Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGtTST 1977 15 Sjötugur: Guðmundur Jóhannsson félagsmálaráðunautur þeirra einstaklinga i hvorum hópnum fyrir sig, sem fengu ein- kenni um kransæðasjúkdóm. Flestar þessara hóprannsókna hafa bent til þess, að þeim hópi, sem ráðlagt var kólesteróllækk- andi fæði hafi vegnað betur, þ.e. færri einstaklingar í þeim hópi hafi fengið einkenni kransæða- sjúkdóms á þeim árum, sem rann- sóknin stóð yfir. Slíkar hóptil- raunir hafa þó reynst mjög erfið- ar í framkvæmd og mörg vanda- mál hafa komið upp í sambandi við framkvæmd þeirra og úr- vinnslu gagna. Tilraunir þær, sem framkvæmdar hafa verið til þessa, hafa því ekki verið galla- lausar i framkvæmd og hafa þvi ekki sannað óyggjandi gildi slikr- ar kólesteróllækkandi matarráð- gjafar. Reiknað hefur verið út, að það þurfi nálægt 40 þúsund þátt- takendur í slíka hóptilraun, ef óyggjandi svar eigi að fást við spurningunni. Vegna gifurlegs kostnaðar og erfiðleika við fram- kvæmd slikrar stórtilraunar eru engar líkur á, að slík tilraun verði gerð um fyrirsjáanlega framtíð. Þetta atriði skyldi haft í huga, þegar rætt er um, hvort ástæða sé til að ráðleggja almenningi um mataræði nú eða hvort bíða skuli frekari rannsókna. 1 þeim hóptil- raunum, sem nú eru í fram- kvæmd erlendis, er jafnframt matarráðgjöf einnig ráðizt að öðr- um áhættuþáttum svo sem hækk- uðum blóðþrýstingi og reyking- um, og þær munu því ekki svara spurningunni beint, hvort matar- ráðgjöf til almennings sé gagnleg. Eins og fyrr var á minnst í þessari grein er unnt að valda æðakölkun í öpum o.fl. dýrateg- undum, og tilraunir hafa sýnt, að með því að gefa dýrunum fæði, sem lækkaði kólesteról í blóði þeirra, er unnt að snúa þróuninni við og þessar æðabreytingar hafa gengið til baka að nokkru leyti. Slikar tilraunir er að sjálfsögðu ekki unnt að gera á mannfólki. Hins vegar hafa rannsóknir á fólki með einkenni um blóðrásar- truflanir í fótum og víðar vegna æðakölkunar og sem jafnframt hafa hækkað kólesteról sýnt, að með því að lækka kólesteról þeirra í blóði, hefur blóðrásin til fótanna batnað. Þessar tilraunir benda þvi til þess að unnt sé að nokkru leyti að snúa þróuninni við, og likurnar til þess ættu að vera meiri því fyrr, sem gripið er inn í spilið. Um hvada leiöir er að velja? í fyrsta lagi er unnt að leita að áhættuþáttum með hópskoðunum eins og Rannsóknarstöð Hjarta- verndar hefur framkvæmt um árabil í rannsóknarskyni. Með slikum hópskoðunum mætti finna þá úr fjöldanum, -sem mesta áhættuna hafa og veita þeim við- eigandi meðferð. Ýmsir segja, að ekki ætti að ganga lengra i þessu skyni. Sé hins vegar kannað úr hvaða hópi fólks komi flestir sjúklingarnir með einkenni æða- kölkunar, þá kemur í Ijós, að til- tölulega fáir sjúklingar koma úr þeim hópi, sem kallast hafa mikið hækkað kólesteról eða með mikið hækkaðan blóðþrýsting, þar sem þessir sjúklingahópar eru tiltölu- lega litlir. Ef einungis þessi hóp- ur fólks væri meðhöndlaður, mætti þvi ekki búast við verulegri fækkun á tlðni kransæða- sjúklinga. Meiri hluti kransæða- sjúklinganna kemur hins vegar úr þeim stóra hópi fólks, sem reykir, en hefur jafnframt nokkra hækkun á kólsteróli i blóði (svipað þvi, sem er meðal- gildi