Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 28 Sextugur samvinnumaður: Oddur Sigurbergs- son kaupfélagsstjóri Oddur Sigurbergsson, kaupfél- agsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, varð sextugur fyrir skömmu, nánar tiltekið 19. maí. Þá hafði Oddur brugðið sér í sum- arleyfi á suðlægar slóðir. Það er ekki svo oft sem Oddur hefur veitt sér þann munað að fara í leyfi og ég ákvað því að bíða með að birta eftirfarandi linur í tilefrii afmælisins, þar til hann væri aft- ur kominn í atið innan landhelgi, innan veggja kaupfélags sins. Oddur er í hópi þekktustu og virtustu kaupfélagsstjóra lands- ins, enda hefur hann sýnt af sér eindæma hæfni í starfi sinu, svo að til fyrirmyndar er. Oddur fæddist 1917 á Eyri i Fáskrúðsfirði, en foreldrar hans voru sæmdarhjónin Oddný Þor- steinsdóttir og Sigurbergur Odds- son. Ölzt Oddur þar upp í stórum hópi systkina, 11 talsins, tápmik- ils og mannvænlegs fólks. Oddur var sá þriðji elzti í hópnum, tvær systur átti hann eldri. Sem elzti bróðirinn hélt Oddur skjótt uppi ábyrgð og forystu og alla tíð siðan hefur hann lagt rækt við þær fóst- ursystur. Hann gegndi öllum al- mennum störfum á sinum ung- lingsárum, en með landverkunum greip hann i sjósókn á trillu með föður sinum og yngri bræðrum á sumrum. tJr föðurhúsum hélt hann, kominn að tvitugu, með þrótt úr traustri æsku að farar- nesti, áræði og skaplyndi, sem hann sótti til móður sinnar, ljúf- mennsku en þó festu fyrir ef því var að skipta. Hann fór til náms að Laugum og siðan i Samvinnuskólann þar sem Jónas frá Hriflu varð einn af lærimeisturum hans. Oddur minnist oft þeirra ára og þar fann hann farveg atorku sinni og áræði, þvi alla tíð siðan hefur Oddur Sigurbergsson verið sam- vinnumaður og það i meira lagi. „Það er sama þótt þið séuð vaktir upp klukkan fjögur að nóttu, þið eigið samstundis að geta svarað þvi sem þið eruð spurðir um og eigið að hafa lært“, sagði Jónas frá Hriflu oft við nemendur sína, og þetta líkaði Oddi vel, þvi hann hefur ávallt viljað vita öll deili á þvi, sem hann hefur tekið að sér að sjá um. Lengst af hefur Oddur starfað við kaupfélagsstjórn, í 16 ár við Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga i Vik í Mýrdal og nú siðast í 11 ár við Kaupfélag Árnesinga. Nokkur fyrstu árin vann hann hjá ýmsum aðilum. Þegar Oddur lét af störfum sem kaupfélagsstjóri í Vík, 1964, gerð- ist hann forstöðumaður Hagdeild- ar SlS, en 1966 réðist hann til starfa sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Arnesinga á timabili þar sem miklar ólgur gengu yfir í efnahagslifi landsmanna. Þótt á móti blési sigldi Oddur í gegn um rastirnar með örugga hönd á stýri við stjórn hins margslungna fyrir- tækis, sem Kaupfélag Árnesinga er. Þótt menn greini á i ýmsu varðandi eitt og annað i hvers- dagsþrasinu, þá geta menn verið sammála um að Oddur hefur stjórnað fyrirtæki sínu með glæst- um brag, stýrt með reisn og fram- sýni. Eg veit að Oddi líkar ekki þetta orðalag, en það er ekki hans mál. Lítillæti Odds yfir vinnu sinni byggist hins vegar á því, að honum finnst svo sjálfsagt að leggja hart að sér við vinnu sína, að honum finnst það ekki til þess að tala um. Oddur Sigurbergsson hefur aldrei stjórnað til þess að afla sér fylgis eða vinsælda, hann hefur stjórnað til þess að með ábyrgð gagnvart því fyrirtæki sem hann stjórnar og félagsmönn- um þess. Oddur beygir sig ekki fyrir óskynsemi. Ég hef heyrt menn segja að Oddur væri harð- svíraður og óbilgjarn stjórnandi, en þar er ég hræddur um að póli- tik sé blandað inn i, eða einhverj- um öðrum hégóma, því sá sem þekkir Odd veit að ein af hans sterku hliðum er manneskjulegt viðhorf, bæði i starfi og einkalifi. Honum er hins vegar ekki gjarnt að vera með neina óþarfa tilfinn- ingasemi. Á góðum stundum er Oddur manna glaðastur og það er skemmtilegt að rabba við