Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 Vt£9 MORö-dKí' KAFF/NO ^Y)V' 8í3 <ÓOcO. Ilvað er það? — Kötturinn á sextán eignaðist 6 kettlinga I gser! -----og hér uppi er a!lt jafn traust I hólf og gólf...! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Við hefjum vikuna með úrspils- æfingu. Hún kann að reynast dá- lítið erfið og er þvi engin ástæða til að finna bestu leiðina strax. Norður gefur en allir á hættu. Norður S. K543 H. A7 T. Á43 L. D973 Suður S. D7 H. — T. K872 L. AKG10654 Lokasögnin er sex lauf, spiluð í suður. Austur hafði sagt hjarta og vestur stutt það. Og vestur spilar út hjartatvisti. Hvernig myndir þú spila þetta spil, lesandi góður? Eins og sjá má virðast tapslagir óumflýjanlegir bæði í spaða og tígli. Og aðeins ellefu tökuslagir virðast vera fyrir hendi. Það er auðyitað hugsanlegt að stelast heim með slemmuna. Láta spaða í hjartaásínn og spila síðan spaða frá blindum. Ef austur er sofandi verður spaðadrottningin tólfti slagurinn. Nei, þetta tekst ábyggi- lega ekki. Eina örugga vinnningsleiðin byggist á því, að austur eigi spaða- ásinn. En það er þó ekki nóg. Aðalatriði spilsins er að taka ekki strax á hjartaás. Við trompum fyrsta slaginn á hendinni því við vitum ekki hvaða spil við þurfum að láta í ásinn. Síðan tökum við tvo slagi á tromp, þann seinni í blindum, og spilum lágum spaða. Ef austur tekur nú á ásinn verð- ur það eini slagur varnarinnar því spaðakóngur og hjartaás sjá um tvö tígulsmáspil af hendinni. Það er því gagnslaust fyrir hann að taka á spaðaásinn. Og okkur er alveg sama. Við fáum þá á drottninguna, spilum tígli á ás- inn og látum spaðasjöuna í hjarta- ásinn. Og aftur er spilið unnið. Við gefum aðeins einn slag á tíg- ul. Eftirá virðist spilið ekki erfitt. Vinningsleíðin byggist á ná- kvæmri talningu slaga og þeirri forsendu, að austur eigi spaðaás- inn. Örvar kaffidrykkja málgleðina? Velvakanda hefur verið fengið í hendur fréttabréf frá Þýzkalandi þar sem drepið er á ýmislegt varð- andi kaffi. Þar sem við íslending- ar munum vera mikil kaffi- drykkjuþjóð er ekki úr vegi að gripa niður í þessu fréttabréfi og staldra við nokkur atriði: „Eins og allt fólk, sem drekkur kaffi að einhverju marki, verkar kaffið örvandi á ýmsa starfsemi likamans, a.m.k. um stuttan tima. En að sjálfsögðu er hægt að drekka of mikið þannig að áhrifið verða þrjóskir, bráðir, og ákafir. Ekki sízt verða þeir gjörsamlega óstöðvandi i málæði sínu. Það ger- ir koffinið, efni sem hefur áhrif á tauakerfið slævir starfsemi heil- ans og minnið einnig. Sumum finnst kaffið gera sér gott, en hvort áheyrendurnir eru sam- mála er önnur saga“. Það væri gaman að heyra hvað kaffifólk segir við þessum ósköp- um, en við skulum athuga frekar hvaða fréttir við fáum um kaffið: „Það væri rangt að halda fram verði of mikil. Prófessor Wolf Muller-Limmroth yfirmaður ranhsóknarstofu í háskólanum i Munchen segir að sú tilhneiging að blaðra mikið í kaffitímum t.d. sé ekki eingöngu sú löngun fólks að tala heldur fullt eins mikið fyrir áhrif af kaffidrykkju. Kaffi er vinsælasti heiti drykk- ur í Þýzkalandi og er árleg neyzla á mann um 162 lítrar. Þeim, sem eru sídrekkandi kaffi, hættir til að verða hálf-kenndir þegar drukkinn er bolli eftir bolla. Þeir að sá sem drekkur kaffi þurfi minni svefn en ella. Eins og allir kaffidrykkjumenn vita verður hrokinn eða góða skapið smám saman að hverfa fyrir mikilli þreytu og heilræði próf. MUller- Limmroths er því að drekka að- eins kaffi í vinnutímanum ef fólki finnst það eiga erfitt með að hefj- ast handa í einhverju verki. Þess er einnig getið að kaffi- bolli fyrir háttinn sé sérlega slæmur