Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 Dr. Gunnar Sigurdsson læknir: Mataræði, kólesteról og kransæðasjúkdómar F/EBI RIKT AF DYRAFITU OG KOLESTEROLI ERFBIR OFFITA HÆKKAB KOLESTEROL I BLOÐI REYKINGAR r HÆKKABUR BLÓÐÞRÝSTINGUR sykursýki o.fl. ÆDAKOLKUN KRANSÆÐA- sjÚkdomar BLOBRASARTRUFLUN I FÓTUK'OG VIBAR "’ynd 1: Samverkan margra þatta stuðlar ad myndun ædakÓlkunar. Einn þessara þÁtta er hækkab KÓLESTERÓL I BLÓBI, SEM ORSAKAST M.A. AF MIKILLI NEYZLU METTABRAR FITU. Frumorsök æðakölkunar er að verulegu leyti óþekkt ennþá, en hóprannsóknir, sem gerðar hafa verið í mörgum löndum á síðustu tveimur áratugum hafa leitt í ljós, að viss líkams- og hegðunarein- kenni einstaklinga auka verulega líkurnar á, að viðkomandi ein- staklingur með þessi einkenni fái siðar æðakölkun og þá sjúkdóma, sem henni fylgja. Þessi einkenni hafa verið kölluð áhættuþættir. Þessum fjölmörgu hóprannsókn- um ber yfirleitt vel saman um hverjir séu helztu áhættuþættir fyrir æðakölkun: hækkaður blóð- þrýstingur, vindlingareykingar og hækkað kólesteról í blóði. Fleiri áhættuþættir hafa einnig verið greindir, svo sem sykursýki o.fl. (sjá mynd 1). í þessari grein verður einkum fjallað um tengsl mataræðis, kólesteróls í blóði og æðakölkun- ar, en talsvert hefur verið rætt úm ’þessi tengsl að undanförnu í ræðu og riti og sumt af því verið f hálfgerðum þjóðsagnastíl. Það mætti a.m.k. skiljast svo af grein- um dr. Stefáns Aðalsteinssonar í Morgunblaðinu nýlega, að þeim fjölmörgu vísindamönnum, sem eytt hafa árum í rannsóknir á orsökum æðakölkunar hefði verið nær að rýna í íslenzkar þjóðsögur. Til þess að gera þessum vísinda- mönnum jafnhátt undir höfði og islenzkum þjóðsagnahöfundum, mun ég í grein þessari reyna að draga saman helztu niðurstöður þessara rannsókna um tengsl mataræðis og æðakölkunar. „Kólesterólkenning- in“ Kólesteról finnst í blóði hvers einstaklings og gegnir þar lifs- nauðsynlegu hlutverki i sam- bandi við eðlilegan frumuvöxt í vefjum líkamans ásamt öðru. Hóprannsóknir hafa sýnt að meðalkólsterólmagn margra vest- rænna þjóða er margfalt það, sem nauðsynlegt er til að sinna þessu lífsnauðsynlega starfi. Sterkar líkur benda til að hátt kólesteról- magn í blóði gegni veigamiklu hlutverki í myndun æðakölkunar. Það, sem einkum rennur stoðum undir þessa kólesterólkenningu, er m.a. eftirfarandi: 1) Vefjabreytingarnar í veggjum slagæðanna, sem sjást við æða- kölkun, einkennast að verulegu leyti af kólesterólútfellingum.1 Sýnt hefur verið fram á með ým- iss konar tilraunum, að mest af. þessu kólesteróli hefur siazt úr1 blóðinu inn í æðaveginn. 2) Unnt er að framkalla æða- kölkun, svipaðri þeirri, sem finnst í mannfólkinu, í mörgum dýrategundum, með því að gefa dýrunum fæði, sem hækkar kólesterólið i blóði þeirra. Þeim mun meiri, sem kólesterólhækk- unin verður, því meiri verða æða- breytingarnar og skemmri tíma tekur að framkalla þær. I öpum o.fl. dýrategundum hefur einnig verið sýnt fram á, að þessar æða- breytingar hverfa að verulegu leyti, þegar dýrunum hefur að nýju verið gefið fæði, sem lækkar kólsterólið aftur í blóði þeirra. 3) Hóprannsóknir, sem gerðar voru í 7 þjóðlöndum leiddu í ljós sterka fylgni milli meðalgildis kólesteróls heilla þjóða og tíðni kransæðasjúkdóma í þessum löndum. Þannig fannst hátt meðalgildi kólsteróls t.d. í Banda- ríkjunum og Finnlandi, þar sem hins vegar þjóðir Suður-Evrópu t.d. ítalíu og Grikklands höfðu mun lægra meðalgildi af kólster- óli og kransæðasjúkdómar eru þar mun fátíðari. 4) Fjölmargar hóprannsóknir i mörgum löndum, þar sem fylgzt hefur verið með stórum hópi fólks allt að 20 ár, hafa þráfald- lega sýnt, að áhættan á kransæða- sjúkdómum stendur i beinu hlut- falli við kólsterólgildi viðkomandi einstaklinga. Þannig er miðaldra karlmönnum með kólesterólgildi ofan við 260 mg/dl tvisvar til þrisvar sinnum hættara við að fá einkenni um kransæðasjúkdóm innan 5—10 ára en þeim, sem hafa kólesterólgildi neðan við 220 (samanber mynd 2). Til saman- burðar má geta þess, að sam- kvæmt rannsókn Hjartaverndar hafa nær 40% miðaldra islenzkra karlmanna kólesterólgildi ofan við 260. Tengsl mataræðis og kólesteróls í blóði. Kólesterólgildi einstaklinga