hann, bæði með og á móti, en ekki viður- kennir hann með góðu það sem mótherjinn hefur til sins máls. Rök virðir hann engu að siður og viðurkenningin kemur þá fram í að minnsta kosti hluta setningar- innar í svari hans. í hörðum við- skiptum koma ávallt upp deilur milli manna, en ég hygg að Oddur hafi yfirleitt komið meiri maður út úr þeim deilum, og sannfær- ingu sinni trúr. Ég minntist á einkalíf Odds, en það er nú svo að erfitt er að finna skil á þvi og starfi hans, þvi þar fylgir nótt degi ef eitthvað er ógert og alltaf er hægt að hyggja betur að. Oddur er , kvæntur sæmdar- og ágætiskonunni Helgu Einarsdóttur frá Kelduhólum i Suður-Múlasýslu, en þau giftu sig 1943. Vinir þeirra hjóna segja það oft í gamni að Helga sitji uppi með það að vera einnig gift kaup- félaginu. Ósérplægni Odds áþeim vettvangi er slik. Helga er listræn kona sem hefur byggt Oddi það vígi og þá friðhelgi sem heimili hans er honum. Þar eiga gestir góðar stundir i rausn, en sjaldan er bókhaldið langt frá húsbóndan- um. Á þvi sviði er Oddur afkasta- maður með eindæmum og vinnu- brögðin hans slik, að það liggur við að hægt sé að segja að vinnu- brögðin séu listileg, og hlýtur þó að vera erfitt að nefna það orð i sambandi við bókhald. Reyndar hafa bókhaldskennarar sýnt nem- endum sínum gögn Odds sem fyrirmynd í vinnubrögðum. Hann gætir þess eins og sjáaldurs auga síns að hafa allt á sínum stað, vel sett fram og öruggt. Eins og Oddur hefur ávallt ætl- azt til mikils af sjálfum sér í starfi sinu, þá þykir honum ekki síður sjálfsagt að aðrir skili sinum hlut eins og þeir hafa þrek til. Hann treystir mönnum sem sýna að þeir eiga slíkt skilið, segir reyndar ekki mörg orð við þá fremur en þá sem finna mætti að i starfi, en augnsvipur hans segir oft mikið ef að er gáð. í rökfimi er Oddur leikinn, enda fjallar hann ekki um mál nema hann hafi kynnt sér þau vel. Hann þarf aldrei að bjarga sér á hlaupum með orðagjálfri i þeim efnum og ekki kann hann að skjóta i höm þótt á móti blási. Sterkur vilji Odds og ákveðni hef- ur verið rauði þráðurinn i starfi hans og allt miðast það við að reksturinn sé góður og traustur. Annað þykir honum ekki sæm- andi. Óþarfa í rekstri setur hann til hliðar og ég hef oft sagt það við hann og get sagt það hér, að hann hefði getað orðir góður fjármála- ráðherra þessa lands. Það er sjaldgæft lítillæti nú að menn segi við gylliboðum : „Nei takk, ég hef nóg fyrir mig“. Það er Oddi nóg að skila verkefni betra en það var, þegar hann tók við því. Hann hleypur hvorki í meðlæti eða mótlæti, en seigla hans er eins og undiralda úthafs- ins þar sem bylgjan lúrir. Stjórn á Kaupfélagi Árnesinga er margslungið verk, en ég ætla ekki hér að fara að telja upp alla þá þætti sem sá rekstur er spunn- inn úr. Farvegir fyrirtækisins teygjast um alla sýsluna, allt frá fjöru til fjalla, og þykir sumum nóg um. En fram hjá staðreynd- um verður ekki gengið og við stjórn þessa mikla fyrirtækis sit- ur sextugur samvinnumaður, sem hefur aldrei gefið sjálfum sér eft- ir. Sjálfum sér hefur hann verið harðastur í horn að taka. Ef Oddur er spurður að þvi, hvort honum hafi aldrei dottið i hug að eyða atorku sinni á við- skiptasviðinu í eigin þágu, þá ger- ir hann fyrirspyrjanda þann greiða að heyra ekki spurninguna og heldur sinu striki i samræðun- um með kankvislegum innskot- um, mjög óframsóknarlegur. Andstæðingar Odds í hvers- dagsþrasinu geta farið lofsamleg- um orðum hann þegar upp er staðið, telja hann hreinskiptinn og réttsýnan, en harðskeyttan málafylgjumann. Þótt sitthvað beri á milli I hugsjónum þá er ávallt hægt að virða hann og meta, ýmist sem samherja eða andstæðing. Oddur hefur í starfi sinu verið margra mann maki og ávallt keyrt sjálfan sig á fullri ferð. Vinir hans hafa oft áhyggjur af þvi hve tregur hann er að gira niður, þvi heilsan er það dýrmætasta