Morgunblaðið - 17.08.1977, Page 12

Morgunblaðið - 17.08.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 13 Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur Kröflunefndar, I stjórnsal virkjunarinnar þegar vélasamstæðan var sett í gang þar í fyrsta sinn. KRÖFLUVIRKJUN í GANG 1 framhaldi af þeim miklu umrœðum sem hafa farið fram um Kröfluvirkjun að undanförnu för fréttamaður Mbl. að Kröflu og rœddi þar við ýmsa starfsmenn ö staðnum um gang mðla þar nyrðra. Þð stöð einnig hinn merkilegi atburður fyrir dyrum að gangsetja skildi vélasamstœðu fyrsta hluta virkjunarinnar í fyrsta sinn með gufu- afli frð borholu II. Hér ö eftir fara viðtölin við hina ýmsu starfsmenn. — Eg get ekki sagt annað en ég sé bjartsýnn á framhaldið hjá okkur hér við Kröflu eins og málin standa í dag, sagði Einar Tjörvi Elfasson, yfirverkfræðingur Kröflunefndar, er Morgunblaðið ræddi við hann f sfðustu viku þar nyrðra. Það hefur verið rætt um það að ekki sé nóg að fá holu sem er með mikíili gufu í þar sem í hverri holu séu í raun tvö kerfi? — Það er rétt, þau hafa reynzt okkur erfiður ljár í þúfu þessi blessuð kerfi. Efra kerfið sem er á um 300 m dýpi er um 200 gráða heitt sem er i raun of lágt hitastig fyrir okkur, en neðra kerfið er á um 1100 m dýpi og hitastigið þar er um 300 gráður, en æskilegasta hitastig er í kringum 270 gráður, þannig að við höfum raunveru- lega ekki kerfi með æskilegasta hitastiginu. Suðan í þessu neðra kerfi er því á töluvert miklu dýpi sem gerir okkur aftur mjög erfitt um vik ef við þurfum að hreinsa útfellingar úr þeim, æskilegast væri að fá suðuna sem allra efst til að auðvelda okkur hreinsunina á kalkinu hverju sinni. Það má einnig koma fram að þessi kalkút- feliing er ekkert sér íslenzkt fyrirbæri. Við þekkjum til dæmis reynslu Ný-Sjálendinga og þeirra í Mexícó, en þeir þurfa að hreinsa sínar holur með vissu miliibili. Þær fóðringar sem við notum eru úr mjög þykku stáli og eru að ummáli allt frá 7 tommum upp i 18 tommur. Þá vindum við okkur út í aðra sálma og spyrjum Einar hvernig verði með ábyrgðina á vélum sam- stæðunnar. — Hún mun taka gildi í nóvember n.k. og þar er um ársábyrgð að ræða, sem mun vera í fullu gildi þó svo ekki takist að keyra virkjunina á fullu afli. Nú er hér starfandi mikill fjöldi manna, þar á meðal töluverður fjöldi erlendra sérfræðinga, fara þeir heim þegar prófunum á véla- samstæðunni er lokið? — Já flest- ir fara heim nú um mánaðamótin, en i vetur verða starfandi hér innan við tuttugu manns, aðallega vélstjórar og tæknimenn. Hvaðan kemur allur sá búnaður sem hér er? — Hann kemur mjög víða að. Mest kemur þó frá Japan eða sjálf vélasamstæðan, en ann- ar búnaður kemur m.a. frá Banda- ríkjunum, V-Þýzkalandi og Norðurlöndunum. Að lokum var Einar spurður um viðbrögð hans og starfsmanna al- mennt við þeim ummælum sem Ingvar Gislason alþingismaður viðhafði i útvarpsþætti fyrir skömmu, þar sem hann lýsti verk- kunnáttu Orkustofnunarmanna ónóga: Þeim hefur auðvitað verið misjafnlega tekið hér, en ég sjálf- ur kippi mér nú ekki mikið upp við þau, þvi þeir