Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LA 5ÖAR6BS«»«-"JLnM7 23 Helga Eggertsdóttir á Melum-níræð í dag Helga Eggertsdóttir á Melum í Melasveit, er níræð í dag, 9. júli. Hún fæddist að Fremri-Langey á Breiðafirði þennan dag, árið 1887. Foreldrar hennar voru þau hjón- in Eggert Gislason, Gunnarsson- ar, og Þuriður Jónsdóttir. I Fremri-Langey héldu þau Eggert og Þuriður eitt af stærri búum eyjanna, og þar ólst Helga upp við leik og störf, eins og önn- ur börn þeirrar tiðar. Eins og annarsstaðar á tslandi þess tima voru eyjanna börn ekki spurð um lengd vinnudagsins eða álag verk- anna á ungar herðar, enda réðu náttúuröfl eins og flóð og fjara eða veður og vindar oft meiru um það en seinna tíðkaðist. Varð Helga enda fljótt orðlögð fyrir dugnað og ósérhlífni að hverju sem hún gekk. Jafnframt störfum sinum munhún og hafa gefið sér tfma til að nema mál hinnar breið- firzku náttúru, sem aðeins þeir er til þekkja megna að lýsa. Eftir- tekt hennar og athyglisgáfa, ásamt frábæru minni, gerðu það að verkum, að það, er hún las sér til af náttúrunnar bók, entist henni lengi, og enn i dag eru sum atriði bernskuminninganna henn- ar kærustu umræðuefni. Og þótt nú sé langt um liðið sfðan fætur hennar hafa snortið breiðfirzkan svörð, þá eru henni örlög eyjanna hugleikin og minning þeirra kær. Enn í dag er henni það leikur einn að lýsa ljóslifandi umhverfi sínu frá bernskuárunum, — eyj- unum, hólmum þeirra, skerjum og flögum, Klofningnum, Fells- ströndinni, Skarðsströndinni, Dölunum og Skógaströndinni, ásamt bæjunum og fólki þvi er þar bjó. En þótt þessar minningar séu eins og dýrmætur fjársjóður í huga og hjarta Helgu, slá þær þó ekki fölva á þá ást sem hún hefur bundið við sitt seinna heimkynni, þ.e.a.s. Melana og Melasveitina. Það mun haf a verið árið 1922 að Helga kynntist verðandi manni sfnum, Guðmundi Guðjónssyni frá Reykjanesi i Grímsnesi, sem þá bjó að Gufunesi við Reykjavík. Fór hún til hans sem ráðskona I byrjun, en þau hófu fljótlega sam- búð og giftust síðar. 1923 keypti Guðmundur jörðina Mela I Mela- sveit, og fluttust þau þangað um vorið ásamt foreldrum Guðmund- ar, fjórum sonum hans af fyrra hjónabandi og nýfæddum syni Helgu og Guðmundar, Eggerti, sem nú býr að Melum. Gekk Helga hinum fjórum sonum manns sfns i móðurstað, og vist.er um það, að þeir hafa á liðnum árum látið fóstru sína njóta þess I ýmsu. Það er kunnara en frá þurfi að segja hver störf þeirra Helgu og Guðmundar voru á Melum. Þar er sjón sögu ríkari. 1 þeirra tið var húsakostur jarðarinnar allur end- urmýjaður á hinn myndarlegasta hátt, ræktun túnanna var ævin- týri likust, og vissulega munu áhugamenn um nautgriparækt ekki ganga fram hjá Melaheimil- inu þegar skráð verður saga af- reksmanna á þvi sviði. Eitt er vist, að hugir margra, bæði sveitunga, svo og þeirra f jöl- mörgu, sem báru gæf u til að njóta samvista þessarrar öldruðu frænku minnar, munu dvelja við minningar liðins tíma í dag. Það er ekki ónýtt ungum dreng, að kynnast og umgangast þá per- sónu, sem Helga er, þótt nú sé vissulega farið að halla undan fæti eftir langan og strangan vinnudag. Hjálparsjóð- ur æskuf ólks