siður, það dragi ekki að- eins úr hinum djúpa svefni held- ur trufli alveg hinn eðlilega RETTU MER HOND ÞINA 47 sveinn úti a landi, sem hefur ffflað vinnustúlkuna sfna. Eða kvæntur maður Ef til vill full- ur sjómaður f höfninni f Durb- an. Hann ætti kannski að fara og tala við múlattann og spyrj- ast fyrir um hann. Uss, þetta er flónska og bul- finningasemi. Hvers vegna skyldi pilturinn vera að stela? Erik lagði glasið frá sér og fór út til þess að iitast um á West Street, hinni miklu kaupsýslu- götu Durhan. Hvers kyns tungumál hljómuðu fyrir eyr- um hans. Indverjar, hvftir menn og svártir blönduðust saman f mannþrönginni á gang- stéttunum. Svertingi í furður- legum búningi kom þramm- andi eftir götunni a milli kjálk- anna á handkerru. Erik nam skyndilega staðar. Honum fannst hann þekkja andiit svo sem hálfa húslengs i hurtu. Gat þetta verið? Litla, smágerða veran, gljáandi bylgj- að hárið ... Ahmed Mullah. Hann hafðí nærri þvf kallað á hann, en hann hætti við það. Borgaði sig að hitta hann? Um hvað áttu þeir að tala? Hvað mundi Mary segja um það? Það var augljóst, að Ahmed hafði ekki séð hann ennþá. Er- ik leit skjótt f kringum sig og hljóp síðan inn f port. En Ahmed hafði séð Erik og renndi strax grun f, hvað um var að vera, þegar hann sá hann hverfa inn í portið. Hann stóð á gangstéttinni eins og hann væri lamaður. Líðan hans var Ifk þvf að einhver hefði stungið hann með hnffi. — Erik — vill — ekki — hitta — mig. Erik ... Ilann hélt áfram og drappað- ist úr sporunum. Nam staðar nokkra metra frá portinu og beið... Þá hrauzt reiðin fram f hryggðinni, reiði sem verkaði á hann oins og hann losnaði við fjötra. Hann er hölvað kvik- indi, bölvað kvikindi, hugsaði hann. Svo hélt hann áfram göngu sinni, vélrænt, eins og hann bæri þunga byrði. Hann gat ekki hugsað skýrt. Það snerist allt fhöfði hans. Erik, Erik ... Ilann gekk klukkustundum saman um göturnar, án tak- marks, gekk, svo að hann svitn- aði og þreyttist. Allar blekking- ar og gyllivonir urðu smám saman að engu fyrir honum. Hann hertist. Köld rósemi varð hryggðinni yfirsterkari. Þetta var eiginlega fagurt. Nú vissi hann, hvar hann stóð. Sá hvfti maður var ekki til, sem hann gæti reitt sig á. Engin brú til yfirstéttarinnar. Hann skyldi halla sér að sfnu fólki, sfnum trúarbrögðum. Anna varð einnig að leggja inn á þessa braut, verða eins og ein og þeim. Hann fór inn f verzlun rétt fyrir lokun og keypti sér nýjan fez, höfuðfat. Ágætt að búast eins og múhameðstrúarmaður, hugsaði hann, og sýna, af hvaða sauðahúsi maður er. Hann gat ekki vænzt neins góðs af hvítu mönnunum. Anna varð aðsætta sig við það. En það yrði sárt að Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi eyða öllum þeim vonum, sem hún hafði gert sér. Honum fannst hann vera gamali, lúinn og rislágur, þegar hann hélt um sfðir af stað tii húss frænda síns. Erik var meira en Iftið gram- ur sjálfum sér, strax og hann smeygði sér inn f undirgang- inn. En þegar hann sá Ahmed standa fyrir utan og snúa baki við honum og hann skildi, að allt hafði komizt upp, þá ætlaði blygðunarkcnndin að gera út af við hann. Þegar Ahmed var far- inn, hallaði hann sér lengi að veggnum inni f portinu og | horfði f gaupnir sér. Hvað hef ég gert? hugsaði hann. Gamli, góði Ahmed, sem hefur verið félagi minn f blfðu og strfðu. Eg er samvizkulaus níðingur og ekkert annað. Nokkur börn komu út úr garðinum að húsabaki. Þau námu staðar og horfðu und- randi á hann. Hann leit út á götuna og gekk hratt af stað f átt tii heimilis Mary. Honum fannst, að allir, sem hann mætti, horfðu á hann með fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.