Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 25 Fróðleikskorn Sérfræðingar álíta, að fólksfjöldi jarðarbúa sé rúmlega 4 milljarðar. Af skiljanlegum .ástæðum er aldrei unnt að nefna nákvæma tölu. Árið 1970 voru jarðarbúar „aðeins“ 3.632 milljarðar. Á hverju dægri fæðast um það bil 350.000 manns eða um f jórir á hverri sekúndu. Hins vegar deyja ekki nema um 135.000 manns á hverju dægri. Ef fólksfjölgunin heldur þvf áfram með sama hraða verða jarðarbúar fjórum sinnum fleiri að 30—40 árum liðnum! í SUMARFRÖNU í regni og kulda Það getur oft verið erfitt að ferðast á íslandi og ætla sér eingöngu að búa í tjöldum. Þá getur farið svo, að regnið streymir til jarðar marga daga f röð, svo að varla er hundi út sigandi. Við höfum áður bent á það, að tilgang- ur okkar með Barna- og fjölskyldusíð- unni er m.a. sá, að hvetja alla, sem löngun hafa og áhuga til þess að vera með börnum — annað hvort sínum eig- in eða annarra — í vinnu eða frístund- um. Börn una sér aldrei lengi verkefna- laus. Það á einnig við á ferðalögum, hvort sem það er í bifreið eða f tjaldi, þegar erfitt er um útiferðir og útivist. En það þarf oft ekki mikið til þess að áhuginn vakni. Gott getur verið að taka með hvers konar pappír og blöð bæði til þess að klippa út, teikna á og lita. Og þá fer ekki mjög mikið fyrir lími, litum, penslum og skærum — eða jafnvel sjón- auka, áttavita og stækkunargleri. Síðan getum við stungið upp á ýmsum verkefnum. Einhver gæti skrifað dag- bók eða jafnvel teiknað dagbók og skýrt frá því í stórum dráttum, hvað gerzt hefur undanfarna daga, annar getur klippt út einhverja hluti, dýr eða mynd- ir, sem hann hefur áhuga á — sá þriðji málað eða litað. E.t.v. geta allir unnið við sama verkefnið o.s.frv. I bæjum og borg Við megum ekki gleyma þeim, sem koma til bæjanna eða höfuðborgarinn- ar. Sú ferð þyrfti einnig að vera skipu- lögð að einhverju leyti. Hvert á að fra, hvað er að sjá — hvaða söfn eru opin og hvenær? Vill einhver fara í sundlaug eða skoða mannvirki, heimsækja stofn- anir? Svo er líka unnt að athuga, hvort kvikmyndahúsin sýna einhverjar góðar myndir. — Það er ótrúlega margt, sem unnt er að skoða í þorpum og bæjum, þegar málin eru brotin til mergjar. Hjá okkur eru glæsilegustu einkabflar landsins (þó víðar væri leitað) Jagúar JX 4. 3 LTR Citroen CX 2.200 Pallas Berlina 1976 vökvastýri og rafmagnsrúður BIIASAIA GUDFINNS Cadilac 1975 Lincoln Continental 1974 Mercedes Benz 280 S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.