menn sem sitja i Kröflunefnd geta ekki setið enda- laust undir þeirri gagnrýni sem dynur yfir þá og í mörgum tilfell- um mjög ómaklegri gagnrýni, án þess að svara lítillega fyrir sig. Seinna um daginn voru vélar virkjunarinnar settar í gang í fyrsta sinn og af því tilefni ræddi Morgunblaðið stuttlega við Einar Tjörva aftur og spurði hann hvernig þessi reynslukeyrsla hefði gengið. Þetta gekk alveg skínandi vel hjá okkur, ekki heyr- ist auka tíst í vélinni, en á næstu dögum munum við láta reyna á alla hluta kerfisins þar á meðal allan öryggisbúnað hér á staðn- um. Hvernig standa málin hjá ykk- ur Kröflunefndarmönnum hér Einar? — Okkar hlutverk hér er fyrst og fremst að koma upp stöðvarhúsi, setja niður vélasam- stæðuna og að lokum tenging gufuholanna við virkjunina. Og það má segja að við séum um það bil að verða búnir með 70% af öllum okkar verkefnum. Nú í vik- unni munum við svo setja véia- samstæðuna i gang i fyrsta skipti, en það mun skipta nokkuð sköp- um hjá okkur hvernig það geng- ur. Þið hljótið nú einnig að hafa höfuðverk af því hvernig gufuöfl- unin gengur hjá þeim Orkustofn- unarmönnum sem sjá um þann verkþátt? — Jú, jú, það er auðvit- að megin höfuðverkurinn hér en þeir hlutir sem hafa verið í gangi hér upp á síðkastið gefa vissa von um að við getum verið bjartsýnni en áður. Því í dag má segja að við höfum eina fullvirka holu, þ.e. hola 11, og við gerum okkur mikl- ar vonir um að hola 9 verði einnig fullvirk þegar framkvæmdum við hana er lokið en það ætti að geta orðið innan mánaðar. Þá eru í hefur eiginlega engar afleiðingar, og ég tel að þau skrif sem orðið hafa um þetta sprengigos séu orð- um aukin, við teljum þetta ein- ungis vera smáumbrot. Nú hafa jarðvisindamenn lýst þvi yfir að þessu sprengigosi svipi mjög til undanfara mikilla sprengigosa hér áður, hefur það ekkert að segja hjá ykkur? — Jú, auðvitað ihugum við málið en þeir annars ágætu menn sem þessu spá hafa nú ekki alltaf rétt fyrir sér. Það væri eitthvað skrít- in framkvæmdin á þessu hér ef við tækjum mark á öllum hrær- — ingum sem her verða._______________ gangi athuganir á holu 7 sem er lokuð vegna þess að fóðringin hef- ur einhverja hluta vegna lagzt saman. Ef þær athuganir verða jákvæðar og viðgerð yrði ekki mjög erfið kæmi þar geysiöflug hola. En i dag eða á morgun mun verða reynt að senda myndavél niður i holuna og mynda skemmd- ina. Einnig munum við á næst- unni reyna að gera við holu 10 með því að draga svokallaðan ,,liner“ upp úr henni en liner er í raun fóðringin sem sett er dýpst í holurnar eða allt frá 800 m og niður. I holu 10 teljum við að kalkúfelling í linernum stoppi allt gufuuppstreymi. Hvaða holur eru tengdar við virkjunina? — Það eru holur númer 6, 7, 10 og siðan 11, en eins og ég sagði áður gerum við okkur vonir um að hægt verði að nota a.m.k. þrjár þeirra og í viðbót holu 9 sem er verið að vinna við. Hversu margar holur þurfið þið til að geta látið virkjunina ganga í vetur og hver er hámarks orku- framleiðsla virkjunarinnar? — Fjöldi hola fer eftir hversu mikið afl fengist úr hverri, en