Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 31 Guðlaug Eiríksdótt- ir—Minningarorö Ekki datt mér það í hug þegar ég heyrði látið hennar Guðlaugar Eiríksdóttur föðursystur minnar, að það kæmi til mín að minnast hennar á prenti, og var ástæðan sú, að mér þótti hún nákomnari en svo, að slíkt ætti við. Færi ég að skrifa lof um hana látna, eins og mér finnst vissulega að hún ætti skilið, væri ég þá ekki með því f arinn að skrif a lof um sjálfan mig? Þvi að enginn getur efazt um, að nánum skyldleika fylgja Hkir eðlisþættir. En þegar ég lít betur á, skil ég, að þessu á ég ekki að víkja frá mér. Þegar ég fæddist var Guðlaug þar nærri, meðan þess var mest þörf, og oft átti ég eftir að njóta góðs af skyldleikan- um við hana og Kristínu ömmu mína, sem Guðlaug annaðist um i elli hennar. — En þau voru mjög samrýnd Lauga frænka og faðir minn og bæði lík móður sinni að skaplyndi og greind jafnt sem í sjón. Aldrei leið langt á milli þess þegar ég var krakki, að þau töl- uðu saman í síma, milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Og það voru samtöl sem gaman var að hlusta á. Oftast var talað um fólkið fyrir austan og fólkið að austan, um sögu þess og starf þess, um erfiðleika og ávinning, nýtt og gamalt lán og ólán, — og alltaf með þessari ósviknu hlut- tekningu, sem gerði það að verk- um, að öll frásögnin varð svo lif- andi, allar myndir svo skýrar, og allt minni svo traust. Því ég get ekki hugsað mér þessar skil- merkilegu lýsingar og athuga- semdir þeirra systkinanna um ævikjör fólks, án þeirrar um- hyggju sem jafnan mátti heyra að fylgdi orðunum. Og framburður Guðlaugar var svo skýr að ég heyrði allt eins vel það sem Guðlaug sagði i simann og það sem faðir minn sagði við hana, þó að ég stæði álengdar. Ef ég ætti að segja sögu Guðlaugar frænku minnar er ég hræddur um að það yrði býsna gloppótt og að samhengi vantaði. Það er svo ólikt að taka saman þessi skipulegu atriði, sem til þess þarf, og að muna eftir persónunni eins og ég kynntist henni. En Lauga hafði persónu og þó að hún væri gætin í orðum, hafði hún vissulega sinar skoðanir og fylgdi kraftur orðum hennar, þegar hún lét þær i ljós. Fátækt og erfiði var hlutskipti flestra íslendinga af þeirri kyn- slóð, sem nú er að hverfa, og Guðlaug fór ekki varhluta af þvi. Úr Biskupstungum fluttist Guðlaug til Hafnarfjarðar ásamt móður sinni enda skildust þær aldrei að. Arið 1928 gerðist Guð- laug bústýra hjá Gisla kaupmanni Gunnarssyni, og tók hún þar við stóru heimili. Vann hún þvi heimili vel og lengi og er ekki að efa að samvizkusemi og ósérhlifni hafa einkennt öll hennar störf þar. Sonur þeirra Gísla og Guðlaugar er Eiríkur verkstjóri á Eyrarbakka, en hjá honum og tengdadóttur sinni Eiríku dvald- ist Guðlaug öll hin siðari ár sín, og er ég viss um að barnabörnin munu lengi búa að því. Fóstursonur Guðlaugar og dóttursonur Gísla kaupmanns er Gísli Magnússon og veit ég það, að hann hefur verið henni sem bezti sonur, og ræktarsemi konu hans sá ég vel þegar ég kom í heimsókn á spitalann nokkrum dögum fyrir lát Guðlaugar. Þannig uppskera þeir stundum sem vel hafa sáð: Þökk og umhyggja verður föru- nautur þeirra „yfir landamærin" — svo ekki sé lengra litið. Þorsteinn Guðjónsson Ingimundur Ólafs- son—Minning 13. mars 1972 4. júlí 1977. Mig setti hljóðan, er ég heyrði um hið hórmulega slys. Við slika frétt spyr maður sjálfan sig, hver sé ástæðan fyrir því, að drengur, sem á allt lifið framundan, hefur verið kallaður brott svo fljótt. Þetta er spurning, sem menn haf a velt fyrir sér frá örófi alda — en svarið hefur ætíð verið það sama —. Lausnin er aðeins á valdi eins. Ingimundur fæddist 13. marz árið 1972, foreldrar hans eru Hrafnhildur Ólafsdóttir og Ölafur örn Ingimundarson tæknifræð- ingur. Ingimundur var ávallt í for- eldrahúsum ásamt systur