Morgunblaðið - 14.08.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 14.08.1977, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 /--------------- Einar Vilberg Pelikan skreppnr heim frá Danmörku: Það er kominn tími til að Slag- brandur láti af slfku orðskrúði og snúi sér að aðalatriðinu sem er viðtal við tvo liðsmenn hljóm- sveitarinnar Pelikan (með kái). Þessi hljómsveit hcfur haldið sig í Danmörku um skeið, en skrapp heim til Islands á dögunum til að hitta ættingja og vini og einnig til að spila fyrir landsmenn. En áður en viðtalið við þá Omar Óskarsson og Júlíus Agnarsson hefst fyrir alvöru, er rétt að kynna liðsmenn hljómsveitarinnar — og jafn- framt er vfsað á myndina af þeim hér á síðunni. ómar Óskarsson er gftarleikari og syngur einnig. Hann lék áður með Pelican (með céi) og er löngu kunnur fyrir gftarleikinn og lagasmíðar. Júlfus Agnarsson er gítarleikari. Hann er popp- áhugamönnum Iftt kunnur, e.t.v. muna þó einhverjir eftir stórri plötu sem bar nafnið Andrew, en Júlíus var annar tveggja sem áttu hlut að því máli. Ólafur Sigurðs- son er trommuleikari með langan feril að baki, en sfðari árin hefur hann einkum verið kenndur við Eik, enda var hann trommuleik- ari hennar um langt skeið. Jón Ólafsson var bassaleikari f Pcli- can og áður m.a. f Töturum. Hann er aðalsöngvari Pelikan ásamt Omari. Þessir f jórir eru kjarni hljómsveitarinnar og komu hing- að til lands. En auk þeirra eru tveir aðrir fhlaupaliðsmenn f Pelikan: Sören Larsen er danskur fiðluleikari. Magnús Magnússon lék f eina tíð á trommur f Tötur- um, en stundar nú sálfræðinám f Kaupmannahöf n og grfpur f slag- verk hjá Pelikan annað slagið. Þeir Magnús og Sören höfðu ekki tök á að koma til tslands með Pelikan í þetta skiptið. Þeir leika með hljómsveitinni þegar um stór, vel launuð verkefni er að ræða, en annars eru bara f jórir fastir liðsmenn f Pelikan. Og nú lætur Slagbrandur viðtal- ið vaða ... „Þennan tíma sem við höfum verið úti f Danmörku höfum við varið miklum tíma f að velta hlut- unum fyrir okkur og gera tilraun- ir með tónlist. Við erum núna komnir með tónlist sem okkur finnst skemmtilegt að leika, hef- ur góðan danstakt og er melódísk. Og mér finnst að hfjómsveitin sé jafn lífleg og Pelican, þegar hún var upp á sitt líflegasta. Það er sami andinn sem svffur yfir vötn- unum ...“ Ómar Óskarsson hefur orð fyrir þeim félögum f fyrstu, en Júlíus leggur æ fleiri orð f belg eftir þvf sem lfður á viðtalið. „Við höfum spilað mest á Kaup- mannahafnarsvæðinu, bæði á dansleikjum og tónleikum, við ágætar undirtektir. Það var auð- vitað erfitt að koma ókunnur í ókunnugt land og byrja að afla sér sambanda. Það tekur allt sinn tfma, en þetta er allt að ganga, kemur hægt og sígandi.“ Og þessu til staðfestingar nefna þeir plötusamninginn við Poly- dor-fyrirtækið í Danmörku. Samning þennan gerðu þeir fyrir ári og gildir hann í tvö ár. Hann kveður á um gerð einnar stórrar plötu til að byrja með og tveggja Pelikan hefur í hálft annað ár haldið sig í Kaupmannahöfn og þreytt þar flugið í samkeppni við hljómsveitir innfæddra. Stöðugt hefur miðað upp á við og hagur áhafnarinnar farið batnandi, en eins og aðrir farfuglar viðð Pelikan hverfa aftur heim til æskustöðvanna í sumarblíðunni. Og heim er Pelikan kominn og hyggst á ' næstunni fara að dæmi lóunnar og spóans og syngja fyrir íslendinga. annarra, ef sú fyrsta heppnast vel. Einnig hefur fyrirtækið heimild til að gefa út tveggja laga plötur með lögum af stóru plötun- um. t samningnum segir að fyrsta stóra platan skuli tekin upp, þeg- ar báðir aðilar eru sammála um að rétti tfminn sé kominn. „Við erum að hugsa um að taka hana upp þegar við förum út aftur,“ segja þeir félagar. „Við teljum okkur komna á það stig með tón- 4istina.