Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAC3UR 20. SEPTEMBER 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Bezta kynningin Ollum þykir okkur gott þegar íslenzkir afreksmenn vekja at- hygli erlendis, hvort sem þeir eru listamenn, skákmenn eða aðrir iþróttamenn. íslendingar hafa lengst um verið þekktir fyrir ritmennsku á erlendum vettvangi og það er áreið^ anlegt, að islenzkir rithöfundar hafa gert garðinn frægan oðrum fremur. Fornbókmenntir okkar eru i raun og veru hluti heimsmenningar og erum við að sjálfsögðu stoltari af þeim en öllu öðru, sem íslenzkt þjóðlíf hefur af sér fætt. Um allan heim eru sér- fræðingar í íslenzkum bókmenntum, og þá ekki sizt fornum bókmenntum okkar, og sumir helztu andans menn heimsins á þessari öld og hinni síð ustu hafa keppzt við að lýsa yfir ást sinni og aðdáun á bókenntaafrekum íslendinga til foma og má þar nefna mikil skáld eins og William Morris á siðustu öld og stórskáldin Auden og Borges á þeirri, sem nú er, svo að dæmi séu nefnd. Að sjálfsögðu þykir okkur vænt um það, hve arfleifð okkar hefur fallið í góðan jarðveg með erlendum þjóðum og hve mikil- vægur hluti af ritmennsku heimsins bókmenntaarfur okkar er. Án hans væri í raun og veru allmikið af hugs- un, reynslu og ritmennsku Norður- landaþjóða og Þjóðverja, svo að dæmi séu enn tekin, óskiljanlegt með öllu; eða fremur: án þeirra hefði fyrrnefndum þjóðum ekki verið unnt að byggja á þeim forna grundvelli, sem verið hefur undirstaða margra merkra hluta • síðari tima menningu þeirra. Þetta getum við haft í huga án þess að miklast af þvi sérstaklega og svo hitt, að enn eru þessar bók- menntir rikur þáttur í hugsun og andlegri næringu fjölmargra útlend- inga Má geta þess hér til gamans, að ekki alls fyrir löngu kom Egils saga út í japanskri þýðingu fræði- manns, sem starfar við háskólann i Hiroshima Fréttir af alls kyns starfsemi í list- um eru svo yfirborðslegar hér á landi, að margt af þvi mikilvægasta týnist i öllu þvi moldviðri, sem þyrl- að er upp og má raunar með sanni segja, að fjölmiðlarnir kappkosti að brengla þar öll hlutfoll, svo að margt af þvi ómerkilegasta vekur miklu meiri athugli heldur en það, sem er lifvænlegt, en lifir hljóðlátlega án þess að trana sér fram, eins og öll bezta list hefur gert fyrr og siðar. Einhvern tima hefði það þótt frétt hér á landi, að Egils saga væri komin- út í góðri japanskri þýðingu og stóru upplagi i þessu merka menningar landi hundrað milljóna manna. Það er að sjálfsögðu mikilvægast að islenzk list sé rauði þráðurinn i íslenzku þjóðlifi, og þurfum við í raun og veru hvorki að flytja út ritverk né önnur listaverk til þess að listsköpun okkar nái tilgangi sínum, því að íslenzk list á fyrst og síðast erindi við íslendinga og íslenzkt þjóðfélag. Og margt af þvi bezta sem hér er gert, t.a.m. í ritlist, er óþýðan legt og öðrum þjóðum lokuð bók, eins og kunnugt er. En þegar íslenzk listaverk vekja athygli erlendra manna, hljótum við að gleðjast og fagna þvi að við eigum einnig erindi við umheiminn, ekki síður en hann við okkur Við gleðjumst t.a.m. þeg ar verk nóbelsskáldsins vekja athygli erlendis, og i því sambandi má geta þess, að Skáldatimi hans í nýrri þýzkri þýðingu hefur hlotið mjög góðar viðtokur í merkum þýzkum bloðum og vakið verðskuldaða at- hygli bæði á ritlist hans sjálfs og íslenzku samtímalífi Um þetta hefur þó ekki verið fjallað sérstaklega i fjölmiðlum hér á landi, enda virðist það vera undir hælinn lagt, hvað hingað berst og hvað ekki af fréttum um íslendinga erlendis, og stundum er mest talað um það sem sizt skyldi En þvi megum við ekki heldur gleyma, að enda þótt íslenzk menn- ing hafi haft bolmagn til að vinna nokkurn spöl með erlendum þjóðum, þá er hitt jafn víst, að hvorki er hún viða þekkt né landið, sem við byggj um eða þjóðlif okkar. Það er i raun og veru undantekning, ef útlending- ur þekkir til íslenzkra verka. enda er samkeppnin i heiminum svo