Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedaugust 1977næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 14

Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 Dr. Gunnar Sigurdsson læknir: Mataræði, kólesteról og kransæðasjúkdómar F/EBI RIKT AF DYRAFITU OG KOLESTEROLI ERFBIR OFFITA HÆKKAB KOLESTEROL I BLOÐI REYKINGAR r HÆKKABUR BLÓÐÞRÝSTINGUR sykursýki o.fl. ÆDAKOLKUN KRANSÆÐA- sjÚkdomar BLOBRASARTRUFLUN I FÓTUK'OG VIBAR "’ynd 1: Samverkan margra þatta stuðlar ad myndun ædakÓlkunar. Einn þessara þÁtta er hækkab KÓLESTERÓL I BLÓBI, SEM ORSAKAST M.A. AF MIKILLI NEYZLU METTABRAR FITU. Frumorsök æðakölkunar er að verulegu leyti óþekkt ennþá, en hóprannsóknir, sem gerðar hafa verið í mörgum löndum á síðustu tveimur áratugum hafa leitt í ljós, að viss líkams- og hegðunarein- kenni einstaklinga auka verulega líkurnar á, að viðkomandi ein- staklingur með þessi einkenni fái siðar æðakölkun og þá sjúkdóma, sem henni fylgja. Þessi einkenni hafa verið kölluð áhættuþættir. Þessum fjölmörgu hóprannsókn- um ber yfirleitt vel saman um hverjir séu helztu áhættuþættir fyrir æðakölkun: hækkaður blóð- þrýstingur, vindlingareykingar og hækkað kólesteról í blóði. Fleiri áhættuþættir hafa einnig verið greindir, svo sem sykursýki o.fl. (sjá mynd 1). í þessari grein verður einkum fjallað um tengsl mataræðis, kólesteróls í blóði og æðakölkun- ar, en talsvert hefur verið rætt úm ’þessi tengsl að undanförnu í ræðu og riti og sumt af því verið f hálfgerðum þjóðsagnastíl. Það mætti a.m.k. skiljast svo af grein- um dr. Stefáns Aðalsteinssonar í Morgunblaðinu nýlega, að þeim fjölmörgu vísindamönnum, sem eytt hafa árum í rannsóknir á orsökum æðakölkunar hefði verið nær að rýna í íslenzkar þjóðsögur. Til þess að gera þessum vísinda- mönnum jafnhátt undir höfði og islenzkum þjóðsagnahöfundum, mun ég í grein þessari reyna að draga saman helztu niðurstöður þessara rannsókna um tengsl mataræðis og æðakölkunar. „Kólesterólkenning- in“ Kólesteról finnst í blóði hvers einstaklings og gegnir þar lifs- nauðsynlegu hlutverki i sam- bandi við eðlilegan frumuvöxt í vefjum líkamans ásamt öðru. Hóprannsóknir hafa sýnt að meðalkólsterólmagn margra vest- rænna þjóða er margfalt það, sem nauðsynlegt er til að sinna þessu lífsnauðsynlega starfi. Sterkar líkur benda til að hátt kólesteról- magn í blóði gegni veigamiklu hlutverki í myndun æðakölkunar. Það, sem einkum rennur stoðum undir þessa kólesterólkenningu, er m.a. eftirfarandi: 1) Vefjabreytingarnar í veggjum slagæðanna, sem sjást við æða- kölkun, einkennast að verulegu leyti af kólesterólútfellingum.1 Sýnt hefur verið fram á með ým- iss konar tilraunum, að mest af. þessu kólesteróli hefur siazt úr1 blóðinu inn í æðaveginn. 2) Unnt er að framkalla æða- kölkun, svipaðri þeirri, sem finnst í mannfólkinu, í mörgum dýrategundum, með því að gefa dýrunum fæði, sem hækkar kólesterólið i blóði þeirra. Þeim mun meiri, sem kólesterólhækk- unin verður, því meiri verða æða- breytingarnar og skemmri tíma tekur að framkalla þær. I öpum o.fl. dýrategundum hefur einnig verið sýnt fram á, að þessar æða- breytingar hverfa að verulegu leyti, þegar dýrunum hefur að nýju verið gefið fæði, sem lækkar kólsterólið aftur í blóði þeirra. 3) Hóprannsóknir, sem gerðar voru í 7 þjóðlöndum leiddu í ljós sterka fylgni milli meðalgildis kólesteróls heilla þjóða og tíðni kransæðasjúkdóma í þessum löndum. Þannig fannst hátt meðalgildi kólsteróls t.d. í Banda- ríkjunum og Finnlandi, þar sem hins vegar þjóðir Suður-Evrópu t.d. ítalíu og Grikklands höfðu mun lægra meðalgildi af kólster- óli og kransæðasjúkdómar eru þar mun fátíðari. 4) Fjölmargar hóprannsóknir i mörgum löndum, þar sem fylgzt hefur verið með stórum hópi fólks allt að 20 ár, hafa þráfald- lega sýnt, að áhættan á kransæða- sjúkdómum stendur i beinu hlut- falli við kólsterólgildi viðkomandi einstaklinga. Þannig er miðaldra karlmönnum með kólesterólgildi ofan við 260 mg/dl tvisvar til þrisvar sinnum hættara við að fá einkenni um kransæðasjúkdóm innan 5—10 ára en þeim, sem hafa kólesterólgildi neðan við 220 (samanber mynd 2). Til saman- burðar má geta þess, að sam- kvæmt rannsókn Hjartaverndar hafa nær 40% miðaldra islenzkra karlmanna kólesterólgildi ofan við 260. Tengsl mataræðis og kólesteróls í blóði. Kólesterólgildi einstaklinga ákvarðast bæði af erfðum