Sjálfum eru mér minnistæðast- ar þær stundir, er við sátum við mjaltir i Melafjósinu á dimmum vetrarkvöldum, við flöktandi skin olfulugtanna. Þá hlýddi Helga mér yfir námsefni skólabókanna, milli þess sem hún sagði mér sög- ur af sérkennilegum körlum og kerlingum, eða hún tlundaði af- rek breiðfirzkra forfeðra okkar ellegar fór með vísur, glettin og spaugsöm. Þessar stundir eru mér ógleymanlegar, og þótt stundum hvessti, þegar frænku minni þótti ekki nógu vel að verki staðið, var Framhald á bls. 25 Óvenju miknl minkur í nágrenni Stykkishólms Stykkishólmi. 6. júlí TÍÐARFAR í júní var ákaflega erfitt hér við fjörðinn, bæði kalt, storma- og rigningasamt. Má til sanns vegar færa að varla hafi komið heill dagur með sól og logni. Ferðamanna- hópar sem hingað hafa leitað hafa því enga sigurför farið að jafnaði. Eins og áður hefir Bald- ur, flóabáturinn, haft áætlunar- og skemmtiferðir um Breiða- fjörð en þær hafa ekki notast sem skyldi veðurs vegna. S.l. helgi voru hér margir hópar á ferð og ætluðu sér um eyjarn- ar, en það gat ekki orðið sökum veðurofsa. Tjaldstæði Hólmara hefir lítið verið notað sem af er og eins eru miklu færri tjöld hér í umhverfinu en undanfarin ár. Þetta er þriðja sumarið í röð með ótíð og leiðindaveður. Nýja sumarhótelið hér mun senn tekið í notkun og eru smiðir að leggja síðustu hönd á verkið. Óvenju mikið hefir verið vart við mink í umhverfinu hér í vor. Alls voru veiddir 24 fullorðnir minkar í vor og yfir þúsund vargfuglar, aðallega svartbakur og hrafn, en þeir eru mjög skæðir í æðarvarpi eins og kunnugt er. Þá hafa menn orðið varir við mink fyrir utan höfnina hér á sundi en hafa misst af honum í þarann. Fréttaritari. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá stjórn Hjálparsjóðs æskufólks: Hjálparsjóður æskufólks, Hvað er það? kann einhver að spyrja, en I annarra eyrum mun nafnið láta kunriuglega. Já, þessi sjóður er til og hefur verið það á annan áratug. Það var Magnús heitinn Sigurðs'son, skólastjóri við H'Iöa- skólann, sem stofnaði hann og mun hann einnig hafa átt fyrstu hugmyndina að honum. Magnús var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann hafði, í sambandi við störf sin við skóla og að barnaverndarmálum, kynnzt margvíslegum erfiðleikum barna og unglinga og óhugnan- legu heimilisböli á ýmsum stöóum bæði hér i borg og viðar um land- ið. En Magnús Sigurðsson var ekki maður þeirrar gerðar, er læt- ur sér nægja að sjá og skilja, hann vildi einnig reyna að bæta og laga. Hann sannfærðist um, að alloft voru byrjunarerfiðleikar þess eðlis, að úr mátti bæta með fjárhagsaðstoð, ef fé væri fyrir hendi án mikillar tafar eða um- svifa, þegar mest lægi á. Magnús hafði átt mikinn þátt í stofnun drengjaheimilisins í Breiðuvfk og I sambandi við störf- in þar látið. gera kvikmynd, sem hlaut nafnið Úr dagbók ltfsins. Mynd sú var fyrst sýnd í Reykja- vík 1963 en síðan um allt land á næstu árum. Agóóinn af sýning- um þessum var stofnfé Hjálpar- sjóðs æskufólks. En þar sem Magnús hafði að mestu leyti kost- að gerð kvikmyndarjnnar og ferð- aðist kauplaust með hana um landið, má lita svo á, að þetta fé hafi verið gjöf