miðað við að svona 5 megawött fengjust út úr holu nægði okkur að fá eina Borinn yfir holu nlu, sem nú eru bundnar mestar vonir við þar nyrðra, en framkvæmdir munu standa yfir I um mánuð við holuna. góða holu með holu 11 til þess að geta keyrt vélasamstæðuna i vet- ur. Nú hámarksorkuframleiðsla virkjunarinnar er um það bil 35 megawött miðað við fyrsta áfanga en önnur 35 myndu siðan bætast við með tilkömu annars áfanga. Hvaða afleiðingar hefur sprengigosið i Lfeirhnjúk í síðustu viku á gáng mála hér? — Það Það má sjálfsagt finna að verkkunnáttu — Okkar verk hér er að mestu fólgið I borunum á holunum, fóðra þær og steypa t kringum þær. Þá erum við með ýmiss konar mælingar, efna- og eðlisfræðilegar. auk þess sem hér er svo kölluð skjálftavakt en hún er aðallega út af þeim hræring- um sem hér hafa orðið. sagði Karl Ragnars. staðar- verkfræðingur Orkustofnunnar þegar Mbl. ræddi við hann. Það sem við erum aðallega að vinna að nú er borun á holu 9, en áður hafði verið borað niður á 900 m og settur liner I hana en hann stlflaðist fljótlega og var dreginn upp úr. Þá kom I Ijós að mikil kalkútfelling var þar á ferðinni. Nú er ætlunin að grafa allt niður á 2500 metra dýpi og fóðra hana og þá ætti að fást þama mjög öflug og góð hola Einnig erum við með kannanir á bæði holu 7 og 10 en þær hafa verið skemmdar. í holu 7 er hugmyndin að senda niður myndavél sem tæki myndir af þeim skemmdum sem þar eru, en við teljum að fóðringin hafi fallið saman og erum að gera okkur vonir um að hægt sé að gera við hana á frekar einfaldan hátt. En I holu 10 er ætlunin að draga linerinn upp en hann er með mikilli kalkútfell- ingu. Ef okkur tekst að ná honum upp úr teljum við að hægt væri að gera fyrirbyggjandi aðgerðir vegna Orkustofnunar kalkútfellingarinnar sem yrði auðvitað fyrir hendi áfram. Þá var Karl spurður um árangur af þeim viðræðum sem þeir hefðu átt við bandarlsku sérfræðingana frá Rogers Engineering sem er samverkafyrirtæki Is- lenzku verkfræðinganna. Það er nú ekki alveg rétt. sem fram hefur komið t.d. með Mr. Kuvara. að hann hafi verið hér sérstaklega vegna borananna heldur var hann hér á vegum Kröflunefndar en við nutum góðs af. Hver em ykkar viðbrögð við ummælum Ingvars Glslasonar I útvarpsþætti um daginn þar sem hann segir verkkunnáttu ykkar vera ábótavant? — Við erum nú ósköp rólegir yfir þeim. það má sjálfsagt finna að okkar vinnubrögðum eins og annarra. Nú hefur sú saga verið nokkuð útbreidd að vls- indamenn Orkustofnunar hafi verið á móti þvl að halda áfram framkvæmdum hér eftir að jarðhræring- amar miklu gengu hér yfir, er þetta rétt? — Það má segja að meirihluti jarðvisindamanna sé á þessari skoðun en svo eru auðvitað aðrir sem litu svo á að þar sem búið væri að fjárfesta eða fjárskuldbinda um 90% af öllum tækjum virkjunarinnar væri fásinna að hætta. Bjartsýnn á framhaldið „Evrópu- mót haldið á baðströnd” „Jafn bezta keppnissveitin til þessa” „Allt sýndir og verðlaunaðir gæðingar” í slenzkir hestar á Evrópumóti í Skiveren Evrópumeistaramót íslenzkra hesta verður haldið í Skiveren, rétt