Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
Mengele í Paraguay
New York. 19. sept. AP.
I)R. JOSEF Mengele,
„daudalæknirinn frá Auschwizt",
býr I Paraguay segir í vikuritinu
Time, sem kom út í dag. Þar segir
að Mengele hafi komiú til Para-
guay árid 1959 og búi í bænum
San Antonio sem er á afskekktum
staú og fáförnum í landinu og
hann virðist nú aðstoða stjórnina
við að herja á Ache-indjánana
sem búa í þeim hluta landsins við
erfið kjör.
Time segir að Mengele sé í sér-
stökum búðum á þessum stað og
enda þótt talsmaður stjórnar
Paraguay neiti þvi segir Time að
það hafi áreiðanlegar heimildir
fyrir því að Mengele sé sérskipað-
ur ráðgjafi stjórnarinnar i því að
ofsækja Ache-indjánana og hand-
sama marga þeirra i þrælavinnu.
Þegar Mengele var í Auscwitz,
segir Time, var hann vanur að
taka á móti fangalestunum í eigin
persónu og velja úr þá sem hann
vildi láta drepa strax, og svo hina
sem hann gaf líf um hrið, m.a. til
að hann gæti gert ýmsar ákaflega
ógeðfelldar læknisfræðilegar til-
raunir á þeim. Hann fékkst meðal
annars við það að skipta um lit í
augum barna með þvi að gefa
þeim sprautur sem voru mjög
þjáningarfullar.
ísraelar hafa hvað eftir annað
reynt að fá Mengele frá
Paraguay, en það hefur ekki tek-
izt og að minnsta kosti einn ísra-
elsmaður hefur horfið sporlaust í
Paraguay þar sem hann var
þeirra erinda að freista þess að
koma höndum yfir Mengele.
Málgagn ungkomma:
Astmögurinn gæti
verið CIA-útsendari
Moskva 19. sept.
AP. Reuter.
MALGAGN æskulýðssamtaka
sovézka kommúnistaflokksins,
Komsomolskaya, hefur varað
ungar sovézkar stúlkur við því
að lenda í slagtogi með sjó-
mönnum — að minnsta kosti ef
viðkomandi sjómenn eru
bandariskir.
,,Þið vitið hvernig bandarisk-
ir sjómenn geta verið, þeir geta
til dæmis verið útsendarar CIA
sem reyna að fleka ykkur með
það eitt fyrir augum að flækja
ykkur í njósnaneti sínu," sagði
í blaðinu. Þar var gefin ítarleg
lýsing á fundi ungrar stúlku frá
Leningrad sem kölluð er Nina
og sögð vera fimleikastúlka og
bandarísks sjómanns sem
nefndur er Robert og hafi hann
verið á flutningaskipinu „The
Zapata”. Segír að þau Robert og
Nina hafi átt saman nótt, eftir
að leiðir höfðu legið saman á
kaffihúsi þar sem Nina starf-
aði. „En morguninn eftir játaði
hann að hann ætti eiginkonu og
barn í Bandaríkjunum en sór
og sárt við lagði, að hann fengi
skilnað snarlega og kæmi þá og
sækti Ninu í himnarikissæluna
i Bandaríkjunum. „Aður en
hann fór á braut hafði hann
sent stúlkunni, sem felldi heit-
an og einiægan ástarhug til
hans, bréf þar sem hann hét því
að bandaríska ræðismanns-
skrifstofan í Leningrad hefði
samband við hana. í bréfinu
bað Robert hana lengstra oröa
að trúa engu ljótu um Banda-
ríkin og hann sjálfan. „Þetta er
dæmigerð tilraun til að heila-
þvo stúlkuna — og bendir til að
Robert hafi verið að vinna að
áætlun sem gerð hefur verið
áður. Þarf ekki að fara í neinar
grafgötur með fyrir hverja Rob-
ert þessi hefur verið að vinna.