sem hver maður á. Ósk mín til hands Oddi á þessum timamótum er sú, að hann megi lengi enn njóta góðra stunda i þeim lífsstíl sem hann hefur skapað sér, án þess þó að misbjóða einstaklingnum, sjálfum sér. Arni Johnsen Fimmtugur: Magnús Oskars- son á Hvanneyri Magnús Óskarsson verður fimmtugur hinn 9. júli á þessu ári. Það rifjar upp fyrir mér, að Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, hefur lýst því yfir í mín eyru, að hann hyggist ekki skrifa ævisögu sína. I henni er eftirfarandi lýsingu að finna. Snemma á skólastjóraferli sín- um kom Guðmundur á fót Fram- haldsdeild í búfræðum á Hvann- eyri í trássi við alla skynsemi, nema þörfina á þessu námi fyrir íslenzkan landbúnað. Fyrir- greiðslur voru næsta óverulegar til þessarar nýbreytni, og nógir voru til að spá fyrirtækinu feigð. Við alla nýbreytni er nokkur spenningur og menn leggja glaðir á sig aukaerfiði hennar vegna. Siðan tekur hversdagsleikinn við. Þegar nýjabrumið var farið af Framhaldsdeildinni, átti hún erf- iðustu ár sín. Þarfir hennar nutu ekki skilnings hins opinbera og feigðarspánum linnti ekki. Þá greip forsjónin til sinna ráða og sendi skólanum Magnús Óskars- son. Ráðning Magnúsar að Hvann- eyri minnir á helgisögu, þar sem ókunnur maður knýr dyra hjá fá- tæku fólki, fær málsverð og næturgistingu, gripur í hálfsaum- aða flík og fer að sauma hana til að hafa af fyrir sér um kvöldið og ílendist á heimilinu. Heimilið kemst síðan í efni og álnir, en ókunni maðurinn er jafn þurfta- laus og fyrr. Nú mætti benda á, að samlik- ingin stenzt ekki að þvi leyti, að Magnús var sízt ókunnur á Hvanneyri, þegar hann ræðst þangað árið 1955, þar sem hann hafði lokið prófi úr Framhalds- deildinni nokkru áður. Mér er þó til efs, að nokkur hafi þá séð fyrir, hverju hlutverki Magnús átti eftir að gegna á Hvanneyri. Hvert er þetta hlutverk? I opin- berum heimildum er Magnús skráður yfirkennari og tilrauna- stjóri. Það er ærinn starfi og segir sýnu meira en það, að Grímur Thomsen var skráður bóndi á Bessastöðum. En þar með vantar nokkuð á lýsingu beggja að öðrum samjöfnuði slepptum. Það, sem í lýsinguna af Magnúsi vantar, er sá svipur, sem hann hefur sett á Hvanneyri með veru sinni þar og hann er ósmár, rétt eins og kon- sertmeistari hljómsveitar hefur áhrif á flutning tónlistarinnar, þótt hljómsveitarstjórinn stjórni verkinu. Nú mætti spyrja, hverju það sæti, að Magnús gegni því lykil- hlutverki, á Hvanneyri, sem hann gerir. Fleira en eitt ber til og er þar fyrst að nefna, að staðurinn og starfið á og hefur átt hann óskiptan, og hafa persónulegir hagsmunir hans ekki átt i neinni samkeppni við þarfir starfsins. I sautján ár var hann m.a. lausráð- inn við skólann, meðan fastar stöður gengu sem boðhlaupskefli milli manna. Annað er það, að Magnús er öðrum mönnum frem- ur gefinn „praktískur sans“. Þetta skal útskýrt nánar með litlu dæmi. Hér á landi sem víðar er haldið uppi andróðri gegn fjöl- þjóða auðfélögum. Andróður geta menn haft f frammi með ýmsu móti. Sumir gera það með því að halda ræður og gefa út blöð. Það gerir Magnús ekki. Hann sýnir hins vegar hug sinn i verki, með þvi að sneiða hjá kunnri fjöl- þjóða-auðfélags-sáputegund. Þetta er smæsta dæmið! Stærra dæmi er það, að Magnús hefur ekki hirt um að verða sér úti um lærdómstitla. 1 uppsláttarritum stendur hann uppi með blábert próf frá framhaldsdeildinni (með litlum staf) á Hvanneyri. Þó hef- ur hann að auki stundað nám, sem öðrum hefði dugað til stórra titla. Skal hér ekki vitnað í kveð- skap Steingrims Thorsteinssonar um orður og titla i því sambandi. Faglegar ritsmiðar Magnúsar eru margar og fjölbreyttar, en það vantar gjarnan í þær formál- ann, nema einhverjir aðrir skrifi hann og hefji fánann að húni. Verk hans eru ekki undirrituð á Imbrudögum né Egedíusarmessu, hvað þá á afskekktum stöðum á landinu. 