Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
Notthingham nú jafnfætis
Manc. City og Liverpool
Mynd þessi cr úr lcik Chclsca og Wcst Ilam um fyrri
hclgi og sýnir Chclsca-lcikmanninn Droy og Derby-
lcikmanninn Halcs í baráttu. Á laugardaginn vann
Chclsca óvæntan sigur yfir bikarmcisturum Manchcstcr
Unitcd á Old Trafford í Manchcstcr.
EFSTU liðin í ensku 1. deildar
keppninni í knaltspyrnu héldu
sínu striki að mestu á laugardan-
inn. Liverpool og Manehester
City urðu reyndar að ;;era sér
jafntefli að góðu í leikjum sínum,
en Notthingham Forest vann góð-
an sigur yfir Aston Villa, og
stendur því tveimur fyrrnefndu
liðunum jafnfætis að stigum á
toppnum í 1. deildinni. Ilið sama
var uppi á teningnum í 2. deild-
inni, en þar unnu forystuliðin tvö
Kolton VVanderes og Tottenham
Hötspur hæði á útivelli og hafa
nú náö allgóðri forystu í deild-
inni. Bolton W’anderes það lið
í I. og 2. deild sem tapað hefur
fæstum stigum til þessa, — liðið
er með II stig af 12 mögulegum.
Notthingham Forest sýndi mjög
góðan leik gegn Aston Villa á
laugardaginn. Liðið vann vcl sam-
an og átti margar vclútfærðar og
skemmtilegar sóknarlotur í leikn-
um, og hefði það eftir atvikum átt
að vinna stærri sigur en 2—0.
Peter Shilton, enski landsliðs-
markvörðurinn, sem Notthing-
ham keypti i síðustu viku frá
Stoke fyrir 270 þúsund pund, átti
rólegan dag í markinu, og verður
ekki annað sagt en að byrjunin
lofi góðu hjá honum. Fyrra mark
þessa leiks kom þegar á sjöttu
mínútu, er Tony Woodeock skor-
aði eftir fallega sóknarlotu
Notthingham, og á næst síðustu
mínútu leiksins bætti svo John
Robertsson öðru marki við.
Ahorfendur að leik þessum voru
31.016, og fögnuðu þeir Notthing-
hammönnum lengi og ínnilega er
þeir gengu til búningsherbergis
síns, eftir leikinn.
Mikil spenna var í jeik Liver-
pool og Ipswich Town, svo sem oft
hefur vesrið í leikjum þessara
liða. Ipswich hefur jafnan staðið
sig mjög vel á heimavelli sínum,
þegar Liverpool hefur komið
þangað í heimsókn, og var það
síðast árið 1968 að Liverpool tókst
að vinna þarna sigur. Kenn.v
Daglish, leikmaðurinn sem Liver-
pool keypti fyrir 400 þúsund
pund af skozka liðinu Celtic fyrr í
haust, var í essinu sínu i þessum
leik, og fór oft illa með vörn
Ipswich-Iiðsins, sérstaklega til að
byrja með. A 22. mínútu leiksins
náði Daglish að notfæra sér veilu
í Ipswich vörninni, smeygja sér í
færi og skora. Eftir þetta mark
var settur maður til höfuðs
Daglish og gekk betur að hemja
hann eftir það, og leikurinn
komst í jafnvægi. Þaö var þó ekki
fyrr en á 70 mínútu að Ipswich
tókst að jafna og var þar Trevor
Whymark að verki. Fékk hann
knöttinn óvænt við vítateigslín-
una og skaut fallegu skoti, sem
markvörður Liverpool átti ekki
möguleíka á að ná.
Gífurleg harka var í leik
Manchester City og Queens Park
Rangers einkum af hálfu
Manchester-leikmannanna, en
hörð mótspyrna Q.P.R. leikmanna
virtist koma þeim á óvart í leikn-
um. Til að byrja með hafði
Manchester-liðið þó allgóð tök á
leiknum og tókst hinum mark-
sækna leikmanni þess Joy Royle
að skora á 15. mínútu. Gerry
Francis, sem verið hefur frá
vegna meiðsla í 15 mánuði lék nú
aftur með Queens Park Rangers
og var hann liði sinu betri en
enginn. Hann ríkti á vallarmiðj-
unni, og það var líka hann sem
skoraði jöfnunarmark fyrir lið
sitt á 35. mínútu. Ahorfendur að
leik þessum voru 24.668.
