Morgunblaðið - 14.08.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 14.08.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGÚST 1977 Umsjón Erna Ragnarsdóttir DEMIC — Skipuleggur samstarf lýðræðissinn- aðrar æsku 14 Evrópulanda fíætt vid Jón Orm Halldórsson, framkvæmdastjóra DEMIC A FUNDI sínum þann 10. ðgúst slðast liðinn sam- þykkti stjórn Samhands Ungra Sjálfstæðismanna að mæla mcð því við Þing sam- bandsins á hausti komanda að sækja um fulla aðild að Democrat Youth Community of Europe, sem eru samtök ungs fólks á hægri væng stjórnmálanna f Evrópu. SUS hefur verið aukaaðili að samtökum þess- um frá þvl á árinu 1974 og tekið mikinn þátt f störfum samtakanna æ sfðan. 1 aprfl sfðast liðnum var kosin ný stjórn samtakanna og var Tony Kerpel, fyrrv. formaður Young Conservatives og fyrrver- andi aðstoðarmaður Edward Heath forsætisráðherra Breta, kosinn formaður en áður hafði þvf starfi gegnt sænski þingmaðurinn Per Unkel. Framkvæmdast jóri samtakanna var kosinn Jón Ormur Halldórsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri SUS en hann dvelst nú f Bret- landi. Umhorfssfðan ræddi nýverið við Jón en hann er staddur hér heima um þess- ar mundir: Helztu rök, sem bent hef- ur verið á gegn auknu sam- starfi SUS og Sjálfstæðis- flokksins við svokallaða systurfiokka erlendis er að margir þessara flokka starfa á þrengri grundvelli en Sjálfstæðisflokkurinn og njóta hlutfallslega minna fylgis en hann nýtur hér heima: Er þetta ekki svo um mörg af aðildarsamböndum DEMYC? — Innan DEMYC eru að- eins ein samtök, sem til- heyra mjög smáum stjórn- málaflokki. Á hinn bóginn eru innan sambandsins ungliðasamtök flokka, sem njóta stuðnings helmings eða nær helmings kjósenda i viðkomandi löndum. Þar á meðal má nefna Kristilega Demókrata á Þýzkalandi og i Austurríki og íhaldsmenn f Bretlandi. í haust munu ungliðasamtök flokks Suarez á Spáni ganga í sam- tökin og ef að aðild SUS verður um svipað leyti mun- um við í haust hafa meðlimi í 14 löndum Vestur-Evrópu. Þessi samtök, sem aðilar eru að DEMYC, hafa öll svipaða hugmyndafræði og það er fremur af sögulegum ástæðum, að til dæmis á Norðurlöndum eru það ekki flokkar af hlutfallslegri stærð Sjálfstæðisflokksins sem aðilar eru að DEMYC. Við höfum afskaplega vín- samleg samskipti við önnur Evrópusamtök, sem hafa innan sinna vébanda ungliðasamtök frjálslyndra flokka og flokka Kristilegra Demókrata f Suður-Evrópu. DEMYC eru hins vegar stærst þessara samtaka og koma yfirleitt fram sem full- trúi and-sósfaliskrar æsku í Evrópu á alþjóða vettvangi. Meðlimir aðildarsamtaka okkar eru nú yfir 700.000 talsins og fjölgar um tugi- þúsundir á ári hverju. Þú nefnir ýmsa af stærstu flokkum Evrópu sem aðila að samtökunum. Er ekki hætta á að við komum til með að hafa afskaplega tak- mörkuð áhrif innan samtak- anna smæðar okkar vegna, og verðum við ekki bundin af samþykktum, sem knúðar eru fram af þessum stóru aðilum? — Þessi rök mætti nota gegn hvers kyns þátttöku smáþjóða í alþjóðlegu sam- starfi. Sannleikurinn er hins vegar sá að áhrif okkar á erlendum vettvangi eru al- gjörlega undir okkur sjálf- um komin. Ég hef aldrei orð- ið var við, að tekið væri minna mark á Islendingum erlendis bara af því þeir koma frá smárri þjóð. Slík samskipti fara fram á jafn- réttisgrundvelli og við höf- um jafn mikið um allar ákvarðanir að segja og til dæmis