Morgunblaðið - 14.08.1977, Side 13

Morgunblaðið - 14.08.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 13 Jóhann Hjálmarsson t Beráttclsen om Sám byggir Per Olof Sund- man á Hrafn- kels sögu Freys- goda. Kápu- mynd eftir Svenolof Ehrén. MAÐUR ER MANNI VARGUR Tiu ár eru liðin síðan skáld- saga Per Olof Sundmans Ingen- jör Andrées luftfárd kom út. Fyrir hana fékk hann bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Á þessum tfu árum hafa að vfsu komið út tvær heimilda- bækur eftir Sundman, en engin skáldsaga fyrr en Beráttelsen om Sám (útg. Norstedts 1977). Þeir sem hitt hafa Per Olof Sundman undanfarin ár og spjallað við hann um bók- menntir vita hve mjög hann dáir Hrafnkels sögu Freysgoða. Berattelsen om Sám er túlkun Sundmans á Hrafnkels sögu, sjálfur kallar hann bókina þýð- ingu. Hrafnkels saga rúmast á fimmtíu blaðsfðum, Beráttelsen om Sám er fimm sinnum lengri. Beráttelsen om Sám var upp- hafiega hugsuð sem sjónvarps- kvikmynd. Sundman var ljóst að efnið krafðist þess að svið myndarinnar yrði nútíminn, annars ætti það á hættu að hverfa bak við glæsta búninga og vopn. Að hans mati er Hrafnkels saga bók sem höfðar til nútimans, ekki einungis minnismerki um vel ritaða fornsögu. Átök bókarinnar milli tveggja manna sem eru andstæður og einnig skil milli höfðingja og smábænda eru auk margs annars það sem Sundman lýsir. Eins og Sund- man segir réttilega eru tvær höfuðpersónur í Hrafnkels sögu: Hrafnkell og Sámur. Sundman hefur gert Sám að miðpunkti sögunnar, engu að síður verður að játa að islensk- ur lesandi hlýtur að líta á frá- sögnina fyrst og fremst sem sögu Hrafnkels. Hinn forni höf- undur ræður þar mestu um. Sundman fylgir efnisþræði Hrafnkels sögu furðu nákvæm- lega. Höfundurinn forni er litið fyrir málalengingar. Sundman aftur á rnóti dvelur lengi við einstaka þætti sögunnar, bætir við nýjum persónum og síðast en ekki sist gerir þátt kvenna i sögunni fyrirferðarmikinn. Einna frumlegust er sú skýr- ing á vigi Einars að Hrafnkell drepi hann ekki til þess að hefna fyrir Freyfaxa sem hann hafði bannað Einari að ríða heldur séu ástamál þeirra Ein- ars og Oddbjargar, konu Hrafn- kels, ástæðan. Sagan er frá upp- hafi hlaðin kynferðislegu and- rúmslofti sem getur jafnvel verkað spaugilega eins og þeg- ar Oddbjörg fer strax að láta vel að Einari þegar hann kemur að Aðalbóli í atvinnuleit. Þátt- ur Ásu sem er i meira lagi vergjörn er einnig vafasamur í fyrstu. Maður gæti haldið að Sundman væri mest i mun að sýna kynferðislif persóna sinna, en þegar á söguna liður eru allir þættir bókarinnar í eðlilegu samhengi. Sundman hefur sagt: Með skáldsögu minni vil ég sýna hvernig sænskur samtimahöf- undur vinnur samkvæmt fornri norrænni frásagnarhefð. Það sem sænskir gagnrýn- endur hafa helst fundið að sögu Sundmans er að láta hana ger- ast í nútimanum. Hrafnkell og Sámur eru menntaðir bændur og vel búnir vinnuvélum og hverskyns tækjum, ekki síst jeppum sem ásamt hestum eru helstu farartækin i sögunni. Það er mikil dirfska hvernig Sundman fléttar sifellt saman nútíma og fornöld svo að les- andanum er ekki alltaf ljóst hvort sagan er frá þessari öld eða úr fyrnsku. Auðvelt er að segja að þetta sé fráleit aðferð hjá