Morgunblaðið - 14.08.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977
21
Það verður dýrast
Hallgrfmur Pétursson:
PASSÍUSALMAR.
Utgáfu annaðist
Helgi Skúii Kjartansson.
Teikning á band og titilblað:
Bjarni Jónsson listmálari.
Útgefandi: Stafafell 1977.
Stafafell hefur á undanförnum
árum gefið út nokkrar úrvalsbæk-,
ur í snotru og hentugu broti, með-
al þeirra eru bókin um veginn,
Lílja og Ljóðaþýðingar Yngva
Jóhannessonar.
Hallgrfmur Pétursson
Nú er röðin komin að Passiu-
sálmum Hallgríms Péturssonar.
Utgáfu þeirra hefur annast Helgi
Skúli Kjartansson og verður ekki
annað séð en honum hafi tekist
það verk vel. Inngangur hans er
til dæmis prýðilega orðaður, segir
í stuttu máli það sem máli skiptir
um Passiusálmana og höfund
þeirra. Helgi segir m.a.:
„Jafnvel þeir sem ekkert gildi
finna i trúarboðskap Passiusálm-
anna, geta notið þeirra djúpt og
innilega; notið skáldlistarinnar
og orðkynnginnar, metið innsæi
Hallgríms og athuganir um mann-
lífið, hrifizt af innlifun hans og
einlægni. Það er táknrænt dæmi
að Þorsteinn Erlingsson, sem
einna fyrstur Islendinga gekk
— Brezhnev
Framhald af bls. 16
Brezhnev hafði tvisvar mælzt
til þess, að yfirvöld hvettu
bændur til einkabúskapar en
legðu alls ekki stein i götu
þeirra?
Stefnu Brezhnevs
ekki fylgt?
Greinarnar í „Pravda“ og
„Izvestia" og aðrar svipaðar,
sem birzt hafa i sovézkum blöð-
um undanfarið, eru til vitnis
um það, að tilmæli Brezhnevs
hafa loks verið tekin til greina.
Inntak þessara greina er á þá
leið (og lögð á það þó nokkur
áherzla), að yfirvöld á hverjum
stað eigi alls ekki að reyna að
koma í vsg íyrir einkabúskap,
að agúrkubændur séu ekki
braskarar, þeir sem rækta vilji
hvitlauk á einkaskikum sínum
eigi að fá að rækta hann og
selja óáreittir, og þeif sem
halda kvikfénað eigi að fram-
leiða eins mikið kjöt og þeir
geti. En blaðagreinar þessar
eru líka til vitnis um annað. Og
það er það, að Brezhnev er ekki
einhlítt að lýsa yfir nýrr stefnu,
hvort sem er í landbúnaði eða
hermálum: Það er engan veg-
inn víst, að henni verði fylgt.
Það hefur verið tiltölulega
auðvelt að fylgjast með deilun-
um um landbúnaðarstefnuna.
Hins vegar hefur minna verið
látið uþpi um mnanhússdeilur í
Kreml um utanríkisstefnuna og
takmörkun vígbúnaðar. Um
þær skortir mjög heimildir —
en sá heimildaskortur er reynd-
ar nokkur vitnisburður í sjálf-
um sér. Hann bendir nefnilega
mjög til þess, að harðskeyttum
samstarfsmönnum Brezhnevs,
svonefndum ,,haukum“, hafi
tekizt að koma í veg fyrir áform
hans um slökun, „detente“. Og
það er efalítið, að ákveðin af-
staða Carters Bandaríkjafor-
seta undanfarið hefur orðið
þessum harðlínumönnum hent-
ug afsökun fyrir þvi að fara
sínu fram.
