Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 24
24 KA bætir enn stöðuna GUNNAR Blöndal var heldar bel- ur á skotskónau þegar KA lék við Selfoss á Akureyrarvelli á laugar- daginn. KA vann stórsigur 8:1 og skoraði Gunnar fjögur markanna. IVleð þessum sigri bætti KA enn stöðu sína á toppi 2. deiidar og 1. deildarsætið er í seilingarfjar- lægð eftir tap Hauka fyrir Völs- ungi á Húsavfk. Eins og svo oft áður i sumar voru kaflaskipti í leiknum hjá KA. 1 fyrri hálfleik náði liðið sér ekki á strik og var staðan í hálf- leik 2:1 en i seinni hálfleik fór KA i gang og mörkin komu á færibandi. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 30. mínútu og skor- aði Gunnar Blöndal markið með lausu skoti af stuttu færi eftir að hafa fengið boltann frá Jóhanni Jakobssyní. Á 39. mínútu jafnaði Selfoss með marki Stefáns Larsens eftir aukaspyrnu. Tveim- ur mínútum fyrir hlé skoraði Sig- björn Gunnarsson gott mark með skoti af löngu færi og breytti stöð- unni í 2:1 og þannig stóð i hálf- leik. Strax á 2. minútu seinni hálf- leiks skoraði Gunnar Blöndal eft- ir að hafa hlaupið af sér vörn Selfyssinga. Á 55 mínútu fékk KA innkast, boltinn barst inn i teig- inn til Jóhanns Jakobssonar og hann skoraði með góðu skoti af vitapunkti. Á 61. mínútu breytti Armann Sverrisson stöðunni í 5:1 eftir að hafa fengið boltann frá Gunnari Blöndal og tveimur min- útum siðar bætti Gunnar við marki eftir að hafa hlaupið af sér vörn Selfyssinga. A 65. minútu skoraði Gunnar enn og nú sitt fjórða mark með skoti af 25 metra færi. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Sverrir Þórisson varamaður siðasta mark KA með lausu skoti"áf stuttu færi. 1 liði KA var Gunnar Blöndal áberandi beztur. Hjá Selfossi áttu allir leikmenn slæman dag en Tryggvi Gunnarsson var einna beztur. Er staða liðsins orðin anzi slæm á botni 2. deildar. —GG/SS. Páll Ólafsson skorar annað mark Þróttar eftir mikinn einleik. Ljósm. Sigtr. Omggur sigur Þróttar Allt bendir til þess að Reykja- víkur Þróttur ætli að endur- heimta sa-ti sitt í 1. deild eftir aðeins eins árs veru í 2. deild. A ÍSFIRÐING- AR A UPPLEIÐ Isfirðingar fikra sig smá saman upp töfluna í 2. deild. A laugar- daginn fengu þeir Reyni frá Sandgerði í heimsókn og unnu heimamenn 2:1. Var þetta mjög svo verðskuldaður sigur og hann hefði getað verið stærri. Isfirðingar sóttu kappsamlega í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora þrátt fyrir mýmörg tæki- færi. Meðal annars áttu þeir skot í stöng og slá. I byrjun seinni hálf- leiks skoraði Ómar Torfason tvö mörk með stuttu millibili. Mörkin voru bæði eins, hörkuskalli í net- ið eftir hornspyrnu. Sjö mínútum fyrir leikslok skoruðu Sandgerð- ingar mark eftir mistök í vörn IBI og var Pétur Sveinsson þar að verki. Ómar Torfason var langbezti maður vallarins í þessum leik en hjá Reyni var Pétur Brynjarsson beztur. ÓÞ/SS. laugardaginn unnu Þróttarar ör- uggan sigur gegn Reyni frá Ár- skógsströnd 4:1 og hefði sá sigur getað orðið miklu stærri eftir gangi leiksins. Við þetta tap má telja víst að fokið hafi síðustu vonir Reynismanna um að halda sæti sfnu í 2. deild. Þróttarar léku undan strekk- ingsvindi i fyrri hálfleik og var leikurinn þá nánast einstefna að marki Reynismanna. Skoruðu Þróttarar tvö mörk í fyrri hálf- leiknum en miðað við tækifærin í leiknum efðu mörkin allt eins get- að orðið 6—8 í hálfleiknum. Fyrsta markið kom á 10. minútu og skoraðí markaskorarinn mikli Páll Ólafsson það mark með skalla eftir hornspyrnu. Skalli Páls var laus og virtist manni að varnarmenn Reynis hefðu átt að geta komið í veg fyrir markið. A 16. minútu var Páll aftur á ferð- inni. Hann fékk boltann við miðju vallarins, lék á 4—5 leikmenn Reynis og siðast á markvörðinn og renndi boltanum í netið af stuttu færi. Fallega gert hjá Páli. I seinni hálfleik jafnaðist leik- urinn nokkuð en Þróttur hafði þó allta undirtökin. Á 74. minútu var dæmd vítaspyrna á Reyni þegar Þorgeiri Þorgeirssyni var brugðið innan vítateigs og skoraði Daði Harðarson örugglega úr víta- spyrnunni. Tveimur mínútum síð- ar komst Felix Jósafatsson skyndilega inn fyrir vörn Þróttar og hann var ekkert að hika heldur skoraði glæsilegt mark með skoti í hornið uppi. Ekki var mínúta lið- in þegar Páll hafði svarað fyrir Þrótt með sinu þriðja marki. Sending kom frá vinstri og fór boltinn yfir markvörðinn þannig að Páll átti auðvelt með að renna boltanum í netið. Hjá Þrótti bar mest á Páli en hann er anzi eigingjarn. Þá var vörn Þróttar traust. Hjá Reyni var Halldór Reimarsson áberandi beztur. Baldur Scheving dæmdi leikinn heldur slaklega. — SS. ÞRÓTTARAR hafa verið erfiðir heim að sækja á Neskaupstað og þvl kom það töluvert á óvart að Armenningar skyldu hafa bæði stigin heim til sín á laugardag- inn. Armann vann sem sagt 1:0 í mjög slökum leik. Þetta var alira lélegasti leikur Norðfirðinga í sumar. Leikmenn náðu sér aidrei á strik og þeir fengu engin umtalsverð tækifæri í leiknum. Ármenningarnir voru litlu betri og leikurinn bar þess merki, tóm hlaup og kýlingar fram og aftur. Var leikurinn í algerrri andstæðu við veðrið, sem var mjög gott. Eina mark leiksins kom á 13. minútu. Egill Steinþórsson átti þá skot að marki Norðfirðinga af vitateig. Þetta var lúmskt skot, sem fór í stöng og inn án þess að markvörður Þróttar fengi vörnum við komið. Armenningar fengu ekki fleiri tækifæri og það var helst að hætta skapaðist þegar Jón Hermannsson tók hornspyrn- ur en þær framkvæmir hann mjög vel. Leikmenn Þróttar léku langt undir getu en í liði Ármanns þótti Ólafur Jónsson miðvörður bera af öðrum. — HB/SS. Fyrsta tap Hauka HAUKAR sóttu Húsvíkinga heim á laugardaginn og léku við Völs- ung fyrsta leikinn á nýjum gras- velli Húsvlkinganna. Heimamenn voru að vonum I hátíðarskapi og gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka 2:0. Er þetta fyrsta tap Hauka I mótinu og eru vonir liðs- ins um að vinna sæti I 1. deild nú verulega minni en áður. Hins veg- ar jukust stórlega horfurnar á því að Völsungur sleppi við fall I 3. deild. Glaðasólskin var á Húsavfk á laugardaginn og funhiti og settu þessar aðstæður mark sitt á leik- inn, sem var heldur slakur af hálfu beggja liða. Sérstaklega var fyrri hálfleikurinn daufur, mest kýlingar út í loftið og sáralítið spilað. Bæði lið fengu þó tækifæri en þau nýttust ekki. Seinni hálfleikur var öllu betri. Um miðjan hálfleikinn skoraði Völsungur fyrra markið. Ung- lingalandsliðsmaðurinn Berg- mann Olgeirsson sendi stungu- bolta inn fyrir vörn Haukanna og Hafþór Helgason kom á fullri ferð af vinstri kantinum, hijóp varnar- menn Hauka af sér og skoraði framhjá úthlaupandi markverðin- um. Þremur minútum fyrir leiks- lok innsiglaði Hafþór sigur Völs- ungs þegar hann skoraði með föstu skoti af fremur stuttu færi eftir að hafa fengið sendingu frá Helga Helgasyni. Helgi lék lag- lega upp að endamörkum og gaf boltann út í teiginn og Hafþóri brást ekki bogalistin. Þetta var verðskuldaður sigur því heimamenn voru áberandi betri aðilinn í leiknum. Beztu menn voru Gísli Haraldsson, Helgi Helgason og Bergmann 01- geirsson. Lið Haukanna var óvenju dauft i þessum leik en einna beztur var Ólafur Jóhannesson. Grétar Norðfjörð gæmdi leik- inn og skilaði hlutverki sínu vel. — IF/SS. Staðan er þessi I 2. deild að loknum 13 umferðum: KA Þróttur R Ármann Haukar Isafjörður Reynir S Þróttur N Völsungur Selfoss Selfoss Reynir A 13 10 1 2 13 922 733 6 7 1 544 535 3 3 7 337 229 229 12 10 13 13 13 13 13 13 13 13 13 39:18 21 30:14 20 22:13 17 18:9 16:17 20:22 15:22 13:21 11.29 11:29 13:32 17 14 13 9 9 6 6 4 Valur Islandsmeistari VALUR varði Islandsmeistara- titil sinn í útihandknattleik karla þegar liðið mætti Vikingi í úrslitaleik við Austurbæjar- skólann á sunnudaginn. Valur sigraði 23:16 eftir að staðan hafði verið 13:6 í hálfleik. Fram hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Hauka 22:18. Leikur Vals og Víkings var jafn til að byrja með og var staðan t.d. 5:5. En upp úr því tóku Valsmenn leikinn í sínar hendur og breyttu stöðunni í 13:6 í hálfleiknum. 1 seinni hálfleik tókst Víkingunum að minnka muninn nokkuð og tví- vegis var þriggja marka munur en Valsmenn gáfu ekkert eftir og sigruðu örugglega. Valsliðið náði mjög vel saman í þessum leik öfugt við Víkingsliðið og Hákon Arnþórsson varði mjög vel í marki Vals á meðan kolleg- ar hans i Víkingsmarkinu vörðu vart bolta. Jón Pétur Jónsson var mjög sterkur i þessum leik, sérstak- lega i fyrri hálfleik þegar hann skoraði 8 mörk. Alls skoraði Jón 10 mörk I leiknum. Björn Björnsson skoraði 4 mörk, Jón Karlsson 3, Þorbjörn Jensson og Gísli Blöndal 2 mörk hvor og Stefán Gunnarsson og Þorbjörn Guðmundsson sitt markið hvor. Ólafur Einarsson skoraði 8 af mörkum Vikings, Þorbergur Aðalsteinsson og Viggó Sig- urðsson 2 mörk hvor og Björg- vin Björgvinsson, Páll Björg- vinsson og Magnús Guðmunds- son eitt mark hver. Hjá Fram skoraði Pálmi Pálmason flest mörk eða 7 og hjá Haukum var Þórir Gislason markhæstur með 4 mörk. Valsmenn taka við Islandsbikarnum. Talið frá vinstri: Hákon Bjarnason, stjórnarmaður HSl, Stefán Gunnarsson fyrirliði, Garðar Kjartansson, Hákon Arnþórsson, Jón P. Jónsson, Jón H. Karlsson, GIsli Blöndal, Þorbjörn Guðmundsson, Þorbjörn Jensson, Jóhannes Stefánsson, Karl Jónsson, Sverrir Ögmundsson og Björn Björnsson. Ljósm. Rax. » •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.