Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
215. tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Borgarstarfsmenn ! Amsterdam fengu það verkefni f gærmorgun að þvo áletranir sem málaSar höfSu veriS á
veggi konungshallarinnar f borginni til Stuðnings „RauSu herdeildinni". A stærri myndinni er höfnin f
Ijsselmeer. sem er einn þeirra staSa. er segja má aS kemdir hafi veriS I gær þegar lögreglan leitaSi Schleyers
og þriggja kvenna úr ofbeldishópnum „RauSu herdeildinni", sem talinn er hafa bækistöS f Hollandi um þessar
mundir, enda þótt hann eigi upptök sfn ! Vestur-Þýzkalandi. (AP—símamynd)
„Fangi tímans” taldi
Pasternak á að hafna
Nóbelsverðlaununum
New York — 27. septembér —
Reuter
EFTIR áramót koma út endur-
minningar Olgu Ivinskaju, sem
um árabil var ástkona og náinn
samverkamaður sové/ka rit-
höfundarins Boris Pasternaks,
sem hlaut Nóbelsverölaunin árió
1958, en hafnaði þeim vegna of-
sókna sovézkra stjórnvalda. í bók
Ivinskaju er aðdraganda málsins
lýst ýtarlega, og kemur þar meðal
annars fram, að það var hún, sem
hafði frumkvæðið að því að
Pasternak hafnaði bókmennta-
verðlaununum og ritaði bréfið,
sem hann sendi sænsku akademf-
unni þar um. Nú er Ivinskaja
þeirrar skoðunar að Pasternak
hefði ekki átt að hafna verðlaun-
unum. Hún segir, að hann hafi
aðeins séð ástæðu til að breyta
einu atriði í uppkastinu að bréf-
inu, — þ.e. að hann hafi fæðzt og
alið aldur sinn f Rússlandi en
ekki Sovétríkjunum.
Olga Ivinskaja er nú 84 ára aó
aldri. Hún býr i Moskvu, en hand-
riti bókarinnar var smyglað úr
landi, og hafa útgefendur ekki
viljað láta uppi með hvaða hætti
það var gert. Ivinskaja segir, að
Framhald á bls. 19.
Fiskveiðideila milli
EBE og Sovét í aðsigi?
Brussel 27. sept.
AP. Reuter
I KJÖLFAR atburðanna sem
urðu á Barentshafi s.l. laugardag,
er Sovétmenn ráku fjóra brezka
og franska togara af miðunum
rétt fyrir sunnan Svalbarða, frest-
uðu sjávarútvegsráðherrar Efna-
hagsbandalagsríkjanna þvf á
fundi sínum í Briissel í dag að
framlengja veiðileyfi sovézkra
fiskiskipa á miðum bandalags-
ríkjanna I mótmælaskyni við
þessar aðgerðir Sovétmanna. Hef-
ur Sovétstjórnin í dag fylgt brott-
rekstri togaranna af miðunum
eftir með orðsendingu þess efnis,
að aflakvóti fiskiskipa frá EBE-
Blaðamanni Morgunblaðsins
neitað um viðtal við Sakharov
Gœti oröið til að eyðileggja opinbera heim-
sókn, sagði sovézka sendiráðið í Reykjavík
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu fór Magnús Finnsson blaðamaður til
Sovétríkjanna fyrir rúmri viku til að fylgjast með opinberri heimsókn Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra þar. Meðan á viðdvöl í Moskvu stóð reyndi Magnús
að ná tali af Nóbelsverðlaunahafanum og andófsmanninum Andrei Sakbarov, auk
þess sem hann hafði lagt drög að slíku viðtali i sovézka sendiráðinu í Reykjavík áður
en lagt var upp í umrætt ferðalag. Þessar ítrekuðu tilraunir báru ekki árangur, og
fer hér á eftir nánari frásögn af þessum skiptum Morgunblaðsins við sovézk
stjórnvöld í því skyni að hitta þennan oddvita sovézkra baráttumanna fyrir
mannréttindum:
„Við komuna til Moskvu snéri
ég mér til fulltrúa gestgjafanna
þar eystra og kvaðst vilja komast í
samband við Andrei Sakharov til
að hafa við hann viðtal," sagði
Magnús Finnsson er rætt var við
hann í Kaupmannahöfn í gær-
kvöldi. „Háttsettur embættismað-
ur í upplýsingadeild sovézka ut-
anríkisráðuneytisins spurði hvers
vegna slíkur áhugi væri á að ræða
endilega vió Sakharov, og kvaðst
ég þá vilja kynnast sjónarmiðum
hans. Maðurinn brosti þá vand-
ræðalega, yppti öxlum og sagði:
„Þekkja ekki allir sjönarmið
hans? Hann er að minnsta kosti
alltaf að láta birta þau í blöðum."