við Skagen á Norðvestur-Jótlandi í Danmörku, um næstu helgi. Það er Evrópusamband eigenda islenzkra hesta, sem gengst fyrir þessu fjórða Evrópumeistaramóti og er gert ráð fyrir að allar 10 aðildarþjóðir sambandsins sendi sveitir til keppni á mótinu en hver aðildarþjóð má senda 7 hesta til þátttöku. Frá Isiandi fer fullskipuð sveit til keppni ásamt einum varahesti. Öhætt er að fullyrða að ekki hefur áður farið til keppni á Evrópumót héðan jafn sterk sveit knapa og hesta. Gæðingarnir eru allir úr röðum sýndra og verðlaunaðara gæðinga á félags- og stórmótum sl. tvö ár. Knaparnir eru allir kunnir fyrir góða frammistöðu sina við sýningar á gæðingum á hestamannamótum undanfarin ár. Islenzka keppnissveitin var valin á úrtökumóti, sem fram fór í Reykjavík fyrr í vor nema hvað áður hafði verið ákveðið að stóðhesturinn Hrafn, 727, frá Kröggólfsstöðum keppti á Evrópumótinu. Faðir Hrafns er Hörður, 591 frá Kolkuósi og móðir Reykja-Brúnka. Hrafn keppti á Evrópumótinu 1975 og hefur verið í Þýzkalandi siðan og náð góðum árangri i keppni I mótum úti. Eigandi hans er Sig- urbjörn Eiríksson, Stóra-Hofi, en knapi hans Aðalsteinn Aðal- steinsson. Hrafn fékk viður- kenningu sem bezti stóðhestur- inn á Evrópumótinu 1975. Ekki hefur verið ákveðið enn í hvaða greinum einstakir hestar úr ís- lenzku sveitinni keppa og verð- ur það ekki gert fyrr en eftir æfingar á vellinum í Skiveren á morgun. 1 islenzku sveitinni eru auk Hrafns, 727, frá Krögg- ólfsstöðum: Leiknir frá Dýr- finnustöðum, í Skagafirði, rauðblesóttur, eigandi og knapi Sigurður Sæmundsson. Leiknir er undan Blossa frá Kirkjubæ, sem er undan Ljúf, 353, en móðir Leiknis er Skjóna frá Dýrfinnustöðum. Leiknir er al- hliða gæðingur og var m.a. dæmdur bezti alhliða ganghest- urinn á Fjórðungsmóti sunn- lenzkra hestamanna sumarið 1976. Þá hefur Leiknir náð ágætum árangri i skeiði og ekki vakti það síður athygli þegar Leiknir sigraði i 1500 metra brokki á kappreiðum Skeiðfélagsins nýverið á mjög góðum tíma. Þarna er þvi á ferðinni fjölhæfur og getumikill hestur. Stokkhólma-Blesi er rauðblesóttur frá Stokk- hólmi í Skagafirði, eign þeirra Halldórs Sigurðssonar og Reynis Aðalsteinssonar, en Reynir er knapi. Stokkhólma-Blesi er undan Rauð, 618, frá Kolkuósi og Nótt frá Kirkjubæ. Hann er alhliða gæðingur og varð m.a. hlutskarpastur í A-flokki gæðinga á kappreiðum Faxa í fyrrasumar og varð i öðru sæti i flokki alhliða gæðinga á Hvítasunnukappreiðum Fáks. Valur frá Stokkhólmi i Skagafirði, grár, eigandi og knapi Benedikt Þorbjörnsson. Valur er hálfbróðir Stokkhólma-Blesa, undan Rauð, 618, frá Kolkuósi og Svölu frá Hofi. Valur var sýndur á Fjórðungsmótinu á Hellu sl. sumar og þá eign Arnar Þórhallssonar og var dæmdur þriðji bezti alhliða gæðingurinn á mótinu. Og á Fjórðungsmótinu á Ilorna- firði i sumar var Valur sýndur af Benedikt Þorbjörnssyni og hafnaði í fjórða sæti í A-flokki. Þá varð hann annar i flokki Reynir Aðalsteinsson £ Stokkhólma-Blesa, lengst til vinstri, þð SigurSur Sæmundsson ð Leikni, Sigurbjörn BðrSarson ð Gými og Birgir Gunnarsson ð