mikil, að fátt eitt vekur heimsathygli — og oft eru það ómerkilegir hlutir, ekki siður en hér heima. En við skulum halda áfram að flytja útlönd heim til íslands — og ísland til útlanda. Island hefur til muna færzt nær heimskvikunni og samtimahræringar erlendar berast okkur jafn óðum og þeirra verður vart erlendis Þannig erum við nú hluti af umheiminum í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. íslenzkir skákmenn hafa oft vakið athygli skákunnenda erlendis og er það vel. Frammistaða skákmanna okkar hefur einatt verið með ágæt um og þeir hafa aukið á hróður landsins, nú síðast Jón L. Árnason, sem stóð sig með eindæmum vel í heimsmeistarakeppni ungmenna. Hann hefur aukið drjúgum við orðs- tír íslenzkra skákmanna og áreiðan lega beint athygli margra að landi sinu og þjóð. Það er mikið afek að verða heimsmeistari unglinga í skák og Morgunblaðið óskar honum til hamingju með árangurinn og allra heilla í framtíðinni. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins talaði við Kortsnoj og Spassky i Evian og Genf í sumar, sögðu þeir báðir, að hvorki Frakkland né Sviss væri skákland, en það væri ísland aftur á móti. Þeir fóru miklum viður- kenningarorðum um þjóðina og þá ekki sízt Spassky. sem þekkir hana vel og ann landi okkar og þjóð ef marka má afstöðu hans og ummæli, enda leynir sér ekki hlýhugur hans i garð íslands í einkasamtölum. Þessa vináttu eigum við að rækta. Og við eigum að auka þann orðstír, sem íslenzkir skákmenn hafa aflað landi sinu fyrr og siðar. í samtölum við blaðamann Morgunblaðsins sögðu þeir Kortsnoj og Spassky, að þeir væru reiðubúnir að heyja einvígi sitt á íslandi, ef aðstæður leyfðu. Þeir verða að sjálfsögðu að vinna fyrir sér eins og annað fólk og þvi geta verð- launin skorið úr um það, hvar þeir mundu kjósa að heyja einvigið. Svo virðist sem slíkt einvigi mundi kosta 5—10 milljónir króna. Það er áreið anlegt að þeim krónum væri vel varið, svo mikla athygli, senv það mundi enn vekja á íslandi og skák- áhuga þjóðarinnar. Rikisstjórn ís- lands ætti að ganga fram fyrir skjöldu ásamt forystumönnum Skák sambandsins og vinna að þvi öllum árum, að einvigi þeirra Spasskys og Korsnojs geti farið fram hér á landi Blaðamaður Morgunblaðsins, sem sótti skákmótin í Evian og Genf, varð þess áþreifanlega var, að ein- vigi Fischers og Spasskys hér á landi 1972 var betri og meiri landkynning en nokkuð annað, sem við höfum haft upp á að bjóða, að náttúruham förum þó undanskildum — þvi mið^ ur. Fólk, sem aldrei hafði heyrt Is- lands getið fyrr en þá, tók að leiða hugann að þessu litla landi, menn- ingu þess og sérstöðu. Og ekki nóg með það: við eigum einnig að vinna að þvi öllum árum, að Karpov keppi hér á landi um heimsmeistaratitilinn, annaðhvort Við Kortsnoj eða Spassky, því að enginn vafi er á því, að einvígi Karpovs um heimsmeistaratitilinn mun vekja heimsathygli og við höf um i raun og veru ekki efni á þvi að láta slika landkynningu okkur úr greipum ganga. Við höfum fengið orð fyrir það að vera skákþjóð — og það merkir i raun og veru hið sama og að vera: menningarþjóð. Bílaskipið í flutningum á Ermarsundi, heim í október BtLASKIPID Bifrösl hrfur und- anfarið verid í bílaflutningum á milli Hartwick í Englandi og Rotterdam í Hollandi. Eru þad Ford-verksmiðjurnar, sem leigja skipid til flutninga á nvjum bíl- um yfir Ermarsund og flytur skipið allt al' 250 bifreidar í hverri ferð á markað ha*ði í Eng- landi og Evrópu. Hðf skipið þessa flutninga 14. september og verð- ur í leigu hjá þessum aðilum viku af október. Að þessum þriggja vikna leigutima loknum eiga Ford Motors kost á að leigja skip- ið í aðrar þrjár vikur. Að loknum leigutímanum við Ford kemur skípið væntánlega hingað til lands í fyrsta skipti og þá með bilafarm. Hefur skipið aldrei komið í íslen/.ka höfn, en íslenzk áhöfn hefur verið á skip- inu í sex mánuði. Skipinu verður í framtíðinni búin aðstaða i Hafnarfirði og sagði Þórir