Bristol City vann sinn fyrsta
sigur á þessu keppnistímabili er
liðið fékk Lundúnabúana frá
West Ham United í heimsókn.
Richie skoraði tvö mörk liðs síns,
á 25. og 66. mínútu, og hinn ungi
leikmaður Kvein Mabbutt skoraði
eitt. Fyrir West Ham skorurðu
þeir Ryan Robson og Geoff Pike,
og var mark Robsons fyrsta mark-
ið í leiknum, skorað á 8. mínútu.
Ahorfendur voru 21.180.
Gamli maðurinn sir Alf Ramsey
ætlar greinilega a verða betri en
enginn fyrir Birmingham City.
Eftir mjög slæma byrjun hefur
nú leikmáti liðsins tekið stakka-
skiptum til batnaðar og á laugar-
daginn vann liðið sinn annan leik
í röð, er Neweastle kom í heim-
sókn. Mikil læti urðu er Birming-
ham skoraði sitt fyrsta mark í
leiknum. en þá fékk John
Connolly knöttinn innfyrír vörn
Newcastle — greinilega rang-
stæður, enda veifaði línuvörður-
inn óspart. Dómarinn, Darryl
Rees, Iét þó sem hann sæi það
ekki og dæmdi markið gilt. Hin
mörk Birmingham í leik þessum
skoraði Keit Bertschin. Áhorfend-
ur voru 18.953.
Ray Graydon, leikmaður sem
Coventry keypti nýlega af Aston
Villa, lék stórt hlutverk í leik liðs
hans við Middlesbrough á laugar-
daginn. Skoraði hann tvivegis, á
67. mínútu og 83. mínútu, og
færði hinu nýja liði sínu sigur í
leiknum. David Mills gerði eina
mark Middlesbrough í leiknum á
síðustu mínútunni. Ahorfendur
voru 13.947. Er greinilegt að
Middlesbrough ber ekki sitt barr,
eftir að hafa misst framkvæmda-
stjóra sinn, Jakie Charlton.
Úlfarnir og West Bromwich
Albion gerðu jafntefli 2—2 á
laugardaginn og er þvi W.B.A.
enn við toppinn í 1. deildinni.
Úlfarnir skoruðu fyrsta mark
leiksins á 8. minútu og var það
Normann Bell sem það gerði.
Tony Brown jafnaði fyrir W.B.A.
úr vitaspyrnu á 15. mínútu, en
heimaliðið náði síðan forystu með
marki David Cross undir lok fyrri
hálfleiksins. Seint í seinni hálf-
leiknum jafnaði svo Steve Daley
fyrir Úlfana. Ahorfendur voru
30.295.
54.746 áhorfendur og fylgjend-
ur Manehester United höfðu ekki
erindi sem erfiði á Old Trafford á
laugardaginn er Cherlsea kom
þangað í heimsókn. Eftir aðeins
90 sekúnda leik lá knötturinn í
marki Manchester-liðsins og var
það Bill Barner sem það skoraði
— hans fyrsta mark í 21 mánuð.
Og þrátt fyrir mikinn þunga í
sókn Manchester-Iiðsins lengst af
í þessum leik tókst því aldrei að
jafna metin, þannig að Chelsea
fór á braut með bæði stigin.
Derby County var sigri nær í
leik sínum við Leeds United.
Komst Derby í 2—0 í leiknum
með mörkum Gemmills á 17. mín-
útu og Huges. En Leeds barðist
mjög vel í leiknum og tókst að
jafna þegar 3 mínútur voru til
leiksloka. Skoraði Lorimer mörk-
in. Ahorfendur voru 24.247.
Everton vann sinn fyrsta sigur
á heimavelli á þessu keppnistíma-
bili er leikmenn Norwich komu
þangað í heimsókn á laugardag-
inn. Ricoch skoraði fyrsta mark
Ieiksins á 44 mínútu, og McKenzie
bætti öðru marki við þegar í upp-
hafi seinni hálfleiksins. Undir lok
leiksins innsiglaði svo Dobson sig-
ur Everton. Áhorfendur voru
34.405.
Markakóngurinn Malcolm
McDonald skoraði sitt fyrsta
mark í vetur þegar Arsenal sigr-
aði Leicester 2—1. Hitt mark
Arsenals skoraði Stapleton, en
Worthington var sá er gerði mark
Leieester. Ahorfendur að leik
þessum voru 27.371.
