Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 VlEt> /CPnv, KAFP/NU m ’ «* Ung hjón frá Washington leigðu sér sumarbústað í litlu þorpi í Nýja Englandi, komust að því, sér til mikillar raunar, að eng- inn sorptunna var með húsinu. Ákváðu þau þá að fá sér svín, til þess að éta matarafganga og annað sem annars hefði farið í sorptunnuna. Þetta gekk prýðilega allt sumarið. Um haustið er þau ætl- uðu að flytja aftur til Washington D.C., gáfu þau út tilkynningu um að þau vildu gjarnan selja svínið. Maður nokkur kom til þess að líta á það og spurði um verðið. — Ja, svaraði hús- móðirin, — við greidd- um 12 dollara fyrir það — en við höfum jú notað það í allt sumar. Ætli 6 dollarar væri of mikið? 7A 7-, Hjúkrunarkonan: — Mér hefur verið falið að tilkynna yður, að þér er- uð orðnir faðir þríbura. Lögfræðingurinn: — Það er alveg ómögulegt. Ég áfrýja. Þegar systir mín, sem er mjög ákveðinn rauð- hærður kvenmaður, gift- ist ungum, þcgjandaleg- um liðsforingja, héldu allir í fjölskyldunni, að hann mundi verða einn af mest undirokuðu eiginmönnum í heimin- um. En það brá svo við að rétt eftir að þau giftust, var systir mín fyrir- myndar eiginkona, og maður hennar var hús- hóndi á sínu heimili. Ég kom eitt sinn að máli við hana og spurði hana, hvernig stæði á þessari breytingu sem á henni hefði orðið. Hún sagði mér þá, að þegar maður hennar hefði bor- ið hana yfir þröskuldinn á heimili þeirra á brúð- kaupsdaginn hefði hún tekið eftir því að karl- mannshuxur lágu þar á stól í anddyrinu. Þegar hrúðguminn lét brúði sína niður, skipaði hann henni að fara í buxurnar. — Ég neitaði því, sagði systir mín, — en maðurinn minn brosti og sagði að ég yrði að fara í þær. Svo til þss að finna út hvað hann hefði í huga, þá fór ég í buxurn- ar, sem voru svona um það bil sex sinnum of stórar á mig. Hann fór að hlæja og sagði: — „Jæja, elskan mín, passa þær þér ekki?“ — Nei, sagði ég þær passa alls ekki. — Þá kyssti hann mig og sagði: „Elskan mín, þá skaltu aldrei láta líða þér úr minni, hverjum þess- ar buxur passa, en þær eru af mér. — Ég er hús- bóndinn á mínu heim- ili“. — L. H. Bell. Vísindi eða kukl? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson FYRR á árum þótti sjálfsagt að hafa aukaskeifu meðferðis ef grfpa þyrfti til hennar undir hest- inn. Og nú þykir varadekkið sjálf- sagt í bflskottinu. Ohöppin geta komið þegar sízt varir. Bridge- spilarar þekkja þetta eins og aðr- ir og ættu ekki að gleyma auka- möguleika f spili sínu þó hann sé ekki lagaleg skylda eins og vara- dekkið. En með tfma og reynslu verður þetta hluti af vopnabúri spilara. Spilið í dag er dæmi um notkun varadekksins ef svo má að orði komast. Austur gaf, allir utan hættu. Norður S. GG2 H. 8764 T. Á43 L. K98 Vestur S. 987 H. KDG32 T. G987 T. G987 L. 4 Austur S. 4 H. Á1095 T. D652 L. DG102 Undir ofangreindri fyrirsögn hefur Skúli Olafsson sent þessar lfnur og gerir hann þar að umtals- efni orkumálin: „Katla er undir opinberu eftir- liti, þar sem vlsindamenn ráða ferðinni. Þar eru tekin sýnishorn af afrennslisvatni til efna- greiningar, en „samskonar" vfsindalegar rannsóknaraðgerðir við Kröflu