Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 Grein: Arni Johnsen Maður manneskjunnar gegn alhyggjufæribandinu Myndir: Emílía Björnsdóttir Á Kjarvalsstóðum stendur nú yfir sýning á steinþrykksmyndum þýzka listamannsins Von A. Paul Weber, en ádeiluteikningar hans með (vafi skops eru kunnar um alla Evrópu og reyndar skipar hann sér á bekk með beztu teikn- urum hi'iins á þeim vettvangi. Weber er á níræðísaldri og hefur ávallt haldið sfnu striki þótt hann hafi verið kallaður óvinur kerfis- ins. Hann hefur með teikningum sfnum verið beitt vopn gegn mannskemmdum og land- skemmdum og hann hefur látið hafa það eftir sér að versti óvinur mannsins sé heimskan annars vegar og of margt fólk hins vegar. Sýningin sem er á vegum Þýzka bókasafnsins og tslenzka graffk- félagsins, mun standa yfir til 12. júlí en hundruð mynda eru á sýningunni. Upphafsmaður að syningunni á Kjarvalsstöðum er þýzki líf- fræðingurinn dr. G.H. Schwabe, sem mórgum íslendingum er að góðu kunnur fyrir störf sín á íslandi og vináttu við land og þjóð, en Schwabe talar íslenzku reiprennandi. Schwabe hitti ég fyrst í Surtsey er hann kom þangað til vísindarannsókna en um langt árabil hefur hann heim- sótt landið sem hann telur eins og sitt heimaland. Að baki því liggja ýmsar ástæður og það rifjuðum við upp þegar ég bað hann að rabba við mig um sýningu Webers á Kjarvalsstöðum, en hann og listamaðurinn eru góðir vinir. „ÞA varð ég SKOTINN 1 tSLANDI" Schwabe kom fyrst til íslands í Dr. Schwabe við mynd Webers, síðasti sérvitringurinn; maðurinn sem býr við sitt í allri eyðileggingunni íkring. ágúst 1930 á þýzkum togara. Það fyrsta sem hann sá af landinu var Vatnajökull úr þriggja milna fjar- lægð frá ströndinni. „Þá varð ég skotinn i islandi," sagði Schwabe á lýtalausri íslenzku. Ekki komst Schwabe á land í þeim túr, en ári seinna kom hann aftur og settist að hjá Guðmundi Bárðarsyni með þá Iöngun að verða fiskifræðing- ur. Haustið 1931 hóf Schwabe ferilinn með því að læra aldurs- Sendiherrann. ákvörðun á aðalfisktegundum okkar og i samtalinu kvaðst hann minnast þess að dr. Bjarni Sæmundsson hefði ritað um það þá að svo liti út sem íslendingar væru farnir að veiða of mikið við strendur landsins. BULLANDI HVER EINS OG SÓLARGEISLI Þetta haust sá Schwabe i fyrsta sinn laug um vetur. „Sú sjón að standa allt í einu augliti til auglit- is við heita laug, bullandi hver um veturinn þar sem ég heimsótti Syðri-Reyki, var einn dýrmætasti sólargeisli sem ég hef eignazt. Að sjá lifið í vatninu, gróður og dýr í vin vetrarins, varð til þess að ég ákvað þarna mitt lífsviðfangsefni, vist- og vatnalíffræði. Upp frá þvi hóf ég rannsóknir á hverum og laugum, fyrirbærum sem voru ótrufluð af mannlífinu og slíkar rannsóknir vann ég við í Chile, Japan og viðar. Á stríðs- árunum var Schwabe í Japan og allt í einu var hann talinn þýzkur njósnari án þess þó að hann væri á nokkurn hátt tengdur slíku. Þótti hann grunsamlegur vegna þess hve hann var algjörlega ópólitískur og var sendur til Þýzkalands og þaðan átti að senda hann til Rússlands. Þá tók hann sig til og réð sig á hákarlaskip og komst þannig til íslands. Hér fékk hann síðan vegabréf og hef- ur ávallt haldið tengslunum við landið. „island er aðalpunkturinn í lífi mínu og mér finnst ég alltaf eiga heima hér. Island varð þáttur i lifi minu fyrir tilviljun, en hér og í Japan hefur mér þótt bezt að búa, enda margt likt með fólki þessara eyja, og þó er bezt að búa á íslandi og enn er ég skotinn í landinu." Schwabe kynntist Weber 1957 í vinnu að umhverfisvernd, en þegar við gengum um sali Kjar- valsstaða að skoða myndir Webers hafði Schwabe orð á því, að listamaðurinn gæti sagt Ís- lendingum ýmislegt og hins vegar gæti Weber lært og dregið ályktanir af mörgu sem islending- ar gera til verndar umhverfinu. „Það er mikill munur á tslandi og öðrum þjóðum I þessum efnum," sagði Schwabe, „það getur enginn islendingur trúað þvi hve margir erfiðleikar eru í þéttbýli megin- landsins." DALÆTI A SERVITRINGUM Weber er maður manneskjunn- ar og kemur það fram í mörgum þáttum myndgerðar hans. Hann hefur dálæti á sérvitringum og þeim sem láta ekki setja sig á alhyggjufæribandið. Það má nefna myndir eins og síðasta sér- vitringinn (1944), i miðri eyði- leggingu striðsáranna lifir maður í garði sinum i friði og ró með kýr og býflugnabú, en þarna er Web- er að leggja á það áherzlu að það gildir eins fyrir einstakling og þjóð að halda sinum stíl. MYNDIR MEÐ MÖGULEIKA Mynd af riðandi manni á fáki um loftin blá, sprenging kjarn- orkunnar þar sem menn eru að reyna að snúa við á fluginu. Mynd af rökræðum, hópi fólks á báti sem talar svo mikið um hégómann, að það gætir ekki að því að báturinn er að sókkva. Mynd af innrás Rússa i Prag 21. ágúst 1968, myndin vor í Prag þar sem rottur sjást vera að narta í Dubchek. Myndin hamarshógg þar sem verið er að drepa niður ein- staklingsframtakið, troða þvi ofan, í likkistu. Mynd af Efnahagsbandalaginu þar sem allt er í kös og ruglingi og Bókamaðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.