Jónsson í gær, að svo virtist sem næg verkefni væru fyrir skipið hjá íslenzkum aðilum. Aður en skipið var leigt til flutn- inga yfir Ermarsund var það á leigu hjá frönskum aðilum, sem notuðu það til flutninga á Mið- jarðarhafi. Fyrsti sendiherra páfaríkisins á íslandi Á MORGUN mun fyrsti sendiherra páfarikisins hér á landi afhenda for- seta islands trúnaðarbréf, en á sl. ári var ákveðið að taka upp stjórnmála- samband við páfarikið Það er erki- biskup Josep Cabkar sem verður fyrsti sendiherrann. en hann hefur aðsetur i Kaupmannahöfn. Kom hann til landsins i gær og mun á morgun afhenda trúnaðarbréf sitt ásamt nýjum sendiherrum fyrir Mexico, Portúgal og Írak. Islenzkur sendiherra hjá páfarik- inu er sendiherrann i Bonn. Frá þingstörfum. Jón Magnússon kjörinn formaður Sambands nngra sj álfst æðismanna JÍ)N Magnússon lögfræðingur úr Reykjavík var kosinn for- maður Sambands ungra sjálf- stæðismanna á þingi þcirra um hclgina. Jón, scm cr núvcrandi formaður Hcimdallar, sam- bands ungra sjálfstæðismanna í Rcykjavík, kcppti um for- mannssætið við Xilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr Rcykjavík. cn fyrr á þinginu hafði Sigurpáll Einarsson úr Grindavík drcgið sitt framboð til baka án þcss þó að lýsa yfir stuðningi við hina framhjóðendurna. Jón var kos- inn mcð 141 atkvæði á móti 97 atkva-ðum Vilhjálms. Þctta 24. landsþing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og jafnfranit hið langfjölmenn- asta var haldið i Vestmannaeyj- um dagana 16. — 18. september s.I. Alls tóku um 240 fulltrúar þátt i störfum þingsins. Heiðursgestur þingsins var Per Arne Arvidsson. formaður ungra manna i sænska flokkn- um Moderade. sem er stærsti lýðræðis- og hægri flokkur Sví- þjóðar. En jafnframt er Per Arne formaður NUU. sem eru samtök lýðræðissinna á Norður- löndunt. Per Arne flutti ræðu i upphafi þingsins og kom fram að stefnu flokks hans svipar í mörgu mjög til stefnu Sjálf- stæðisflokksins í varnar- og utanríkismálum. Kjörorð þingsins voru „Bákn- ið burt — gegn verðbólgu" og samþykkti þingið að beina því til stjórnar SUS, að hún legði áfrani megináherzlu á baráttu fyrir samdrætti í ríkisbúskapn- um og gegn verðbólgu í land- inu. Jafnffamt samþykktí þing- ið sérstakar ál.vktanir um þessi tvö ntál auk ályktana um kjör- dæmamál, byggðamál. skatta- mál. dóms- og lögreglumál, sjávarútvegsmál. landbúnaða- mál, menningarmál og húsnæð- isrnál. Samþykkt var tillaga þar sem skorað var á miðstjórn flokksins að breyta prófkjörs- reglum flokksins á þann veg að allir félagar í Sjálfstæðisfélög- unum hefðu kosningarétt í prófkjörum á vegum flokksins. Nú er félögum 18 ára og eldri heimil þátttaka en verði farið að þessari tillögu verður kosn- ingaréttur miðaður við 16 ára aldur. Lögð var frant á þinginu tillaga um að tekið yrði gjald af aðstöðu Varnarliðsins hér á landi. um auðlindaskatt í is- lenzkri fiskveiðilögsögu og um að niðurgreiðslum á búvörum yrði hætt en henni var að til- lögu allsherjarnefndar vísað til stjórnar SUS. Lokamál þingsins voru kosn- ingar til sjórnar SUS næstu tvö árin. Eins og áður sagði var Jón Magnússon kosinn formaður. en önnur í stjórn sambandsins voru kosin Inga Jóna Þórðar- dóttir. Vesturlandskjördæmi, Guðmundur Þórðarson, Vest- fjarðakjördæmi, Björn Jónas- son, Norðurlandskjördæmi vestra, Anders Hansen og Gunnlaugur Magnússon, Norðurlandskjördænti eystra. Rúnar Pálsson, Austurlands- kjördæmi, Hilmar Jónasson og Sigurður Jónsson, Suðurlands- kjördæmi, Fríða Proppé, Sigur- páll Einarsson, Örn Kjærnested og Margrét Geirsdóttir, Reykja- neskjördæmi, og úr Reykjavik Bessí Jóhannsdóttir, Haraldur Blöndal, Arni Bergur Eiriks- son, Hreinn Loftsson, Baldur Guðlaugsson. Þorvaldur Mawby. Sveinn Guðjónsson, Er- lendur Kristjánsson og Tryggvi Gunnarsson. F’ráfarandi formaður SUS, Friðrik Sophusson, óskar arftaka sínum Jóni Magnússyni, til hamingju með kjörið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.