1 bókum um barnauppeldi er kennt, hvernig leysa eigi úr dul- máli barnsins. Barnið getur verið að sækjast eftir allt öðru en það biður um berum orðum. Að sjálf- sögðu talar fullorðið fólk einnig þetta dulmál, meðvitað eða ómeð- vitað. Að ráða, það er kölluð mannþekking. Margar eftirminni- legar stundir hef ég átt með Magnúsi, þar sem hann hefur ráð- ið slikt dulmál fyrir mig, sem ekki bý yfir þessari gáfu. Enginnn hef- ur t.d. betur bent mér á það með áþreifanlegum dæmum, hvernig búnaðarmálastjóri á það til að egna menn út í ófæruna, til að kanna hvort þeir séu greindir. Þessi gáfa hefur einnig sitt hag- nýta gildi á Hvanneyri, þar sem Magnús á drjúgan þátt í að leiða út spennu, sem ætið er yfirvof- andi í mannlegum samskiptum, eða koma í veg fyrir að spenna myndist. Magnús gerir þetta m.a. með því að ganga i hlutverk þjónsins, sem er allra lægst settur og alltaf mætir afgangi. Með því móti sér hinn óánægði, að hlutur hans er nokkuð góður miðað við hlut Magnúsar. Þetta gengur þó ekki vel i brennivinsmálum, þar sem hina óánægðu grunar, að Magnús langi ekki i brennivín. Þjónustulund Magnúsar er hon- um hins vega svo eðlislæg, að mér er það ætíð óljóst, hvort hann býður dömu uppidans af áhuga á að dansa eða af umhyggju fyrir þvi, að daman sitji ekki og láti sér leiðast. Sagt hefur verið, að eitthvað sé að hverjum þeim manni, sem um tvitugt lítur ekki á heiminn sem algjört hneyksli. Þetta fá foreldr- ar að reyna, en að jafnaði ekki í langan tíma hverjir um sig. öðru máli gegnir um þá, sem umgang- ast fólk á þessum aldri áratugum saman. Af kennaraliði á Hvann- eyri á Magnús nú langlengstan feril að baki. Á slíkum ferli lærist mönnum varkárni, sem aðrir, einkum nemendur, kalla íhalds- semi. Frelsis- og sjálfstæðisþörf nemenda er mikil og tíðarandinn er henni hagstæður. Afleiðing þess er, að í stjórnunarmálum skólans er Magnús Óskarsson í augum sumra ímynd fhaldssemi og þröngsýni á Hvanneyri. Varn- aðarorð hans hljóma þá sem köll innan úr eldhúsi til þeirra um að gleyma ekki að hafa með sér húfu og vettlinga, þegar þeir fara út. Hver dómbærastur er svo á veður- útlitið, getur reynzt sitt á hvað. Það fylgir því að búa og starfa á skólasetri að standa sífellt í sviðs- ljósi undir smásjá hundrað augna. Aratugum saman hefur það verið yrkisefni á Hvanneyri, að enn sé Magnús Óskarsson ókvæntur. Segja mætti mér, að það, að Magnús er ókvæntur, hafi líka bjargað mörgum kaffiboðum I ár- anna rás. Sjálfur hef ég verið vitni að þvi, að riggift kona hafi, aó eiginmanni sínum viðstöddum slegið saman hnefum og lýst því hfir, að Magnús Óskarsson væri sko ekki ókvæntur I dag, ef hann hefði orðið á vegi hennar á rétt- um tíma. Ein af Myttri en drýgri bókum, sem skrifaðar hafa verið, hefur fengið á Islenzku heitið „Bókin um veginn". Þvi nefni ég hana hér, að ég tel mig muna, að ég hef aldrei heyrt Magnús minnast á hana né vitna í hana. Aftur á móti er engu líkara en að sum vísdóms- korn úr þeirri bók hefi verið leyst upp og gefin honum i æð; ekki til að þylja, ekki einu sinni til að muna né vitna I, heldur til að vera. Meðal þeirra er eftirfarandi lýsing á einu af þvi, sem felst í hinni æðstu dyggð: „Að mega sín mikils án þess að láta til sín taka“. Mér er ljóst, að ég hef reynt nokkuð á umburðarlyndi Magnús- ar með þvi að láta þessa grein á þrykk út ganga; ekki framar öllu fyrir þann ótugtarskap, sem hugs- anlega má í greininni finna, held- ur fyrir hitt, sem á betri veg er vikið að honum. Við því kann ég eina minnisreglu að hafa i huga. Hún er gömul, en hefur þann kost að eiga jafnt við í meðlæti og mótlæti lífsins. Ég hef lesið hana af bók, en hefði ekki tekið eftir henni nema fyrir það, að ýmsir, þar á meðal Magnús Óskarsson, höfðu kennt mér hana án þess að segja hana. Það líður hjá. Matthias Eggertsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.