Morgunblaðið - 14.08.1977, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.08.1977, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 KAfhnú u (ö (jr^_ GRANI göslari hana fyrir mig fram yfir helgina, en þá er mann- inum mínum hoðið í sextugsafmæli? Þetta kalla ég óheiðarlega samkeppni! Endurskoóa þarf g j aldey risreglur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson ÖLL HÖFUM vid lent í því, að andstæðingur spilar spili, sem ástæða er til að halda að sé, eða við vitum, að er einspil. Þá ætlar hann að trompa næst þegar félagi hans kemst að og spilar litnum til baka. Oft er ekki til mötleikur gegn þessu og þá hafa þeir bara fundið vörnina sem dugði. En stundum er hægt að beita skæra- bragðinu svonefnda, sem byggist á því að klippa á samgönguleiðir andstæðinganna. Gjafari vestur, allir á hættu. Norður S. 94 H. D1087 T. KD L. AG1086 Vestur S. KD103 H. 3 T. 9543 L. 9754 Austur S. ÁG862 H. Á42 T. G872 L. 2 p! e „ COPINMCM 7*/£3 C05PER. Allt er það eins. Þegar ég loksins sé autt bílastæði erum við orðin bezínlaus og komumst ekki í stæðið! „Ég held að það sé fyrir löngu kominn tími til að við fáum hinar merku gjaldeyrisreglur okkar endurskoðaðar. Eins og sést af blöðum er um fátt meira ritað en reglur sem í gildi eru varðandi gjaldeyri til ferðalaga t.d., ekki sízt ef það er haft i huga að oft spretta upp einhvers konar svikamál, sem tengd eru þessum gjaldeyrisreglum og þá teka margir penna i hönd og fjalla um hve ófullnægjandi þessar reglur eru. Vissulega má ýmislegt að þeim finna, menn eru hvað heitastir út i þær reglur er snerta hinn al- menna ferðamann, þ.e. að hann skuli aðeins fá ákveðinn skammt af þessum erlendu aurum, þegar hann hyggur á ferðalög til út- landa og síðan aðeins hálfan eða kannski % af þessum skammti ef hann ætlar að veita sér þann mun- að að fra úr alndi í annað sinn á sama árinu. Það væri án efa fróð- legt að fá einhvern til að reikna það út hversu mikið af gjaldeyri færi í ferðalög erlendis, ef gert er ráð fyrir að þeir, sem fara til útlanda tvisvar á ári, fengju full- an skammt í annað sinn. Ætli þetta séu einhverjar ógurlegar upphæðir, sem myndu stefna gjaldeyrisforða okkar í meiru hættu en nú er? Ég held varla, en ég held hins vegar að ef reglur um ferðamannagjaldeyri yrðu rýmkaðar myndu mun fleiri skila sinum afgangsgjaldeyri, þegar heim kemur, því ég er viss um að mjög margir, sem til útlanda fara, eiga afgang þegar heim kemur, sem hvergi má vitnast um, því það mun vera ólöglegt að eiga gjald- eyri heima. Það að sifellt er verið að tala um einhver skipa- og jafnvel flug- vélakaup og ég get ekki betur séð en að þær upphæðir séu margfalt hærri en þessi nánös, sem ferða- maðurinn fær jafnvel þó að lagt sé saman það sem mjög margir ferðamenn fá. Er ekki gjaldeyri líka eytt í alls kyns skipaviðgerðir og viðhald flugvéla erlendis sem betur væri gert hérna heima og spara með því ómældan gjald- eyri? Fleira mætti sjálfsagt finna að þessum reglum og gera það á vísindalegri hátt en hér er gert, en bezt er að fara að hætta þess- um skrifum. En ég vil itreka þá ósk mina að sérfræðingar á þessu sviði, ferðaskrifstofumenn og aðr- ir haldi áfram að ræða þessi mál og koma með tillögur um breytta skipan gjaldeyrismála, ef mögu- legt er. Af öllum þessum umræð- um um gjaldeyrinn hefur manni a.m.k. skilizt að einhverju þyrfti að breyta, en ekki vita allir eins Suður S. 75 H. KG965 T. Á106 L. KD3 Suður varð sagnhafi í fjórum hjörtum eftir að norður hafði opnað á einu laufi, austur sagt spaða og vestur stutt hann. Vestur spilaði út spaðakóng, sem austur tók með ásnum og skipti í lauftvist. Af þessu var sterk einspils-lykt. Greinilegt var hvað austur ætlaði sér. Átti auðvitað hjartaásinn og ætiaði að koma vestri inn á spaða og fá síðan sjálfur að trompa lauf. Og tveir gjafaslagir á hvorn hálit- anna var einum og mikið. En suður sá, að hugsanlegur mótieikur gegn þessu var að beita