Morgunblaðið - 17.08.1977, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGtJST 1977
IMP
: 6,8/11
6,3/10
,3/14
UMBOÐSMENN:
G\er *■ lífv»WerK,.
TW9'" c, Eir'arss0
SSfiífgE^ÍSSii baW'Kur
09
_r Qun^arsS°n
&*»*££!? &**
’^ondsson Ran9*,n^
a«°n K, Ra'19*ir'^>grlússor'l
'ES^srí^rr
«528. “■ por'á
^^99^6rUde"“
&c
Fellsmúla 24-26 • Hreyfilshúsinu • Sími 82377
sölumet
fleiri litir
Góðir litir gleðja augað. Falleg
áferð og frábær ending Hrauns,
húsamálningarinnar frá Málningu
h.f., hefur stuðlað að vinsældum
hennar. Enda margfaldaðist salan
á s.l. ári.
Hraun hefur sýnt og sannað fram-
úrskarandi eiginleika; — við höf-
um dæmi um rúmlega 10 ára end-
ingu. Hraun er sendin akrýlplast-
málning, sem sparar vinnu: Betri
ending og færri umferðir. Ein um-
ferð af Hrauni jafngildir þrem um-
ferðum af venjulegri plastmáln-
ingu.
Nú bjóðum við ennþá meira litaúr-
val í Hrauni en áður. Lítið á lita-
kortið og fáið allar upplýsingar hjá
umboðsmönnum okkar.
HRAUN
SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING
málningbf
Liverpool fékk
oddveifu Vals
21. júlí s.l. var íslenzkum
læknanemum, sem eru í árlegri
krufningaferð í Bretlandi, boð-
ið á æfingu hjá hinu fræga
knattspyrnuliði Liverpool.
Tóku læknanemarnir þátt i
léttri þrekæfingu með leik-
mönnum Liverpool, en síðan
voru málin rædd yfir tebolla og
fór hið bezta á með gestum og
gestgjöfum. Hápunktur þessar-
ar heimsóknar læknanemanna
var svo er Grímur Sæmunds-
sen, knattspyrnumaður úr Val
færði Liverpool-liðinu oddveifu
félags sins. Tók Emlyn Huges,
fyrirliði Liverpool-liðsins, við
veifunni og virtist kunna að
meta hana vel.
Það var Rotarymaðurinn J.
Pearson, sem hafði forgöngu
um þessa heimsókn íslending-
anna til Liverpoolliðsins og sést
hann lengst til hægri á með-
fylgjandi mynd sem birtist í
einu stærsta blaðinu í Liver-
pool „Liverpool-Echo“. í
fremstu röð á myndinni eru
þeir Huges og Grímur og halda
þeir á Valsfánanum á milli sin.
Greenwood
einvaldur?
ENSKA knattspyrnusambandið
hefur boðið Ron Greenwood,
framkvæmdastjóra Lundúna-
liðsins West Ham að taka við
starfi framkvæmdastjóra og
einvalds enska landsliðsins af
Don Revie, sem sagði starfinu
lausu fyrir nokkru. Greenwood
hyggst taka sér nokkurra daga
umhugsunarfrest og ætlar
hann að svara ákveðið i viku-
lokin. Reiknað er með þvi að
hann taki starfinu.
Góð hlaup hjá
Lilju og Gunnari
LILJA Guðmundsdóttir, ÍR,
keppti í 800 m hlaupi á frjáls-
íþróttamóti i Karlstad í Svíþjóð
i fyrri viku og hljóp á sæmileg-
um tíma, 2:08,7 mínútum. Varð
Lilja fjórða í hlaupinu eftir að
hafa haft forystuna frá upphafi
þess, en á síðustu metrunum
skutust tvær sænskar og ein
áströlsk stúlka fram úr henni.
Gunnar Snorrason og Einar
Óskarsson, sem hafa stundað
atvinnu í Svíþjóð að undan-
förnu, kepptu einnig í fyrra-
kvöld á móti í Stokkhólmi. Setti
Gunnar persónulegt met í 1500
metra hlaupi, hljöp á 4:10,0
Enn dökknar
útlitið hjá
Atla og Co.
ENN dökknar útlitið hjá Hol-
bæk, hinu danska liði Atla Þórs
Héðinssonar. Þegar 17 umferð-
um er lokið í 1. deildinni
dönsku er Holbæk í neðsta sæti
með 10 stig en OB er efst með
27 stig. Holbæk tapaði 1:2 á
heimavelli fyrir B-1903 um síð-
ustu helgi og var liðið óheppið
að tapa leiknum að sögn dönsku
blaðanna. Eina mark Holbæk
var skorað úr vítaspyrnu eftir
að Atla hafði verið brugðið í
dauðafæri.
minútum, en hann átti bezt
4:13,3 áður. Einar hljóp á 4:12,5
mínútum. Gunnar bætti einnig
sinn fyrri árangur í 800 metra
hlaupi er hann hljóp á 2:02,6
minútum, en á sama móti hljóp
Einar á 2:02,3 mín., en hann á
aðeins betri árangur frá fyrri
árum. Loks stórbætti Gunnar
sig i 3000 metra hindrunar-
hiaupi er hann hljóp nýlega á
9:36,5 mínútum, en það gerði
hann á móti í Oskarshamn í
Sviþjóð. 1 spjalli við Morgun-
blaðið sagðist Gunnar ekki
beint hafa verið í stuði á mót-
inu í Stokkhólmi og teldi sig
vera í formi upp á betri tíma í
1500 metrum.
Birtalan
beztur
íþróttablaðið Sport i Bratis-
lava fékk nýlega handknatt-
leikssérfræðinga frá 10 löndum
til þess að greiða atkvæði um
hverjir væru beztu handknatt-
leiksmenn heims. Féllu at-
kvæði þannig að Stefan Birtal-
an, Rúmeniu, hlaut 43 stig,
Jerzy Klempel, Póllandi 37 stig,
Hrvoje Horvat, Júgóslavíu, 31
stig, Valeri Gassi, Sovétríkjun-
um, 29 stig, Vladimir Maksi-
mow, Sovétríkjunum, 28 stig,
Jaehfm Deckarm, V-
Þýzkalandi, 18 stig, Mihail
Ischenkok Sovétrikjunum 15
stig, Abes Arslanagic, Júgó-
slavíu, 13 stig, Christian Gatu,
Rúmeníu, 9 stig og Juri
Klimow, Sovétríkjunum 8 stig.
Bezta handknattleikskonan
var kjörin Sinaida Turtschina,
Sovétríkjunum, og hlaut hún 50
stig í atkvæðagreiðslunni. Önn-
ur í röðinni varð landa hennar,
Tatiana Makerec, með 45 stig.