Morgunblaðið - 17.08.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGÚST 1977
15
Kleppe:
Olíutekjur Norð-
manna eru miklu
Indira Gandhi og Bandarnajke meðan allt lék i lyndi. Fyrrum
forsætisráðherra Sri Lanka á einnig f erfiðleikum um þessar
mundir svo og sonur hennar, þvf að fyrir hæstarétti í Sri Lanka
liggur nú krafa um ógildingu kjörs þeirra beggja til þingsins
fyrir misferii f kosningabaráttunni fyrir sfðustu kosningar.
Staða Indiru veikist:
Handteknír tíu nánir
samstarfsmenn hennar
UNDIRBÚNINGUR að málssókn á hendur þremur fyrrverandi mjög
nánum samstarfsmönnum Indiru Gandhi hófst f dag og sagði f fréttum
þaðan að tfu hefðu verið handteknir þar f gær og hefðu þeir allir verið
Indiru fyIgispakir á vaidatfma hennar.
Handtökur þessar þykja benda
til að ríkisstjórnin sé staðráðin í
að hreinsa til i innsta hring Ind-
Meðal þeirra sem teknir voru
höndum voru fyrrverandi einka-
ritari Indiru, ráðherra sá sem fór
með málefni er vörðuðu ófrjó-
semisaðgerðir og sömuleiðis einn
helzti ráðgjafi Indiru Gandhi.
iru Gandhi og torvelda henni á
allan hátt að ná árangri í þeirri
viðleitni að treysta sig í sessi inn-
an Kongressflokksins, en það hei
ur hún reynt ákaft upp á siðkast
ið.
Allir þeir sem voru handteknir
í gær verða leiddir og ákæröir
fyrir spillingu og undirróðurs-
starfssemi, kugun og hvers konar
óheiðarleika á tímum Indiru
Gandhi.
minni en ætlað var
Jiri Hajek
rfkismálum kommúnistalandanna
og mannréttindabaráttan sé
skálkaskjólið. Einnig sagði blaðið
að barátta Bandaríkjaforseta
væri háð til að draga athygli
Bandaríkjamanna frá þeirra eigin
vandamálum heima fyrir.
New York Times hefur það eft-
ir andófsmanni i Tékkóslóvakíu
að Jiri Hajak, sem var utanrikis-
ráðherra Tékkóslóvakiu i tið
Dubceks, hafi verið tekinn til
yfirheyrslu af iögreglu nýlega og
hafi þar verið lagt hart að honum
að hætta öllum pólitiskum af-
skiptum en hann neitað. Sam-
kvæmt þessari heimild var lög-
reglunni einkanlega i mun að fá
fyrirheit Hajeks um að hann léði
ekki nafn sitt á nein gögn sem
fram kæmu i nafni Mannréttinda
77.
Ósló, 16. ág. Reuter.
PER KLEPPE, fjármála-
ráðherra Noregs, sagði í
dag að ábati Norðmanna af
Norðursjávarolíunni virt-
ist ætla að verða miklu
minni á þessu ári en gert
hefði verið ráð fyrir og
Norðmenn yrðu að horfast
í auga við verulegar að-
gerðir í efnahagsmálum
vegna þessa. Hann sagði
einnig að viðskiptajöfnuð-
urinn myndi verða miklu
óhagstæðari heldur en
ríkisstjórnin og sérfræð-
ingar hennar hefðu spáð í
upphafi ársins.
Per Kleppe sagði þetta i ræðu i
gærkvöldi og sagði hann að ástæð-
urnar væru meðal annars hinn
alvarlegi atburður á olíupallinum
Bravo í apríl og útflutningstekjur
hefðu einnig rýrnað umfram það
sem búizt hefði verið við vegna
taf a sem hefðu orðið á því að opna
lögn frá Ekofisksvæðinu til Emd-
en i Vestur-Þýzkalandi.
Kleppe sagði að búizt hefði ver-
ið við því að viðskiptahalli lands-
ins yrði 13 milljarðar norskra
króna árið 1977, en nú væri við-
búið að hann færi i allt að 20
milljarða norskra króna.
Arafat
til Sovét
Damaskus, 16. ág. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínumanna, PLO,
fer í opinbera heimsókn til Sovét-
rikjanna í öndverðum næsta mán-
uði, að því er áreiðanlegar heim-
ildir Reuterfréttastofunnar höfðu
fyrir satt. Mun hann hafa i föru-
neyti sinu alla helztu mektar-
menn PLO sem munu ræða við
sovézka ráðamenn um þróun mála
i Miðausturlöndum í kjölfar heim-
sóknar Cyrus Vance, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna.
Samkvæmt heimildunum verð-
ur þó efst á blaði að fjalla um
hugsanlega Genfarráðstefnu um
Miðausturlönd og haft er eftir
heimildunum sem sögðu frá för
Arafats að Sovétmenn hefðu lofað
að mæta ekki til ráðstefnunnar ef
PLO fengi þar ekki fulltrúa.