á íslandi) og litillega hækk- aðan blóðþrýsting. Eins og mynd 3 sýnir þá ieggst sú áhætta saman, sem hver þessara þriggja áhættu- þátta veldur út af fyrir sig, þann- ig að samanlögð áhætta þessara einstaklingá er engu minni en þeirra einstaklinga, sem hafa mikla hækkun á kólesteróli eða mikið hækkaðan blóðþrýsting. Þessi hópur fólks er hins vegar svo stór að skoða þyrfti alla þjóð- ina, ef allir ættu að koma i leitirn- ar. Ekki væri heldur nóg að leita Framhald á bls. 28 Ösjaldan hefur mér flogið i hug, að það væri fremur grátbros- leg hefð að gleðjast með vinum sinum og velgjörðamönnum, þeg- ar ævidagar þeirra taka að stytt- ast, en þeir geti þó átt áratugi fram undan, með öðrum orðum „gengið til góðs götuna fram eftir veg“ samborgurum sínum til heilla og blessunar um langa framtíð. Einn þessara afbragðsmanna er Guðmundur Jóhannsson félags- málafulltrúi. Hann er innborinn Reykvíkingur, fæddur hér á einni fegurstu árstíð íslenzkrar náttúru — hvort svo sem veðurguðirnir vilja af vizku sinni gjalda okkur að verðleikum — í fám orðum sagt „láta rigna yfir réttláta og rangláta". Þó að Guðmundur sé enn frár á fæti, hverjum manni léttari i lund á góðra vina fund- um, og ætíð reiðubúinn til líknar- verkanna, verðum við að taka krikjubækurnar trúanlegar, að hann sé fæddur 16. ágúst 1907. Foreldrar hans, hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Jóhann Þórð- arson verkstjóri, voru kunnir Reykvikingar á sinni tið. Þau hafa óefað mótað skaphöfn sonar síns og rætkað í brjósti hans hlý- hug og bróðurþel bæði til manna og málleysingja, enda hefur hann ávaxtað pund sitt allrækilega. Hvort svo sem vini mínum er ljúft eða leitt, að ég dragi fram í dagsbirtuna, að hann sé kominn af táningaaldrinum, verður við það að sitja. Þó að ég ljóstri upp því leyndarmáli, að hann sé sjö- tugur i dag, veit ég að hann fyrir- gefur mér slíkt „afbrot“. Hann hefur séð í gegnum fingur sér fyrir stærri yfirsjónir við undir- ritaðan. Guðmundur nam á unglinsár- um blikksmíði, og vann fyrirtæki sinu, Nýju blikksmiðjunni, allt sem hann megnaði frá árinu 1928—1947. Hann var þar að auki formaður í Félagi blikksmiða árin 1937—1944. Þá gerðist hann verk- stjóri í Vélsmiðjunni Héðni og starfaði þar óslitið til ársins 1954. A þessum timamótum verða þáttaskil í lífi Guðmundar. Arið 1954 stofna nokkrir ágætismenn AA-samtökin í Reykjavik. Hann verður brátt ein aðaldriffjöðrin í þeim holla félagsskap, sem ég fullyrði að hafi bjargað mörgum mannslífum frá tortimingu og óhamingju — þó að enn sé ærið drjúgt starf fram undan. Arið 1955 er Bláa Bandið stofn- að fyrir atbeina þessara manna, og hefur Guðmundur verið fram- kvæmdastjóri þessa félagsskapar og setið í stjórn félagsins allt til þessa dags. Vegamótin í lífi Guðmundar mega teljast þau, er þeir Jónas heitinn Guðmundsson fyrrv. ráðu- neytisstjóri og fleiri góðir menn taka höndum saman til eflingar þessa þjóðþrifafyrirtækis — Bláa Bandinu — og koma fyrst á fót hjálparstöð (klinik) fyrir drykkjusjúkt fólk, er starfar allt til ársins 1963 undir þeirra merkj- um. En þá er gerð breyting á áfengislögunum, svo að starfsem- in færist i hendur rikisvaldsins og undir stjórn Kleppsspítala, og nefnist þaðan af Flókadeild, er