Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977
FRÁ ÓEIRÐUNUM I LONDON
framhald verði á.
sagan endurtók sig í Birmingham og óttast er að
bessihliðá Hérersvo
Chiquita er önnur hlið
öllum kunn. á Chiquita.
Blóðug átök í
Birmingham
Birmingham og London, 16.
ágúst. Reuter.
ENN kom til blóðugra átaka á
Englandi á útifundi National
Front, öfgaflokks til hægri, f
Birmingham. þar sem vinstri-
menn reyndu að hleypa upp fund-
inum. Að minnsta kosti 12 lög-
reglumenn hlutu meiðsli, og um
20 manns voru handteknir í
þessum óeirðum, sem voru aðeins
smækkuð mynd af blóðugum
átökum í einum borgarhluta
London s.l. laugardag.
Ottast er nú, að enn muni koma
til óeirða 29. ágúst þegar íbúar frá
Vestur-Indíum efna til kjöt-
kveðjuhátíðar í Notthing Hill
Street, en þar meiddust um 600
manns við sama tækifæri í fyrra
og hefur lengi verið grunnt á því
góða milli ungmenna þar og lög-
reglu. National Front hefur það á
stefnuskrá sinni að takmarka
mjög heimildir innflytjenda til að
flytjast til Englands en fylkingar
vinstrisinna hafa hafið skipulagð-
ar aðgerðir til að hleypa upp
fundum National Front til að and-
mæla þessari kynþáttastefnu
fiokksins meðal annars.
Þessar siðustu óeirðir á Eng-
landi hafa kynt undir kröfum
manna um auknar takmarkanir á
mótmælaaðgerðum öfgahópa, og
af hálfu innanríkisráðuneytisins
hefur verið sagt að reikna megi
með því að sektir verði hækkaðar
og fangelsisdómar lengdir yfir
óeirðaseggjum.
Ihiigar Sadat araiað
stríð við Libýu?
Beirut, Líbanon, 16. ágúst. AP.
DAGBLAÐ f Beirut sagði frá þvf í
forsíðufrétt í dag að Anwar Sadat,
forseti Egyptalands væri að íhuga
að hefja styrjöld af fullum krafti
við Lihyu í þessum mánuði. Blað-
ið sem heitir Al Anwar og er talið
óháð en heldur hlynnt Sadat sagð-
ist hafa eftir heimildum sem
stæðu nærri forsetanum, að önn-
ur Arabaþjóð myndi berjast við
hlið Egypta við Libyumenn.
„Sovétstjórnin skýrði Gaddafi
Lybyuforseta frá því meðan á
striðinu við Egypta stóð i júlímán-
uði að Sovétríkin myndu ekki
gripa til íhlutunar í hernaðarátök-
um Egyptalands og Libyu“, segir
A1 Anwar og bætir við að Gaddafi
hafi verið að íhuga að senda eld-
flaugar til árása á Alexandriu,
þar sem Sadat dvaldi meðan á
átökunum stóð, til að hefna
harma sinna eftir árásir Egypta,
en Yassir Arafat leiðtogi PLO og
forseti Alsír Boumedienne hafi
fengið talið Gaddafi ofan af því.
Leninmvndin
sem danskur
sjómaður fékk í
net sitt fyrir
nokkru og kom í
Ijós að var frá
árinu 1919, er
nú tilbúin til
sýninga. Hafa
verið fram-
kvæmdar lag-
færingar á
myndinni svo að
hún er nú sýn-
ingarhæf. Verð-
ur hún sýnd í
danska sjón-
varpinu 19. ág.
og tekur sýning
þessa hluta sem
tókst að gera
við, um átta
mínútur.
Kúluís fyrir mömmu og
pabba óg bamaís
og bamashake á barnaveröi
Skipholti VÝJ37
l
Sovétar vildu
ekki hitta konu
andófsmanns
New York, 16. ág. AP.
NATALIA Shcharansky, eiginkona
þekkts andófsmanns af Gyðingaætt-
um, sem biður þess í Moskvu að mál
verði höfðað á hendur honum fyrir
„njósnir og landráð", reyndi í dag að
komast á fund sovézku sendinefndar
innar hjá Sameinuðu þjóðunum, en
var neitað um aðgang.
Lögreglumenn vörnuðu henni veg-
arins en hún sagði að einn þeirra
hefði látið i Ijós samúð með erindi
hennar, en ákveðnar reglur væru i
gildi sem ekki yrði framhjá gengið.
Fyrr höfðu forsvarsmenn sovézku
sendinefndarinnar komið þeim boð-
um áleiðis til lögreglumanna sem
gæta byggingar Sameinuðu þjóðanna
i New York að þeir vildu ekki hitta
frúna að máli, né heldur veita viðtöku
frá henni neins konar bænarskjölum.
Hún fékk talið einn lögreglumanninn
á að taka við bréfi, en kvaðst vondauf
um að það kæmist til skila.