Meðan bandarísk skip eru i
höfn reyna sjómennirnir iðu-
lega að finna sér saklausar sov-
ézkar stúlkur, fleka þær og
gera siðan það sem verra er,
reyna að heilaþvo þær.“ Sagan
um Ninu endaði þó sæmilega
vel, segir blaðið, þvi að Ninu
varð Ijóst, að hún var á hálli
braut og sá að sér og fór ekki
einu sinní til að kveðja Robert
þegar skip hans lét úr höfn.
Rekstur hjá TAP
að komast í lag
Lissabon 19. sept.
Reuter. AP.
1 MORGUN komu flugmenn
portúgalska flugfélagsins TAP til
vinnu sinnar, eftir að talsmaður
ríkisstjórnar landsins hafði heit-
ið flugmönnunum því að komið
yrði til móts við kröfur þeirra um
betri laun og vinnuaðstöðu. Þegar
samkomulag hafði náðst um það
ákváðu forvígismenn flugmanna
að hvetja félaga sína til að hefja
störf á ný, þótt ekki hafi verið
gengið frá samningum.
Flugmennirnir eru 306 að tölu
og hafa ekki flogið í tvo daga.
Hefur þetta haft víðtæk áhrif inn-
an Portúgals sem utan. Virtist um
hríð sem svo mikil harka væri
komin í málið að hvorugur aðili
vildi sveigja. Þar sem mörg þús-
und ferðamenn eru í Portúgal
kom þetta mjög illa niður á þeim
og varð enda ekki til að bæta
bágan fjárhag landsins.
Góð aðsókn að Þjóðveldisbænum:
Kaup á innbúi
næsta verkefnid
MIKIL aðsókn hefur verið að
Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal í
sumar og hefur honum nú verið
lokað að öðru leyti en því að
ferðamannahópum er gefinn
kostur á að skoða hann út septeni-
bermánuð.
Eiríkur Briem, gjaldkeri bæjar-
stjórnarinnar, sagði í viðtali við
Mbl. að unt 20.000 ntanns hefðu
skoðað bæinn í sumar og þar
væru börn ekki talin með. Fénu
sem ínn hefur komið hefur m.a.
verið varið til gæziu og viðhalds.
Fyrir næsta sumar þarf að koma
upp vegvísi, sagði Eiríkur, og ráð-
gert er að gefa út kynningarbækl-
ing.
Hugmyndin er að fá innbú og
sagðí Eiríkur að það væri nú verk-
efni bæjarstjórnarinn er Hörður
Agústsson.
Ekið á kind
í Kömbunum
EKIÐ var á kind neðst í Kamba-
brún á föstudaginn og þurfti að
aflífa skepnuna á staðnum. Vildi
það til að bóndi var með þeim
fyrstu sem komu á vettvang eftir
slysið og hafði hann kindabyssu
með í bil sínum, sem hann notaði
til að lóga skepnunni.
r
— Olýsanleg
Framhald af bls. 3.
Þarna er hann Maggi litli.
Hlauptu, hlauptu“. Einhvern veg-
inn greip það mig, að drengurinn
hefði verið að leika sér við verk-
smiðjuhúsið og ég ætla ekki að
lýsa þeirri óhugnanlegu tilfinn-
ingu, sem greip mig, þegar ég
skildi, hvað konan átti við.“
„... og um
Framhald af bls. 3.
sunnudagsmorguninn," sagði
Skarphéðinn, „og labbaði mig inn
á verkstæðið. Þarna voru opnar
dyr og út um þær blasti Flugelda-
gerðin við mér. Ég sný hliðinni i
dyrnar, þegar mér verður litið við
og síðan sé ég öll ósköpin. Þessu
fylgdi svo gífurlegur þrýstingur
að ég hrökk til á verkstæðisgólf-
inu og þarna lék allt á reiðiskjálfi.
járnplötur og lausahlutir þeyttust
þetta 1—200 metra upp í loftið.
