Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 Ingólfur Jónsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra: Eftirfarandi ræda Ingólfs Jónssonar alþingismanns var flutt á afmælisfundi Verzlunar- ráðs Islands í sídustu viku: Hr. fundarstjóri, góðir fundarmenn. Ég vil byrja mál mitt með þvi að óska Verzlunarráði íslands til hamingju með 60 ára afmælið. í þjóðarsögunni eru 60 ár ekki talin vera langur tími, en þau verða að teljast langur kafli í innlendri verzlunarsögu. Það urðu merk þáttaskil í viðskiptum og atvinnumálum þjóðarinnar, þegar verslunin fluttist inn í landið. Dugandi og kjarkmiklir menn ruddu brautina og íslendingar tóku verslunina í sinar hendur á tiitölulega stuttum tima eftir að þeir höfðu gert sér grein fyrir því, að það var mögulegt. Meðan verslunin var í höndum út- lendinga var sá hagnaður sem af henni varð fluttur úr landi. Eftir að is- lendingar önnuðust versluniná sjálfir varð ágóðinn sem af versluninni fékkst eftir í landinu. Þannig skapaðist innlent fjármagn, sem gerði mögulegt að leggja undirstöður að atvinnuuppbyggingu i landinu. Stofnun Landsbankans þil- skipaútgerð og innlend verslunarstétt gaf Alþingi og almenningi vonir og þrek til þess að berjast fyrir fullu sjálfstæði Islands. Það hefur verið viðurkennt fyr- ir löngu á alþjóðavettvangi, að engin þjóð geti orðið frjáls og haldið sjálfstæðí sínu nema hún eigi vel menntaða og dugandi verslunarstétt. Enginn vafi er á því að íslenskir kaupsýslumenn hafa á margan hátt sýnt dugnað og árvekni í starfi með því að selja innlenda fram- leiðslu til annarra landa og einnig með því að kaupa erlendar vörur til sölu innanlands. Tilraun til að afnema höft Aðstaða íslenskrar verslunar hefur oft verið erfið vegna fjárskorts í landinu, gjaldeyriserfiðleika og hafta, sem hafa komið í veg fyrir eðlilega samkeppni og að verslunin gæti notið sín. Gylfi Þ. Gíslason minntist hér áðan á höftin, sem upp voru tekin eftir 1930 og taldi að þá hafi röng ákvörðun verið tekin. Höft eru neyðarúrræði og e.t.v. bjarga þau engu eða litlu þegar málin eru skoðuð til langs tíma. Um þetta leyti var heimskreppa skollin á. Má telja ólíklegt að gjaldeyris- lán hefði fengist á þeim tíma til þess að halda uppi frjálsri verslun, þótt það hefði verið reynt. Þjóðarframleióslan var lítii á þessum tíma og útflutnings- vörurnar féllu mjög í verði. Gjaldeyrir var ekki til fyrir því sem kalla mætti brýnustu nauðsynjar. Höftin urðu lang- líf og innsigluð með stofnun fjárhags- ráðs 1947. Fjárhagsráð lagði ströng höft á innflutning og gjaldeyrissölu og auk þess allar framkvæmdir og fjárfestingu. Til þess að fá keyptan sementspoka, þil- plötu eða annað byggingarefni þó lítið væri varð að fá leyfi fyrir kaupunum. Fjárhagsráð var lagt niður með lögum í ársbyrjun 1950. Létti þá mörgum og ýms- ir vonuðu að þjóðin hefði að fullu losnað við haftafarganið. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mynduð var í febrúar 1950 byrjaði að skera á höftin, eftir að fyrrnefnd laga- breyting tók gildi. Var farið hægt i sak- irnar í byrjun en eigi að siður voru margir vöruflokkar settir á frílista og fjárfestingarhömlun aflétt af venju- legum framkvæmdum svo sem íbúðar- byggingum o.fl. Björn Ólafsson var við- skiptaráðherra í fyrrnefndri rikisstjórn frá 1950—53. Eftir Alþingiskosningarn- ar 1953 hélt stjórnarsamvinna Sjálf- stæðis- og framsóknarmanna áfram. Samstarfið í rikisstjórninni gekk á margan hátt vel og haldið var áfram að skera á ýmis viðskiptahöft og auka við frílistann. Framleiðsla þjóðarbúsins fór vaxandi og gjaldeyrisstaðan var viðun- andi þrátt fyrir aukinn innflutning. Eftir haftaárin var óhjákvæmilegt að auka innflutning af almennum vörum en þó ekki síst af ýmsum tækjum, skipum, bifreiðum og mörgu öðru nauðsynlegu tíl framleiðslunnar sem mikil vöntun var á eftir haftatímann. Ríkisstjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks sem mynd- uð var 1953 sat að völdum í tæplega þrjú ár. Þótt hagur þjóðarinnar færi stórum batnandi á þessum árum og atvinnu- vegirnir hefðu fengið aukinn þrótt voru eigi að siður áhrifarík öfl í öðrum stjórnarflokknum, sem unnu að því að fá þing rofið vorið 1956, með það í huga að koma á vinstri stjórn að kosningum lokn- um. Og þannig varð framvinda mála eins Nú tapar innflytj- andinn á því, ef varan er ódýr... og flestir muna, að vinstri stjórn var mynduð seint í júlímánuði 1956. Eg fór með viðskiptamálin 1953—56. Endurminningar frá þeim árum eru góðar af viðkynningu við fjölmarga ágæta kaupsýslumenn. Yfirleitt litu menn raunsæjum augum á málin á þeim tíma, en fögnuðu þvi að ríkisstjórnin hafði hemil á verðbólgu og lagði áherslu á að efla atvinnuvegina og að auka viðskiptafrelsi almenningi til hagsbóta. Vinstri stjórnin tók við góðu búi en sat þó aðeins fram i desembermánuð 1958 eða rúmlega tvö ár. Þá var bjartsýni manna horfin, og verðbólgualda skollin yfir. Lánstraust þjóðarinnar út á við ekki lengur fyrir hendi og gjaldeyrir ekki til fyrir brýnustu nauðsynjum. íslensk króna var skráð á ýmsa vegu og talið var að um 20 mismunandi gengi væru á vesalings krónunni, m.a. vegna mismunandi uppbóta á útfluttum vörum. Viðreisnarstjórnin Viðreisnarstjórnin var mynduð haust- ið 1959 i því skyni að rétta við þjóðar- búskapinn. íslensk króna var skráð á réttu gengi og frjálslynd viðskiptastefna varð ráðandi. Framleiðsluatvinnuvegirn- ir fengu nýjan þrótt, framleiðslan fór vaxandi og jafnvægi náðist í viðskiptum við útlönd. Viðreisnarstjórnin sat að völdum i 12 ár. A þeim árum var árferðið misjafnt bæði til lands og sjávar. Eigi að 'siður hélst jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Arleg verðbólga var að meðaltali á fyrr- nefndu 12 ára tímabili 10.5%. Að visu var það nokktrð meiri en þá gerðist í viðskiptalöndum okkar, en munurinn var ekki það mikill að það raskaði utan- ríkisviðskiptum eða efnahagslegri upp- byggingu í landinu. Sjöundi áratugurinn er mesta framfaratimabil í sögu landsins siðan lýðveldið var stofnað. Atvinnu- vegirnir urðu þróttmeiri en nokkru sinní áður og atvinnulífið fjölbreyttara. Þjóðin var betur undir það búin að takast á við erfiðleika, verðfall afurðanna og afleiðingar kuldatímabils- ins á seinni hluta áratugsins. A árunum 1967—1968 varð 45% verðlækkun á útflutningsframleiðslu landsins. Af þessu varð mikið tjón og nokkuð atvinnuleysi. En vegna þess að vel var búið í haginn meðan árferðið var gott tókst á tiltölulega skömmum tíma að ná jafnvægi í víðskiptum við útlönd. Hjól atvinnulífsins snérust á ný með eðlilegum hætti og atvinnuleysi hafði verið iítrýmt á árinu 1970. Þjóðarhagur fór batnandi, ríflegur gjaldeyrisvara- sjóður hafði myndast, þjóðin hafði endurheimt fullt traust út á við. Úrbætur Formaður Verslunarráðs íslands