Sundman, honum hefði ver- ið nær að halda sig við tíma STIKUR Per Olof Sundman Hrafnkels sögu. En með tilraun sinni gæðir Sundman söguna einkennilegum töfrum á mörk- um raunsæis og ýkjukenndrar frásagnar. Ég sætti mig því bet- ur við þetta eftir því sem leið á lesturinn og enginn ætti að ef- ast um það sem fyrir höfundin- um vakir. Tilgangurinn er sá að sýna aó maðurinn er sjálfum sér lýkur, maður er manni varg- ur jafnt nú sem fyrr á öldum. , Sundman leggur áherslu á að landslag sögunnar sé íslenskt, en ekki tsland. Réttarfarið á timum Hrafnkels og Sáms á sér hliðstæður í öðrum löndum nú. Engu að siður verður sú hugs- un áleitin eftir lestur sögunnar að hin eilífu mannlegu vanda- mál séu efni sögunnar, félags- leg minni séu aðeins yfirborð hennar. Um þetta eru að sjálf- sögðu skiptar skoðanir. Þeir eru'til sem skilja allt félagsleg- um skilningi og hafa misjafn- lega rétt fyrir sér eins og geng- ur. En ekki tel ég sanngjarnt að saka Sundman um skort á félagslegu mati. Það er einnig að finna í Beráttelsen om Sám þótt það láti ef til vill ekki mikið yfir sér. Ýmsar aukapersónur sem Sundman hefur skapað eru eftirminnilegar: skáldið og smábóndinn Geir, Birgir þögli, griðkonan Guðrún sem verður vitni að vigi Einars og stuðlar siðan að því að Hrafnkell vegur Eyvind, bróður Sáms. Að mörgu leyti minnir Beráttelsen om Sám á kvikmynd, túlkun Sundmans er oft eins konar kvikmyndun Hrafnkels sögu, útfærsla hugmyndarinnar um sjónvarpskvikmynd. Lýst er út- liti manna, klæðaburði þeirra og háttum. Stundum eru þessar lýsingar endurteknar líkt og verið sé að minna á mikilvægi allra smáatriða. Þessar endur- tekningar valda þvi lika að á köflum minnir Beráttelsen om Sám á þulu, frásögnin hefst og hnigur með sérkennilegri hrynjandi. Per Olof Sundman hefur kynnt sér söguslóðir Hrafnkels sögu vel. Itarlegar lýsingar hans á umhverfi sögunnar og gömlu leiðinni austan af Héraði til Þingvalla eru sviðsmyndir þar sem allt er á sinum stað. Fyrsti kaflinn sem fjallar um landið og landslagið minnir á ferðabækling. En ekki i- heild sinni. Þessi orð um hrafninn eru til dæmis inngangur að sögu sem er ógnvekjandi: Det pástás att det gár att támja korpen. Fel! Det ár korp- en som ár den támjande. Han kan sitta pá din axel, försiktigt utan att borra in klorna under nyckelbenet, stryka sitt huvud mot din kind, nafsa med nábben kring ditt öra. Det ár inte du som ár hans herre, det ár han som ár din. Sannerligen. detta land ár en fridfull ö. Dock dödas mánga mánniskor. Ocksá blá ögon kan ha gul blick. Eins og þetta litla sýnishorn gefur til kynna er Per Olof Sundman mikill stilsnillingur. Sú gáfa verður meðal annars til þess að bók hans er viða heillandi lesning þótt efnistök séu umdeilanleg. Hann hefur fundið leið til túlkunar Hrafn- kels sögu Freysgoða, aðferð sem er hans og verður naumast öðrum til eftirbreytni. Hann minnir okkur á afl þeirrar menningarhefðar sem íslensk- ar bókmenntir eru sprottnar úr. Frysti- L f Upp- L skápur Litur I pV0tt3- 1 1 í vél I grænt-Avogado 1 12manna. / Réttverð 213 þús. Réttverð 236 þús. 1 Rýmingarverð Rýmingarverð Góðir greiðsluskilmálar irumarkaöurinn hf. sími 8611 7 Ármúla 1A.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.