Morgunblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 11 Mannréttindi eru ekki í heiðri höfð á Formósu eins og ríkisstjórnin vill þó gefa í skgn Háværasti málsvari mann- réttinda i Asíu í dag er hinn 67 ára gamli forsætisráðherra Formósu, Chiang Ching-kuo, sonur og eftirmaður Chiang Kai-shek, sem nú er látinn. Þessi skyndilegu afskipti hans af mannréttindum eru fremur tilkomin vegna kvíða um að ríkisstjórn Carters Bandarikjaforseta aðhyliist fremur stjórnmálasamband við Peking en FormósU heldur en að demokratar á Formósu séu nú harðari í kröfum sínum um frekara lýðræði í stjórn eyjar- innar. Eftir margra ára fálæti eru nú uppi háværar raddir i Taipei, höfuðborg landsins um frelsi, réttlæti og lýðræði á sama tima og ríkisstjórnin bendir ásakandi á kúgunina í En á bak við þessa sýndar- mennsku hugrekkis og dirfsku er stjórn Chiangs kvíðafull, vegna þess að þeirra eigin vitn- isburður um varðveizlu mann- réttinda i landinu er ekki sem beztur. Lítið er vitað um pölitíska fanga á Formósu, miðað við vitneskju um aðstæður í öðrum harðstjórnarríkjum Asíu. Hundruðum saman eru and- ófsmenn — stuðningsmenn frjálslyndra og menntamenn — handteknir af leyniþjónustunni á lítilvægustu forsendum. Þetta hefur átt sér stað í valdatíð tveggja ættliða Chiang- ættarinnar, í dómstólakerfi sem minnir óhugnanlega á skáld- sögu Franz Kafka „The Trial“ eða ,,Réttarhöldin“. Að sögn þeirra andófsmanna Chiang Ching-kuo forsetis- ráSherra Formósu sem hafa verið handteknir, er þeim neitað um verjendur fyrir dómstólunum, fjölskyldum þeirra er neitað um upplýsing- ar um verustað þeirra og játn- ingar við lognum áikærum eru fengnar með pyntingum. ,,Þegar þú ert handsamaður, hverfurðu. Fjölskylda þín fær engar upplýsingar um dvalar- stað þinn eða örlög," er haft eftir fyrrverandi pólitískum fanga. Fangar eru dregnir fyrir her- rétt sem haldinn er fyrir lukt- um dyrum og eru útilokaðir frá nokkru sambandi við umheim- inn. Engir lögfræðingar eru fengnir þeim til varnar og föng- unum er sjálfum ekki leyft að kalla fyrir vitni í málurn sínum. í fjölda mála kailar saksóknar- inn jafnvel ekki fyrir vitni. 43 ára gamall lögfræðingur, Hsieh Tsung-ming, sem nú er laus úr Chingmei-fangelsinu, er enn að reyna að fá úr því skorið hvers vegna hann hefur verið lokaður inni í fangelsi undan- farin 6 ár. Þegar Hsieh og annar póli- tískur andófsmaður, Wei-ting, voru handteknir i febrúar 1971, reyndi lögreglan að bendla þá og aðra fanga við sprengjuárás sem gerð hafði verið á banda- riskan banka í Taipei. Eftir að Þetta var i annað skipti, sem þessir tveir andófsmenn voru handteknir af lögreglunni. Arið 1964 voru þeir dæmdir til fang- elsisvistar um óákveðinn tíma, eftir að þeir höfðu staðið að útgáfu flugrita til stuðnings kröfum Þjóðernishreyfingar Formósu um aukin lýðræðisleg borgararéttindi. Wei, sem látinn var laus í september 1976, lýsir reynslu sinni af leynilegum yfirheyrsl- unt á þennan veg: ,,Eg var handtekinn 23. febrúar 1971 og strax fluttur í kjallara- aðal- stöðva öryggislögreglunnar. Eg var sakaður um þátttöku i sprengjutilræðum sem gerð höfðu verið viðs vegar um Taipei. Eg neitaði öllum ásök- unum og sagði að ég berðist fyrir lýðræði en ekki ofbeldi. Mér var gefið raflost og siðan haldið vakandi í heila viku. Unt siðir skrifaði ég skýrslu þar sem ég lýsti því yfir, að ég væri andvigur persónulegu einveldi Chiang Kai-shek.