hefur nú að nokkru leyti lýst afstöðu Verslunarráðsins til atvinnumála. Verslunarráðið vill efla og treysta at- vinnuvegina og gera ýmsar breytingar frá ríkjandi ástandi. Hefir hann nefnt sérstaklega sex atriði í þessu skyni. í fyrsta lagi að örva og efla utanríkisvið- skipti og koma á frjálslegri verðmyndun á vöru og þjónustu atvinnuveganna. í þriðja lagi að gera ýmsar umbætur á skattlagningu atvinnurekstrar. i fjórða lagi að losa fjármagnsmarkaðinn úr viðjum pólitískrar skömmtunar og gera hann frjálsan. i fimmta lagi að hafa arðsemi að helsta leióarljósi i fjárfest- ingarmálum. Og i sjötta lagi að endur- reisa jafnrétti í starfsskilyrðum atvinnu- veganna. Mér þykir rétt að ræða nokkuð þessi stefnuatriði sérstaklega. Það er heilbrigð stefna að stuðla að auknum utanríkisviðskiptum, og hafa frjálsleg gjaldeyrisviðskipti. Verði frjálsri verðmyndun komið við á vöru og þjón- ustu atvinnuveganna mun það reynast best þegar til lengdar lætur fyrir þjóð- félagið og einstaklingana. Til þess að framkvæmd þessara tveggja stefnu- atriða .Verzlunarráðsins verði til hags- bóta þarf nauðsynleg samkeppni að vera ráðandi svo ávallt sé veitt hagkvæm þjónusta og hagstæðasta vöruverð. En þótt menn tali um æskilega samkeppni verður eigi að siður að viðurkenna að hún er oft harla lítil. Viðreisnarstjórnin lét semja frv. til 1. um breytta verslunar- hætti. Frumvarpinu var ætlað að tryggja frjálsa verzlun í reynd en með þeim takmörkunum sem sett eru í öllum þeim þjóðlöndum sem byggja á lögum og rétti. Gylfi Þ. Gislason, þáverandi viðskipta- ráðherra, talaði ágætlega fyrir frum- varpinu i Alþingi og lýsti öllum kostum þess Qg þeim tilgangi sem ætlað var að ná með því að lögfesta það. Frumvarpið féll með ein« atkvæðis mun í efri deild og hefur ékki verið flutt aftur i Alþingi. Það var skaði, að frv. skyldi ekki ná fram að ganga. Með þvi fyrirkomulagi sem nú er rikjandi í verslunarmálum er til- gangslítið að tala um frjálsa verðmynd- un í landinu. Með fyrrnefndu frumvarpi var ákveðið að hafa verðgæzlu sem gæti gripið inn í ef frelsið væri misnotað. En frumvarpinu var ætlað að efla heil- brigða samkeppni í vörukaupum frá út- lönduni. Eins og nú er háttað fyrirkomu- lagi viðskiptamálanna tapar innflytjand- inn á þvi ef varan. er ódýr. Alagning vörunnar miðast við ákveðna prósentu. Sé varan seljanleg fær verslunin mest fyrir að selja dýrar vörur. Þó kaupsýslu- menn séu yfirleitt heiðariegir og vilji hag landsins sem mestan liggur í eigi að síður í augum uppi að núgildandi fyrir- komulag getur ekki verið hvatning til þess að menn leggi sig fram og leiti að lægsta verði áður en vara er keypt til landsins. Það er dýrt að ferðast land úr landi og heimsálfa á milli til þess að leita að bestu fáanlegum vörukaupum. íslenskur markaður er lítill og þvi enn erfiðara að ná viðskiptasamböndum þess vegna. Það tekst helst við góð kynni á löngum tíma. Hætt er við að margir kaupsýslumenn telji sig ekki hafa efni á að eyða tíma og fjármunum i löng og dýr ferðalög ef engin von er um hagnað og heldur litlar líkur fyrir því að fá ferða- kostnaðinn uppborinn. Hlutverk kaupsýslumannsins er að fá bestu fáan- leg kjör við kaup á erlendum vörum og sölu á útfluttum afurðum. Islenskir kaupsýslumenn eru duglegir og hag- sýnir. Sjálfsagt er að gera miklar kröfur til verslunanstéttarinnar en það má ekki með skammsýnni löggjöf draga