Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 17.08.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 t Faðir okkar, SIGURÐUR MARTEINSSON, Gautlandi 1, lést að morgni 1 6 ágúst í Landakotsspitala Ágústa Sigurðardóttir Elsie Sigurðardóttir Guðni Sigurðsson. t Móðir okkar, ÞURÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Súgandafirði, N andaðist að Hrafnistu laugardaginn 13. ágúst. Útförin fer fram fimmtudaginn 1 8 ágúst frá Fossvogskirkju kl 1 3.30 Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Guðrún G. Jónsdóttir Ólafia S. Jónsdóttir, Eirikur E. Jónsson. t Fóstra okkar. MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR. GuSrúnargotu 7, Reykjavík. lézt i Landakotsspitala, þriðjudaginn 1 6 ágúst. Steinunn Margrét Lárusdóttir Jón ÞórEinarsson Hilmar Einarsson Sigriður Helga Einarsdóttir t Eiginkona mín, móðir okkar og amma LÚÐVÍKA LUND, Andaðist í Landakotsspítala að kvöldi þess 1 5 ágúst. Jarðarförin auglýst siðar. Leifur Eiriksson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Dóttir min og móðir okkar. MARGRÉT BJARNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 8 ágúst kl 3 Salóme Jónsdóttir Herdís Björnsdóttir Dúa Bjömsdóttir Bima Björnsdóttir Edda Bragadóttir t Jarðarför mannsins mins, föður okkar og tengdaföður EINARS JÓIMSSONAR. fyrrv. yfirprentara Gutenberg, Stóragerði 20, er lézt 1 1 ágúst, fer fram frá Dómkirkjunni. fimmtudaginn 18 ágúst kl 13 30 Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á liknarstofnanir. Jórunn Þórðardóttir Sesselja E. Einarsdóttir Þórður Einarsson Kristfn Linnet Sigurður Örn Einarsson Kristfn Þ. Ágústsdóttir Sigurveig J. Einarsdóttir ÓskarF. Sverrisson Minningarathöfn um ÞÓRÐ G. JÓNSSON, múrarameista ra. ísafirði. verður i Fossvogskirkju i dag (miðvikudag) kl 13 30 Jarðarförin verður gerð frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 20 ágúst kl 2 e h Börn, tengdabörn, barnabörn og venslafólk t Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR PÉTURSDÓTTUR frá Bfldudal fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18 ágúst kl. 10 30 Jarðaförin ákveðin mánudaginn 22 ágúst frá Bildudalskirkju Pétur V. Jóhannsson, Sigríður Pálsdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir, HörðurV. Árnason, Valgerður Kristinsdóttir. Sigursteinn Steindórsson, Bima Kristinsdóttir. Eggert Þorsteinsson. og barnaborn t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SIGURLAUGAR PÁLMADÓTTUR. Alúðarþakkir sendum við starfsfólki Sakadóms Reykjavikur Einnig starfsfólki Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavlkurborgar Gunnar Ingi Jónsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir. systkini og aðrir vandamenn. Hjörtur Halldórsson fyrrverandi mennta- skólakennari-Minning F. 18. júní 1908. D. 6. ágúst 1977. Nú er Hjörtur Halldórsson lát- inn. En hann var einstakur þáttur í bæjarlifinu á sínum bestu árum. Ungur fór hann í Menntaskóla Reykjavíkur svo sem gert höfðu forfeður hans í marga liðu. Hann var sonur Halldórs Kr. Júlíusson- ar sýslumanns og fyrri konu hans Ingibjargar Hjartardóttur. Hún bjó lengi í Kanada og síðan i New York og hélt þar heimili er marg- ir íslendingar gistu á og mörgum er þvi kunn hér. Langafi Hjartar i föðurætt var Halldór Kr. Friðriks- son yfirkennari er setti um lang- an tima svip á Lærðaskólann í Reykjavík. Hjörtur ólst upp með föður sín- um og föðurfólki og naut þar mik- ils ástrikis allt frá barnæsku. Þeg- ar timi var til gekk hann í Menntaskólann í Reykjavik og þrátt fyrir töf sakir veikinda lauk hann stúdentsprófi árið 1928. Hjörtur var mjög fjölhæfur maður, gáfaður og glæsilegur. Að stúdentsprófi loknu hélt hann til Kaupmannahafnar og lagði hann þar stund á musik. Lauk hann prófi við konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn árið 