“ Wei var settur i einangrunar- klefa. Þar var hann hafður allt fram til síðasta dagsins fyrir réttarhöldin. Þegar hann þá krafðist þess að fá lögfræðing, var honum sagt að slík beiðni hefði þurft að koma til réttar- ins með minnst 10 daga fyrir- Sami flokkurinn hefur verið einvaldur í landinu í 30 ár hinu kommúnistíska Kína meg- inlandsins. Embættismenn leggja mikið á sig við að upphefja efnahags- lega afkomu í landinu og lýð- ræðislegt stjórnarfar — en sniðganga algerlega þá stað- reynd, að eins og í Kína Maós hefur einn flokkur ríkt á Formósu undanfarin 30 ár. Það verður að viðurkenna, að efnahagsleg afkoma á Formósu er mjög góð. Þjóðarframleiðsl- an jókst um 11,7% á síðasta ári, útflutningur landsmanna jókst um 53%, og atvinnuleysi er undir 2% í landinu. Embættismennirnir tíunda ný verksmiðju- og iðnfyrirtæki sem risið hafa i útjaðri höfuð- borgarinnar á undanförnum ár- um — þeir vitna i talfræðileg gögn sem vekja þá hugmynd, að þessi litla eyja sé meginlandinu skrefi framar á sviði iðnaðar. Verka- konur fata- verk- smiðju,: efnahags- leg velmegun undir kúgun- arstjórn kuonintang- flokksins. hafa verið pyntaðir og þeim gefið raflost án þess að það fengi þá til að játa á sig afbrot- ið, voru þeir færðir fyrir her- rétt, ákærðir fyrir tilraunir til ,,að stofna samtök uppreisnar- manna“. Við réttarhöld fyrir luktum dyrum var Hsieh og Wei neitað um aðstoð lögfræðings áður en dómur var kveðinn upp í mál- um þeirra. Systur Hsieh var hótað refsiaðgerðum ef hún reyndi að útvega bróður sinum lögfræðing. Hún náði sambandí við Hsieh árið 1974, en þá hafði hann verið í fangelsi í 3 ár, án þess að nokkur fengi fregnir af honum. Fljótlega kom það i ljós að Hsieh hafði verið lögsóttur m.a. fyrir að hafa veitt Amnesty International upplýsingar um meðhöndlun á pólitískum föng- um í landinu. vara. „Við vorum í einangrun á nokkurs sambands við umheim- inn.“ Andófsmennirnir voru hand- járnaðir færðir fyrir kviðdóm- inn, — en í honum sátu einn ofursti og tveir majorar —. „Þeir höfnuðu beiðni okkar um aðstoð lögfræðings.Saksóknar- inn las upp ákæruna og yfirgaf siðan salinn. Engin vitni voru kölluð fyrir, hvorki sóknar- né varnarmegin. Réttarhöldin stóðu í tvær klukkustundir." Hsieh fékk 15 ára fangels- isdóm, en Wei 12 ára. Dómarnir voru mildaðir árið 1975 og með almennri sakaruppgjöf við lát Chiang Kai-shek. Sá leydardómur, sem rikir yfir pólitiskum réttarhöldum á Formósu gerir það erfitt að meta hve margir pólitískir fángar eru enn í fangelsum Framhald á bls. 19. Sovétstjórn- in ræðst á Thatcher Moskvu, 25. sept Reuter SOVÉTSTJÓRNIN hóf i dag nýja áróðursherferð gegn Margaret Thatcher formanni brezka íhalds- flokksins, er Pravda lýsti þvi yfir að „járnfrúin" vildi verja meiru fé til landvarna í Bretlandi á kostn- að almannatryggingakerf isins. Blaðið ásakaði hana að auki um að endurskoða afstöðu sína til Helsinkisáttmálans og fyrir að vera andstæðing détente. Tass-fréttastofan réðst einnig á ummæli Thatchers í Skotlandi þar sem hun fordæmdi tillögur brezku stjórnarinnar um lækkun á fjárveit- ingum til landvarna Thatcher hefði lýst því yfir á blaðamannafundi, að ef íhaldsflokkurinn kæmist til valda, myndi hann vinna að aukningu á fjárveitingum til hermálalandsins Hún hefði, er hún talaði um, að afla mætti fjárins annars staðar frá, átt við skerðingu á greiðslum almannatrygginga. Með öðrum orðum ætlaði „járn- frúin” að verja meira fjármagni til landvarna á kostnað milljóna almennra borgar, sem undanfarið hefðu orðið fyrir hverri kjara- skerðingunni af annarri auí;lVsin(;asíminn eh.- 22480 JW#rj3MnWflliih Veislan í Höllinni stendur sem hæst Reykvísk matvælaiðja sýnir hvers hún er megnug og býð- ur þér að bragða á krásunum. Gjöf til gests dagsins: Sjón- varpsstóll frá Sedrus- ögnum. Opnað kl. 3. Iðnaöarbíngó kl. 4. Tískusýningar kl. 6 og 9. . Aðgangseyrir: fullorðnir kr. 400, börn kr. 150. MBIÐNKYNNING f “.4í LAUGARDALSHOLL 23. sept.~2.okt/77

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.