þjónar síðan taugaveikluðu fólki og áfengissjúku með miklum ágætum. Guðmundur var þegar ráðinn félagsmálafulltrúi þessar- ar stofnunar og nýtur þar ómælds trausts bæði stjórnenda og sjúkl- inga. En þeir Jónas og Guðmundur sátu ekki auðum höndum strax i upphafi, því árið 1958 koma þeir á fót — ásamt fleiri aðilum — lang- dvalarheimili fyrir drykkjusjúka að Víðinesi á Kjalarnesi, sem starfar þar sem sjálfseignarstofn- un — er nýtur trausts alþjóðar fyrir gifturikt starf. Meðan Guðmundur starfaði sem sjálfboðaliði að þeirri hug- sjón sinni, að bjarga þeim sem í hyldýpið voru að hrekjast, er óhætt að fullyrða, að hann lagði fram alla sína krafta og spurði ekki um daglaun að kveldi — og gerir enn —. Hann hefur jafnvel ofboðið heilsu sinni í þágu hinna hrjáðu og umkomulausU — því heill gegnur hann alls ekki til skógar. Ekki get ég lokið þessu spjalli minu um vin minri svo, að ég geti þess ekki, að hann hefur ekki verið við eina fjölina felldur i lífinu. Meðal annars hefur tónlist- in átt rikan þátt í hugskoti hans, og hann lagt fram drjúgan skerf til mótunar nokkurra íslenzkra karla- og kvennakóra. Tónlistinni ann hann ekki miður en hjálpar- starfinu — að leysa menn úr viðj- um Bakkusar. Guðmundi, eiginkonu hans og fjölskyldu árna ég og mitt skyldu- lið allrar blessunar í bráð og lengd, og væntum þess að hann megi verða allra karla elztur. — Við þökkum samfylgdina. Agúst Guðmundsson. Tíminn líður undurhratt — og við líðum með. — Hvað annað? Guðmundur er fæddur Reykvík- ingur, 16. ágúst var hann borinn í þennan heim. Foreldrar hans, Jóhann Þórðarson og Sigriður Guðmundsdóttir hófu búskap í Reykjavík 1903. Guðmundur missti móður sina 11 ára gamall. Snemma fór hann að gegna ýms- um störfum. Hann sá borgina stækka og óx með henni. Árið 1928 hóf hann blikksmiði og lauk prófi 1931. Meistararéttindi hlaut hann í þeirri grein 1944. Hann var starfsmaður Nýju blikksmíðjunn- ar fram til ársins 1947 og verk- stjóri þar sex ár. Þá hvarf hann til starfa sem verkstjóri hjá Vél- smiðjunni Héðni og starfaði þar til 1954. Guðmundur er hneigður fyrir félagsstörf og hefur þá lyndiseinkunn, sem mönnum fell- ur vel, létta lund og skopskyn, en þó ríka ábyrgðarkennd, ef með þarf. Hann var einn af stofnend- um Félags blikksmiða og oft full- trúi þess á þingum Alþýðusam- bandsins. Hann skipaði sæti í full- trúaráði verkalýðsfélaga í Reykja- vík 1935—44. Eins og i ævintýrum ber stund- um svo við, að menn standa sem á krossgötum. Guðmundur átti þátt i stofnun AA-samtakanna 1954 og Bláa bandsins 1955. Aðalstarfið i samtökunum hvíldi um árabil á herðum Jónasar Guðmundssonar og Guðmundar Jóhannssonar. Nú er Jónas fallinn frá, en Guðmund- ur helgar samtökunum alla krafta sína. Vinnan er sú sama, þótt hið opinbera hafi tekið við þeirri starfsemi, er AA-menn hófu af mikilli bjartsýni og brýnni þörf. Veikindi hafa stundum gengið svo nærri Guðmundi, að honum hefur vart verið hugað lif. En aftur hefur hann risið á fætur og ótrauður hafið störf á ný. Guð- mundur hlaut fyrst sína bind- indisskirn i Góðtemplararegl- unni. Hann skilur manna bezt, að hnútukast í hennar garð þjónar engum tilgangi. Það ætlar sér enginn að verða ofdrykkjumaður. En svo mun alltaf verða, þegar