úr fram- takinu sem gæti gert mikið gagn ef það fengi að njóta sín. Ef fyrrnefnt frumvarp hefði orðið að lögum var það hvatning fyrir kaupsýslu- menn til að leggja fram vinnu og kostnað i því skyni að ná fram sem bestu vöru- verði. Með þeim hætti gæti sparast mik- ill gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið. Þannig yrði unnið gegn verðbólgu og háu vöru- verði og þannig gæti innflytjandinn fengið hæfilegan hagnað í sinn hlut, auk þess kostnaðar sem í var lagt. En versl- un, hvort sem um stórsölu er að ræða eða smásöluverslun verður að hagnast til þess að geta staðist og veitt nauðsynlega þjónustu. Með verðgæzluákvæðum í áðurnefndu frumvarpi og aukinni sam- keppni sem af lögunum hefði leitt, voru veitendur tryggðir með hagstæðasta vöruverð og bestu viðskiptakjör. Væntanlega verður að því unnið að ná þvi takmarki sem stefnt var að í frum- varpi viðreisnarstjórnarinnar. Verslunarráðið bendir á að gera þurfi ýmsar endurbætur á skattlagningu at- vinnurekstrar. Undir það vil ég taka um leið og ég vek hér athygli á, að ýmis önnur atriði í skattalögunum þurfa endurskoðunar við. Nauðsynlegt er, að nánari skýring verði gefin á fjórða stefnuatriði Verslunarráðsins þar sem segir orðrétt: „Fjármagnsmarkaðinn þarf að losa úr viðjum pólitískrar skömmtunar og gera hann frjálsan." All- ir munu vera sammála um, að lánastarf- semi alla á að framkvæma af réttlæti en ekki með pólitiskri skömmtun. Sé lána- starfsemi þannig varið þarf vissulega að breyta um en skýringar og rök þurfa ávallt að fylgja fullyrðingum. Allir ættu að vera sammála um að hafa arðsemi að leiðarljósi í fjárfestingarmálum. Sé það ekki gert er dregið úr tekjumyndun þjóðarbúsins og lifskjörin hljóta að versna. Fjárfestingu til framleiðslu- aukningar er ætlað að gefa arð og aukn- ar tekjur. Önnur fjárfesting getur verið nauðsynleg og gefið óbeinan arð, þótt hún sé ekki beinlinis til tekjuaukningar. Fjárfesting þarf að gefa arð og brýn nauðsyn er á að atvinnufyrirtæki geti hagnast. Að öðrum kosti verður alltaf fjárskortur og atvinnustarfsemin það veik að atvinnuöryggi verður ekki tryggt í landinu. Vinstri stjórn og afleiðingar hennar Að siðustu bendir Verslunarráðið á að nauðsyn beri til að endurreisa jafnréttið í starfsskilyrðum atvinnuveganna. Mis- rétti ber að leiðrétta hvar sem það á sér stað og ættu menn að vera sammála um það. Eftir alþingiskosningar 1971 var mynduð vinstri stjórn. Reynslan frá árunum 1956—1958 virtist þá vera gleymd. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hvað gerst hefur í gjaldeyrismál- um, atvinnumáium, fjármálum og dýr- tiðarmálum siðan stjórnarskipin urðu á seinni hluta árs 1971. Menn muna og finna hvernig þróun mála hefur verið síðustu ár á ýmsum sviðum. Verðbólgan er ógnun við atvinnuöryggið, atvinnu- þróun, efnahag og hagsæld einstaklinga og þjóðarheildar. í stað 10.5% verðbólgu til jafnaðar á ári 1956—1971 hefur verið 30—50% verðbólga síðustu ár. Arið sem vinstri stjórnin gafst upp 1974 varð 54% verðbólga. 1975, 37% 1976, 32% en hvað verðbólgan reiknast á þessu ári skal ekk- ert fullyrt um. Það reynist erfitt að stöðva skriðuna þegar hún er komin á fulla ferð, Til samanburðar má geta þess, að verðbólgan í nágrannalöndum okkar er frá 4—12%. Gylfi Þ. Gislason minntist hér áðan á afkomu atvinnuveganna. Verð sjávar- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.