Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 Guðmundur Guðmundsson, Isafirði: Hvað veldur minnk- un þorskstofnsins? Skoðanaskipti um þorskveiði- bann og ýmsar aðrar friðunarað- gerðir til verndar þorskstofnin- um, hafa verið alltíð að undan- förnu í blöðum og öðrum fjölmiðl- un. Að vonum hafa aðilar ekki ver- ið sammála um það hvernig mál- um hefir verið skipað og hvers árangurs væri að vænta af þvi sem gert hefir verið. Meðal hinna mörgu, er lagt hafa sitt til málanna, er Jón Ármann Héðinsson alþm., er ritar tvær greinar í Alþbl. þann 19. og 20. júlí s.l. Þar ítrekar hann fyrri skoðanir sínar þess efnis að það séu fyrst og fremst togararnir, sem séu valdir að því hve lélegt ástand þorskstofnsins er nú talið vera á íslandsmiðum, að áliti fiskifræð- inga. Sérstaklega leggur Jón Ar- mann á það áherelu að flotvarpan sé aðalskaðvaldurinn og hana beri þvi tafarlaust að taka úr notkun. Inn i skrif sin fléttar þingmað- urinn tilgátur um það að þær að- gerðir sem sjávarútvegsráðherra hafi haft forgöngu um, beri með sér að ráðherrann hafi efst i huga að hygla að kjósendum sínum með atkvæðasjónarmiðin í huga. Jón Ármann á mjög erfitt með að halda aftur af þeirri skoðun sinni að það sé ráðherranum fyrst og fremst kappsmál að það eitt sé gert sem skaði kjósendur hans sem minnst. Það er augljóst að við borð liggur að Suðurnesjaþing- maðurinn Jón Armann sé geng- inn í hóp þeirra öfgamanna í þeim landshluta, sem að undanförnu hafa lagt á það ofurkapp að sann- færa landsmenn um að Vestfirð- ingar og þá sérstaklega togaraút- gerð þeirra eigi fyrst og fremst sök á því hvernig komið sé með þorskstofninn, og verði þeir settir út af „sakramentinu“ sé málun- um borgið. Þessu sjónarmiði hefir marg- sinnis verið haldið fram af ólík- legustu aðilum og verður maður vár við að margir sem ekki hafa aðstöðu til þess að leggja rétt mat á málið, eru farnir að trúa þessum óskammfeilna áróðri. Það er því ekki úr vegi að enn sé gerð tilraun til þess að leiða hugann að því að málið er bara ekki svona einfalt, svo sem þing- maðurinn og hans skoðanabræður vilja láta í veðri vaka. Farið var að draga úr fiskigengd á hin hefð- bundnu fiskimið við Suðvestur- land löngu áður en Vestfirðingar hófu að ráði þátttöku í togaraút- gerð, sem var nú ekki fyrr en á árunum 1972—1974. Þegar fyrir árið 1972 þóttust fiskifærðingar sjá merki þess að þorskstofninn væri ofveiddur og vel að merkja höfðu þá nánast engir skuttogarar verið keyptir til landsins. Hvar ætli orsakanna sé þá fyrst og fremst að leita? Fyrst þegar notkun þorskaneta hófst gaf það veiðarfæri mun meiri afla en áður hafði þekkzt og þóttust glöggir menn sjá að vax- andi notkun þessa veiðarfæris hefði í för með sér minnkandi fiskigengd. Merkur formaður í Vestmanna- eyjum, Þorsteinn i Laufási, gaf út æviminningar sínar árið 1950 og segir í þeim á bls. 161: „Að vísu hef ég og fleiri menn fyrir löngu fengið grun um það að þorskanet- in, ef þau voru lögð á hraunbotn, séu jafnvel hættulegri rányrkju- tæki en flest önnur veiðarfæri og er þá mikið sagt.