Eg var fyrst sem lamaður, en síð-
an tók ég auðvitað sprettinn. Mér
finnst ég heyra barnsgrát og í því |
sé ég Sigurð koma hlaupandi ofan
frá húsunum og þegar ég kem til
háns er hann með Magnús litla í
fanginu. Við verðum svo sam-
ferða með barnið inn á verkstæði
þeirra Þorgeirs og Helga og þar
vorum við yfir barninu, þar til
hjúkrunarkonan kom. Ég fylgdi
þeim svo í sjúkrahúsið og þegar
ég kom aftur á slysstaðinn var allt
um garð gengið og min engin þörf
þar.“
— Sá Helga
Framhald af bls. 3.
inum minum,“ sagði Guðjón.
„Þegar ég er að koma að húsinu
hans Helga heitins, heyri ég
svona hviss eins og kveikt hafi
verið í rakettu. Ég stöðva, legg frá
mér hjólbörurnar og lit við til
Flugeldagerðarinnar. Þar inni sé
ég þá neistaflug í gegnum glugga
og sé hvar Helgi heitinn kemur
út. Litla drenginn sá ég ekki.
Þegar reykurinn svo greiddist
frá sé ég að það vantar allan
austurendann á verksmiðjuhúsið.
í þessu heyri ég svo óp og grát frá
húsunum í kring og fólk streymdi
þar út, sumt fáklætt og annað á
náttfötunum einum saman. Þá
kemur þarna að annar maður,
sem tekur að sér að hringja í
lögregluna, en ég fór að hjálpa
konum með börn.“
— Eþíópía
Framhald af bls. I
þotur Sómala, hafi Eþíópiumenn
haft algjöra fyriburði í lofti. Af
hálfu frelsishreyfingar V-
Sómalíu hefur einnig verið haldið
fram að umtalsverðir sigrar hafi
unnizt, m.a. hafi skæruliðar brot-
izt gegnum víglínu Eþíópíumanna
i nánd við borgina Dire Dawa,
sem skæruliðar ráða ásamt Jijiga,
og skorið þar með á mikilvæga
aðfangaleið til herja Eþíópíu.
Mengistu Haile Mariam, leiðtogi
Eþíópiu, hefur sagt, að þrátt fyrir
fullyrðingar um að Jijiga sé fallin
sé áfram barizt um þann bæ, eins
og um Dire Dawa.
Allsherjarherútboð hefur verið
látið út ganga í Eþiópíu, og eru nú
uppi áætlanir um að allir fyrrum
hermenn innan 60 ára aldurs
skuli taka upp vopn að nýju auk
þess sem lýst hefur verið eftir
sjálfboðaliðum. Herafli Eþíópíu
er nú talinn um 200.000 menn en
með þessum ráðstöfunum er gert
ráð fyrir að hernum bætist um
100 þúsund menn til viðbótar.
Eþíópía á mjög undir högg að
sækja um þessar mundir, því að
auk þess sem styrjöldin geisar í
Ogaden, hafa Eritreumenn stór
landsvæði á valdi sinu norðar í
landinu.
— Kólera
Framhald af bls. 1
komið upp 71 nýtt tilfelli á tveim-
ur sólarhringum og séu því tilfell-
in á tíu daga timabili alls orðinn
352.
Fulltrúar Arababandalagsins j
Kairó hafa einnig greint frá því,
að yfirmenn 'heilbrigðismála í
Arabalöndum hafi verið beðnir
um að koma saman til skyndi-
fundar nk. laugardag til að gera
áætlun um það hvernig brugðizt
skuli við kólerufaraldrinum þar
um slóðir. Hingað til hefur Sýr-
land orðið verst úti og var þar í
dag tilkynnt um 40 ný tilfelli og
eru kólerutilfelli samtals þar í
landi þá orðin 2.389, þar af hafa
70 látizt.