Blaðið segir, að stefna Carters
miði að þvi að draga úr áhrifum
ýmissa Varsjárbandalagsríkja og
beiti hann mannréttindamálinu
fyrir sig í því skyni. I grein Rude
Pravo er Zbigniew Brzezinski tal-
inn aðalhöfundur þessarar stefnu
sem feli í sér afskipti af innan-
Carter frestar ákvörðun
um smíði nifteindarsprengju
Washington, 16. ágúst. Reuter. AP.
CARTER Bandaríkjaforseti mun væntanlega í byrjun næsta
mánaðar taka ákvörðun um það hvor ráðist skuli f framleiðslu á
nifteindarsprengjunni, sem miklar deilur hafa risið út af þar
sem eyðingarmáttur hennar nær fyrst og fremst til Iffs en veldur
ekki spjöllum á mannvirkjum. Bandarfkjaforseta barst skýrsla
Pentagon um sprengju þessa s.I. mánudag og er hún nú til
athugunar hjá ráðgjöfum forsetans um öryggismál, svo og er gert
ráð fyrir að bandamenn Bandarfkjanna innan Atlantshafsbanda-
lagsins fái skýrslu þessa til umsagnar.
Upphaflega var búizt við að
Carter tæki ákvörðun um fram-
leiðslu sprengjunnar í þessari
viku, en að sögn bandarfska
stórblaðsins Washington Post
mun Bandaríkjaforseti hafa
frestað því að taka ákvörðun i
málinu, m.a. vegna hatrammra
deilna sem risið hafa út af
framleiðslu sprengjunnar í V-
Þýzkalandi.
I hópi andstæðinga hennar
þar eru ýmsir þingmenn jafn-
aðarmanna og er ein röksemd
þeirra sú, að nifteindarsprengj
anna yrði notuð á v-þýzkri
grund gegn hugsanlegu inn-
rásarliði Sovétríkjanna. Þetta
sé grundvallarbreyting á hern-
aðarstefnu NATO, þar sem 'sé
gert ráð fyrir að beita aðeins
kjarnavopnum í Varsjárbanda-
lagsrikjum til að verjast innrás
þaðan.
Miklar deilur hafa einnig orð-
ið um framleiðslu nifteindar-
sprengjunnar i Bandarikjun-
um, þar sem andstæðingar
sprengjunnar telja geislavirkni
frá sprengjunni geta haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir þróun mannkyns.
Stuðningsmenn nifteindar-
sprengjunnar benda aftur á
móti á að unnt sé að beita
sprengjunni á mjög afmörkuðu
svæði gegn sveitum óvinaherja
og að þar fyrir utan feli hún i
sér litla hættu fyrir almenna
borgara og mannvirki. Þegar er
fyrir hendi fjárveiting til smíði
sprengjunnar en sú fjárveiting
er hins vegar háð þeim skilyrð-
um að fjármunina megi því að-
eins nota að Bandarikjaforseti
ákveði að ráðast i framleiðslu á
nifteindarsprengjunni.
Haft er eftir Alexander Haig,
hershöfðingja og yfirmanni
herafla Atlantshafsbandalags-
ins, að nifteindarsprengjan
muni verða til þess að styrkja
kjarnavopnavarnir Bandaríkj-
anna en þurfi ekki að magna
vopnakapphlaupið. Hann dró i
efa, að smiði sprengjunnar
mundi verða Sovétmönnum
hvatning til að hraða fram-
leiðslu samskonar vopns, og
benti á að fyrri ákvarðanir
Bandaríkjastjórnar um að ráð-
ast ekki i gerð vopna hafi ekki
haft í för með sér hliðstæð við-
brögð af hálfu Sovétmanna,
þvert á móti hafi riki Varsjár-
bandalagsins stöðugt aukið
hernaðarmátt sinn án tillits til
samdráttar i hernaðarútgjöld-
um Vesturlanda.
Veðriðí
borgum
heims
New York. 16. ágúst. AP
Veður og hitastig í nokkrum
borgum heims:
Amsterdam 22 stig. skýjað
Aþena 25 stig. sól
Berlin 20 stig. skýjað
Briissel 23 stig.
Chicago 26 stig. rigning
Genf 21 stig. mistur
Helsinki 18 stig. sól
Kaupmannahöfn 19 stig. sól
Lissabon 22 stig. sól
London 22 stig. skýjað
Madrid 36 stig. sól
Moskva 16 stig. skýjað
skiptum af mannréttindum
TÉKKNESK stjórnvöld hafa varað Jiri Hajek, fyrrum utanrfkisráðherra Tékkó-
slóvakfu við að hann gæti komið sjálfum sér í hinn mesta vanda haldi hann áfram að
koma fram sem talsmaður fyrir mannréttindahreyfinguna sem kennd er við
Mannréttindi 77. Jafnframt hefur málgagn tékkneska kommúnistaflokksins Rude
Pravo ráðist á Carter Bandaríkjaforseta fyrir stefnu hans f mannréttindamálum að
því er segir í Reutersfrétt í gær.
Jiri Hajek varaður við af-