ákvarðast bæði af erfðum og um- hverfisþáttum. Sterkustu um- hverfisþættirnir eru sametning fæðisins og að mínna marki líkamsþyngd. Þannig hafa mann- eldisrannsóknir glögglega leitt í Ijós: 1) Unnt er að hækka kólester- ólgildi einstaklinga með því að gefa viðkomandi fæðu, sem er auðug af mettaöri dýrafitu og kólesteróli, en hins vegar er unnt að lækka kólesterólgildi flestra um 15—25% með því að minnka neyzlu á mettaðri fitu og gefa í staðinn að nokkru leyti ómettaða fitu, svo sem finnst í vissum teg- undum jurtaolíu og jurtasmjörlik- is. 2) Sterk fylgni er milli meðal- neyzlu flestra þjóða af mettaðri fitu og meðalgildis kólesteróls í blóði. Hins vegar hefur slik fylgni ekki verið staðfest milli neyzlu hvers einstaklings og kólesteról- gildis hans. Líklegasta skýringin á þessum mismun er talin vera sú, að mjög erfitt hefur reynzt að gera nákvæma úttekt á neyzlu hvers einstaklings yfir nógu lang- an tíma, en þessi ónákvæmni komi ekki að sök, þegar nógu margir einstaklingar í hóp séu kannaðir. 3) Nokkur fylgni er milli líkamsþyngdar og kólesteróls í blóði og við megrun lækkar kólesteról að jafnaði nokkuð. Niðurstöður þessara rannsókna varðandi samsetningu mataræðis- ins hafa þvi verið, að það sé eink- um neyzlan á mettaðri dýra fitu, svo sem úr feitu kjöti og feitum mjóikurafurðum, sem ákvarði kólesterólgildið í blóði. Kólsteról- ið I fæðunni, sem einkum finnst í eggjarauðu, innmat og í minna mæli i kjöti og feitum mjólkur- afurðum, gegnir einnig hlutverki í ákvörðun kólesterólsins í blóð- inu en í minna mæli en mettuð fita. Fjölómettuð fita eins og í vissum jurtaafurðum, oliu og smjörlíki, stuðlar hins vegar að lækkun kólesteróls i blóði. Svör- un einstaklinganna er hins vegar mismunandi og ákvarðast m.a. verulega af erfðum. Flestar þess- ara rannsókna hafa sýnt, að neyzla kolvetna- og eggjahvítu- efna hefur út af fyrir sig óveruleg áhrif á kólesterólgildið nema að því leyti, að ofneyzla leiði til of- fitu, sem stuðlar að hækkuðu kólesteróli. Áhrif kliðis á kólestarólbúskapinn er enn til rannsóknar. tslenzkt mataræði og kólesterólgildi í ís- lendingum: Rannsókn Hjartaverndar sýndi, að meðalgildi miðaldra íslenzkra karlmanna var um 255 mg/dl., sem er með þvi hæsta sem gerist með nokkurri þjóð. Hvað veldur þessu háa kólesteróigildi? Könnun sem gerð var á matar- æði hóps Reykvíkinga og Arnes- inga fyrir fáeinum árum benti til þess að yfir 40% af heildarorku- magni fæðisins væri fengið úr fitu og er þessi hundraðshluti sizt minni en meðal þeirra vestrænna þjóða, sem hafa hátt meðalgildi kólesteróls. Rannsókn Hjarta- verndar hefur og staðfest, að of- fita er mjög almenn á Islandi. En eins og áður er getið ráða þessir þættir, fituneyzla og offita, miklu um kólesterólgildið, og því verður að teljast líklegt að þessir þættir valdi miklu um hið háa meðal- gildi kólesteróls í Islendingum. Er unnt að draga úr tíðni kransæðasjúk- dóma? Aðurnefndir áhættuþættir eru einkum taldir vera orsakavaldur að æðakölkun i fólki, sem fær sjúkdómseinkenni fyrir sextiu og fimm ára aldur. Þess vegna hefur verið talið líklegt, að með þvi að minnka áhættuþætti þessa fólks nógu snemma á ævinni, t.d. með því að minnka reykingar, lækka blóðþrýsting þess og kólesteról, mætti hindra eða tefja fyrir, að einstaklingar með þessa áhættu- þætti fengju æðakölkun. 1 þessu skyni hafa verið gerðar nokkrar tilraunir á hópum fólks, þar sem einum hópnum hefur verið ráð- lagt mataræði, sem lækkaði kólesteról þeirra, en annar hópur hefur haldið áfram á sinu fyrra mataræði. Hópunum hefur síðan verið fylgt eftir I nokkur ár og samanburður gerður á fjölda ^ s: C3 M « o 200 150 100 50- ÍiYND 2: en 220 275 en 300 KÓLESTERÓLGfLDI, ClÓD, MG/DL Synir hvernig tiðni kransæbasjúkdóma í MIÐALDRA KARLMONNUM FER VAXANDI MEÐ HÆKKUDU KOLESTERÓLI I BLODI. (Tekið Ór EANDARÍSKU HÓPF.ANNSÓKNUNUM IÍATIONAL POOLING PROJECT) . 200 150 100 0 12 3 Fjöldi áhættu.þátta til STAÐAR Iíynd 3: SÝNIR samverkanir ahættuþattanna þriggja, hækkabs kólesteróls, hækkabs blóbþrystings OG reykinga í orsok kransæðasjúkdóma. (Tekib úr bandarÍsku hÓPRANNSOKNUNUM IJatioNal Pooling Project).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.