— Heimsmeistari
Framhald af bls. 44.
lokið ávarpi sinu var viðstöddum
boðið upp á veitingar.
Þeir Jón L. Árnason og Margeir
Pétursson eru væntanlegir heim í
dag með Loftieiðavél frá Luxem-
borg. Stjórn Skáksambands ís-
lands mun verða á Keflavikur-
flugvelli og taka á móti heims-
meistaranum nýja.
— Nýtt kjötverð
Framhald af bls. 17
en sláturkostnaður þessara >
þriggja kilóa verður í haust 438
krónur.
Söluaðilar kindakjöts i Reykja-
vík sögðu í gær, að þeir væru
þegar búnir að fá nýtt kindakjöt
frá þeim sláturhúsum, þar sem
slátrun er hafin, en biðu þess að
setja það á markað þar til nýja
verðið kæmi. Sala á slátri hefst í
Reykjavík úm miðja næstu viku
og hjá Sláturfélagi Suðurlands
fer salan fram í húsakynnum fé-
lagsins við Skúlagötu og er gengið
inn frá Frakkastíg en Afurðasala
SlS verður með á boðstólum sem
undanfarin ár fryst slátur, fimm
slátur í pakka, og verða þessir
pakkar seldir i Afurðasölunni og
verzlunum.
— Góður túr
Framhald af bls. 19
sýningu sína á Nesvellinum í fyrra-
haust
Jafnir i þriðja sæti urðu þeir Jón
Þ. Hallgrímsson, NK, og Gunnlaugur
Jóhannsson, NK, báðir með 71
punkt. Léku þeir þriggja hola auka
keppni og vann Jón með 7 punktum
gegn 3 og tryggði sér þriðju verð-
launin örugglega.
Það var Helgi Jakobsson, sem i
samráði við Nesklúbbinn átti hug-
myndina að keppni þessari. Rann
ágóði af þátttökugjaldi keppenda til
íþróttafélags lamaðra og fatlaðra og
Kópavogshælis. Væri óskandi að
hægt yrði að koma móti sem þessu á
árlega i samvinnu við McGregor-
umboðið hér á landi.
______^ ^_______—áij
— Iðnkynning
I' ramhald af bls. 27
vörur eða staðið í samkeppni á
erlendum mörkuðum þegar lát-
ið væri viðgangast í áraraðið að
hér ríkti 30—50% verðbólga á
ári hverju. Sagði Hjalti Geir í
þessu tilefni að hlutur iðnaöar i
þjóðarframleiðslu Islendinga
væri um 35% og að við iðnað
starfaði fjórði hver maður í
landinu. Sagði hann einnig að
undirstaða þess að ekki yrði
fólksflótti hér á landi væri að
ný atvinnutækifæri sköpuðust í
framleiðslu- og þjónustuiðnaði.
Hjalti Geir sagði loks: „Islenzk-
ur iðnaður stendur nú á kross-
götum. Næstu 2—4 ár geta orð-
ið örlagarík öilum þeim sem við
iðnað starfa. Iðnaðurinn verður
því að búa við allt það atvinnu-
öryggi sem heilbrigt atvinnulíf
krefst.“
Að loknum ávörpum opnaði
Björn Bjarnason, formaður
Landssambands iðnverkafólks,
Iðnkynningu í Reykjavík. Við
það tækifæri flutti Björn nokk-
ur orð. Kom Björn viða við, en
sagði þó m.a. að þrátt fyri erfið-
leika væri risinn allblómlegur
iðnaður í Reykjavik, iðnaður
sem á flestum sviðum hefði í
fullu tré við erlenda fram-
leiðslu hvað verð og gæði
áhrærði. Sagði Björn að samt
sem áður skorti enn verulega á
að iðnaðurinn nyti meðal vald-
hafanna þeirrar viðurkenning-
ar sem honum bæri sökum þýð-
ingar hans í atvinnulífi þjóðar-
innar. I þessu sambandi benti
Björn á að menn greindi ekki
lengur á um að iðnaðurinn einn
væri fær um að veita viðtöku
því nýja vinnuafli sem árlega
kemur á vinnumarkaðinn, ef
rétt væri á málum haldið.
