Morgunblaðið - 17.08.1977, Side 29

Morgunblaðið - 17.08.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 29 u trA™ 1 un VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Vestfirðir: sem þaö nú heldur áfram á öðrum hnöttum, eða á astralsviðum ólikrar náttúrufræði þeirri er hérjarðar verður skynjuð og lærð. En Kristskirkjan sagði viða svo hátt og snjallt nei, að islamskenn- ingarmenn mundu bera kinnroða við að hlusta á. Islamar kljúfa ekki guð sinn i þrjár flísar. Það gerði Kristur ekki heldur. Margföidun hug- myndanna sem enn er beitt í kristinni kirkju, er komin frá þeim eldri af frumstæðari trúar- bragðatilraunum en gyðingatrúin var, fyrir daga allra spámann- anna, og var svo tekin upp aftur iöngu eftir daga Krists. Asatrúin norræna og forngríski hugmynda- heimurinn eru skemmtileg fróð- leiksdæmi, samhliða þræðinum i hugsunum niðja Abrahams. Múhameð gekk að mestu framhjá þessari villu, en fór þó sálförum inn i himnaríki Abrahams, í við- lögum. Einfaldaði átrúnað sinn, sér og sinu fólki til meiri ávinn- ings, en kristna trúin getur með eigin íhaldi. Gefur þar auga leið að fyrirmynd handa kristninni. Þarna lærði Múhameð af Kristni sjálfum, en ekki spámönnum und- ir áhrifum frumaldanna. Mú- hameð hefir tekið hlutverk sitt mun alvarlegar en kristin kirkja, enda hefir hún orðið að þola margar siðbætur. Er þess von, því að mannsandinn lætur ekki að stjórn nema eftir gullinstreng, sem verndarvættir leggja í brjóst einstaklinganna, mismunandi að hljóm og krafti, eftir tíma og ástæðum, en þó aldrei nema þann- ig að hvergi slitnar. Vissu margir fyrir hundrað öld- um og löngu fyrr, að það er rót allra trúarbragða. Hitt er annað mál, að þeir sem ekki geta farið alla leiðina í einu, sem ekki er tiltökumál, hafa oft farið út af sporinu, þó hreint ekki allir. Mós- es annaðhvort fann upp Fjandann eða fékk hann að láni, til að skýra þetta. En lítil stoð held ég að siðgæðinu í heiminum hafi orðið að því. Af hverju stafar, að norrænn maður tekur hrifnum huga við ritverki Múhameðs? Hann er upp- alinn í kristnum anda og eftir þvi sem hann hefir betur tileinkaó sér kjarnann i kristnum boðskap, er hann fjær því, að ætla öðrum verra atferli en hann les um. En hrifning má eigi leiða út í að gleyma viðvörunum sögunnar, sögu mannkyns undir örlaga- stjórnum. Dæmi hef ég séð tekið um föður og son, og á það ekki við um samsögu heillar hnattþjóðar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Nýlokið er í Zaelagaerzeg í Ung- verjalandi alþjóðlegu skákmóti með þátttöku margra stórmeist- ara. Urslit urðu þessi: 1. Vasjuk- ov (Sovétríkjunum) 9 v. af 12 mögulegum. 2. Holmov (Sovétr.) 7l/i v. 3.