ríkisstjórnir líta á áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins sem hag- stjórnartæki til þess að halda rikisskútunni á floti. Margir hljóta að falla fyrir borð. Er ekki eftirsjá i fækkandi áhöfn? Erum við í raun og veru á réttri leið i áfengismálum, þegar við þurfum að grípa til þess ráðs að stofna unglingadeild ofdrykkjumanna frá 16 til 20 ára? Hve langt er þess þá að biða, að stofna verður sér- deild fyrir ofdrykkjubörn frá 10 til 15 ára? Það skyldi því enginn lá okkur, þótt að við óskum þess af heilum hug, að AA-menn þurfi ekki að stofna slíka deild. Venju- lega er sú fróma ósk látin í ljós að félagsskapur blómgist og dafni. Við berum hana ekki fram og við biðjum þá, sem þessar linur kunna að lesa, að hugleiða i fyllstu alvöru hvers vegna. Betur en öll mærð og lof túlkar að okkar dómi eftirfarandi kvæði Daviðs Stefánssonar allar þær hugrenningar, sem vakna, þegar við íhugum athafnir og störf Guð- mundar Jóhannssonar um árarað- ir. Við leitum leitum, en finnum fátt, sem fögnuð veitir, bölinu breytir og boðar sátt. En hver, semJgöfugur gáfum beitir til góðs fyrir stórt og smátt, trevstir annarra mátt og megin og mest sinn eiginn. örvar og hugsar hátt. gengur á undan, varðar veginn og vísar — í rétta átt. Þung er þeim gangan, sem öllum ann, en engir skilja .. Sá veit sinn vilja, sem veginn fann. Margur reynir þann harm að hylja, sem heimurinn söng í bann. Eitt er að sýnast, annað að vera. Eitt er að tala. hitt að gera afrek, sem annar vann. Til Golgataklettsins varð Kristur að bera sinn kross — fyrir sannleikann. Af mannablóði er moldin rauð. Þeir máttugu dafna og silfri safna, en sálin er snauð. Gef okkur vit til að velja og hafna. Veit okkur daglegt brauð. Lát hendurnar ryðja helga vegi. Lát hugann stefna mót sól og degi. sem boða andlegan auð. Sálin er glötuð, þó guil hún eigi, ef guðsþrá hennar er dauð. Dey jendur biðja, draumlvndir spá, og dæmdir skrifa ... Að leita er að lifa og Ijósið þrá. Blómafléttum tekst hergið að klifa, uns hrúninni hæstu þær ná. Ef útlagar himins, ættir jarðar. óska þess heitast, sem mestu varðar. mun framtíðin frelsaþá. Allir, sem þola þrautir harðar. þeir — munu drottin sjá. Síðasta erindið má enginn skilja svo, að við óskum ekki Guð- mundi langra lífdaga. Við viljum njóta návistar hans við spilaborð- ið. Við biðum eftir því, eins og laxveiðimaðurinn eftir þeim stóra, að vinna alslemm i grandi í tvöfaldri áhættu. Við öskum konu þinni, Gislínu Þórðardóttar, (sem kennir sig við fóstra sinn), til hamingju með daginn, svo og börnum og barnabörnum. Þau hjónin sáu á bak eldri syni sinum fyrir ekki alls löngu. En minning- in lifir um góðan dreng, sem átti eins og mörg mannabörn við ýmsa erfiðleika að striða. — Lóu, en svo leyfum við okkur, að nefna konu Guðmundar, þökkum við fyrir alúð og gestrisni. Hún leiðir okk- ur alltaf í freistni með gómsætum kökum, svo að kjörþyngd er í hættu og velmegunarvömbin fer stækkandi. Við vildum gjarnan geta sæmt Guðmund riddarakrossi fyrir vel unnin störf á sviði félagsmála. Eitt sinn gaf Bláa bandið út 4 tbl. af Bláu stjörnunni. Þótt sú stjarna hafi sigið i sæ af blaða- himninum er Guðmundur fyrir löngu orðinn sjákfkjörinn stjörnuriddari, sem berst ódeigur og hugprúðar gegn einum skæð- asta óvini mannkyns, Bakkusi. Við, sem viljum styðja hann, sitj- um á brokkgengum bykkjum rétt eins og Don Quixote á Rosinante forðum, þegar hann barðist við vindmyllurnar. En hverjir hafa ráð á að sitja stjörnufáka I þrot- lausri og vonlitilli baráttu: F.H. spilafélaga Ólafur F. Hjartar. 