“ Pelikan tók upp eina litla plötu sl. sumar, en rétt eftir að þeir höfðu lokið þvf verki f jölgaði f hljómsveitinni og tónlist hennar fór að laka breytingum. Þess vegna stöðvaði hljómsveitin út- gáfu plötunnar, enda eru ákvæði f samningnum um að ekki megi gefa út plötu nema báðir aðilar séu þvf samþykkir. Nýlega lék hljómsveitin eitt lag fyrir danska sjónvarpið til flutn- ings f skemmtiþætti með blönd- uðu efni. Ekki var þeim félögum kunnugt um hvort búið væri að sýna þennan þátt, en þeir telja þetta verða góða auglýsingu fyrir hljómsveitina og styrkja stöðu hennar. „Fyrirætlanir okkar eru að halda áfram að spila í Danmörku fram yfir áramót, en síðan langar okkur að reyna að komast inn á markaðinn í Þýzkalandi og jafn- vel vfðar. t gegnum tónlistarfor- lagið okkar komumst við í sam- band við Þjóðverja sem hefur góð sambönd á þýzka markadnum. Það er feikna stór markaður, borg við borg. Þetta er í deiglunni núna og við vonum það bezta.“ Þeir segjast þó ætla að halda áfram að búa f Danmörku og sækja þar á brattann: „Þetta hefur gengið hægt og sfgandi upp á við, við höfum feng- ið að spila á betri og betri stöðum og við höfum lifað á þessu. Við höfum Ifka verið meira saman en tfðkast meðal hljómsveita hér á landi, við höfum hitzt oftar og haft meiri tfma til að ræða málin og velta þvf fyrir okkur sem við erum að gera. Hér er aldrei tfmi til slfks, þvf að menn eru roknir heim í faðm fjölskyldunnar strax og færi gefst.“ Telja þeir erfiðara fyrir hljóm- sveit að koma sér áfram í Dan- mörku en hér á landi? Ömar svar- ar á þennan veg: y / Pelikan: Dajiír (nía varla að fclenzk hljómsveit geti verið góð „Eg held að það sé ekkert erfið- ara. Við erum búnir að vera úti f eitt og hálft ár og erum komnir vel á veg með að skapa okkur nafn. Hér heima var ég f nokkur ár að ná sama árangri". Þeir Ómar og Júlfus kváðust sannfærðir um að þessi Danmerk- urdvöl hefði haft góð áhrif á þá tónlistarlega séð. Þarna er að ýmsu leyti þroskað tónlistarlff, f jölbreytni mikil bæði í jassi og poppi og tíðar heimsóknir heims- frægra listamanna til tónleika- halds. Hins vegar telja þeir obb- ann af dönskum hljómsveitum ekkert sérlega góðan og sfzt betri en islenzkar hljömsveitir. Það séu aðeins nokkrar danskar hljóm- sveitir sem standi upp úr. Það sé nefnilega mjög algengt að hljóm- listarmenn séu f fleiri en einni hljómsveit, spili með þeim til skiptis, en æfi fremur Iftið. Hinar hljómsveitirnar eru mun færri, þar scm menn halda saman og æfa vel. Fremstar í röðum danskra hljómsveita telja þcir Gasolin og Shu-bi-dua, sem eru cinskonar Bftlar og Stones þeirra Dana. Sú fyrrnefnda spilar af brezkum og bandarfskum vin- sældalistum, en semur við þá danska texta. Nýtur hún mikilla vinsælda hjá unglingum og minn- ir um margt á Lónlf Blú Bojs. „Þó að Danmörk sé ekki stórt samfélag, þá er íbúaf jöldinn þó nógu mikill til þess að hljóm- sveitirnar geta sérhæft sig. Þann- ig er til dæmis Secret Oyster (sem lék hér á landi fyrir nokkr- um árum) orðin alveg svfvirði- lega góð, og þó að tiltölulega fáir Danir nenni að hlusta á hana, þá eru þeir þó nægilega margir til þess, að hljómsveitin getur lifað af þvf að leika fyrir þá. Sama má segja um Rödemor, sem er brjál- æðislega pólitfsk. Hér er þjóðfé- lagið svo Iftið, að hljómsveitirnar verða að vera æðislega fjölhæfar til að geta þjónað öllum sem koma á dansleiki," segja þeir. I lokin spyr Slagbrandur hvort þeir hafi átt f einhverjum sér- stökum erfiðleikum vegna þess að hljómsveitin sé fslenzk: „Það er varla hægt að segja það,“ svara þeir. „Þó má kannski segja, að fólk trúi þvf ekki al- mennilega, að það sé mögulegt að hljómsveit frá tslandi geti verið góð. Ætli fólk hér myndi ekki hugsa svipað, ef þvf væri boðið að hlusta á hfjómsveit frá Græn- landi. Það héldi líklega, að hún gæti varla verið neitt sérstök, af því að Grænland sé svo einangrað ... En þegar við erum búnir að spila fyrstu lögin, þá er fólkið orðið alveg sátt við hljómsveitina ii Og nú ætlar Pelikan að fara f hringferð um landið, byrja á Akranesi föstudaginn 19. ágúst og enda f Reykjavík 4—5 vikum sfð- ar, gjarnan með hljómleikum. Við látum Ómar Óskarsson eiga síðasta orðið: „Maður var farinn að sakna túr- anna um landið. Það var viss menning...“ — sh.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.