—4. Portisch (Ungverja- landi) og Pribyl (Tékkóslóvakíu) 7 v. o.s.frv. Hér hefur Vasjukov hvitt og á leik gegn Pribyl. Grundvöllurinn er eins og einn á móti milljarði. Og vist ber Mú- hameó ábyrgð á þeirri tegund út- skúfunar sem í Kóraninum er, líkt og kirkja, ekki Kristur sjálf- ur, í Gamlatestamentis-kristni nú- tímans. Verið er að biðja um sál- ræn visindi til leiðsagnar. Sálræn og efnisleg visindi geta unnið saman. Það er hrein villa, að bjóða menntuðu fólki nútimans sömu trúarbrögð og siðvana frum- þjóð. Eigi heldur eru það vísindin sem fara afvega i ýmsum tilfell- um. Ströng visindaleg þekkingar- leið er hafnsaga nútímans. Og vis- indi hafa hjarta, tilfinningu, skyggni, mátt — þegar sá sem á heldur er þeim gáfum gæddur. Sannanir eru fyrir hendi. Heim- sækið snillingana í verk þeirra. Vel hélt Edison á ljósi Krists. Þjóðir sem bæði eiga kristna kirkju og heyja hverja alheims- styrjöldina af annarri, og hinar sem eiga trúarbók Múhameðs og fremja athæfi eins og tilræðið við armenska fólkið 1915, eiga að leggja niður öll trúarbrögð. En meðan trúarbrögð eru ekki lögð niður, kýs ég mér kristna trú utan kirkju. Ég virði Múhameð og volduga tilraun hans, að undan- skilinni útskúfunarkenningunni. En mer er skylt að viðurkenna að Krist ber hærra. Það er enginn vafi á því að það er Kristnin, sem getur fullkomlega valdið því hlut- verki að glata ekki hjörðinni. Þetta er viðurkenning en ekki metnaður, viðurkenning á því, að Kristnin hefir í sér fóginn þann djúpa kraft, sem til þarf. Aðeins verður að hreinsa allt burt sem óskírir málminn. Og hinum djúp- stæða krafti sjálfum verður það ekki vandaverk. Ætti ég aðeins að trúa, yrði það á herskara af háþróuðum, sjálf- stæðum og samvinnandi guðum. Til þess að ná fullkomleikanum, verður að styðjast við sambönd og leiðbeiningar þeirra sem langt eru komnir. A það spor er þegar komið. En eftir því verður ekki ratað nema með starfi einlægs huga og þjálfuðum sérhæfileik- um. Margt það sem nefnt er spíri- tismi er í ýmsum tilfellum kák eitt. Þvi er þessi leið einnig vand- rötuð, líkt og reynzt hefir með rangalann í völundarhúsum trú- arbragða og þeirra kennifeðra. Sönn vísindi eiga að taka við af völdundarhúsunum. Starf og hugsun — í staðinn fyrir kyrr- stæða heila. Dómgreind til að vita hvað á að gera. Sigurður Draumland. HOGNI HREKKVÍSI Jæja. — Það verða þá 30 beztu lögin, sem hann ætlar að taka! 83? SVGeA V/öGA i \iLVtmi Ýl& W \ 'WOG Md /.\TA t/L IVIM H/'/V, OG ^A WVB^ÚIG VÚ Afli dróst ekki sam- an í júlí þrátt fyrir þorskveiðibannið „TlÐ var hagstæð til sjðsóknar f júlf og afli góður f öll veiðarfæri. Mikill fiskur virðist nú hafa gengið á miðin út af Yestfjörðum og hefur verið sérstaklega áber- andi, hvað afli hefur verið góður á grunnslóðinni nú f sumar. Er afli nú áberandi meiri á grunn- slóð en verið hefur undanfarin sumur. „Þannig hefst yfirlit um sjósókn og aflabörgð í Vest- firðingafjórðungi, en skrifstofa Fiskifélagsins á tsafirði sér um samantekt yfirlitsins. Þorskveiðibann sjávarútvegs- ráðuneytisins kom til fram- kvæmda 26. júli og stóð í eina viku, segir í yfirlitinu. Hætti þá allur flotinn veiðum nema Júlíus Geirmundsson, en hann hætti veiðum fyrstu vikuna í ágúst. Voru skipin því ekki að veiðum nema röskar þrjár vikur í mánuð- inum. Þrátt fyrir þetta var heildaraflinn í fjórðungnum aðeins 28 lestum minni í mánuð- inum, en var í júlímánuði í fyrra. Var aflinn nú 7.592 lestir, en var i fyrra 7.620 lestir. I júli voru gerð- ir út 162 (156) bátar