Morgunblaðið - 28.09.1977, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 197
Bókaútgáfa fyr-
ir útvalda?
Ég hefi um langt skeið veitt
forstöðu einni helstu bókaverslun
þessa lands, sem út af fyrir sig er
ekki í frásögur færandi.
Verslunin hefur ávallt lagt sig
fram um að veita hinum fjöl-
mörgu viðskiptavinum eins góða
þjónustu og unnt er. Til dæmis er
þess oft óskað, að við útvegum
fágætar bækur og bækur sem eru
illfáanlegar, og sem betur fer
tekst þetta oft.
Nú ber svo við að nýlega er
komin út bók Matthiasar Jóhann-
essens, rithöfundar og ritstjóra,
sem hefur að geyma úrval viðtals-
þátta, sem Matthías er löngu þjóð-
frægur fyrir og þykja með því
fremsta á íslensku af þessu tagi.
Þessi bók hefur ekki verið send á
almennan markað, en seld hjá
forlaginu.
Vrnsir viðskiptamenn okkar
hafa óskað þess, að við útveguð-
um þeim bók þessa og auðvitað
hefur þvi verið vel tekið.
En hvað gerist, þegar umrætt
forlag hefur verið beðið um nokk-
ur eintök? — Jú, sjálfsagt, en til
þess að fá bókina keypta á fullu
Snar
þáttur í
framþróun
íslensks
iðnaðar:
flugfrakt
FLUCFÉLAC
ÍSLANDS
LOFTLEIDIR
kjVeljum islenskt
197ð FORD FAIRMONT
BÍLLINN SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR
Hann sameinar sparneytni og rými Evrópubílsins — styrk og gæði Ameríkubílsins (Eyðsla 10
I. á 1 00 km.)
Þér getið valið um eftirfarandi: 4 — 6 — 8 strokka vél — sjálfskiptingu — vökvastýri — Fjórskiptan gírkassa með
yfirgír — diskahemla að framan — upphitaða afturrúðu ofi. ofl. Hönnun Ford Fairmont bílsins er talið bezta framlag
Bandaríkjanna til bílagreinarinnar í áraraðir.
Ford Fairmomont árgerð 1 978 Ford Fairmont árgerð 1 978
4 dyra með eftirfarandi útbúnaði. 4 dyra meS eftirfarandi útbúnaSi.
1. 6 strokka vél 3,3 lltrar (200 cub.) 1. 4 strokka vél 2.3 litrar (eySir 10 á 100 km.)
2. Sjáffskipting. 2. Fjórskiptur girkassi nieS yfirgir.
3. Vökvastýri. 3. Vökvastýri.
4. Hituð afturrúða. 4. HituS afturrúSa.
5. Diskahemlar að framan. 5. Diskahemlar aS framan.
6. Tau eða vinyl i sætum. 6. Tau eSa vinyl i sætum.
7. Heill bekkur eSa sérbólstraSir stólar. 7. SérbólstraSir stólar.
verS kr. 3.000.000.— verSkr. 2.780.000.-
(verð kr. 2.150.000.- til leigubilstj.) (verS kr. 1.980.000.— til leigubilstj.)
FORD Fairmont er rétti bíilinn.
Sveinn Egi/sson hf.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100
verði hefur þess verið krafist að
gengið yrði í tiltekinn klúbb og
ákveðinn fjöldi bóka hans keypt-
ur, hvort sem menn kæra sig um
eða ekki. Að öðrum kosti er bók
Matthisar ekki föl.
Nú ráða menn víst sjálfir sinum
viðskiptaháttum, en jafngildir
þetta ekki þvi, að menn fengju
ekki gert við bíl sinn á verkstæði,
ef um smávægilega bilun er að
ræða, nema þeir gerðust félagar í
einhverjum bilaklúbbi og þyrftu
jafnframt að fá verkstæðinu þrjú
eða fjögur óþörf verkefni? — Eða
að menn fengju ekki keypt
drottningarhunang, nema þeir
væru félagar í Náttúrulækninga-
félaginu, og keyptu jafnframt
soyabaunir, alfa-alfa og rúsínur
með steinum?
Nóg um það, — en vin minn
Matthias Johannessen vil ég
spyrja, í þeirri von að hann gefi
sér tíma til að svara. — Er það
þinn vilji og er það með þinni
vitund að bækur þínar eru ekki
falar öðrum en þeim, sem eru
ekki sjálfstæðari en svo í vali
bóka, að þeir kjósa að láta um-
ræddan klúbb velja handa sér
bækur? Ekki hefi ég trú á því að
þetta góða fólk leggi á sig að lesa
úrvalsfóðrið, og þykir mér miður
að þar með fer þín góða bók fram-
hjá mörgum, en þetta er önnur
saga.
Að lokum þetta: Ansi held ég að
fáir hefðu lesið Halldór Laxness
ef Ragnar i Smára hefði haft
sama háttinn á og títtnefndur
bókaklúbbur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sissa Sigurðar, verslunarstjóri
Bókaverslunar ísafoldar.
Leiðrétting
I FRÉTT okkar i gær um verð-
launaveitinguna fyrir beztu
barnabækurnar, var Þorvaldur
Sæmundsson sagður fæddur að
Baldurshaga. Hins vegar féll nið-
ur að sá Baldurshagi er á Stokks-
eyri.
Leiðrétting við
Lesbókargrein
ÞAU mistök urðu i síðustu Les-
bók Morgunblaðsins, í spjalli sem
Ágúst Vigfússon átti við áttræðan
alþýðumann, Jóhannes Ásgeirs-
son, að setning féll niður og urðu
af því mikil merkingarbrengl.
Visan sem tilfærð var er ekki
eftir Stein Steinar heldur eftir
Jóhannes sjálfan eins og fram
kemur i óbrjáluðum textanum.
Réttur er textinn þannig:
. . . sem Steinn Steinarr orðaði
svo snilldarlega: Það skiptir
mestu máli, að maður græði á
þvi.“
Fyrir þó nokkru heyrði ég og
lærði vísu eftir Jóhannes sem
hann hafði ort, er hann heimsótti
æskustöðvarnar. Vfsan er svona:
osfrv. osfrv.
Mbl. biðst velvirðingar á þess-
um mistökum.
Léleg sala
hjá Karlsefni
TOGARINN Karlsefni frá
Reykjavík seldi 173 lestir af fiski
i Bremenhaven í gær fyrir
207.628 mörk eða 18.4 millj.
króna. Meðalskiptaverð var kr.
70.34 á kíló, en meðalbrúttóverð
var kr. 106.58.
Góð færð á
öllum vegum
GÖÐ færð er á öllum vegum á
landinu að sögn Hjörleifs Ölafs-
sonar vegaeftirlitsmanns. Sagði
Hjörleifur að veður hefði verið
einstaklega goð að undanförnu
og ástand vega með allra bezta
móti.