Morgunblaðið - 14.08.1977, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR14. AGUST 1977
Brezhnev glímir við harðlínumenn
eftir VICTOR ZORZA
Þess hefur hvaö eftir annað
orðið vart upp á síðkastið, að
Leonid Brezhnev gengur illa að
fá sovézka skriffræðibáknið til
þess að fylgja þeirri stefnu,
sem hann hefur markað i ýms-
um málum. Þetta kom t.a.m. vel
fram i grein, sem birtist í
„Izvestia“ um daginn. A undan-
förnum mánuðum hefur Brezh-
nev tvisvar mælzt til þess, að
embættismenn styddu einkabú-
skap, sem er umfangsmikill í
Sovétríkjunum, og ýttu heldur
undir hann. En embættismenn
hafa þráazt við, þrátt fyrir ein-
dregin tilmæli Brezhnevs. Og
þessi andstaða er ekkert eins-
dæmi. A undan förnum árum
hafa sovézkir embættismenn
jafnan risið upp til andstöðu
við Brezhnev, í stjórnmálum,
efnahgasmálum, hermálum og
öðrum greinum, i hvert sinn
sem þeir hafa þótzt finna ein-
hvern bilbug á honum. Og það
er áreiðanlegt, að andstaðan
mun fara vaxandi eftir því, sem
heilsu Brezhnevs hrakar (hún
hefur versnað éreinilega upp á
síðkastið) og átökin um sæti
hans harðna.
Hinir kreddufastari i hópi
sovézkra embættismanna eru
þeirrar skoðunar, að pólitískum
grundvelli sovézks landbúnað-
ar sé voði búinn, ef samyrkju-
bændur verði hvattir til þess að
leggja enn meiri rækt við
einkabúskap sinn, eins og
Brezhnev vill. En Brezhnev
vill, að bændur leggi sem mesta
rækt við einkabúskapinn til
þess að bæta upp framleiðni
hins skipulagða landbúnaðar
ríkisins, sem er litill, svo að
ekki sé meira sagt. Hann er sem
sé reiðubúinn að leggja hug-
myndafræðina til hliðar um
sinn, ef það mætti verða til þess
að auka landbúnaðarframleiðsl-
una.
Lætur sér annt
um einkabúskapinn
Brezhnev mæltist fyrst til
stuðnings embættismanna við
einkabúskapinn í ræðu, sem
hann hélt á þingi þeirra i októ-
ber síðast liðnum. Um það leyti
var mikill kjötskortur sums
staðar í Sovétríkjunum, og í
ræðu sinni bað Brezhnev emb-
ættismenn að styðja bændur
með ráðum og dáð til einkabú-
skapar. En greinilegt er, að lítið
hefur verið gert í málinu, þvi
að nú i marz, hálfu ári síðar, sá
Brezhnev sig tilneyddan að
víkja að þvi aftur. Endurtók
hann þá fyrri tilmæli sin og
bætti því við, að bráðnauðsyn-
legt væri að hagnýta einkabú-
skapinn til fullnustu.
Nú er komið að nýrri upp-
skeru, og flest bendir til þess,
að hún verði góð. Náttúrulega
verður uppskerubrestur ein-
hvern tíma aftur, fyrr eða síðar.
H: nn gæti orðið á næsta ári eða
þarnæsta, eóa árið þar á eftir;
það verður ekki sagt fyrir nú.
Það eitt er víst, að hann verður,
og það er þess vegna, sem
Brezhnev lætur sér svo annt
um einkabúskapinn.
Einkabúskapur hefur lengi
verið mikið deiluefni i Sovef-
ríkjunum. Þegar Stalín kom
samyrkjubúskapnum á eftirlét
hann jafnframt hverri fjöl-
skyldu landskika til þess að
rækta á svolítið grænmeti og
hafa kýr og hænsni. En þegar
til kom reyndust bændur hirða
einkaskika sina miklu betur en
samyrkjuakrana. Var þá fljót-
lega farið að reyna að þrengja
að þeim, minnka jarðarskikana
og einkabústofninn, og hélt svo
áfram út stjórnartið Stalíns og
Krústjoffs einnig.