skærabragðinu. Til þess þurfti austur að eiga tígulgosa. Hann tók þvi lauftvistinn með kóngnum, spilaði tigulsexu á drottninguna en tók tígulkónginn með ásnum. Siðan spilaði suður tígultiu og lét spaða frá blindum þegar vestur lét lágt. Austur mátti nú fá á tígulgosann því sam- gönguleiðin milli handa varnar- spilaranna var rofin eftir að spað- inn var farinn úr blindum. Og vörnin fékk aðeins þrjá slagi þar sem austur fékk ekki að trompa lauf. RETTU MER HOND ÞINA 16 ætlar að reyna að leggja fram tvö þúsund pund. Nú höfum við hugsað okkur að hafa svolitla athöfn f ráðhússalnum. En það verður erfitt að fást við það, sem lýtur að tónlistinni. Nú vildi ég... já, það var einhver, sem minntist á, að herra Mullah ættí óvenjugóðan og stóran grammófón, og þér eigið víst ágætt safn af Beethoven- hljómplötum. Satt að segja vor- um við að hugsa um að kanna, hvort við gætum fengið að heyra þær við athöfnina. — Þér viljið með öðrum orð- um fá lánaðan hjá mér grammófón og plötur? Hillhury sló með fingurgóm- unum á stóiarmana og strelttist við að vera vingjarnlegur. — Jahá, einmitt. En að sjálf- sögðu ætluðum við að biðja herra Mullah að vera svo vin- samlegan að koma til þess að sjá um grammófóninn og ef til vill að segja nokkur orð til skýringar á tónlistinnl. Já, það var einmitt þetta, sem vakti fyrir mér. Við þorum ekki að taka þetta að okkur sjálfir. Mullah sat hreyfingarlaus. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og lygndi aftur augunum. — En er það ekki I rauninni brot á lögunum, að ég láti sjá mig f ráðhússalnum? — O, jú það er nú rétL En okkur ætti að vera óhætt að breyta út af reglunni svona einu sinni. Það er ef til vill heldur óvenjulegt, en hér cr um það að ræða að hjálpa fólki, sem er f nauðum statt, svo við megum ekki vera of ... við verðum að reyna allar leiðir, ha, ha ... Mullah svaraði snöggt og með samanbitnar varir: — Með öðr- um orðum: Núna er ég svo sem nógu góður, af þvf að þið þurfíð að aura saman til hjálparstarfs- ins. Þið neyðizt til að vinna með óæðri kynþáttum vegna hins góða málefnis. Borgarst jórinn bölvaði f Itljóði. Ég mátti vita, að svona mundi fara, hugsaði hann. Hér sit ég og verð að hlusta á frýju- orð burðarkarls. Állt er þetta þvermóðskunni I Edith að kenna! Ég hefði aldrei átt að láta hafa mig út f þetta. Það var með naumindum, að honum tókst að stilla sig. Sfðan sagði hann hátt og myndug- lega: — Ég á aðeins við, að öll önnur sjónarmið verða að vfkja, þegar um er að ræða svo mikilsvert málefni. Við verðum að hjáipa ættíngjum verka- mannanna, sem fórust f námu- slysinu. Ahmed sat kyrr um stund. — Gott og vel, sagði hann að lok- um. — Ég skal koma. Hvenær viljið þið, að ég koml? XXX Athöfnin átti að fara að hefj- ast. Ahmed lyfti grammófónin- um upp úr kassanum aftan á hflnum og fór með hann inn f fordyri ráðhússins. Ibrahim bróðir hans hjálpaði honum. Þeir báru grammófóninn inn. Annar Indverji, frændi Ahmeds, hélt á hljómplöt- unum. Borgarst jórinn mætti Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi þeim I dyrunum. Hann var vin- gjarnlegur, en það var greini- lega uppgerð. Þeir gengu allir fjórir fram að pallinum og tóku að koma grammófóninum fyrir. Salurinn var þegar fullsetinn prúðbúnum, hvftum horgurum. Þegar allt var tilbúið. leit Ahmed f kringum sig og gáði að stólum. Hann sneri sér að borgarstjóranum og spurði: — Eru til þrfr stólar handa okkur? — Þrír stólar? Er nauðsyn- legt, að hinir tveir vinír herra Mullah verði hér kyrrir? — Neir, nauðsynlegt er það ekki, en mig langaði til þess, að þeír fengju að hlusta á hljóm- leikana. Borgarstjórinn rétti úr sér. Hann vildi ekki þola fleiri móðganir. Ilann hafði sannar- lega liðið nóg fyrir þetta heimskulega uppátæki. — Nei, Mullah minn góður, sagði hann með virðuleika, — það nægir fullkomlega, að þér verðíð hér áfram. Hinir hafa þegar fórnað sér nóg fyrir þetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.