Morgunblaðið - 17.08.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur. Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorhjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Atvinnulífið
á Suður- og
Vesturlandi
Þegar Morgunblaðið vakti máls á því fyrr á þessu ári,
að nauðsynlegt væri að efla atvinnulíf á höfuðborgar- og Reykja-
nessvæðinu voru fyrstu viðbrögð Tímans þau að lýsa því yfir, að halda
bæri áfram óbreyttri þeirri stefnu, sem ieitt hefði þessi vandamál yfir
landshluta, þar sem helmingur þjöðarinnar býr. Eftir þær umræður,
sem orðið hafa um atvinnuvandamál á Suðurlandi og Vestiirlandi
síðustu mánuði og alveg sérstaklega síðustu vikur, eftir að lögð var
fram skýrsla um atvinnumál i Reykjavík treystir sá þingmaður Reyk-
víkinga, Þórarinn Þórarinsson, sem ritstýrir Tímanum, sér ekki lengur
til þess að loka augunum fyrir þessum mikla vanda, sem þessi
landshluti stendur frammi fyrir. Þórarinn gerir sér auðvitað ljóst, að
það væri ekki vel séð af kjósendum hans i Reykjavik, ef hann hirti ekki
um þann vanda, sem að þeim snýr, og ekki líklegt til að afla Þórarni
áframhaldandi umboðs reykviskra kjósenda á Alþingi. Nú er ritstjóri
Timans sem sé kominn á það stig, að hann er byrjaður að viðurkenna,
að við raunverulegan vanda sé að fást í atvinnulífi á þessu svæði og er
það út af fyrir sig fagnaðarefni. Ekki er að efa, að sem þingmaður
Reykjavíkur mun Þórarinn Þórarinsson á næsta þingi standa fast með
samþingmönnum sínum úr Reykjavík og nærliggjandi kjördæmum um
ráðstafanir til þess að efla atvinnulíf í þessum landshlutum.
En Þórarinn er ekki eins hreinskilinn og flokksbróðir hans, Kristján
Benediktsson,- sem lýsti því yfir í viðtali við Tímann á dögunum, að
auðvitað hefði það átt þátt í þessum vandamálum höfuðborgarsvæðis-
ins, hver stefnan hefði verið í lánamálum. Þórarinn hefur hins vegar
haldið því fram, að ástæðan fyrir þessum vanda væri dugleysi borgar-
stjórnarmeirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík og jafnframt hefur
hann komizt að þeirri niðurstöðu, að einkaframtakinu sé líka um að
kenna. Um þessar nýju kenningar Þórarins Þórarinssonar verður ekki
annað sagt en það, að mikil er trú hans á völd og áhrif meirihluta
sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, úr þvi að hann telur, að
þessir aðilar beri meginábyrgð á því að landssvæðið frá Hornafirði
vestur á Snæfellsnes að Reykjavík og nágrannasveitarfélögum og
byggðarlögum á Suðurnesjum meðtöldum á nú við sérstakan vanda að
etja í atvinnumálum, sérstaklega að því er lýtur að framleiðslugrein-
um, s.s. útgerð og fiskvinnslu. Auðvitað er ekkí orðum eyðandi að
málflutningi af þessu tagi, enda kemur hann íbúum i Reykjavík og
þeim byggðarlögum öðrum, sem hér eiga hlut að máli að engu gagni.
Það þarf annað og meira til að koma en pólitískir hugarórar Þórarins
Þórarinssonar.
Kjarni málsins er auðvitað sá, að það þarf að gera sérstakar ráðstaf-
anir til að efla framleiðsluatvinnuvegi í þessum landshlutum og þá
ekki sízt- útgerð og fiskvinnslu. I skýrslu embættismannanefndar
Reykjavíkurborgar gægist að vísu fram það sjónarmið að ekki sé hægt
að búast við miklum vexti í útgerð og fiskvinnslu á höfuðborgarsvæð-
inu vegna þeirra takmarkana, sem ástand fiskstofnanna hljóti að setja
vexti og viðgangi sjávarútvegsins á næstu árum. Morgunblaðið er hins
vegar þeirrar skoðunar, að ekki beri einvörðungu að líta á vandamál
höfuðborgarsvæðisins sjálfs, þ.e. Reykjavikur og nágrannasveitarfé-
laga hennar i einu samhengi, heldur sé nauðsynlegt að lita á þennan
vanda í enn stærra samhengi, þ.e. að taka til meðferðar nauðsynlega
eflingu útgerðar og fiskvinnslu á Suðurlandi og Vesturlandi, að
suðvesturhorninu meðtöldu. Hversu mikla trú, sem við hljótum að hafa
á öðrum atvinnugreinum okkar verða menn að gera sér grein fyrir, að
sjávarútvegurinn er sú auðsuppspretta þessarar þjóðar sem nánast öllu
ræður um afkomu hennar og svo verður um ianga framtíð. Þótt útlitið
sé dökkt með fiskstofnana í bili, hljótum við að ætla, að á því verði
breyting á næstu árum eftir þá stórkostlegu friðun, sem náðst hefur
fram á fiskimiðunum með því að útiloka nær alia erlenda togara frá
veiðum á Islandsmiðum, og aðrar friðunarráðstafanir. Telja verður
með rökum, að á næstu árum muni fiskafli aukast mjög verulega hér
við land og þá skiptir miklu máli, að við séum reiðubúin til þess að
hagnýta þann fiskafla. Þetta þýðir m.a., að-leggja verður verulega
fjármuni í endurnýjun og endurskipulagningu fiskvinnslustöðva og
fiskiskipaflota í þeim landshlutum, sem hér hafa verið gerðir sérstak-
lega að umtalsefni og er þá ekki á aðra hallað, einungis vakin athygli á
þeirri C,"f"evncjt að vandamálin á þessu tiltekna sviði eru nú meiri i
þeirri.sla^Iiusmútitm heldur en öðrum. Þess vegna er það skoðun
Morgunblaðsins, að megináherzlu beri að leggja á uppbyggingu útgerð-
ar og fiskvinnslu í Reykjavík, nágrannasveitarfélögum, Suðurnesjum
og sjávarplássum á Suðurlandi og Vesturlandi á næstu árum, jafnhliða
eðlilegri endurnýjun um land allt og að gróskumikil atvinnustarfsemi
á þessu sviði muni, eins og jafrian áður, hafa i för með sér aukinn vöxt
og viðgang í öðrum atvinnugreinum, bæði iðnaði, verzlun og þjónustu-
greinum.
