Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGUST 1977 43 Cl/AD M/TT 1 VM Mm m m m m > EFTIR BILLY GRAHAM Eiginmaður minn er lasburða og vinnur ekki fullan vinnu- tfma. Ég var alin upp f fátækt. Nú lifi ég f sffelldum ðtta við skort. Það virðist eiga fyrir börnum mfnum að liggja að verða fátæklingar. Er nokkur von um örugga framtfð börnum okkar til handa? Það er til öruggt svar við vanda yðar, og ég vildi óska, að mér tækist að gera yður það ljóst. Ef þér alið börn yðar upp i þekkingu og kærleika Drottins, þá hafið þér tryggt þeim örugga framtíð. Kristur hitti margt fólk í sinni samtíð, sem hafði áhyggjur af tímalegum hlutum. Hann sagði: „Segið ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? eða: Hvað égum vér að drekka? eða: Hverju eigum vér að klæðast? Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnizt alls þessa“ (Matt. 6, 31—32). Ég hvet yður til að gangast undir vald Drottins og hlíta vilja hans fúslega í öllum hlutum. Segið honum frá þörfum yðar, og leggið í hans hendur, hvernig hann bætir úr þeim. Biblían segir: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð" (Filippíbréfið 4,6). Guð mun svara bænum yðar. Það getur gerzt á ósköp eðlilegan hátt. Það getur líka gerzt á óvæntan og undursamlegan hátt. Sleppið áhyggjunum, en í staðinn skulið þér treysta himneskum föður yðar fullkomlega. Þakkið honum, að hann heyrir bænir yðar, jafnvel áður en þér sjáið svarið. Gefið börnunum hlutdeild í þessu með yður og styrkið trú þeirra, er þ:u sjá Guð að verki, yður til hjálpar. Biblían segir: „Guð minn mun uppfylla sérhverja þörf yðar“ — Álögðgjöld hækka um 48% Framhald af bls.44 tekjuskatt kr. 5.158.549, Berg h.f. greiðir 379.420. Sildarverksmiðj- ur ríkisins greiða kr. 6.412.600 i aðstöðugjald og Þormóður rammi kr. 5.225.300. A Sauðárkróki greiðir Óskar Jónsson læknir hæst gjöld kr. 2.237.559, þar af eru kr. 1.646.759 tekjuskattur, en útsvar er kr. 590.800. Sigurður Jónsson lyfsali er annar í röðinni á Sauðárkróki með samtals kr. 1.880.000 í álögð gjöld, tekjuskattur er kr. 1.336.060 og útsvar kr. 544.800. Af fyrirtækjum greiðir Kaupfé- lag Skagfirðinga hæst gjöld, kr. 1.856.334 í tekjuskatt og kr. 3.569.200 i aðstöðugjald eða sam- tals kr. 5.425.534, þá kemur Loð- Annar áfangi verkamannabú- staðaíBreið- holtihafinn Fyrsta skóflustungan að 2. áfanga verkamannabústaða í Breiðholti var tekin í gær af Birgi lsleifi Gunnarssyni borgarstjóra. Rísa þau mannvirki við Austurberg en fyrri hluti var byggður í Selja- hverfi. / Ok á umferð- armerki — eyðilagði bílinn A FIMMTA timanum í gærmorg- un ók Moskvits bíll á umferðar- merki við Suðurlandsbraut 4 og er híllinn talinn ónýtur. Ilins vegar urðu ekki meiðsli á fólki. Þegar lögreglan kom á stað- inn var bílstjórinn vart viðmæl- andi og var hann fluttur i fanga- geymnslur lögreglunnar, þar sem hann var látinn sofa vimu nætur- innar úr sér. Atti síðan að yfir- heyra hann um hádegisbilið i gær. skinn h.f. sem greiðir kr. 1.240.450 í tekjuskatt og kr. 3.391.200 í aðstöðugjald eða sam- tals kr. 4.631.650. — Vance Framhald af bls. 1 verið fullmikil Gætti hvarvetna mikillar tregðu að aðilar hæfu raunhæfar viðræður á ný, og voru ýmsar kröfur og staðhæfingar fram bornar af báðum, sem bein- linis virtust til þess gerðar að torvelda samkomulag. Eru stjórn- málafréttaritarar ekki trúaðir á að veður skipist í lofti hvað þetta snertir á næstunni. — Rvíkurbréf Framhald af bls. 23 og svokallaðra þróunarlanda er naumast hægt að ræða i sömu andrá, svo hrópandi mismunur er þar á. Og þó — ef til vill er ekki hægt að ræða lífskjör hinna bezt settu í heiminum, nema renna um leið huga til hinna verst settu — og þeirrar skyldu, sem hvílir á okkar herðum, Islendinga,-ekki siður en annarra velferðarrikja, að leggja vanþróuðum rikjum lið, hjálp til sjálfshjálpar. í þvi efni höfum við nokkuð gert en hvergi nærri svo, að við getum kinnroða- laust borið saman lífskjör okkar ogþeirra. _ — Flugstöð í Eyjum Framhald af bls. 44 hjá Flúgmálastjórn samkvæmt upplýsingum Hrafns Jóhannsson- ar tæknifræðings. Reiknað er með 28 millj. kr. í flugstöðina á þessu ári i fjárlögum. Þá er hafin bygging flugturns i Vestmannaeyjum í stað þess gamla sem fauk að hluta í storm- gjólu s.l. ár og er reiknað með að nýi flugturninn verði fullbyggður og tilbúinn til notkunar um næstu áramót. Þá er verið að ganga frá lýsingu á norður-suður flugbraut- inni í Eyjum með brautar- og að- flugs-hallaljósum eins og á aust- ur-vestur brautinni, en ljósabún- aður þessi á að vera kominn i gagnið fyrir veturinn. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 Nú er nýkomin sending af húsgögnum frá Casina á Italíu. Glæsileg sófa- og borðstofusett ásamt fjölda annarra hluta til heimilisnota. Vörur heimsþekktra hönnuða svo sem Mario Bellini Le Corbusier, Vico Magistretti Mackintosh og Tobia Scarp sameina sameina notagildi og fallegt útlit. Verslunin Casa er sýningarsalur sígildrar hönnunnar í smáu, ersnýrað húsgögnum og nytjahlutum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.