og um- hverfisþáttum. Sterkustu um- hverfisþættirnir eru sametning fæðisins og að mínna marki líkamsþyngd. Þannig hafa mann- eldisrannsóknir glögglega leitt í Ijós: 1) Unnt er að hækka kólester- ólgildi einstaklinga með því að gefa viðkomandi fæðu, sem er auðug af mettaöri dýrafitu og kólesteróli, en hins vegar er unnt að lækka kólesterólgildi flestra um 15—25% með því að minnka neyzlu á mettaðri fitu og gefa í staðinn að nokkru leyti ómettaða fitu, svo sem finnst í vissum teg- undum jurtaolíu og jurtasmjörlik- is. 2) Sterk fylgni er milli meðal- neyzlu flestra þjóða af mettaðri fitu og meðalgildis kólesteróls í blóði. Hins vegar hefur slik fylgni ekki verið staðfest milli neyzlu hvers einstaklings og kólesteról- gildis hans. Líklegasta skýringin á þessum mismun er talin vera sú, að mjög erfitt hefur reynzt að gera nákvæma úttekt á neyzlu hvers einstaklings yfir nógu lang- an tíma, en þessi ónákvæmni komi ekki að sök, þegar nógu margir einstaklingar í hóp séu kannaðir. 3) Nokkur fylgni er milli líkamsþyngdar og kólesteróls í blóði og við megrun lækkar kólesteról að jafnaði nokkuð. Niðurstöður þessara rannsókna varðandi samsetningu mataræðis- ins hafa þvi verið, að það sé eink- um neyzlan á mettaðri dýra fitu, svo sem úr feitu kjöti og feitum mjóikurafurðum, sem ákvarði kólesterólgildið í blóði. Kólsteról- ið I fæðunni, sem einkum finnst í eggjarauðu, innmat og í minna mæli i kjöti og feitum mjólkur- afurðum, gegnir einnig hlutverki í ákvörðun kólesterólsins í blóð- inu en í minna mæli en mettuð fita. Fjölómettuð fita eins og í vissum jurtaafurðum, oliu og smjörlíki, stuðlar hins vegar að lækkun kólesteróls i blóði. Svör- un einstaklinganna er hins vegar mismunandi og ákvarðast m.a. verulega af erfðum. Flestar þess- ara rannsókna hafa sýnt, að neyzla kolvetna- og eggjahvítu- efna hefur út af fyrir sig óveruleg áhrif á kólesterólgildið nema að því leyti, að ofneyzla leiði til of- fitu, sem stuðlar að hækkuðu kólesteróli. Áhrif kliðis á kólestarólbúskapinn er enn til rannsóknar. tslenzkt mataræði og kólesterólgildi í ís- lendingum: Rannsókn Hjartaverndar sýndi, að meðalgildi miðaldra íslenzkra karlmanna var um 255 mg/dl., sem er með þvi hæsta sem gerist með nokkurri þjóð. Hvað veldur þessu háa kólesteróigildi? Könnun sem gerð var á matar- æði hóps Reykvíkinga og Arnes- inga fyrir fáeinum árum benti til þess að yfir 40% af heildarorku- magni fæðisins væri fengið úr fitu og er þessi hundraðshluti sizt minni en meðal þeirra vestrænna þjóða, sem hafa hátt meðalgildi kólesteróls. Rannsókn Hjarta- verndar hefur og staðfest, að of- fita er mjög almenn á Islandi. En eins og áður er getið ráða þessir þættir, fituneyzla og offita, miklu um kólesterólgildið, og því verður að teljast líklegt að þessir þættir valdi miklu um hið háa meðal- gildi kólesteróls í Islendingum. Er unnt að draga úr tíðni kransæðasjúk- dóma? Aðurnefndir áhættuþættir eru einkum taldir vera orsakavaldur að æðakölkun i fólki, sem fær sjúkdómseinkenni fyrir sextiu og fimm ára aldur. Þess vegna hefur verið talið líklegt, að með þvi að minnka áhættuþætti þessa fólks nógu snemma á ævinni, t.d. með því að minnka reykingar, lækka blóðþrýsting þess og kólesteról, mætti hindra eða tefja fyrir, að einstaklingar með þessa áhættu- þætti fengju æðakölkun. 1 þessu skyni hafa verið gerðar nokkrar tilraunir á hópum fólks, þar sem einum hópnum hefur verið ráð- lagt mataræði, sem lækkaði kólesteról þeirra, en annar hópur hefur haldið áfram á sinu fyrra mataræði. Hópunum hefur síðan verið fylgt eftir I nokkur ár og samanburður gerður á fjölda ^ s: C3 M « o 200 150 100 50- ÍiYND 2: en 220 275 en 300 KÓLESTERÓLGfLDI, ClÓD, MG/DL Synir hvernig tiðni kransæbasjúkdóma í MIÐALDRA KARLMONNUM FER VAXANDI MEÐ HÆKKUDU KOLESTERÓLI I BLODI. (Tekið Ór EANDARÍSKU HÓPF.ANNSÓKNUNUM IÍATIONAL POOLING PROJECT) . 200 150 100 0 12 3 Fjöldi áhættu.þátta til STAÐAR Iíynd 3: SÝNIR samverkanir ahættuþattanna þriggja, hækkabs kólesteróls, hækkabs blóbþrystings OG reykinga í orsok kransæðasjúkdóma. (Tekib úr bandarÍsku hÓPRANNSOKNUNUM IJatioNal Pooling Project).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 179. tölublað og Íþróttablað (16.08.1977)
https://timarit.is/issue/116867

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

179. tölublað og Íþróttablað (16.08.1977)

Handlinger: