Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGUST 1977 5 Frá Þórshöfn Mývetningar í Færeyjaför Björk, Mývatnssveit, 16. ágúst— FIMMTUDAGINN 28. júlí lagói 18 manna hópur héðan úr Mývatnssveit af stað f ferð til Færeyja. Voru það starfsmenn Kísiliðjunnar og 7 konur þeirra, sem þátt tóku í þessari ferð. Lagt var af stað klukkan 9 árdegis og ekið til Aðaldalsflugvallar. Veðr- ið var þá eins gott og hugsazt gat, sunnan gola og hlýtt. Frá Aðaldal var flogið með Flugleiðavél til Reykjavíkur með viðkomu á Akureyri, þar sem nokkrir far- þegar voru teknir til viðbótar. A Reykjavíkurflugvelli var ausandi rigning, svo að margir farþeg- anna fóru ekkert út úr flugstöð- inni á meðan beðið var brottfarar. Farið var f loftið á ný klukkan 14 og lent á flugvellinum í Vogey eftir tæplega 2ja tíma flug. Þar var hið fegursta veður og stórfenglegt að horfa yfir. Þá Var haldið af stað til Þórshafnar með bifreiðum og ferju. Tók sú ferð rúmar tvær klukkustundir. I Þórshöfn fengum við gistingu á farfuglaheimili, þær 5 nætur, sem dvalið var i Færeyjum. Ölafs- vakan, árshátíð Færeyingá var að hefjast er við komum til Þórs- hafnar. Mjög var forvitnilegt að fylgjast með þessari hátíð og kynnast því hvernig Færeyingar gera sér glaðan dag. Mikið var um skreytingar í bænum og mann- fjöldi á aðalgötum bæjarins þá daga og nætur meðan Ölafsvakan stóð yfir og samkomur á mörgum stöðum. Meðan við dvöldum i Færeyjum, var veðrið sæmilegt, þótt skiptust á skin og skúrir. Var timinn notaður eftir því sem hægt var til að skoða hið markverðasta í Þórshöfn. Þá var farið til Kirkjubæjar, einnig var haldið til nágrannaeyja og ferðazt með bifreiðum og ferjum, allt til Klakksvíkur. Reynt var að skoða hið helzta á hverjum stað í þeim ferðum. Alls staðar, þar sem kom- ið var mættum við vinsemd og ágætri fyrirgreiðslu. Heimleiðis var haldið frá Þórshöfn klukkan 13, þriðjudaginn 2. ágúst. Farið var í loftið frá flugvellinum á Vogey klukkan 17 og komið á Reykjavikurflugvöll klukkan 19 eftir mjög þægilega ferð. Þá var glampandi sólskin i Reykjavik. Þaðan var svo haldið klukkan 20.30 og komið í Aðaldal eftir klukkutima flug. Heim var komið um klukkan 23. Þar með lauk þessari velheppnuðu og fróðlegu ferð. Ég vil að leiðarlokum þakka öll- um ferðafélögum fyrir ánægju- lega og eftirminnilega Færeyja- ferð. Ennfremur öllum þeim, sem greiddu götu okkar á einn eða annan hátt. Vil ég þá fyrst nefna Jón Sívertssen og konu hans, sem veita forstöðu farfuglaheimilinu i Þórshöfn, ennfremur Hákon Sakrisen, bifreiðastjóra, sem ók okkur með miklum ágætum vítt og breitt um Færeyjar. Þetta fólk sýndi okkur mikla lipurð og framúrskarandi fyrirgreiðslu. Einnig vil ég þakka ferðafólkinu frá Skagaströnd fyrir góð kynni. Það er vissulega margt forvitni- legt fyrir Islendinga að skoða i Færeyjum. Vil ég því hvetja sem flesta til Færeyjafarar. Það sem kom mér e.t.v. mest á óvart voru hinir góðu vegir. Svo virðist sem hver vegarspotti sé lagður varan- legu slitlagi. Þá eru ekki síður athyglisverð jarðgöngin, sem gerð hafa verið þar siðustu ár. Á því sviði standa Færeyingar okkur einnig framar. Auðsætt er að margt hefur verið framkvæmt í Færeyjum á síðustu árum. Okkur var t.d. tjáð að sjúkrahúsið í Þórs- höfn væri eitt hið fullkomnasta á Norðurlöndum. Þess urðum við greinilega vör í þessari ferð að Færeyingar bjóða Islendinga vel- komna til Færeyja og að síðustu, sem að mínu áliti er mjög mikil- vægt að við sem fórum þessa ferð urðum greinilega vör við — aö í Færeyjum eiga Islendingar mörg- um góðum vinum að mæta. — Kristján. Færeyjar: Brezkur landhelg- isbrjótur sektaður Þórshöfn, 16. ág. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. SKIPSTJÖRINN á Aberdeen- togaranum Burwood féllst f dag á það fyrir rétti í Þórshöfn að greiða 20 þús. danskar krónur (rösklega sex hundruð þúsund fsl. kr.) í sekt fyrir að hafa veitt með ólögleg veiðarfæri við Fær- eyjar. Skipstjórinn Alister Nelson sagði fyrir rétti að hann vissi ekki að það væri ólöglegt að hafa troll um borð með of smárri möskva- stærð, þegar veiðar væru stundað- ar við Færeyjar. Hann sagðist heldur ekki vita að stýrimaðurinn hefði sett út troll með þessari möskvastærð meðan togarinn var að veiðum. Hann sagði að tæknilega séð væri hann sekur, en bætti þvi við að hann hefði ekki visvitandi brotið færeysk lög. Burwood er gerður út af fyrirtækinu John Wood í Aberdeen og missir togar- inn nú veiðiréttindi við Færeyjar. Fyrir tveimur vikum glataði ann- ar af togurum sama fyrirtækis leyfi sínu vegna þess að hann gerðist brotlegur. Nelson skipstjóri sagði að hann gæti ekki borgað háa sekt meðal annars vegna þess að fyrirtækið hefði rekið sig eftir að kom í ljós að skip hans hafði stundað ólög- legar veiðar við Færeyjar. Spánn: Enn nokkur verkföll hjá hótelstarfsfólki Madríd, 16. ágúst. AP. LIÐLEGA 30 þúsund hótel- starfsmenn hafa hafið störf að nýju eftir eins dags verk- fall á Spáni, en 15 þúsund starfsmenn halda áfram verk- falli í sex ferðamannabæjum. Verkfall er þó að heita má úr sögunni á sólarströndinni, þar sem ferðamannafjöldinn er mestur, en þar sættust þeir á 5 þús. peseta hækkun á mánuði en höfðu upphaf- lega krafizt 8 þúsund peseta hækkunar. í Cadiz hafa samninga- fundir verið teknir upp að nýju við rúmlega 8 þúsund hótelstarfsmenn eftir að þeir höfðu hafnað boði vinnuveit- enda um 4 þúsund peseta hækkun. Einnig eru hótel- starfsmenn í La Coruna, Frá Spáni Santiago de Compostela, El Ferrol del Caudillo, Gijon og Zaragoza enn i verkfalli. og bæði spænskir og erlendir ferðamenn i þessum bæjum eru farnir að tygja sig þaðan og leita fyrir sér um gistingu í öðrum bæjum, sem þegar eru yfirfullir af ferðamönn- um. Mikið vöruval, -lágt verð! Hneppt peysa Verð 3.940,- Jakki Verð 9.900.- Rúllukragapeysa Verð 3.190,- Poki Verð 735,- Buxur Verð 6.175.- Leðurstígvél Verð 10.800.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.