150 manns áNorður- kolluráð- stefnunni Norðurkolluráðstefnan var sett kl. 9.00 í gærmorg- un í Norræna húsinu að viðstöddum um 150 manns. í upphafi ávarpaði Hjálm- ar Ólafsson, formaður Nor- ræna félagsins á íslandi, fundinn, en síðan flutti Matthías Á Mathíesen f jár- málaráðherra kveðjur frá íslenzku ríkisstjórninni. Að því loknu söng Guðrún Tómasdóttir við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar íslenzk alþýðulög. Erik Sönderholm, fram- kvæmdastjóri Norræna hússins, flutti erindi um starfsemi húss- ins, Bert Levin ráðuneytisstjóri i menntamálaráðuneytinu i Svi- þjóð fjallaði um norrænt menn- ingarsamstarf og Ragnar La- sinantti, landshöfðingi i Norrbott- en i Finnlandi, ræddi um sam- vinnu Norðurkolluhtutanna. Að þvi loknu flutti Asko Oinas lands- höfðingi kveðjur frá Finnlandi og Ole Avarsmark flutti kveðjur frá Noregi. Þá var snæddur hádegis- verður að Hótel Garði, og að hon- um loknum flutti prófessor Sig- urður Líndal erindi, sem hann nefndi, „Islands historia och kul- tur av igaar og idag,“ og Olafur Daviðsson hagfræðingur ræddi um aðalþætti islenzks atvinnulifs. Norðurkolluráðstefnunni verð- ur fram haldið í dag og kl. 9 fyrir hádegi, en þá flytur Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor erindi. Síðan ræðir Sigurður Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Hús- næðismálastofnunarinnar, um strjálbýlisvandamálið á tslandi, Lars Backlund fjallar um sama vandamál og svar við þvi i Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Asko Oinas fjallar um lappahéruðin, og Odd Melö ræðir um Norður- Noregsáætlunina. Prófessor Markku Mannerkoski ræðir um samvinnu háskólanna á Norður- löndum, Bengt Andersson, um menningarlegt samstarf, Gunnar Wennström fjallar um hvernig Norðurlönd geti tryggt velferðar- þjóðfélagið. Kvikmyndin Hvers- vegna köllum við Island Island verður síðan sýnd síðdegis. Hugðnæm Hólahátíð að vanda Bæ, Höfðaströnd. 15. ágúsl. I DASAMLEGU veðri, eins og hefur verið að undanförnu i Skagafirði, var Hólahátíð haldin sunnudaginn 14. þ.m. 9 hempu- klæddir prestar gengu skrúð- göngu í dómkirkjuna undir hrynj- andi orgelspili Guðmundar Gils- sonar orgelleikara. Athöfnin fór fram eftir áður auglýstri dagskrá, en þó vakti athygli hinn aldni kirkjuhöfðingi, séra Friðrik R. Friðriksson á Húsavík, en hann hélt stólræðu með miklum ágæt- um. Sérstakan svip setti þó á há- tiðina nemendakór Snæbjargar Snæbjarnardóttur og var það sér- stakur viðburður að hlusta á slik- an söng. A samkomu í kirkjunni eftir guðsþjónustu fiutti ávarp séra Arni Sigurðsson formaður Hólafélags, Sigurjón Jóhannesson skólastjóri flutti einnig athyglis- vert erindi og að lokum flutti séra Gunnar próastur Gislason loka- orð. Yfirleitt var hátíð þessi eins og að venju mjög hugðnæm. Ágætar veitingar voru seldar heima i skólahúsinu. — Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.