frá honum, enda afhenti hann það I minningu for- eldra sinna, en þeir voru Sigurður Magnússon, læknir á Patreksfirði, og Esther Helga, kona hans. Þessu fyrsta framlagi fylgdi gjafafé frá fólki, sem ritað hafði nöfn sín i bók þá, sem nefnd er Réttið hjálparhönd og var látin fylgja kvikmyndinni út um land- ið. 1 skipulagsskrá Hjálparsjóðs æskufólks segir svo: „Markmið sjóðsins er að styrkja eða aðstoða munaðarlaus, van- rækt eða nauðstödd börn eða æskufólk." Eftir þessu hefur sjóð- urinn starfað á annan áratug. Fjárhagurinn var vitanlega þröngur, en Magnús var óþreyt- andi að finna leiðir til fjáröflunar og fylgja þeim eftir af mikilli elju og fórnfýsi. Er of langt að skýra frá því öllu, en margar fór hann ferðirnar um landið, og ekki taldi hann dagana né vikurnar, sem þetta áhugamál hans krafðist. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins á stjórn hans að vera skipuð þrem mönnum. Sé einn þeirra til- nefndur af Barnaverndarráði ís- lands, annar af Sambandi is- lenzkra barnakennara, og hinn þriðji af bískupi. Var Magnús for- maður sjóðstjórnar frá byrjun, en aðrir I stjórninni voru Gunnar Guðmundsson, skólastjóri, og séra Ingólfur Astmarsson. Ekki urðu mannaskipti í stjórninni fyrr en við andlát Gunnars, skólastjóra sumarið 1974. S.t.B. tilnefndi þá Inga Kristinsson, skólastjóra í hans stað. En þarna varð skammt stórra högga milli, því að ekki liðu nema nokkrar vikur, þar til Magnúsi var skyndilega kippt frá störfum. Hafði hann undirbúið ferð til Vestfjarða í þágu sjóðsins að kvöldi hins 29. sept, en að morgni lá hann lamaður og mál- laus i rúmi sinu. Þannig lauk merku ævistarfi hans. Eftir þetta var sjóðurinn for- ystulaus um tíma. Eftir i stjórn- inni voru séra Ingólfur, prestur á Mosfelli i Grímsnesi og Ingi Kristinsson, þá nýkominn í stjórn- ina og öllu ókunnugui- að kalla mátti. Magnús hafði haft öll plögg sjóðsins á heimili sínu og var erf- itt um vik að ná til þeirra, þar til .erfingjar höfðu gengið frá sinum málum. Auk þess vantaði nú einn mann í stjórnina, sem Barna- verndarráð tslands átti að til- nefna, í stað Magnúsar. Var þess farið á leit við undirritaðan, að hann tæki það sæti og féllst hann á það. En séra Ingólfur vildi endi- lega losna, taldi sig eiga óhægt með að sinna störfum sökum fjar- lægðar. Var hann leystur frá störfum, en það dróst hins vegar talsvert, að annar kæmi í hans stað. Að lokum var tilnefndur séra Guðjón Guðjónsson, æsku- lýðsfulltrúi. Þessi nýja stjórn sjóðsins hélt fyrsta formlega fund Framhald á bls. 25 — Ræða Steinþórs Framhald af bls. 21 arhaldi að olli nokkurri röskun á undirbúningi og framkvæmda- hraða. Þessi atvik og úrtölur ým- issa hópa urðu til þess að stjórn- völd tilkynntu þjóðhátíðarnefnd 1974 með bréfi 5. júni 1973, að ákveðið hefói verið að hverfa frá fyrirhuguðum hugmyndum um byggingu þjóðveldisbæjar í sam- bandi við þjóðhátíð 1974. Fyrir tilstyrk framsýnna manna rénaði þessi úrtölualda smám saman. En að því er varðar fram- kvæmd hugmyndarinnar um byggingu þjóðveldisbæjar, sem við erum nú stödd í, þá skal þess minnst hér og nú, að við fjárlaga- gerð haustið 1973 flutti Ingólfur Jónsson, 