Þjóðverjar eða Svíar. Varðandi samþykktir sam- takanna þá hefur sá siður viðgengist, að þau aðildar- samtök, sem af einhverjum ástæðum eru ekki sammála meirihlutanum geta gert fyrirvara við allar sam- þykktir og eru gersamlega óbundnar af þeim. Þannig hefur það til dæmis verið með vini okkar í Finnlandi, sem eru Natóandstæðingar, að þeir hafa jafnan skráð mótmæli sin við varnarmála- samþykktir DEMYC. Jón Ormur Halldórsson. Hvaða beina þýðingu hef- ur það fyrir okkur hér heima að taka þátt í störfum DEMYC? — Það hefur afskaplega margvíslega þýðingu. An þess að leggja á það dóm hvað mesta þýðingu hefur fyrir okkur í þessu samstarfi vil ég nefna þrjú atriði, sem ekki komu nógu glöggt fram að minu viti þegar ég síðast heyrði þessi mál rædd hér heima. Það er í fyrsta lagi sú þýðing, sem þetta hefur fyrir einstaklingana, sem þátt í þessu taka. Við höld- um sennilega einar 7 al- þjóðaráðstefnur á næsta ári og tökum þar að auki þátt í allmörgum ráðstefnum ann- arra aðila í Evrópu. Á þess- um ráðstefnum hittast menn frá öllum löndum Vestur- Evrópu og viðar að og sú reynsla sem þetta veitir þeim er einstæð. Þannig kynnast menn gjarnan nýrri hlið á hverju máli og verða betur færir um að greina sjónarmið mótuð af hreppa- pólitík eða fordómum frá kjarna málsins. Þá vil ég nefna þá þýðingu. sem þetta hefur fyrir fram- tíð okkar allra. Á þessum ráðstefnum og fundum hitt- ast þeir menn, sem seinna meir eiga eftir að ráða mál- um í Evrópu. Þetta eru leið- togar ungliðahreifinga margra af stærstu stjórn- málaflokkum álfunnar og þeir kynnast innbyrðis, læra að bera virðingu fyrir skoðunum manna af ólíku þjóðerni og kynnast þeim ólíku viðhorfum og aðstæð- um, sem móta samskipti þjóða i milli. Margir þátt- takendur í ráðstefnum þess- um hafa sagt mér að þeim loknum að þeir hafi öðlazt algerlega nýjan skilning á vandamálum annara þjóða og samskiptavandamálum þjóða án þess að slík mál hafi kannski beinlinis verið rædd á viðkomandi ráð- stefnu. Þriðja atriðið, sem ég vildi nefna er, að á þess- um ráðstefnum skiptast menn á hugmyndum bæði á ráðstefnunum sjálfum og utan þeirra á óformlegan hátt. Ekki hefur þetta aðeins þá þýðingu að dreifa um alla áfluna upplýsingum og hug- myndum um vinnuaðferðir heldur vekur þetta þátt- takendur til meðvitundar um ákveðin mál sem eru þess virði að skoða þau nán- ar. Eg vil í þessu sambandi benda á, að mér finnst ungir Sjálfstæðismenn hér á is- landi hafa ýmislegt að kenna skoðanabræðrum sínum er- lendis. Ég vil sérstaklega minnast á undanfarna og raunar yfirstandandi bar- áttu fyrir samdrætti í ríkis- kerfinu. Þessu sama máli eru menn að berjast fyrir um alla Evrópu en óvíða á eins skipulegan hátt og með eins markvissum vinnu- brögðum og ungir Sjálf- stæðismenn hér heima. w 1 Itsala á inlavrirum Mikið magn af jólavörum einnig fjölbreytt úrval af öðrum hannyrðapakkningum. 1 /j ^amtgrðattrrzltttntt J/ j Snorrabraut 44. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær Skipholt 1 1 1 Ingólfsstræti Laugavegur 1—33. Skúlagata frá 42, Meðalholt, Þingholts- stræti, Laufásvegur 2 — 57. Kópavogur Vesturbær, Skjólbraut Upplýsingar í síma 35408 Megum við benda Athugið að útsalan er í minni fundarsal Domus Medica, gengið inn um aðaldyr, salur til vinstri. SkóverdunS. Waage Domus Medica Egilsgötu 3 — Sími: 18519

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.