Þegar Brezhnev kom til valda
voru þessar tilraunir til þess að
þrengja hag bænda hins vegar
fordæmdar og bændur hvattir
til að nýta einkaræktarland sitt
sem allra bezt. Einkum voru
þeir þó hvattir til dáða, er upp-
skera hafði brugðizt og stjórn-
völd voru i vandræðum. Þá hef-
ur oft munað um einkabúskap-
inn. Sést það vel á því, að einka-
skikarnir nema aðeins 4% alls
ræktanlegs lands i Sovétríkjun-
um — en einkaframleiðslan
nemur allt að þriðjungi kjöt-,
mjólkur-, grænmetis- og eggja-
framleiðslu landbúnaðarins og
rúmum helmingi kartöflufram-
leiðslunnar. Þrátt fyrir þetta
hefur það alla tíð vofað yfir, að
einkabúskapur yrði lagður nið-
ur fyrir fullt og allt. Samkvæmt
kenningunni er hann „óeðlileg-
ur þáttur i sovézkum landbún-
aði“ og hljóti hann að verða úr
sögunni um leið og ríkisbúin
fari að framleiða nóg handa öll-
um landslýð, eins og stjórnvöld
hafa lengi lofað.
hófst ótrauður handa. En þegar
fréttist af þessu sVivirðilega
einkaframtaki tók einhver sig
til, plægði upp skika karls, er
hann var ekki nærstaddur, og
kartöfluuppskeran eyðilagð-
ist..
Vassily fór þá að rækta
agúrkur. Hann reisti annað
gróðurhús og gekk svo vel, að
hann var brátt farinn að sjá
ibúum næsta þorps fyrir agúrk-
um, en þær hafði oft skort
vegna þess, að þær voru lítið
ræktaðar á ríkisbúunum. Aður
en Iangt leið var Vassily
Alexandrovitsj orðinn stöndu-
gastur manna í sínu þorpi.
Hann byggði sér íbúðarhús úr
Viðurkennir einkaframtak-
ið þjóðhagslega gagnlegt
Einkarekstur Vassilys
Það er sem sé útbreitt skoðun
meðal svoézkra embættis-
manna, að einakbúskapurinn sé
ill nauðsyn. 1 fyrrnefndri grein,
sem birtist í „Izvestia“ um dag-
inn segir af hálfáttræðum
verkamanni, Vassily Alex-
androvitsj, sem fluttist út á
land. Hann settist að i þorpi
nokkru, reisti sér gróðurhús og
fór að rækta þar kartöflur, sem
hann ætlaði siðan að selja i
þorpinu. Hann hafðist við í
hálfföllnu kofaræksni, og
jarðarskikinn, sem hann fékk
til ræktunar var svo hrjóstug-
ur, að illgresi hafði jafnvel ekki
þrifizt þar áður. Gamli maður-
inn var hins vegar að vinna
sjálfum sér og engum öðrum og
múrsteini, hið glæstasta í þorp-
inu og meira að segja með gler-
-skála framan á!
Það gat varla hjá því farið, að
hann yrði fyrir aðkasti. Hann
var úthrópaður braskari og
hættulegur maður, athæfi hans
fordæmt og þess krafizt, að
yfirvöld tækju í taumana, svo
að aðrir freistuðust ekki til að
fara að dæmi hans. Þetta var úr
greininni i „Izvestia".
I annarri grein, sem birtist í
„Pravda“ nokkru áður, var frá
því sagt, að bændur voru að
selja heimaræktaðan hvítlauk á
þorpsmarkaði en lögreglan tók
þá fasta og gerði bæði laukinn
og peningana upptæka. Hvern-
ig mátti þetta nú verða eftir að
Framhald á bls. 21
Útsala
Útsala hefst á morgun. Kjólar, stuttir og síðir,
pils, blússur, síðbuxur. 10—80% afsláttur.
Dragtin
Klapparstíg 37.
Þessi glæsilegi 17,5feta
Shetland Fisherman bátur
er til sölu
Á bátnum er 105 ha. Chryslervél með öllu tilheyrandi
mælum.
Annað sem fylgir er m.a. talstöð, dýptarmælir, átta-
viti, hraðamælir, lensidæla, innbyggður 80 Itr.
bensíntankur, tvær handfærarúllur o.fl. o.fl.
Einnig geta fylgt legufæri í höfn Snarfara við
Gelgjutanga
Báturinn verður til sýnis á því svæði í dag frá kl. 2—4
ef veður leyfir, annars upp. í síma 85497 eftir kl. 19 í
kvöld og næstu kvöld.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
1917 X 1977
sextugir og síungir
UncI RATÆkíð Frá
ÍdEAl STANdARd
tværslípaðar”keramik”plötur koma í
stað þéttihringja og pakkninga,
3að tryggir að þessi stflhreinu
Dlöndunartæki leka ekki.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F
Skúlagötu 30 — Sími 11280
ceRa
I D E A L
STANDARD