1. þm. Suðurlands ásamt fjórum öðrum þingmönnum Suð- urlands tillögu um f járframlag úr ríkissjóði á næstu fimm árum til byggingar þjóðveldisbæjar i Þjórsárdal. Tillagan var sam- þykkt í sameinuðu Alþingi 20. desember 1973. Þau málalok þýddu það að bygging bæjarins gat hafist á afmælisárinu. Sam- kvæmt fyrri áætlunum varskipuð byggingarnefnd sú sem stjórnað hefur framkvæmdum og skilað byggingunni af sér I dag. Byggingarnefndin hélt fyrsta fund sinn 6. apríl 1974. Þá strax var Hörður Agústsson, listmálari, sem er höfundur likansins sem bærinn er byggður eftir, fenginn til þess að hafa yfirumsjón með smfðinni og mun hann hér á eftir gera grein fyri hugmyndum sín- um og rannsóknum á fornum húsakosti, sem hann hefur lagt til grundvallar við gerð þjóðveldis- bæjarins úti og inni. Hér verður því ekki rætt um þann þátt frekar af minni hálfu. Samstarfsnefnd starfar á veg- um Landsvirkjunar, Gnúpverja- hrepps, Skógræktar ríkisins, Þjóðminjasafnsins og Ferðafélags Islands, svo kölluð Þjórsárdals- nefnd, og er henni ætlað að hafa umsjón með umhverfismálum Þjórsárdals alls og gefa umsögn um skipulag og staðsetningu mannvirkja. Hún valdi þetta bæj- arstæði hér og veit ég að mönnum muni sýnast að vel hafi tekist til og að mannvirkin falli þétt að landslaginu hvort sem litið er heim að bænum eða heiman. Framkvæmdir á byggingarstað hófust 20. maí 1974 og hafa staðið nær óslitið til þessa dags og telst þjóðveldisbærinn i Þjórsárdal nú fullbyggður þótt enn megi ein- hverju bæta vió innri búnað hans vió nánari athugun heimilda um hýbýli manna á þjóðveldisöld. Endanlegar tölur liggja ekkí fyrir um kostnað við byggingar- framkvæmdirnar, en láta mun nærri að heildarkostnaður sé um 41,5 milljón króna og er þá með- talin allur kostnaður við raflagn- ir, hita- og loftræstikerfi, svo og fjármagnskostnaður á byggingar- tíma, en vaxtagjöld nema um 2,5 milljón króna. Til byggingar þjóðveldisbæjar- ins hefur fé fengist með þessum hætti. Framlög: tlr rlkissjóðl skv. fjárlögum 10.S00 þ. Snðpverjahreppur 2.000 þ. Aiiii-ssvsU 2.000 þ. Þinðhitlðas jóðiu. skv. brefi forsætisráðherra 15.000 þ. Landsvirkjun 7.000 þ. 36.500 þ. Gjafir: Norska skógeig.samb. 4.400 þ. Vörðufell h.f. Selfossi Verkfr.st. Sig. Thorodds. Stevpustöð Suðurlands, Selfossi 0.600 þ. llafskip h.f. Rvk. Sindrih.f. Rvk. Ilúsasmiðjan Rvk. 5.000 þ. Samtals 41.500 þ. Þessum gefendum öllum færi ég bestu þakkir fyrir góðvilja þeirra og rausn. Þeirra er gott að minnast. En ógleymanlegust verður byggingarnefndinni þó sú stór- mannlega gjöf sem ég taldi hér fyrst og vinir okkar og frændur í Noregi færðu okkur, en norska skógeigendasambandið gaf allt timbur sem til byggingarinnar fór og veitti margskonar fyrir- greiðslu og aðstoð við vinnslu þess. Það var von okkar, að forsvars- menn gefendanna hefðu tök á að vera hér I dag. Sú von hefur brugðist. Byggingarnefndin vill því biðja yður hr. ambassador að flytja kveðjur og þakkir til norska skógeigendasambandsins fyrir hina ómetanlegu gjöf. Hún er vottur um einlægan vinarhug hinnar norsku þjóðar og skilning á þýðingu þess að hyggja að sam- eiginlegum menningarerfðum þjóða okkar. Þá