1. DEILD
L HEIMA UTIstig.I
Manchester City 6 2 1 0 7—1 2 1 0 7—3 10
Liverpool 6 3 0 0 7—0 0 2 1 3—2 10
Notthingham Forest 6 3 0 0 6—0 2 0 1 6—6 10
West Bromwich Albion 6 2 1 0 7—3 1 1 1 5—5 8
Everton 6 1 1 1 4—3 2 0 1 7—3 7
Manchester United 6 1 1 1 2—2 2 0 1 6—4 7
Arsenal 6 3 0 0 6—1 0 1 2 1—3 7
Leeds United 6 2 1 0 5—3 0 2 1 6—7 7
Coventry City 6 2 1 0* 7—4 1 0 2 3—5 7
Wolverhamton Wánderes 6 1 1 1 4—4 1 2 0 5—4 7
Ipswich Town 6 2 1 0 3—1 0 2 1 1—2 7
Norwich City 6 1 2 0 3—2 1 0 2 3—8 6
Queens Park Rangers 6 1 I 1 5—3 0 2 1 3—4 5
Chelsea 6 1 1 1 4—3 1 0 2 1—4 5
Aston Villa 6 1 0 2 3—6 1 1 1 3—4 5
Middlesbrough 6 1 1 1 4—3 0 1 2 3—5 4
Bristol City 6 1 1 1 6—6 0 1 2 0—2 4
Birmingham City 6 1 0 2 4—5 1 0 2 2—4 4
Leieester City 6 1 1 l 2—5 0 1 2 1—5 4
West Ham United 6 0 1 2 3—6 1 0 2 5—6 3
Derby County 6 0 2 1 2—3 0 1 2 2—7 3
Newcastle United 6 1 0 2 5—8 0 0 3 o 1 2
2. DEILD
L HEIMA Uti stig
Bolton Wanderes 6 3 0 0 5—2 2 1 0 3—0 11
Tottenham Hotspur 6 3 0 0 7—3 1 2 0 2—0 10
Crystal Palace 6 1 1 1 5—4 2 1 0 6—1 8
Stoke City 6 3 0 0 7—1 0 2 1 1—2 8
Brighton and Hove 5 2 0 0 5—3 1 2 0 3—2 8
Luton Town 5 2 1 0 8—1 1 0 1 2—2 7
Blackpool 6 1 1 1 4—4 2 0 1 7—5 7
Southampton 6 2 1 0 5—1 1 0 2 3—6 7
Blaekburn Rovers 6 1 1 1 4—2 0 3 0 1—1 6
HuIICity 6 1 2 0 3—0 1 0 2 2—4 6
Oldham Atletic 6 2 1 0 4—1 0 1 2 4—7 6
Charlton Atletie 5 2 0 0 5—2 0 2 1 3—8 6
Fulham 6 1 2 0 6—2 0 1 2 0—3 5
Orient 6 2 0 1 8—8 0 1 2 2—4 5
Sunderalnd 6 1 1 1 4—3 0 2 1 3—6 5
Millwall 6 1 1 1 3—3 0 1 2 3—5 4
Mansfield Town 6 1 1 1 3—3 0 1 2 2—5 4
Cardiff City 5 0 3 0 2—2 0 1 1 1—4 4
Bristol Rovers 6 0 2 1 3—4 0 1 2 3—6 3
Notts County 6 0 2 1 4—5 0 1 2 4—9 3
Sheffield United 6 1 1 0 3—3 0 0 3 3—10 3
Burnley 6 0 2 1 1—2 0 0 3 1—8 2
Knattspyrnuúrsllt I
KNíiLAND 1. DEILD: Kast StirlinR — Berwick 2—7
Arsonal — Loierstor 2—1 Forfar —Cowdenbeath 1—3
Birminf'ham — Newcastlc 3—0 Meadow bank — Qucens Park 1—1
Bristol City — West llam 3—2 Raith Rovers — Stanraer 1—1
Coventry — IVIiddlcshrouKh Dcrby —Lcrds l'td. 2—1 2—2 Stcnhouscmuir —Alhion Rovers 2—4
Kvcrton — Norwich 3—0 V ÞVKaland 1. DEILD:
Ipswich — Livcrpool 1—1 FC Saarbrieclem —
IVIanchester Utd. —Chelsea 0—1 Ba> ern Munchen 2—1
NotthinKham —Aston Villa 2—0 Herta BSC Berlín — VFB Stuttgart 1—1
Q.I*. R. — Manchester City 1—1 Borussia Mönchenj'ladbach —
W.B.A. — Wolves 2—2 St. Pauli Borussia Dortmund — 2—1
KNCLAND 2. DKILD: Fortuna Dússeldorf 1—2
Blackpool —Tottcnham 0—2 llamburger SV — FC Köln 1—0