Eyddi hann siðan talinu. I
Moskvu er engin simaskrá til
þannig að ekki gafst kostur á að
komast í samband við Sakharov
með þeim hætti enda þótt simi
væri i gistihúsinu þar sem ég
dvaldist meðan á Moskvudvölinni
stóð. Hins vegar mun vera til sér-
stök simaskrá, sem erlend sendi-
ráð i borginni hafa komið sér upp
og hafa safnað simanúmerum í.
Mun hún vera prentuð i Lundún-
um og siðan send í stjórnarpósti
til Moskvu. Yfir þetta þarfaþing
komst ég ekki,“ sagði Magnús
Finnsson.
Af samskiptum Morgunblaðsins
við sovézka sendiráðið vegna
þessa máls áður en blaðamaður-
inn lagði af stað til Sovétrikjanna
Framhald á bls. 18
Nóbelsverðlaunahafinn
Sakharov
Andrei
ríkjunum f Barentshafi skuli hér
eftir takmarkast við 18.430 tonn. I
orðsendingunni er ekki getið um
tfma þann, sem EBE-flotinn fær
til að veiða þetta magn, en ýmsir
embættismenn í aðalstöðvunuifi í
Briissel eru þeirrar skoðunar að
hér sé átt við ársafla.
Að undanförnu hafa Bretar sótt
fiskimiðin i Barentshafi mest
allra aðildarþjóða EBE, en ársafli
þeirra einna á þorskfiski þar hef-
ur verið milli 30 og 35 þúsund
tonn, þannig að hér er um að ræða
mjög mikla aflaskerðingu. Fiski-
skip frá Vestur-Evrópu hafa um
langt árabil stundað veiðar í Bar-
entshafi.
Sovétmenn hafa veitt miklum
mun meira innan 200 mílna við
strendur EBET-rikjanna en Bretar
og önnur aðildarríki EBE hafa
sótt í Barentshafið, aðallega við
strendur Bretlands. Hafa Sovét-
Framhald á bls. 18
Vaxandi and-
staða gegn
stjórninni í
Eþíópíu
Nairóbi 27. september. Reuter.
HEIMILDIR t Addis Abeba
hermdu f dag, að vaxandi and-
stöðu gætti nú gegn marxista-
stjórn herforingjanna í landinu.
Segja heimildirnar að konur og
börn hafi undanfarna daga farið í
mótmælagöngur um götur Addis
Abeba og krafizt þess að borgara-
legri stjórn yrði komið á og
stúdentum sleppt lir fangelsum.
Segja heimildirnar, að þrátt fyrir
að hermönnum f borginni hafi
Framhald á bls. 18
Schleyer-málið:
Víðtæk leit á ám og
síkjum í N-Hollandi
Haag — 27. september — Reuter.
LÉITIN að Hanns-Martin
Schleyer og þremur konum sem
taldar eru eiga aðild að ráni hans
beindist f dag að mestu að síkjum
og skipgengum ám f Norður-
Hollandi. Blaðið De Telegraaf í
Amsterdam birti í dag frétt þess
efnis, að Schleyer væri í gfslingu
um borð f báti, sem fjórir félagar
í Baader-Meinhofklfkunni hefði
tekið á leigu. Sagði blaðið að leit-
in að bátnum hefði byrjað á laug-
ardaginn var og takmarkaðist
hún við nágrenni þriggja bæja á
þessum slóðum, Mademblik,
Hoorn og Edam.
Framhald á bls. 18