vill byggingarnefndin þakka öllum þeim sem lagt hafa lið þeim framkvæmdum, sem hér hefur verið starfað að. Fyrst vil ég nefna Hörð Agústs- son, listmálara, sem hefur ráðið gerð bæjarins í smáu og stóru, og lagt sig fram um að gera hann svo úr garði að til sóma er. Hefur samvinna við hann verið svo góð sem best verður á kosið, enda hefur hann jafnan verið viðbúinn að leysa úr hverjum þeim vanda sem upp hefur komið. Þá vil ég færa þakkir garðlags- mönnunum þremur, sem starfað hafa vió vegghleðslur og þök af þekkingu, vandvirkni og áhuga, en þar nefni ég til Stefán Frið- riksson frá Glæsibæ, Stefán Stefánsson frá Brennigerði og Gunnar Tómasson frá Laugarási. Ykkur þakka ég innilega. Bjarni Ölafsson, byggingameist- ari og Gunnar sonur hans höfðu veg og vanda af öllu tréverki í bænum. Eg ætla að ekki verði fundinn smíðagalli á þeirra verki öllu, svo vandlega var þar að verki staðið og áhugi þeirra á sérstæðum vinnuaðferðum rikur. Það er byggingarrefndinni mikið ánægjuefni að haf. átt þess kost að njóta hæfileika þtssara óvenju högu manna og geta sýnt gestum og gangandi þessi sérstæðu hús gerð af svo einstæðri vandvirkni og snilli. Þá er ástæða til að geta þeirra Jóhanns Más Maríussonar, yfir: verkfræðings og Lúðvíks Leosson- ar, byggingartæknifræðings, sem hafa verið einskonar byggingar- stjórar og sérstakir trúnaðar- menn byggingarnefndar á vinnu- stað og fyrirgreiðslumenn í hvi- vetna. Þeim vil ég færa einlæga þökk nefndarinnar. Byggingarnefndin þakkar öll- um þeim sem lagt hafa þvi lið að þjóðveldisbærinn er risinn af grunni. Stjórnendur Landsvirkj- únar og starfsmenn hennar hér við Búrfellsvirkjun hafa veitt margskonar aðstoð við starfsliðið, sem starfað hefur við bæinn og sýnt framkvæmdum hér áhuga. Það framlag verður ekki metið til fjár en var eigi að síður mikil- vægt. Hæstvirti forsætisráðherra. Byggingarnefndin mun nú hætta störfum. Hún litur svo á, að byggingarframkvæmdum sé lokið og þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal megi teljast fullbúinn til sýningar og hverra þeirra nota, sem henta þykir að hafa hann til. Bygging hans hófst á afmælisári ellefu hundruð ára byggðar i landinu og er enn sem komið er eina mann- virkið á íslandi, sem tengt er þeim merku timamótum. Það er von byggingarnefndar- innar að þessi bygging, sem lita má á sem einskonar minnisvarða, verði skoðendum efni til hugleið- inga um lif og starf forfeðra okk- ar á þjóðveldisöld og verðmæti islenskra menningarminja. Um- fram allt mun þó æskufólk lands- ins fá hér nýjar og fyllri upplýs- ingar um híbýli manna á þjóð- veldistímanum en áður voru til- tækar, þar sem þessi bær er mjög vel rókstudd skýring á þeim útlín- um að bæ, sem rústirnar á Stöng marka með óyggjandi hætti. Fyrir hönd byggingarnefndar- innar, skila ég hér með, hæstvirt- ur forsætisráðherra, þjóðveldis- bænum í Þjórsárdal fullgerðum í yðar hendur með einlægri ósk um að þjóðin megi' njóta hans vel og lengi, og f á við skoðun hans dýpri skilning á högum og háttum for- feðra okkar og þeim arfi sem við höfum tekið við til varðveislu og ávbxtiinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.