Að lokum sagði Björn Bjarna-
son: „Þegar við veljum íslenzka
vöru umfram erlenda skulum
við hafa það hugfast að með þvi
erum við ekki aðeins að velja
góða vöru á hagstæðu verði,
heldur erum við líka að búa í
haginn fyrir framtíðina og
treysta grunninn undir þeim
góðu lifskjörum sem við búum
við í dag. Að velja islenzkt er
snar þáttur í sannri sjálfstæðis-
baráttu".
Við athöfnina i Austurstræti
í gær söng kór Söngskólans í
Reykjavik nokkur lög undir
stjórn Garðars Cortes. I Austur-
stræti og á Lækjartorgi hefur
verið komið fyrir ýmsum stærri
hlutum sem framleiddir eru af
reykviskum iðnfyrirtækjum og
verða þeir þar út Iðnkynningu í
Reykjavík.
— Sprengingin
Framhakl af bls. 44.
yfirlögregluþjóns, var það klukk-
an 10:37 á sunnudagsmorgun,
sem allir símar lögreglustöðvar-
innar glumdu og var þá fjöldi
fólks að tilkynna um sprenginu og
eld í verksmiðjuhúsi Flugelda-
gerðarinnar. Slökkvilið Akraness,
læknar og aukavakt lögreglunnar
voru þegar kvödd til og að sögn
Stefáns Teitssonar, siökkviliðs-
stjóra, stóðu rústir verksmiðju-
hússins í ljósum logum, þegar
slökkviliðið kom að og mikið var
um smásprengingar i rústunum.
Þá var byrjað að loga í einum af
fimm klefum hráefnisgeymslu,
sem er rétt hjá verksmiðjuhús-
inu, en þar voru geymd um 300
kg. af púðri. Milli klefans, sem
eldur var í, og þess, sem hýsti
púðrið, voru tveir aðrir og tókst
að slökkva eldinn áður en hann
breiddist út. Þá gekk og greiðlega
að slökkva eldinn í rústum verk-
smiðjuhússins.
Það voru slökkviliðsmenn, sem
fundu Helga heitinn, og sagði
Stefán Teitsson, slökkviliðsstjóri,
að ljóst væri að maðurinn hefði
þeytzt 15—20 metra frá verk-
smiðjuhúsinu við aðalsprenging-
una. Litli sonur hans komst svip-
aða vegalengd frá húsinu áður en
hann hneig niður og loguðu þá
klæði hans öll. Þeir feðgar voru
fluttir í sjúkrahús og síðan til
Reykjavíkur með þyrlum land-
helgisgæzlunnar og varnarliðsins,
sem lentu á íþróttavellinum á
Akranesi klukkan 11:45 og 12:11.
Helgi lézt svo í Borgarspítalanum
laust fyrir klukkan þrjú á sunnu-
dag.
— Frá sex
Framhald af bls. 2
lenzku leikmennirnir frá sex
löndum, sjö komu frá Islandi til
þessa leiks, fjórir höfðu dvalið i
London að undanförnu og komu
þaðan til leiksins, tveir koma frá
Svíþjóó, einn frá Belgíu, einn frá
Skotlandi og loks einn frá Sviss.
Frá síðastnefnda landinu kemur
Guðgeir Leifsson, en hann hefur
nýlega undirritað atvinnumanna-
samning við þarlent knattspyrnu-
félag, sem leikur í 2. deild. Þá má
geta þess, að að loknum leiknum á
miðvikudagskvöld mun FH-
ingurinn Ólafur Danivalsson
halda til Glasgow i Skotlandi og
æfa þar með því fræga félagi
Glasgow Rangers í a.m.k. hálfan
mánuð.