Morgunblaðið - 28.09.1977, Síða 7

Morgunblaðið - 28.09.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 7 Markaðsverð landbúnaðar- afurða Það er kunnara en frá þurfi að segja að laun bænda eru bundin að lög- um við laun svokallaðra ,, viðmiðunarstétta". í hvert sinn sem laun hækka á almennum vinnumarkaði hjá „við miðunarstéttum” eiga bændur rétt, lögum sam- kvæmt, á launahækkun, sem taka þarf I hærra af- urðaverði til þeirra. Þær launahækkanir, sem urðu í nýgerðum kjarasamning- um. hlutu þvi að koma fram í verðlagi landbún- aðarafurða; og þurfti ekki að koma neinum á óvart. Menn geta deilt um rétt- mæti viðkomandi laga. Hitt er óumdeilanlegt, meðan viðkomandi lög eru í gildi, að hvert sinn sem ASÍ semur um launa- hækkanir fyrir umbjóð- endur sína, semur það i raun jafnframt um hækk- un á afurðum landbún- aðarins. Samþykkt ASÍ Samþykkt ASÍ, þar sem mótmælt er siðustu ákvörðun verðlagsnefndar landbúnaðarins, kemur þvi nokkuð spánskt fyrir sjónir. Ingi Tryggvason, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðar- ins, segir umrædda hækk- un stafa að langmestu leyti af kauphækkunum i júni Í sumar. Bændur væru nú fyrst að fá sina kauphækkun, sem þeim hefði borið, logum sam- kvæmt, vegna almennra launahækkana í landirtu. Allur kostnaður vegna vinnslu landbúnaðaraf- urða hefði og stórhækkað vegna þeirra kauphækk- ana, sem orðið hefðu í júní sl. Það, sem kemur þó mest á óvart í samþykkt ASÍ, er, að lesa má milli iina skýlausa kröfu um verulegan samdrátt i framleiðslu landbúnaðar- afurða, er gengur mjög á snið við svokallaða byggðastefnu i landinu, svo sem vikið verður að hér á eftir. Landbúnaður og atvinnu- sköpun í þéttbýli Það er að vísu rétt að landbúnaðurinn á við vandamál að stríða, þar sem er offramleiðsla á vissum tegundum afurða hans, er flytja verður út mikið niðurgreiddar. Al- mennt er þó viðurkennt, að eigi landbúnaðurinn að mæta að fullu eftirspurn afurða sinna i slæmum framleiðsluárum —- hlýtur að verða um nokkra um- framframleiðslu að ræða i góðum framleiðsluárum. Spurning er, hvort fram- leiðslan sé nú komin yfir það mark, sem þarf til að sinna þessum megintil- gangi landbúnaðarfram- leiðslunnar. Eins og gjaldeyris- og viðskiptastaða þjóðarinn- ar út á við hefur verið undan farin ár, má Ijóst vera, að landbúnaðurinn gegnir mjög mikilvægu og gjaldeyrissparandi hlut- verki í þjóðarbúskapnum. Þeir tímar hafa og komið i sögu þjóðarinnar, að land- búnaðarafurðir hafa ekki legið á lausu á alþjóða- markaði. Þá er gott að búa að sinu. Þá skiptir það ekki siður máli að landbúnaðurinn er einn helzti atvinnugjafinn i þjóðarbúskapnum, ekkert síður í þéttbýli en strjál- býli. Strjálbýli og byggðastefna Fjölmargir kaupstaðir og kauptún í strjálbýli ðyggja afkomu- og at- vinnuöryggi íbúa sinna nær algjörlega á úrvinnslu landbúnaðarafurða og iðnaðar- og verzlunarþjón- ustu við nærliggjandi landbúnaðarhéruð. Nefna má staði eins og Selfoss, Hveragerði, Egilsstaði, Blönduós, Búðardal, Hellu, Hvolsvöll, Vík i Mýrdal og marga fleiri. Ymsir staðir, sem búa að útgerð, byggja þó at- vinnulif sitt að hálfu á landbúnaði. Nefna má staði eins og Akureyri, | Húsavík, Sauðárkrók, . Höfn i Hornafirði og I marga fleiri. Jafnvel | höfuðborgin býr að marg- háttuðum iðnaði, sem og I verzlunarþjónustu, er þrif- I ist ekki án íslenzks land- búnaðar. Hann er Í dag | einn mikilvægasti hrá- | efnagjafi iðnaðarins Í landinu. Skinna- og ullar- ] iðnaður eru mikilvægar i útflutningsgreinar. Ef höggva á stór skörð i I íslenzkan landbúnað er | um leið höggvið að undir- . stöðum margra þéttbýlis- I staða á landinu og at- I vinnuoryggi verkafólks, er þar býr og sinnir störfum i | tengslum við landbúnað, I úrvinnslu- og þjónustuiðn að. Krafa ASÍ, eins og hún | er fram sett, virðist ganga | þvert á hagsmuni launa fólks á þessum stöðum | sem og margumtalaða i byggðastefnu i landinu. Hef opnað tannlæknastofu að Laugavegi 1 8a, Viðtalsbeiðnum veitt móttaka i síma 1 0452. Jón Viðar Arnórsson, Tann/ækn/r. |ÆrIo VÉLRITUN Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 6. október. Engin heimavinna. Kennsla eingöngu á raf- magnsritvélar. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl . 1 3 daglega. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. ^Vid þörfnumst cpÍÞl Söfnun stofnfélaga er í fullum gangi. Undirskriftarlistar liggja frammi á eftirtöldum stöðum: ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 102 BLÓM og ÁVEXTIR, Bankastræti 11 BLÓM og ÁVEXTIR, Hafnarstræti 3 GARÐS APÓTEK, Sogavcgi 108 HÁALEITIS APÓTEK, Háaleitisbraut 68 HÓLAKOT, Lóuhólum 4-6 LAUGARNESAPÓTEK, Kirkjuteig 21 LYFJABÚÐ BREIÐHOLTS, Amarbakka 4-6 PLÖTUPORTIÐ, Vcrzlanahöllinni, Laugavegi 26 Snyrtivöruverzlunin NANA, Völvufclli 15 TÝLf hf., Austurstræti 7 {ídÍ' JÍ' SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS DTITX UM ÁFENGISVANDAMÁUÐ SKRIFSTOFA: FRAKKASTÍG 14B - SlMI 12802 Enn einn Simca 1100 sendibíllinn: KEXVERKSMIDJAN FRÓN REDDARINN Nú getum við boðið Simca 1100 pick-up sendibíl, sem er lipurt og þolmikið atvinnutæki. SIMCA 1100 sendibílar hafa marg sannað ágæti sitt á íslandi, enda í eigu fjölda fyrirtækja, stofnana og bæjarfélaga. „Reddarinn“ er nýjasti meðlimur SIMCA 1100 frá CHRYSLER FRANCE, sem ber a.m.k. 500 kg. í ferð. Af útbúnaði má nefna: framhjóladrif, styrkta dempara, öryggispönnur undir vél, girkassa og benzíngeymi og annan búnað fyrir slæma vegi. „Reddarinn“ er neyzlugrannur og dugmikill lítill bíll ætlaður til stór átaka. Ilökull hf. SIMCA ÁRMULA 36, SIMAR 84366 - 84491

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.