Hér þarf ekki aðeins til að koma, að sveitarfélög á þessu svæði, þ.á m.
borgarstjórn Reykjavíkur, geri sér grein fyrir þessum vanda, en það er
einmitt borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isl. Gunnarsson, sem hefur
haft frumkvæðið um að vekja athygli á honum. Valdsvið sveitarfélaga
er mjög takmarkað og þau standa í raun vanmáttug frammi fyrir
ákvörðunum rikisvaldsins á hverjum tíma. Það er t.d. enginn vafi á því,
að atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum líður nú að
nokkru leyti fyrir þá stefnu, sem rekin var á vinstri stjórnar árum. Hér
þarf til að koma samræmd stefna sveitarstjórna, ríkisstjórnar og
Alþingis og lánastofnana til þess að efla undirstöðuatvinnugreinarnar i
þessum landshluta. Morgunblaðið efar ekki, að um það geti tekizt
traust samstaða milli þingmanna úr þessum kjördæmum þ.á.m. Þórar-
ins Þórarinssonar, enda er alveg ástæðulaust, að um meting sé að ræða
á milli landshluta í þessum efnum. 1 dag eru það atvinnuvandamálin á
suðvesturhorninu, sem kalla á athygli, en samgöngubætur á lands-
byggðinni og að þessum tveimur stóru verkefnum þarf að vinna
ötullega á næstu árum með samstilltu átaki þjóðarinnar allrar.
Elzta mál-
flutnings-
skrifstofa
landsins
70 ára
Sveinn Björnsson
Guðmundur Olafsson
Pétur Magnússon
Guðlaugur Þorláksson
Einar Baldvin Guðmundsson
ELZTA málflutningsskrifstofa
landsins, málflutningsskrif-
stofa Guðmundar Péturssonar
og Axels Einarssonar, er sjötíu
ára í dag, en stofnandi hennar,
Sveinn Björnsson, sem síðar
varð forseti Islands, stofnaði
hana 17. ágúst 1907. Birtist þá
auglýsing i Isafold, blaði
Björns Jónssonar, föður Sveins,
þar sem sagði: „Tek að mér
málflutningsstörf, kaup og sölu
á húsum og lóðum. Heima kl.
10 og 'A til 11 og '/4 og 4 til 5.
Sveinn Björnsson, Krikjustræti
10.“
Sveinn Björnsson útskrif-
aðist sem lögfræðingur frá
Kaupmannahafnarháskóla
hinn 22. júní 1907 og mun hafa
farið heim að prófi loknu. Seint
í júlímánuði mun hann hafa
sótt um leyfi til málflutnings-
starfa við yfirréttinn og var
honum veitt leyfi sem yfir-
réttarmálflutningsmanni í
Reykjavík hinn 12. ágúst 1907.
Fimm dögum siðar stofnaði
hann svo málflutningsstofuna
og er það stofndagur hennar.
Þótt orðalag auglýsingarinnar
sé þannig að Sveinn segist í
henni vera heima á ákveðnum
tímum, mun hann ekki hafa
búið í Kirkjustræti 10, heldur
aðeins haft þar skrifstofur.
Mun orðið viðtalstími ekki hafa
unnið sér þann sess í málinu,
sem síðar varð og því hafði
hann valið áðurnefnt orðalag.