1933. Eftir það dvaldi hann í Vinarborg og síðar fór han á veg- um móður sinnar til Ameríku og dvaldi þar um skeið. Meðan hann var í Kaupmanna- höfn kvæntist hann danskri konu Eve Jörgensen að nafni. Eignuð- ust þau einn son, Halldór Ottó, sem nú er verkfræðingur og siðar fór að stunda læknisfræði. Hann er í Danmörku. Eftir að Hjörtur kom hingað kvæntist hann i ann- að sinn Unni Árnadóttur, sem lif- ir mann sinn. Eignuðust þau þrjá syni, Halldór Kristján, Magnús og Benedikt, sem allir eru til heimil- is hér i bæ. Er til Reykjavíkur kom tók hið harða lifsbarátta við, atvinnuleysi og féleysi er þá fylgdi bæjarbrag hér. Eftir að stríðið braust út tók Hjörtur að sér þýðingar úr og á ensku. Síðar fékkst hann við kennslustörf við Menntaskólann í Reykjavik, einkum musik. Var hann skipaður þar kennari og starfaði hann þar svo lengi sem starfsæfin entist. Er Hjörtur dvaldi hér í Reykja- vík tók hann upp á öðru sem kom vinum hans harla á óvart. Hann lagði sig mjög eftir náttúrufræði, og það hinni æðri náttúrufræði. Þýddi hann ýmsar bækur um þau efni. Það gerði hann vel. Lá hon- um þá mikill hagleikur á tungu og hljóta menn sem minna eru lærð- ir að reka augun i bæði einkenni- legar setningar þar sem um ný- yrði og nýstárlegar hugmyndir er að ræða og ekki síst hvernig málið rennur fram einkennalaust og eins og frumritað væri á okkar tungu. Er mönnum ráðlagt að lesa þessi rit, sem bæði bera vott um einstaklega fagurt málfar og mikla þekkingu á efni bókanna. Enda má þess til gamans geta að i. einni verðlaunasamkeppni út- varpsins sem haldin var á þessum árum hlaut Hjörtur verðlaun Rikisútvarpsins fyrir svör sin um náttúrufræði sem bæði þóttu skýr og báru vott um víðtæka glögg- skyggni. Eins og áður gat var Hjörtur óvenjulega fjölhæfur maður. Hann var svipmikill maður, lagði mikla áherslu á viðræðulist og var æði margt til lista lagt. Hann lagði stund á tónlist eins og áður segir, brá fyrir sig skáldskap, þýddi bækur ýmislegs efnis, ritaði smá- sagnasafn sem hét Hraun og mal- bik og endaði æfina á þýðingum um náttúrufræðileg efni, sem eft- ir var tekið. Hjörtur hélt andlegri reisn sinni og glæsileik til hinsta dags. R.J. Við Hjötrur Halldórsson hitt- umst fyrst haustið 1925, þegar við settumst í fjórða bekk Mennta- skólans í Reykjavík. Þessi fríði, glaðlegi piltur var fljótur að kynnast bekkjarsystkinum sin- um, og ekki leið á löngu, þar til hann varð einn af þeim, sem setti hvað mest svipmót á bekkinn. Og okkur varð fljótlega Ijóst, að hér var á ferðinni maður, sem þræddi ekki alfarastigu og fór sínar eigin leiðir. Hann féll ekki inn í nein fastmótuð kerfi, hvorki skólakerfi né önnur. Hann gat verið afburð- arnámsmaður, ef hann vildi það við hafa, en satt að segja var áhugi hans á hinu fastmótaða skólanámi fremur takmarkaður. Og hann tók heldur ekki sérlega alvarlega hinar ströngu reglur skólans um stundvísi. Páll Sveins- son yfirkennari, sem þá var vörð- ur stundvísinnar í skólanum, varð oft á tíðum að áminna hann af þeim sökum en heldur bar það lítinn árangur. Þó urðu þeir Páll og Hjörtur ágætir vinir, og hélzt sú vinátta meðan báðir lifðu. Rifj- uðu þeir' oft upp í gamni þessar fornu væringar, þegar þeir voru orðnir samkennarar við skólann. Hjörtur eyddi í skóla ekki alltof miklum tíma í lestur þurra náms- bóka. Þó lá hann ailtaf i bókum. En það voru ekki kennslubækur í málfræði eða stærðfræði, heldur annað og skemmtilegra lestrar- efni. Hann var þá þegar geysilega viðlesinn í erlendum fagurbók- menntum, bæði i bundnu máli og óbundnu. Hann las einnig mikið um heimspeki, og þá þegar vakn- aður hinn mikli áhugi hans á stjörnufræði, sem hélzt alla ævi, svo sem kunnugt er. Við vorum á þessum árum önnum kafnir við að ráða lifsgátuna í eitt skipti fyrir öll, og við vorum vist orðnir sannfærðir um, að okkur