“ Ennfremur seg- ir Þorsteinn í bók sinni á bls. 166: „Eftir að almennt var farið að leggja þorskanet á hraunin hér í kring um Eyjarnar og aflinn var aðallega hrognafiskur, hefir farið svo að þorskurinn hefir horfið þaðan. Að vísu má segja þetta, um Hér eru netin dregin. öll þorskanetasvæði við Eyjar. A veiðisvæðum sem ekki brugðust áður fyrr ár eftir ár hefir ekki fengizt fiskur i net í tugi ára eftir að netaveiði hafði verið stunduð þar um tíma. Þorsteinn í Laufási varar að sjálfsögðu við notkun annarra veiðarfæra svo sem botn- vörpu á hrygningarsvæðunum. Með þverrandi afla í þroskanet- in kom til aukin tækni í gerð þeirra, sem dró úr aflarýrnuninni i bili. Nylonþráður í þorskaneta- slöngunum gerði þau veiðnari, síðar komu girnisnetin og nú er talað um kraftaverkanet. Aukin tækni í gerð þessa veiðarfæris hafði þær afleiðingar að stöðugt var höggvið stærra skaró í hrygn- ingarstofn þorsksins. Þeir sem mest hafa talað um rányrkju togaranna og telja þá aðallega eiga sök á þverrandi fiskigöngum eða samdrætti í þorskstofninum hafa verið undar- lega hljóðir, um að þar kunni aðr- ir þættir útgerðar hafa haft veru- leg áhrif og ef til vill öllu skað- vænlegri. Vissulega er undirrituðum ljóst að allrar aðgæzlu er þörf á sem flestum sviðum, eins og málum er nú háttað. Hinir nýju skuttogarar eru mjög vel útbúnir og hafa svo stórvirk veiðarfæri að fara verður það að með fullri aðgæzlu og forð- ast allt sem talizt gæti til rán- yrkju. Megin hlutann úr árinu eru tog- ararnir að veiðum á þei'm slóðum þar sem fiskur á uppvaxtarskeiði er í göngu og heldur sig raunar af og til, þá aðallega út af Vestfjörð- um og fyrir Norðurlandi. Þeir sem lengst vilja ganga i þvi að friða þorskinn vilja umbúða- laust banna allar togveiðar á þess- um slóðum allt árið. Sjónarmið sem hniga i þá átt eru naumast sett fram að undan- genginni athugun á þvi hvaða af- leiðingar slikt hefði fyrir þjóðar- búið sem heild. Hvernig svo sem snúizt verður við þessum vanda fer það ekkert á milli mála að taka verður tillit til eins og annars. Til þessa hefir svo sem kunnugt er verið gert mikið til þess að draga úr veiði á uppvaxandi fiski: stækkun möskva i botnvörpu úr 120 mm í 155 mm, langtimalokun- um á stórum svæðum fyrir Vest- fjörðum og Norð-Austurlandi og skyndilokunum á þeim svæðum þar sem mikið af smáfiski hefir verið í aflanum. Væntanlega bera þessar aðgerð- ir árangur og þykjast menn nú þegar sjá þess nokkur merki. Það sem af er þessu sumri hefir afli’ færabáta á grunnmiðum hér út af Vestfjörðum verið óvenjugóður og mun betri en verið hefir um árabil. Allar þær friðunaraðgerðir, sem hér hefir verið minnzt á, ná þó enganveginn tilgangi sínum ef svo verður látið viðgangast sem verið hefir með gegndarlausa netaveiði á aðalhrygningarsvæð- unum við Suðvesturland. Viðkom- an verður ekki tryggð eingöngu með því að vernda fiskinn á upp- vaxtarskeiði ef svo er haldið á málunum að mestur hluti þess fisks sem nær þvf að verða hæfur til hrygningar lendir i netagirð- ingunum og endar þar ævi sina og hrognin fara i tunnur. Friðun á hrygningarsvæðunum þarf að auka og þau svæði þurfa að vera þannig afmörkuð aó svæð- ið sé lokað til hafs svo að það verði ekki umgirt á alla vegu samanber „Frímerkið" á Selvogs- banka. Til samræmis við algjört þorsk- veiðibann, sem tekið hefir verið upp í sumar, þarf að koma slík stöðvun á aðalhrygningarsvæðun- um meðan hrygningin stendur sem hæst, og verður svo vonandi á næstu vertíð. Virkara eftirliti með notkun þorskaneta þarf að koma á til þess að koma i veg fyrir að svo verði áfram, sem verið hefir að sögn sjómanna sjálfra, að settar reglur um hámarksnetafjölda séu að engu hafðar. Það er alls ekkert út í hött að geta sér þess til að eðlishvöt þorsksins sé að einhverju leyti lík og þeirra fiska sem leita til hrygn- ingar í fersku vatni og ganga aft- ur á þær slóðir þar sem þeir hófu göngu til sjávar, eða komu úr hrognunum. Nú er það vitað að þar sem Ásgeir Þ. Ólafeson, fyrrv. héraðsdýralæknir: Fáein orð um sauðfjárrækt- ina og slátur- húsin í landinu I Svo yfirgripsmiklum málum, sem yfirskrift þessa greinarkorns gefur til