Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 Höfrungar í Sædýra- safninu Þrfr höfrungar synda nú f laug Sædýrasafnsins og eru þeir hinir fyrstu sinnar tegundar, sem fangaðir eru hér við land, og færðir til lands. Voru það skipverjar á Guðrúnu GK, sem náðu skepnun- um undir forsjá bandarfsks sérfræðings, en með leyfi frá sjávarútvegsráðuneytinu til þessara veiða upp á vasann. Nú á að sjá til hvernig þeim farnast f prfsundinni, en ef þeir aðlagazt henni stendur til að selja þá úr landi, enda höfrungar aufúsu- gestir f sædýrasöf num og dýragörðum, þar sem þeir leika ýmsar kúnstir. Skák - Skák - Skák Humarveiðar hafa gengið vel — 2030 lestir komnar á land HUMARVEIÐARNAR hafa gengið ágætlega sfðan þær hófust, 20. maf s.I., og samkvæmt upplýsingum Fiskifélags tslands eru nú komnar á land 2030 lestir. Humarkvótinn er 2800 lestir og er reiknað með því að búið verði að veiða upp i hann um mánaðamótin næstu, en upphaflega var ráðgert að veiðarnar stæðu til 12. ágúst. Er því viðbúið að veiðarnar verði stöðvað- ar fyrr en áætlað var, en sjávarútvegsráðherra mun taka ákvörðun um það. 175 bátar sóttu um leyfi til humarveiða en ekki hafa allir bátarnir notfært sér leyfin. Er talið að 145—150 bátar hafi stund- að þessar veiðar i sumar. Aflann fá þeir undan suðurströndinni. Lang- mestu af aflanum er land- að á Hornafirði, Vest- mannaeyjum og Þorláks- höfn og algengt er að aflan- um sé ekið í vinnslu annaís staðar. NAMAFJALL 10 Ný hverasvœði sig, sprungur *----- KROFLUASKJAN -------» Stoovorhús _ Leirhnjúkur \| Aukin hveravirkni 6JASTYKKI Ný hverasvœði og sprungur fih Norður HlutbróoiS berg —i-------r------1-------r- 5 10 -1------1------1------1------1------1------r------1------1------1------r 15 20 25 Þennan uppdrátt hefur Axel Björnsson gert, til að lýsa hugmyndum um kvikurennsli undir Kröflusvæðinu. Hér er um mjög einfaldaðan uppdrátt að ræða. Kröflusvæðið: Næstu umbrot í september A NÆSTUmánuðum má vænta þess, að land á Kröf lusvæði rfsi um 6—7 mm/sólarhring, og fari svo, verður land komið I september n.k. f svipaða hæð og það var fyrir síðasta sig, og má þá fastlega búast við, að skjálft- ar f ari að vaxa og hættuástand skapist á ný. Svo segir Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur Orkustofnunar í grein um jarð- hræringar við Kröflu, sem birt- ist i nýjasta hefti Náttúrufræð- ingsins, tímarits Hins islenzka náttúrufræðifélags. 1 greininni segir Axel ennfremur, að sé hraunkvika nú að smáfylla upp í sprungusveiminn norðan og sunnan Kröfluöskjunnar og haldi aðstreymi kviku að neðan áfram verði að telja likur á hraungosi á næstu ártini nokk- uð miklar. I greininni rekur Axel jarð- hræringarnar við Kröflu og segir að gerðir hafi verið líkan- reikningar af hegðan Kröflu- svæðis. 1 greininni getur Axel m.a. likanreikninga, sem hann hef- ur gert af hegðan Kröflusvæð- isins. Segir hann að helztu niðurstöður þessara reikninga gefi grófa hugmynd um rúm- mál þess lands, sem sígur og rís, og um hraunrennsli inn og út úr kvikuhólfinu. Nefnir hann tvö dæmi; Meöalrishraði miðju rissvæðisins milli siga, frá því i marz 1976, samsvarar þvl, að rennsli inn á svæðið sé nokkuð stöðugt og álika mikið og rennsli Elliðaánna i Reykjavik. í siginu 27. apríl, 1977, varð landssig á miðju svæðisins 91 sm og allt bendir til hraun- renslis út úr kvikuhólfinu, sem er um það bil tiundi hluti af rúmmáli Mývatnseldahrauns. Meðalrennslismagnið var fyrsta sólarhringinn allt að þre- földu rennsli Jökulsár á Fjöll- um. eftir MARGEIR PÉTURSS0N Þriðja jafnteflið blasir við eftir daufa skák hjá Spassky og Portisch í gær var tefld í Genf í Sviss þriðja einvígisskák þeirra Spasskys og Portisch í undanúrslitum áskorendaeinvigjanna í skák. Að sögn Harry Golombeks, yfirdómara í einvíginu, í einkaskeyti til Morgunblaðsins, var byrjunin mjög róleg og þó að Spassky reyndi mikið til þess að brjótast í gegnum varnir and- stæðingsins^varðist ung- verjinn vel og staðan virtist ætíð í jafnvægi. Golombek taldi biðstöð- una jafnteflislega. Hvftt: Boris Spassky Svart: Lajos Portisch Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 c3 — 0-0, 9. h3 — Rb8, (Breyer afbrigðið, sem Portisch þekkir manna bezt.) 10. d4 — Rbd7, 11. Rbd2 (Einnig er hér oft leikið 11. c4, sem þykir hvassara.) Bb7, 12. Bc2 — He8, 13. Rf 1 — (Fischer lék 13. b4 í einvígi sínu við Spassky 1972 og sigraði, en síðan hafa fundist fullnægj- andi varnir við leiknum.) Bf8, 14. Rg3 — g6, 15. a4 — c5, 16. d5 — c4, 17. Bg5 — h6, 18. Be3 — Rc5, 19. Dd2 — Kh7, 20. Ha3 (Þekkt áætlun í þessu afbrigði. Hvítur tvöfaldar hrókana á a- linunni, en beinir hinum léttu mönnum sínum að kóngsstöðu svarts.) Hb8, 21. Heal —He7,22.Hla2 (Hvítur vill hafa b-peðið valdað, ef svartur léki seinna b5-b4. Vegna þess hve staðan er lokuð hef- ur hvitur góðan tíma fyr- ir slíka undirbúnings- leiki) Hc7, 23. axb5 — axb5, 24. Ddl (En ekki strax 24. h4 — Rg4), Rfd7, 25. h4 (Hvítur sér að lítið verður að gert á drottningarvæng og beinir þvi augunum að kóngsvængnum) Bc8, 26. h5 — Rf6, 27. Rh2 — Hcb7, 28. Bd2 — Bg7, 29. De2 (Hvitur þreifar fyrir sér um sóknarfæri, en staða svarts er traust og án afgerandi veikleika) 'Rg8, 30. Ha8 (Loksins freistar hvitur gæfunnar á drottningarvæng) Bd7, 31. H8a3 — Bf6, 32. Be3 — Bg5! (Staðan má nú heita i jafnvægi) 33. Rf3 — Bxe3, 34. Dxe3 — Db6, 35. Rd2 — Rf6, 36. Bdl — Kg7, 37. Be2 — Hc8, 38. Hal — Ra4, 39. Dxb6 — Hxb6,40. Hla2 —Rxh5. Portisch m ¦±•1 ~~~t m m I mÉLMtxW ;0 Wm Spassky Hér fór skákin i bið. Hvítur lék biðleik. Jafn- tefli má vissulega telja líklegust úrslitin. Portisch Spassky

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.