hefði tekizt það, þó að ég sé nú búinn að gleyma því að mestu, hvernig lausnin var. En þó að Hjörtur eyddi miklum tíma í lestur bóka af margvíslegu tagi, var það þó tónlistin, sem átti hug hans meira en nokkuð annað. A hverjum degi eyddi hann miklum tíma í hljóð- færaleik, og stundum var eins og hann gæti ekki með nokkru móti slitið sig frá hljóðfærinu. Var hann orðinn mjög fær á þessu sviði, þegar hann hélt utan til frekara tónlistarnáms að stúdentsprófi loknu. A menntaskólaárunum bjó Hjörtur á ýmsum stöðum i bæn- um, en oftast var gestkvæmt hjá honum. Þar var hann að rökræða við Sverri Kristjánsson og Jóhann G. Möller um flókna heimspeki, um Kant og Hegel og Marx og Stuart Mill, sem sem við hinir höfðum sumir hverjir harla litið vit á. En einhvernveginn tók Hjörtur þessi fræði ekki eins al- varlega og hinir, hann átti það til að snúa allri heimspekinni upp í glens og gaman, þegar minnst varði. Húmoristinn var svo rikur i honum alla tið, að hin grákalda alvara varð að vikja. Stundum komu til Hjartar aðrir en skóla- bræðurnir, og voru þar gjarnan skáld og listamenn á ferðinni. Er mér þar minnisstæðastur Jón Pálsson frá Hlið, en þeir Hjörtur voru vildarvinir. Ræddu þeir mest um músik, en stundum lika um skáldskap, og stundum voru þair að ræða um ýmsa framárhenn i þjóðfélagi þeirra tíma, og fengu þeir ekki alltaf háar einkunnir hjá þeim. En svo mikið er vist, að engum leiddist hjá Hirti, þetta voru alltaf hátiðastundir. Stund- um finnst mér núna, að þessar löngu liðnu gleðistundir séu komnar í órafjarska, en stundum finnst mér eins og þetta hafi gerzt í gær. En þeim er nú farið að fækka, sem muna þá tíma, þegar við vorum að ráða lífsgátuna heima hjá Hirti.u Eftir stúdentsprófið 1928 skildu leiðir. Hjörtur hélt til tónlistar- náms i Kaupmannahöfn og siðan í Vinarborg. En vorið 1930 hitti ég hann aftur i Kaupamnnahöfn. Hann var i flestu enn sjálfur sér likur, en meiri heimsborgarabrag- ur hafði færzt yfir hann, og nu gerði hann góðlátlegt gaman að heimspekiþvælunni okkar frá skólaárunum. Hugurinn var enn sem fyrr mest í tónlistinni, en hann var einnig farinn að fást við ritstörf, bæði frumsamin verk og þýðingar. Nokkrum árum siðar gaf* hann út smásagnasafnið „Hraun og malbik“, en sumar af þeim sögum eru hreinar perlur, og er grátlggt, að hann skyldi ekki halda áfram á þeirri braut. Svo kom hann heim i islenzka smá- borgaraskapinn og lágkúruna og varð að eyða tímanum í alls konar brauðstrit, sem hann hafði heldur lítinn'áhuga á. En Hjörtur varð aldrei kerfisþræll, hann lét aldrei lágkúruna buga sig, hann var allt- af frjáls maður, sem hélt sitt strik, hvað sem kerfið sagði. Við hinir létum víst flestir kerfið buga okkur að meira eða minna leyti, smituðumst af þvi og urðum ófrumlegir, leiðinlegir og gamlir i anda fyrir aldur fram. En Hjörtur Framhald á bls 18. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa STEINGRÍMS J. GUÐJÓNSSONAR fyrrv. umsjönarm. Landspltalans Bárugötu 6. Reykjavlk Sérstakar þakkir viljum við færa björgunarsveitinni i Stykkishólmi og öðrum þeim, sem aðstoð veittu. Margrét Hjartardóttir Jón M. Steingrlmsson Guðrún H. Marinósdóttir Helgi H. Steingrimsson Valgerður Halldórsdóttir Þorsteinn Steingrlmsson Anna Þorgrlmsdóttir Guðjón Steingrlmsson Björg Þorsteinsdóttir og barnaböm. + Þökkum af alhug þeim fjölmörgu vinum okkar og ættingjum er vottað hafa okkur samúð sína og sýnt okkur vinarhug við andlát og útför. ÓLAFS SIGURVINSSONAR, Faxabraut 14 Keflavlk Gróa Hávarðardóttir Jóhanna Ólafsdóttir. Hávarður Hálfdánarson og tengdasystkini. Sigurvin Pálsson Júlía Guðmundsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson Agnar Sigurvinsson, Bergljót Sigurvinsdóttir Æ var Sigurvinsson, Ástrfður Sigurvinsdóttir Páll Sigurvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.