sinni Lóu og var mikið ástriki á milli þeirra allra. Kynni okkar Ingimundar litla hófust, er hann ásamt foreldrum sinum og systur fluttist í Höfnina, í aprilmánuði. Kynni okkar urðu því ekki löng, þrátt fyrir það tengdumst við sterkum böndum. Með þessum f áu linum langar mig til að þakka honum fyrir þær stundir er hann gaf mér. Mér er einkum minnistætt, er við iöniui að skoða hestana, sem fjölskyldan hafði nýlega eignast. Áhugi hans og gleði yfir þess- um nýju vinum leyndi sér ekki. Einnig er mér minnistætt, að við vorum vanir að veif a hvor öðrum, þegar við mættumst á förnum vegi. Þannig var viðmót Ingi- mundar litla, enda hafði hann eignast marga góða leikfélaga hérna — er sakna hans án efa sárt. En minningin um hann og þær stundir er hann gaf okkur lifir. Eins og höfundur Hávamála kemst svo ágætlega að orði. Deyr fé deyja fra-niiur deyr sjálfur hl« sama en orðstlr deyr aldrei hveim sérgooan getur. I dag fylgjum við Ingimundi litla síðasta áfangann i þessu lifi. Þetta eru þung spor, en ég trúi þvi, að handan við móðuna miklu bfði hann okkar. Ég og konan mín vottum ykkur Öli, Habbý og Lóa min og öðrum aðstandendum ykkar okkar dýpstu samúð. Megi blessun guðs varðveita minninguna um ljóshærða dreng- inn, sem var svo skyndilega kall- aður á brott. Þorsteinn Garðarsson Iðnkynninií á Selfossi - Ionkvnning á Selfossi Benedikt Jóhannesson. t.v.. og ÁstriSur GuSmundsson standa hir hjá þrihymingunum, sem eiga aS fara í kúluhúsiS. . . Framleiða kúlulaga einingahús úr blikki Blikksmiðja B.J. er eina blikksmiðjan á Selfossi og er framkvæmdastjóri henn- ar og eigandi Benedikt Jóhannesson. Hann var eins og margir aðrir iðn- aðarmenn á Selfossi að undirbúa þátttöku sína á iðnsýningunni og var hann m.a. með einingar i hús, hvolfþakshús, sem Einar Þ. Ásgeirsson arkitekt hefur teiknað, og er það að nokkru leyti byggt á hug- myndum Buckminsters Fuller, sem var hér á ferð nýlega. Benedikt lýsti þess- ari smiS í nokkrum orðum: — Þetta er 50 rúmmetra hús og er að flatarmáli um 26 fermetrar. Það er sett saman úr þessum þríhyrndu blikkplötum, sem eru skeytt- ar saman með hnoðnöglum og eru hlutarnir alls 75 að tölu. Uppsetningin sjálf tekur ekki langan tima, ég geri ráð fyrir að það fari I hana svona 4 til 5 tímar og ég fullyrði að bygging sem þessi er mun ódýrari en hliðstæðar bygg- ingar úr öðrum efnum. Hjá Benedikt var staddur Ástráður Guðmundsson, bóndi að Eystri-Hellum í Gaulverjabæjarhreppi, en hann hefur fest kaup á þessu húsi og var hann spurður til hverra nota hann hygðist hafa það: — Það er ætlunin að hafa þetta sem gripahús, þetta er þægilegt og fljótlegt í upp- setningu og verður ódýrt. Ég hef fyrir hús með svipuðu lagi og þetta og það er gróð- urhús, svo ég tel mig hafa reynslu af þessu og hver veit nema ég endi á að fá mér íbúðarhús i þessum stíl. Benedikt sagði að það mætti framleiða svona kúlu- hús á marga vegu, hægt væri t.d. að steypa upp veggi og setja síðan hvolfþak yfir, eða steypa suma veggina og hafa hluta hússins með ,þessu lagi allt eftir því hvern- ig menn myndu vilja hafa það. Taldi Benedikt að svona hús gætu orðið allt að 30% ódýrari en samsvarandi hús, blikkið þyrfti ekki mikið við- hald, auðvelt væri að koma fyrir gluggum, annaðhvort væri blikkið skorið og glugg- arnir festir eins og er í bílum, eða einn eða fleiri þríhyrning- ar væru teknir burtu og karmur og gler sett í staðinn. Að lokum greindi Benedikt frá annarri starfsemi fyrir- tækisins: — Við önnumst alhliða blikksmiði og erum mest í loftræsti- og lofthitalögnum í stærri húsum. Hér vinna 4 starfsmenn í allt og má segja að vinnan fari fram jöfnum höndum utan verkstæðisins sem innan. . . .og hir er þaS komiS upp fyrir utan gagnfraSaskólann i Selfossi, þar sem iSnsýningin fór fram. Ljósm. Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.