Þegar Sveinn Björnsson hóf
rekstur málflutningsskrifstof-
unnar mun hann hafa verið 26
ára gamall. Hann rak stofuna
einn fyrst í stað og 29. septem-
ber 1919 er hann settur mál-
flutningsmaður við Landsyfir-
réttinn og fékk hann réttindi
sem hæstaréttarmálflutnings-
maður skömmu eftir að Hæsti-
réttur er stofnaður eða 22. júní
1920. Það sama ár verður
Sveinn síðan sendiherra i
Kaupmannahöfn og gegnir því
starfi til 1924 og sinnir þá að
nýju málflutningsstörfum. 1926
er hann síðan aftur gerður að
sendiherra. Ur því embætti átti
hann ekki afturkvæmt i mál-
flutningsstörf, þvi að frá Kaup-
mannahöfn fer hann til þess að
taka við ríkisstjórnastörfum og
verður síðan fyrsti forseti Is-
lands við lýðveldisstofnunina
1944.
Árið 1913 ræðst til Sveins
Björnssonar Guðmundur Ólafs-
son, sem lokið hafði lögfræði-
prófi frá Kaupmannahöfn
tveimur árum áður. Fyrstu 7
árin starfaði Guðmundur hjá
Sveini sem fulltrúi, en 1920, er
Sveinn tekur við sendiherra-
embættinu, tekur Guðmundur
við málflutningsskrifstofunni
ásamt Pétri Magnússyni.
Stundaði Guðmundur Ólafsson
málflutningsstörf til dauða-
dags, en hann andaðist 22. maí
1935. Pétur Magnússon tók við
málflutningsskrifstofunni
ásamt Guðmundi, er Sveinn
hætti. Hann hafði lokið lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands
1915 og starfaði fyrstu 5 árin i
Landsbanka Islands. Þá gegndi
Pétur einnig bankastjórastörf-
um við Búnaðarbankann frá ár-
inu 1929 jafnhliða málflutn-
ingsstörfum. Árið 1941 varð
hann bankastjóri Landsbanka
íslands og hætti þá málflutn-
ingsstörfum um hríð. Það varð
hann fjármálaráðherra 1944 en
er ráðherrastörfum sleppti hóf
hann á ný málflutningsstörf, en
aðeins stuttan tima, því að i
nóvember 1947 var hann á ný
kjörinn bankastjóri Lands-
banka Islands, en því starfi
gegndi hann til dauðadags í
júnímánuði 1948.
Guðlaugur Þorláksson réðst
til málflutningsskrifstofunnar
sem unglingur, 16 ára gamall.
Starfaði hann þar fyrst sem
sendill, en síðar bókhaldari og
loks sem meðeigandi til dánar-
dægurs. Samhliða vinnunni á
málflutningsskrifstofunni
aflaði Guðlaugur sér veru-
legrar menntunar i bókhaldi og
endurskoðun og varð síðar lög-
giltur fasteignasali. Guðlaugur
varð meðeigandi eftir lát.Guð-
mundar Ólafssonar 1935 —
ásamt Pétri Magnússyni og
Einari Baldvin Guðmundssyni.
Hann rak umfangsmikla fast-
eignasölu og var um skeið lang-
stærsti fasteignasali i Reykja-
vík. Smátt og smátt dró úr fast-
eignasölunni, enda tók Guð-
laugur í ríkari mæli að sér
eignaumsýslu, sem var aðal-
starf hans hin síðari ár.
Einar Baldvin Guðmundsson
varð lögfræðingur frá Háskóla
íslands 1928, en stundaði síöan
framhaldsnám í Svíþjóð. Um
þaó bil ári síðar varð hann sið-
an fulltrúi í málflutningsskrif-
stofu Guðmundar Ólafssonar og
Péturs Magnússonar og varð
hann meðeigandi eins og Guð-
laugur hinn 1. ágúst 1935. Ráku
þeir þremenningar Pétur,
Einar og Guðlaugur síðan skrif-
stofuna og átti hver um sig einn
þriðja hluta hennar. Hefur sú
skipting haldizt til þessa dags.
Við lát Péturs Magnússonar
tók sonur hans Guðmundur
Pétursson við af föður sinum og
gerðist meðeigandi þeirra Guð-
laugs og Einars Baldvins 1948.
Axel Einarsson keypti hluta af
hluta föður síns árið 1968, en
yfirtók hann allan við lát
Einars Baldvins 1974. Núver-
andi eigendur þessarar elztu
málflutningsskrifstofu landsins
eru þeir Guðmundur Pétursson
hæstaréttarlögmaður, Axel
Einarsson hæstaréttarlög-
maður og ekkja Guðlaugs
Þorlákssonar.
A þessum 70 ára ferli mál-
flutningsskrifstofunnar hafa
margir starfað við hana. Má þar
m.a. nefna Sigurð Grimsson,
sem var mágur og frændi Guð-
mundar Ólafssonar, Gunnar
Jónsson, Guðna Guðnason og
Gísla Einarsson hrl. Öll þessi 70
ár hefur skrifstofan aðeins ver-
ið til húsa á þremur stöðum í
Reykjavík —■ eins og áður sagði
i Krikjustræti 10, síðan í
Austurstræti 7 og svo þar sem
hún er enn, i Aðalstræti 6.