fram fyrir skjöldu sem guðleys-
ingi, mat engan skáldskap meir
en Passiusálmana. Gömul grein
eftir Halldór Laxness (Inngángur
að Passiusálmum, birt í Vettvángi
dagsins) sýnir lika glöggt hvernig
saman má fara dýpsta aðdáun á
skáldskap Hallgríms og fullkomin
andúð á trú hans.“
Á öðrum stað segir Helgi Skúli
að Hallgrímur noti ekki „geysi-
mikinn orðaforða, heldur sér
mest við einföld orð og algeng og
skipar þeim i stuttar, einfaldar
setningar“. Einlægni skáldsins er
Bókmenntir
eftir JOHANN
HJÁLMARSSON
að vísu það sem gæðir sálmana
lifi, en einfalt málfar veldur
miklu um langlffi sálmanna. Hér
er verk sem ekki þarf skýringa
við. Alþýða manna tileinkaði sér
það snemma svo að segja má að
það hafi orðið hluti daglegs lifs,
skáldskapur sem var jafn nauð-
synlegur og vatn og brauð. Á Is-
landi er ekki spurt hvort mönnum
líki skáldskapur Hallgríms
Péturssonar og-menn nefna hann
ekki þegar uppáhaldsskáld eru til
umræðu. Hann er slik staðreynd í
lífi okkar flestra, svo samgróinn
íslenskri hugsun að menn gleyma
því að hann hafi verið skáld.
Hann er litinn sömu augum og
fjall sem við höfum sifellt fyrir
augum. Það fylgir okkur hvert
sem við förum.
Um dauðans óvissn tima er það
ljóð sem oftast heyrist sungið á
tslandi. Hallgrímur lét það standa
aftan við Passiusálmana í hand-
riti sínu að þeim. I þessari 70.
prentun Passíusálmanna er farið
að dæmi Hallgríms. Inngangsorð-
in Guðhræddum lesara heilsun
eru prentuð framan við sálmana,
en þar hermir Hallgrímur orð
Markúsar Varrós: „Það verður
dýrast, sem lengi hefur geymt
verið, og gefur tvöfaldan ávöxt i
hentugan tíma fram borið." Við
skulum láta það standa um sinn
sem hugsanlega gagnrýni
Pasanna.
Styöur ÞU
á réttu hnappana?
Þetta er mikilvæg spurning fyrir alla
sem veita sérverslunum, matvöruversiunum
og þjónustufyrirtækjum forstöðu.
ÖÞessir hnappar tilheyra DTS 100.
j^DTS er greiðslureiknir.
DTS 100 sýnir sjálfvirkt (með því að styðja
á réttan hnapp) hve mikið gefa skal til baka.
DTS 100 léttir afgreiðslustörf.
DTS 100 hefur öruggan leiðréttingarbúnað.
ÖDTS 100 sýnir heildarsöluverð fjögurra vöruflokka
samtímis.
DTS veit nákvæmlega hvaða upphæð á að vera
- 'í skúffunni. — (Meira að segja þegar vörum
er skilað og greitt er úr kassa.)
DTS 100 hefur sjálfvirkan margfaldara.
DTS 100 er greiðslureiknir.
DTS er sannarlega nafni sínu
samkvæmur.
Með DTS 100 styður þú á hugvitsamlega hnappa.
Skrifstofutækni hf.
Tryggvagötu — Reykjavík
Box 454 - Sími 28511
,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana"
Vel kynntir.
FORD CORTINA
Förd Escort
.eru söluhæstu bílarnirí Bretiandi:
I april s.l. voru 10 söluhæstu
bifreiðarnar þessar:
1. Ford Cortina....11,553
2. Ford Escort....10,863
3. Ford Fiesta.......4,942
4. Ford Capri........4,593
5. Vauxhall Chevette 4,584
6. Elyland Mrina ..4.
7. Leyland Allegro 3,
8. Leyland Mini .... 3,
9. Ford Granada .. 3,
10. Datsun Sunny . 3,
225
876
524
515
128
I maí s.l. var Ford Cortina aftur söluhæst
(13.754) og Ford Escord í öðru sæti (8.285)
Tryggið yður einhvern glæsilegan Ford bíl
meðan þeir eru fyrirliggjandi.
Ford í fararbroddi
Sveinn Egi/sson hf.
FORD HUSINU
SKEIFUNNI 17
SÍMI85100