eru taldar kák eitt og menn fá óspart að heyra frá vfsindamönnum, að slík vinnu- brögð séu fyrir neðan allar hellur ef vfsindamenn fá ekki að sjá niðurstöðurnar á undan rannsókninni. tsfirðingar grípu f tómt þrátt fyrir samráð við vfsindamenn svo að margt er enn ólært f virkjunarmálum og öll stóryrði óþörf. Virkjanleg gufuorka við Kröflu er nú aðeins hluti af þvf sem önnur vélasamstæðan þarf til þess að sú virkjun teljist nothæf, svo að óráðlegt er að festa hina vélasamstæðuna I sama feninu, en margar háhitastöðvar bfða óvirkjaðar, t.d. Krísuvík. Krísuvík er það háhitasvæði sem næst er aðalnotkunar- svæðinu auk þéttbýlisins á Reykjavíkursvæðinu eru álverið 1 Straumsvfk, CÁburðarverk- smiðjan í Gufunesi og fleiri stórir orkukaupendur skammt frá Krísuvík. Hafnarfjarðarbær hóf boranir við Krfsuvfk fyrir nokkr- um áratugum, en tækniþekking var þá ekki fyrir hendi hér á landi og skortur á fjármagni, og þar að auki hefur Hafnarfjarðarbær leyst hitaveitumál sln með sam- vinnu við Reykjavfkurborg. wmgm „Kröfluævintýrið" svokallaða hefur ekki ennþá skilað öðrum arði en aukinni reynslu, sem e.t.v. má nota við virkjun annarra háhitasvæða eins og í Krfsuvfk, en mikil þörf er á virkjun, sem ekki er háð hinum löngu að- flutningslínum um Suðurlands- undirlendið, sem er á kunnu stór- skjálftasvæði. Skjálftar eru nokkuð tfðir í Krfsuvík, en trúlega ekki f neinu sambandi við Suðurlandsskjálftana og leiðslur frá Krfsuvík styttri. Virkjanleg orka I Krfsuvfk er nú þegar fyrir hendi 5 megavött ef ég man rétt og margir hafa býsnazt yfir að þessi virkjanlega orka væri látin ónotuð. Þeir sem koma frá Danmörku hafa helzt orð á þessu, en með fádæma ofstjórn 1 orkumálum, eins og vlða annarsstaðar, t.d. I olfudreifingu, hefur okkur tekist að koma rafmagnsverði á tslandi uppfyrir útsöluverð f Danmörku. Álverinu hefur verið heitið forgangsorku, líkt og sjúkrahúsin hafa, vegna þess að ekki má storkna I kerunum, það er þess- vegna mikið öryggi I virkjun háhita til raforku, (jafnframt vatnsaflsvirkjunum,) sem stöðugt er sótt fjær notkunarstað, með hverri nýrri virkjun. Auk kostn- aðar við aðfiutningslfnur er viðhaldskostnaður og orkutap hlutfallslega meira, en frá nálægri virkjun, I þessu tilfelli Krfsuvlkurvirkjun. Skúli Ólafsson, Klapparstfg 10.“ Suður S. ÁKD1053 H. — T. K10 T. K10 L. A7653 Suður var sagnhafi í fjórum spöðum en austur og vestur sögðu alltaf pass. Vestur spilaði út hjartakóng, sem suður trompaði. Hann tók þrisvar tromp og siðan ás, kóng og þriðja laufið. Og sagnhafi kvart- aði síðan yfir óheppni sinni þegar laufið lá ekki nógu vel. Einn niður. Spilarinn tók ekki eftir hugsan- legum aukamöguleika í meðferð lauflitarins. Hann gat tryggt lauf- trompun í blindum, ætti annar andstæðinganna einspil ásamt þrem trompum. Vinningurinn fólst í að taka á trompás og kóng og síðan laufás- inn, þegar i ljós kom að vestur átti þrjá spaða. Og sama er hvað vest- ur gerir þegar laufi er spilað frá hendinni. Trompi hann sjá kóng- urinn og trompgosinn um að fría laufið. En trompi hann ekki fær austur slaginn þegar laufi er spil- að í þriðja sinn og trompunin verður trygg í blindum, þvf gos- inn er yfir trornpi vesturs. Galdurinn er þvf aðeins að gæta þess, að vinningsslagur sé ekki trompaður. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 56 Peler endurtók hvað eftir annað spurningar innra með sér. Og lokst tókst honum að stynja upp: — Ilvers vegna leynir þú Lenu ákveðnum hlutum. — Ég veit ekki um hvað þú ert að tala. — Ég sá að það lá bréf til hennar I skattholinu. — Ert þú að snuðra í mfnum plöggum? — Eg var að leita að umslagi. — Ég hafði gleymt bréfinu, hún getur fengið það þegar við komum heim aftur. Þegar þeir voru komnir að stöðinni sagði Hemmer snögg- lega. — Snúðu við. Peter steig á hemlana. — Við tökum Lenu með. Hann gaf enga skýringu á ákvörðun sinni. Lena kom út á tröppurnar þegar þeir óku upp að húsinu. — Hafðu þig til og farðu I almennilega skó og komdu með, sagði Hemmer stuttur I spuna. t spegiinum sá Peter að stór Volvobifreið ók á eftir þeim. Hann fylgdist með bflnum all- langa hríð og sagði svo: — Okkur er veitt eftirför. Hemmer sneri sér við og leit á bflinn. — Ertu viss um það? — Já, ég hef fylgzt með hon- um lengi. — Getur þetla verið lög- reglubfll? — Mætti segja mér það. — Aktu upp að fyrstu sjopp- unni sem þú kemur að. Við kaupum okkur eitthvað að drekka. Þau námu staðar við litla búð við veginn. Volvobfllinn ók framhjá og hvarf brátt á bak við næsta leiti. Þau gáfu sér góðan tfma f búðinni. Lena tók flöskuna sfna með út f bflinn. Allan tfmann forðaðist hún að horfast f augu við Peter. — Hún er föl, hugsaði hann — og vansæl að sjá. Kannski hún sjái eftir öllu saman. Þau höfðu ekki lengi ekið fyrr en Volvobfllinn var kom- inn f slagtog með þeim á ný. Peter sá að bflstjórinn blikkaði með Ijósunum og gaf honum merki um að beygja út á kant- inn. — Stoppaðu, sagði Hemmer, — við höfum bara gott af þvf að teygja úr löppunum. Fjórir menn stigu út úr Volvobílnum, enginn þeirra var einkennisklæddur. — Lögreglan, sagði einn þeirra. — Má ég sjá skilrfki. Einn mannanna dró upp plögg sfn. — Roy Isakesen. sagði Hemmer. — Jæja, hvað viljið þið? — Við höfum ástæðu til að ætla að þér séuð á leiðinní til að hitta son yðar. — Já og hvað með það? — Við höfum ásta-ðu til að ætla að hann sé vopnaður. — Hvaða ástæðu hafið þið til þess að halda það? Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir — Þvf miður get ég ekki svarað þvf. — Og ef hann hefur vopn undir höndum, hvað þá með það. — Við höfum ástæðu til að ætla að hann gæti látið verða af þvf að skjóta og það sé hættu- legt fyrir yður að reyna að hafa samband við hann. — Ilvaða ástæðu hafið þér til að ætla það? — Ég get þvf miður ekki svarað þvf? — Ég held ekki að það sé minnsta hætta á ferðum. En ég er aftur á móti hræddur um að honum geti brugðið illilega ef hann uppgötvar heilan her- skara af lögreglumönnum á eft- ir mér. Þá gæti hann verið til alls vfs. Lena hafði stigið út úr bfln- um. Hún stóð skammt frá og var enn mjög föl. En Peter pótt- ist gela merkt að hún heyrði hvert orð sem fór á milli Hemmers og lögreglunnar. — Hvað var það eíginlega sem þið vilduð þegar þið kom- uð á heimili mitt? spurði Hemmer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.