Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
41
íhi
í ? b h! M
\M< iNJiiá
£1 <y ^ - ai
= VELVAKANDI
. SVARAR Í SÍMA
J0100 KL. 10-11
pptU^ FRÁ MANUDEGI
ylV- ir ny lUArrs^-a^'u n
svefn. Djúpur svefn verður léttur
og hvílldarlítill og draumar geta
verið slæmir. Að morgni er eins
og hvildin hafi verið mun minni
en til stóð. Talað er lika um að
kaffi geti undir vissum kringum-
stæðum haft truflandi áhrif á hor-
mónastarfsemi. Það er þvi ýmis-
legt annað i kaffibaunum en sjá
má með berum augum eru svo
tokaorð greinarinnar.
Hér hefur verið rakið það
helzta úr þessu fréttabréfi um
kaffi og áhrif þess, en ætli menn
séu ekki hættir að kippa sér upp
við slíkar fréttir, eða hvað finnst
lesendum? Hafa þeir e.t.v. heyrt
eitthvað svipað sagt um kaffið áð-
ur eða er kaffið alltaf sami góði
drykkurinn?
% Hver kaupir
krukkur og
flöskur?
Siðan er hér fyrirspurn frá
konu um hver taki við flöskum og
krukkum:
,,Mig langar mikið til að spyrja
um hvort það sé ekki einhver sem
kaupir flöskur og sultukrukkur.
Ég hef verið að spyrjast fyrir um
þetta, en ég hef ekki hitt á neinn,
sem slíka hluti kaupir.
Er engin glergerð hér á landi,
sem gæti notað slíka hluti til
, endurbræðslu?
Ein sem á nóg af flöskum."
Einhvern tíma var flöskumót-
taka á horni Skúlagötu og Höfða-
túns en hún tekur kannski ekki
við sultukrukkum. Ef einhver
getur liðsinnt og svarað þessum
spurningum þá er það vel þegið.
Þessir hringdu . . .
% Hissa á
misgjörðum
unglinga?
Kona nokkur, sem hafði set-
ið eina kvöldstund með gömlum
skólasystrum sinum, hafði sam-
band við Velvakanda og sagðist
vilja koma á framfæri ýmsu af því
sem þær hefðu verið að rabba um.
Þær eru allar mæður, sagði kon-
an, og eiga allar unglinga og töldu
það vera vandamál hvernig komið
væri þessu þjóðfélagi, hvernig
svo margt misjafnt væri haft fyrir
börnunum að ekki væri undarlegt
þó eitthvað brygði út af hjá börn-
um og unglingum, og enginn
þyrfti að vera hissa þótt þau
gerðu eitthvað misjafnt.
— Við ræddum lika þennan
sænska þátt, Skóladagar, og
teljum að ástandið hér sé litið
betra. Það er mörgu ábótavant
hjá okkur og við teljum að æskan
sé oft hart leikin. Okkur finnst
ómögulegt hvernig sifellt er t.d.
verið að hafa alls kyns klám fyrir
unglingunum, rit liggja frammi i
sjoppunum, þau sjá það í bióum
og það er eins og bióeigendur
hugsi lítt um hvað haft er fyrir
unglingum og börnum. Maður
hefur heyrt um kvikmyndaeftir-
lit, en hverjir skyldu sitja í því og
eftir hvaða reglum ætli sé farið
með að velja myndir eða gera
kröfur um að þær séu bannaðar
vissum aldurshópum? Stjórnar-
skráin bannar klám að því er við
munum bezt og með öllu þessu
klámi hjá okkur er ekki bara ver-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A heimsmeistaramóti unglinga
undir 17 ára, sem nú stendur yfir i
Cagnes sur Mel í Frakklandi, kom
þessi staða upp í skák Short frá
Englandi, sem átti leik, og Soucadt
Frakklandi.
21. Bxh5+ — gxh5 (annars leikur
hvítur einfaldlega 22. Be2 og 23.
h5). 22. Rxh5 — Dc8, 23. Bh6 —
Rh7, 24. Hf3! — Rxf6, 25. Dg5+ og
svartur gafst upp.
ið að ná aurum af unglingum
heldur spillir þetta þeim líka. Mér
og okkur, sem þarna vorum að
spjalla um kvöldið, finnst að Al-
þingi eigi að láta þetta mál til sin
taka og það má áreiðanlega gera
eitthvert átak til að koma þessu
burt. Það er enginn að hafa á móti
ástinni og þvi góða, en að af-
skræma hlutina er ekki fallegt.
Um eiturlyf vildum við segja að
það mætti vel birta nöfn þeirra
sem hafa verið fundnir sekir um
dreifingu þeirra, þá fyrst má
vænta þess að árangur geti náðst í
baráttunni gegn þeim. Við erum
það fámenn hérlendis að það ætti
að vera auðvelt að sporna á móti
mörgu þvi sem óæskilegt má telj-
ast, en til þess þurfa foreldrar og
aðrir að snúa bökum saman og
standa á móti óæskilegum áhrif-
um i uppeldismálum okkar. „Að-
gát skal höfð í nærveru sálar,“
segir i ljóðlínum Einars Bene-
diktssonar og víst skal hafa aðgát
í nærveru lítilla barnssála. og
maður vorkennir unglingunum að
ýmsu leyti hvernig þeir sifellt
mæta ýmsu misjöfnu i þjóðfélagi
okkar Tökum höndum saman og
gerum átak í öllum þessum mál-
um og styðjum við bakið á kenn-
urum okkar, sem að miklu leyti
ala börnin og unglingana upp.
% Ilverjir fá
heimilis-
uppbætur?
Þannig spurði öldruð kona
81 árs, sem hringdi nýlega og
kvaðst ekki alveg skilja hvernig
þessum úthlutunarreglum væri
háttað. Sagði hún að það væri
mikill hiti i sumu gömlu fólki
vegna þess að svo virtist sem ekki
væri algjört samræmi í þessari
úthlutun. Reglan mun vera á þá
leið að fólk, sem býr einsamalt, á
kost á uppbótinni, en ef t.d. ein-
hver býr með skyldmenni, þá fær
hvorugt bætur.
Ef viðkomandi getur veitt nán-
ari upplýsingar skal Velvakandi
fúslega taka við þeim og koma á
framfæri.
Enn einn Simca 1100 sendibíllinn:
REDDARINN
Nú getum við boðið Simca 1100 pick-up sendibíl, sem er lipurt og
þolmikið atvinnutæki. SIMCA 1100 sendibílar hafa marg sannað
ágæti sitt á íslandi, enda í eigu f]ölda fyrirtækja, stofnana og
bæjarfélaga.
„Reddarinn" er nýjasti meðlimur SIMCA 1100 frá CHRYSLER
FRANCE, sem ber a.m.k. 500 kg. í ferð. Af útbúnaði má nefna:
framhjóladrif, styrkta dempara, öryggispönnur undir vél, gírkassa
og benzíngeymi og annan búnað fyrir slæma vegi.
„Reddarinn" er neyzlugrannur og dugmikill lítill bíll ætlaður til
stór átaka.
Vökull hf.
SIMCA
ARMULA 36, SIMAR 84366 - 84491
í ræðumennsku og mannlegum
samskiptum er að hefjast
Námskeiðið mun hjálpa þér að:
Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust.
Ár Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreynd-
ir.
if Láta i Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær-
ingarkrafti í samræðum og á fundum.
Á' Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu
og viðurkenningu.
★ Talið er að um 85% af velgengni þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst að um-
gangast aðra.
'fc Starfa af meiri lífskrafti — heima og á
vinnustað.
h Halda áhyggjum i skefjum og draga úr
kviða.
Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án
óþarfa spennu og kvíða.
Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale
Carnegie námskeiðinu.
FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR
ARÐ ÆVILANGT.
* '82411
f f E ínkiilcyfi «1 IsI.iikÍí
X4ii STJÓRNUNARSKÓLINN
N i M>Kh 11>IA Konráð Adolphsson