kynna, verða ekki gerð skil í stuttri blaðagrein. Þó mun ég leyfa mér að drepa á nokkur atriði. íslenzkar landbúnaðarvörur eru fyrst og fremst til neyzlu handa fólkinu í landinu. Búvörn- urnar íslenzku eru kjarninn úr matvælaframleiðslu landsmanna. Landbúnaðarvörurnar hljóta allt- af að vera dýrar. Kostnaður er mikill við framnleiðslu búvar- anna, ótrúlega mikið fer í milliliði og dreyfingu á vörunum. Bændur eru yfirleitt ekkert ofhaldnir af því sem í þeirra hlut kemur. Bú- vörurnar eru kjöt og allskonar kjötvörur, mjólk og mjólkurvör- ur, garðávextir, ávextir úr gróður- húsum, ofl. II Kjötframleióslan Aðallega er framleitt kindakjöt (dilkakjöt). Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefi getað náð mér i, voru á árinu 1975 fram- leidd 14.700 tonn af kindakjöti (aðallega dilkakjöt) — þar af voru flutt út rúmlega 4000 tonn. 1976 var kindakjötsframleiðslan 13.985 tonn og af því magni hefir verið ráðgert að flytja út 4.750 tonn. Uppbætur á útfluttar landbún- aðarvörur voru áætlaðar á fjárlög- um 1976 890 milljónir, en urðu 1500 milljónir (1 mílljarður) Þessar upplýsingar um útflutn- ingsuppbætur koma frá landbún- aðarráðherra, Halldóri E. Sig- urðssyni og eftir honum er það einnig haft, að ef þessar útfluttu landbúnaðarvörur seljist fyrir helming þess verðs, sem skráð er á innlendum markaði, þá megi vel við una, við fáum útlendan gjald- eyri, segir ráðherrann. Vitanlega er talsvert framleitt af öðru kjöti en kindakjöti, má þar nefna nautakjöt, hrossakjöt, svínakjöt og alifuglakjöt. Ekki hefi ég tiltækar skýrslur yfir þessa framleiðslu. Ýmsum finnast það vera einkennilegir búskapar- hættir að flytja út fleiri þúsund tonn af dilkakjöti árlega og selja erlendis fyrir hálfvirði eða minna. Utflutningsuppbætur eru ákveðnar samkvæmt lögum 10% af verðmæti útflutningsins: Á fjárlögum 1977 eru útflutn- ingsuppbætur áætlaðar 1800 milljónir, en framkvæmdastjóri framleiðsluráðs landtbúnaðarins, Sveinn Tryggvason, telur að 2400 milljónir muni þurfa í uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Sagt var að Suðurlandssíldin haustið 1976 hafi verið að verð- mæti 1500 milljónir, það var akkúrat fyrir útflutngsuppbótum landbúnaðarvara 1976. III Sláturhúsin Samkvæmt upplýsingum frá matvælasýningu, sem haldin var í Iðnaðarhúsinu í Reykjavík á sið- astliðnum vetri, fór slátrun fram í 63 sláturhúsum á öllu landinu. Mér telst svo til að yfir 50 slátur- hús af þessum 63 þurfi á undan- þágu að halda til þess að slátrun megi fara þar fram. Eftirlit með sláturhúsum í landinu er í hönd- um yfirdýralæknis. Yfirdýra- læknir, dr. Páll A. Pálsson, hefir alla tíð síðan hann tók við em- Asgeir Þ. Ólafsson. bætti yfirdýralæknis, lagt mikla áherzlu á að bæta sláturhúsakost landsmanna og unnið að því markvisst. Stefna Páls yfirdýra- læknis hefir verið og er sú að fækka sláturhúsunum, hafa sláturhúsin stærri og betur búin, svo þau megi fullnægja kröfum um betri vinnubrögð og fullkomið hreinlæti. Stefna yfirdýralæknis- ins er rétt. Á síðustu árum hafa verið byggð nokkur nýtízkuleg sláturhús, sum byggð frá grunni, önnur endurbyggð. Samkvæmt Árbók landbúnaðarins 1975, hafa sláturhús verið byggð á þessum stöðum: í Borgarnesi, í Búðardal, á Hólmavík, Blönduós, Sauðár- króki, Húsavík, Kirkjubæjar- klaustri og Selfossi. Hús þessi eru byggð með hliðsjón af sláturhús- um á Nýja-Sjálandi, en þangað voru sendir menn frá S.Í.S., til að kynna sér þau, í húsum þessum er unnið eftir svokölluðu færibanda- kerfi. Fyrsta húsið var byggt i Borgarnesi. Ýmis mistök urðu í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.