til fiskveiða frá Vestfjörðum, 122 (114) stund- uðu veiðar með handfæri, 22 (25) réru með línu, 8 (7) með dragnót og 10 (10) með botnvörpu. Eins og fyrr segir varð heildaraflinn i mánuðinum 7.592 lestir og er heildaraflinn á sumarvertíð þá orðinn 14.193 lestir, en var 13.800 lestir á sama tíma i fyrra. Bátaafl- inn var nú 2.876 lestir, en afli togaranna 4.716 lestir. Af einstökum verstöðvum barst mest á land á Isafirði í mánuðin- um eða 3.236 lestir á móti 2.893 lestum I sama mánuði i fyrra, þá kemur Bolungavik með 1.000 lest- ir á móti 1.212 lestum i júlímán- uði i fyrra og þá Suðureyri með 635 lestir. Af togurum var Júlíus Geir- mundsson aflahæstur i mánuðin- um með 763.8 lestir, þá kom Guð- björg með 592.2 lestir og síðan Gyllir með 512.2 lestir. Af línubát- um var hæstur Orri með 173.9 lestir úr 9 sjóferðum. BSRB-samning- ar af stad á ný SAMNINGANEFND Bandalags starfsmanna rfkis og bæja hefur verið boðuð til fundar á morg- un, fimmtudag klukkan 13.30 og er fyrirhugað að á þeim fundi geri nefndin sér grein fyrir því efni, sem safnað hefur verið um kjaraatriði á hinum almenna vinnumarkaði, en eins og menn rekur minni til var samningavið- ræðum frestað fram í miðjan ágúst á meðan þessi gagnasöfnun færi fram. Ekkert hefur verið látið uppi um þau gögn, sem safnað hefur verið, en þau munu vera talsverð að vöxtum. Svipuð könnun fór fram á vegum Bandalags háskóla- manna og kom þar í ljós um 40% munur á launum og voru ríkis- •starfsmenn þar lægri. Sáttasemj- ari ríkisins hefur enn ekki boðað aðila til fundar og er ekki búizt við því að svo verði fyrr en i fyrsta lagi eftir að samninga- nefndin hefur kannað þær upp- lýsingar, sem fyrir liggja — en það gerir hún á fimmtudag eins og áður sagði. Verklegar kynning- ar á dýralæknafundi Aðalfundur Dýralækna- félags fslands var haldinn að Húnavöllum 11.—13. ágúst. f sambandi við fund- inn var fræðslufundur um ýmsar nýjungar á sviði dýralækninga. Dr. med. vet. Michael Hessel- holt frá Dýralæknaháskólanum I Kaupmannahöfn var gestur fundarins og hélt fyrirlestra og sýndi nýjungar i skurðaðgerðum deyfingum og svæfingum á hest- um. Alls voru teknir til aðgerðar eða skornir upp 9 hestar, sem valdir voru úr hópi laungraðra hesta og strenghesta af dýra- læknunum í Húnavatnssýslu og Skagafirði i sumar og vor. Alls voru 30 dýralæknar á fundinum, en tvo vantaði. Elzti dýralæknir landsins, Jón Pálsson frá Selfossi, sem nú er 86 ára gamall, mætti og gaf Visindasjóði Dýralæknafélags tslands kr. 100 þús. I stjórn Dýralæknafélags íslands eru nú: Jón Pétursson héraðsdýralæknir Egilsstöðum, formaður, Birnir Bjarnason héraðsdýralæknir Hornafirði, ritari, og Rögnvaldur Ingólfsson héraðsdýralæknir Þórshöfn, gjaldkeri. Leiðrétting Greinin, Einfari kvaddur, um Þorstein Valdimarsson í blaðinu í gær er eftir Jóhann Hjálmarsson. Nafn hans féll því miður niður. 19. Rc7 + !! — RXC7; 20. Hxe7 + !. Svartur gafst upp. Hann á ekki völ á öðru en 20. ... Kxe7 og þá verður hann mát eftir 21. Df6+. v-/r 06 Ví'R V/t yWA VIW?< 'N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.