Tritli. alhliða gæðínga á Hvítasunnukappreiðum Fáks i fyrra. Gýmir frá Miklaholti, Arnessýslu, rauður, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson. Gýmir er undan Rauð frá Torfastöðum, syni Neista, 587, frá Skollagróf, og Brúnku frá Miklaholti. Aður hefur Gýmir verið sýndur á nokkrum mótum og má nefna að hann varð sjöundi af alhliða gæðingum á Fjórðungsmótinu á Hellu 1976, varð annar á Skógarhólamóti þá um sumarið og fjórði á Hvitasunnukappreið- um Fáks í vor. Trítill frá Leirulækjarseli, Mýrarsýslu, brúnn, eigendur Gunnar Steinsson og Birgir Gunnarsson en knapi er Birgir. Tritill er undan brúnum hesti frá Leirlækjarseli og jarpri hryssu frá sama bæ. Þetta er klárhestur með tölti og var meðal annars sýndur á Hvitasunnukappreiðum Fáks í vor og var dæmd- ur þriðji bezti klárhesturinn. Grettir frá Svarfhóli, Mýrarsýslu, jarpur, eigandi og knapi Ragnar Hinriksson. Hann er undan Kvisti, 640, frá Hesti og jarpri hryssu frá Svarfhóli. Grettir var á úrtökumótinu valinn til að keppa á skeiði en nú mun vera í ráði að láta fimm af þeim sex vekringum, sem eru í íslenzku sveitinni keppa í skeiði. Hér heima kom Grettir ekki fram fyrr en á þessu ári og var t.d. sýndur sem alhliða gæðingur á Hvitasunnukappreiðum Fáks og hlaut þá einkunnina 9,4 fyr- ir skeið og hafa sennilega ekki nema tveir hestar hlotfð betri dóm fyrir skeið en það eru Við- ar, Gunnars Tryggvasonar, sem um árabil var einn fremsti gæð- ingur landsins og Núpur, Sigur- finns Þorsteinssonar, sem sigr- aði i gæðingakeppnum á fjöl- mörgum mótum. Varahestur verður Funi frá Öxi, jarpur, eigandi Hörður G. Albertsson óg knapi Eyjólfur ísólfsson. Funi er undan syni Storms, 531, frá Eiríksstöðum og Iðu frá Öxl. Var Funi m.a. sýndur á Hvítasunnukappreiðum Fáks i vor sem klárhestur með tölti og fékk ágætan dóm. Eins og af þessari upptalningu sést eru þetta hestar, sem hafa fengið góða þjálfun i keppni i mótum og þó stundum kunni að hafa farið frá Islandi til keppni á Evrópumótum einn og einn einstaklingur betri en þeir, sem nú fara, hefur íslenzka sveitin aldrei verið eins góð i heild. Mótið í Skiveren hefst á föstudaginn, 19. ágúst, og lýkur á sunnudag, 21. ágúst. Islenzku hestarnir fóru utan mun seinna en ráðgert hafði verið. Var upphaflega ætlunin að þeir færu út i byrjun ágúst en vegna bilana á flugvélum fóru þeir ekki utan fyrr en i gær. Er það von manna að þetta komi þó ekki að sök og mögulegt verði að æfa hestana nægjanlega á vellinum i Skiveren. Þess má geta að völlurinn var búinn til á baðströnd og vígður á landsmóti danskra hestamanna um sl. helgi. Náðist þá meðal annars bezti timi, sem náðst hefur i skeiði i Danmörku til þessa. Islenzka sveitin mætir á mótinu mörgum góðum gæðingn- um, sem fluttur hefur verið frá íslandi en hestamenn heima á Fróni senda fulltrúum sinum á Evrópumóti islenzkra hesta hvatningarkveðjur. tg. Benedikt Þorbjörnsson ð Val (t.v.) og Ragnar Hinriksson ð Gretti. Aðalsteinn Aðalsteinsson ð Hrafni ð slðasta Evrópumóti, sem haldið var 1975 I Austurriki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.