum félaganna. — Eyjamenn Framhald af bls. 38 mun vekja I 2. deildar keppninni er tvimælalaust leikur topplið- anna KA og Þróttar úr Reykjavík, en telja verður öruggt að það lið sem sigrar í þeim leik sé búið að tryggja sér 1. deildar sæti. — íþróttir Framhald af bls. 38 fyrir þessum fundi. Egg- ert Jóhannesson er ný- kjörinn formaður knatt- spyrnuþjálfara en Karl Guðmundsson er for- maður Tækninefndar- innar. — Blöskra sektir Framhald af bls. 1 væri að horfið yrði aftur að sam- þykktri stefnu Efnahagsbanda- lagsins á næsta fundi landbúnað- arráðherra aðildarlandanna þann 18. júlí. Sagði hann fundinn verða að ræða hvað gera skuli fyrir þá sjómenn, sem orðið hafa atvinnu- lausir vegna síldveiðibanns Breta. Ummæli hans eru túlkuð á þann veg, að Hollendingar séu nú reiðubúnir að fallast á röksemdir Breta og framkvæmdanefndar EBE, með þvi skilyrði að sam- þykktur verði stuðningur við þá sjómenn, sem bannið hefur áhrif á. — Nú veit ég Framhald af bls. 5 ef hún bregzt. Maður verður að skilja samhengið og reyna að breyta i samræmi við þá þekk- ingu. Og svona ráðstefna, þar sem færustu vísindamenn koma saman og skilja og skýr- greina vandamál heimsins, get- ur hjálpað okkur til að skil- greina hvað er mikilvægast. — Visindamennirnir voru eitthvað að skjóta á stjórnmála- mennina, segja að það væru þeir sem ábyrgðin hvilir á og þeir væru tregir til að hugsa lengra en nokkur ár fram í tím- ann? — Já, svaraði maharajinn. Það er kannski skiljanlegt. Stjórnmálamenn geta ekki far- ið mikið fram úr kjósendunum. Þeir verða að hugsa um það að veróa kosnir aftur á fjögurra ára fresti. Annars verða þeir ekki lengur stjórnmálamenn, sem geta tekið ákvarðanir. Því verða þeir að tala eins og kjós- endur vilja og geta ekki gengið gegn þeim, sagði maharajinn af Boroda. Og bætti svo kíminn við. — Ég er svo heppinn að hljóta við fæðingu þann sess að geta lifað áfram, þó ég ekki hljóti kosningu, og því get ég hiklaust talað eins og ég tel rétt. Og það hefi ég gert. Ég þarf ekki að Iifa á því að vera þingmaður. Það hefur líka sina kosti, þegar maður vill berjast fyrir umbótum. — En hvað um þig sjálan. Nú er búið að taka af ykkur ind- versku konungunum titla og lendur? — Ég er mjög ánægður. Fólkinu minu þykir sýnilega vænt um mig, því ég er alltaf kosinn. Þvi get ég umgengizt það frjálslega og unnið með því. Áður gat ég ekki vitað hvað þvi fannst. Og það er ánægju- legt starf að vinna með fólkinu í Indlandi og v'iðfangsefnið er stórt og geysileg ögrun. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.