Burnlcy —Brij>hton 0—1 1800 Munchen — Kintracht Frankfurt 2—1
Cardiff — IVIansficld 1—1 Kintracht Braunsvick — VFL Bochunt 3—1
Fulham — Notts County llull — Stoke 5—1 0—0 Schalke 04 — Wcrder Bremen 1—0
Luton —Blackhurn Rovers 0—0 PORTl’CAL 1. DKILD:
IVIillwall —Southamton 3—0 Varzim —Portimonense 3—1
Oldham —Charlton 1—1 Boavista — Kspinho 1—1
Oricnt —Bristol Rovers 2—1 Riopele — Setubal 2—1
Sheffield L’td. —Crystal Falace 0—2 Belenenses —Academico 2—0
Sunderland — Bolton 0—2 Feirense — Estoril Milan — Genoa 1—1 2—2
KNCLAND 3. DKILI): Naples —Juventus 1—2
Carlisle — Oxford 2—2 PeruKia — Rome 3—2
Chester — Cillinf'ham Chesterfield — Wrexham 2—2 1—0 Torino — Pescara 2—0
Pelerborouj'h —Kxeter 1—1 BELGlA 1. DEILD: 2—2
Fl> mouth — CambrÍKdc 0—1 La Louviere — FC Líckc
Fortsmouth — Lincoln 0—2 Beerschot — Winterslají 2—2
Fort Vale — Sheffield Wed. 0—0 Lierse WareKem 1—0
Preston — Ilereford 0—0 Molenbeek — Charleroi 5—1
Rotherham —Colchester 1—0 Berinsen — Anderlecht 1 —0
Shrewsbury —Walsall 0—0 Lokeren — Boom 6—2
Courtrai —Antwerpen 2—1
KNCLAND 4. DKILD: Standard Liege — Beveren 3—0
Barnsley —Watford Bournemoth — Halifax I —0 0—0 FC Briigge — Cercle Briigge 4—1
Crewe — Torquay 2—0 GRIKKLAND 1. DEILD: 2—1
Darlington — Aldershot 1—1 Panachaiki — Kavala
Doncaster — Brentford 3—1 Panionios — Paserraikos 0—1
lluddersfield — Stockport 0—0 Yannina — Iraklis 3 —2
Nothamton — Hartlcpool 5—3 Olympiakos —AEK 1—0
Readij' — Southport 3—1 OFI — Kastoria 0—0
Rochdalc — Newport 0—1 Veroia Egaleo 1—0
Scunthorpe — Wimblcdon 3—0 Pierikos Ethnikos Aris — Panathinaikos 0—0 0—0
SKOTLANI) — l RVALSDKILD. Appolon — Paok 1—1
Aherdeen—Celtic 2—1 ITALÍA 1. DEILI):
Clydebank — Dundee l'td. 0—3 Bologna — Atlanta 0—0
IVIotherwell —Ayr Cnited 5—0 Foggia — Fiorentina 1 1
Partick — Hihernian 1—0 La/.io — Verona 1—1
St. Mirren — RaiiKers 3—3 Vicenza & Inter IIOLLAND 1. DKILD: 1—2
SKOTLAND l.DKILD: FC den Haag — Nijmgen 1—2
Airdrienoians — — StirlínK Albion 0—1 Sparta — VVV Venlo 2—1
Alloa — Queen of the South 2—2 PSV Eindhoven —Amsterdam 2—0
Dundee — Dumarton 2—1 FC Twente — Volendam 1—0
Hearts — St. Johnstonc 3—0 Harlem —Telstar 1—1
Kilmarnock — Arhroath 3—0 Ajax — Go Ahead Eaglcs 2—0
Montrosc — Hamilton 1—2 Ctrecht —JC Kerkrade 3—0
Morton —Kast Fife 1—0 Vitesse — Feynoord AZ67 — NAC Breda 2—2 1—4)
SKOTLAND 2. DKILD: PSV hefur forystu 1 deildinni með 15 stig.
Clyde — Brechin 2—0 Nijmegan er 1 ödru sæti með 14 stig. en sídan
Dunfermline — Falkirk 0—1 koma AZ 67. Sparta og Ajax med 12 stig